Morgunblaðið - 25.08.1983, Síða 26

Morgunblaðið - 25.08.1983, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983 20 ára vígsluafmæli Reykhólakirkju Midhúsum, 24. ájpist. SUNNUDAGINN 28. ágúst verður 20 ára vígsluafmælis Reykhóla- kirkju minnst með guðsþjónustu. Auk sóknarprestsins Valdimars Friðjónssonar verða viðstaddir Sig- urður Álfsson fyrrverandi vígslu- biskup, en hann þjónaði hér um 5 ára tímabil, Þórarinn I>ór prófastur Patreksfirði, Sigurður Sigurðarson, sóknarprestur Selfossi og Dalla Þórðardóttir, sóknarprestur Bfldu- dal. Hér er nú á vegum kirkjunnar Guðrún Sigríður Friðbjarnardóttir óperusöngkona aö þjálfa söngfólk fyrir guðsþjónustuna á sunnudaginn. Sveinn. Norræn ráðstefna lyfjatækna NORRÆN ráðstefna lyfjatækna verður haldin í Reykjavík dagana 3.-6. sept., en ráðstefna þessi er liður í samvinnu lyfjatækna á Norð- urlöndum. Ráðstefna þessi er haldin annað hvert ár en þetta er í fyrsta skipti sem hún er haldin hér á landi. Á ráðstefnunni verður rætt um brýnustu hagsmunamál lyfja- tækna á Norðurlöndum, en þau eru meðal annars menntun lyfja- tækna, kjaramál og tölvuvæðing apóteka, segir í frétt frá Lyfja- Fjölskyldu- skemmtun hand- knattleiks- deildar Hauka Handknattleiksdeild Hauka og Sumargleðin halda fjölskyldu- skemmtun í íþróttahúsinu v/Strandgötu í dag, 25. ágúst. Er þessi skemmtun m.a. til fjáröflun- ar til uppbyggingar Haukahússins sem fór illa í bruna 20. ágúst sl. tæknafélaginu. Ráðstefnugestir munu auk fundahalda ferðast um Suðurlandsundirlendi og fara til Vestmannaeyja. Lyfjatæknafélag íslands er stofnað árið 1976 og gerðist aðili að samstarfi lyfjatækna árið 1979. Formaður félagsins er Arndís Jónsdóttir. Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum: 23. sumri starfseminnar lýkur um helgina SKÍÐASKÓLINN í Kerlingar- fjöllum lýkur 23. sumri starf- semi sinnar nú um helgina og verður siðasta helgarnámskeið sumarsins nú um helgina. Óvenju gott skíðafæri er nú í Kerlingarfjöllum og hefur verið í sumar segir í fréttatilkynningu frá Skíðaskólanum. Farið er frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13.30 á föstudag og komið aftur á sunnudagskvöld. Ferðaskrifstof- an Úrval sér um bókanir og eru þeir sem ætia upp eftir á eigin bílum, hvattir til þess að hafa samband við Úrval, ef þeir ætla að fá húsnæði hjá Skíðaskólan- um yfir helgina. INNLENT íslandsrallið hefst f dag: „Bensínið í botn“ TVEIR íslenskir keppnisbflar leggja upp í íslandsrallið, sem ræst verður um kl. 9.00 í dag frá Bárðardal við Steypu- skemmdir í KAFLANUM „Eöli alkalí- þensla“ í grein Haraldar Ás- geirssonar um steypuskemmdir í blaðinu í gær féll orðið „ekki“ niður á einum stað svo merking breyttist. Þar átti að standa: „Þannig ætti ekki að vera hætta á alkalíþenslum í steypum, sem steyptar hafa verið hér á árinu 1979 og síðar og raunar í steyp- um úr seltulitlum fylliefnum eft- ir 1976.“ Skuttogarinn Guðsteinn í slipp á Akureyri. Ljósmynd Snorri Snorrason. Breytingum á Guðsteini lýkur í lok október SKUTTOGARINN Guðsteinn, sem fyrr á þesus ári var keyptur af þrem- ur ungum mönnum til Akureyrar af Suðurnesjum, er nú í Slippstöðinni á Akureyri. Er þar unnið að breyting- um og endurbótum á skipinu. Verð- ur því breytt í frystitogara og er ætl- unin að verkinu verði lokið í lok október. Kostnaður við breytingarnar nemur um 30 milljónum króna og veitti Akureyrarbær skuldaábyrgð vegna þess. Með þessu skipi bætist nýtt fyrirtæki í bæinn og nýtt skip í flota Akureyringa. Sprengisandsleið. Aka þeir ásamt öðrum keppendum yfir Sprengisand að Sigölduvirkjun. Verður þetta fyrsta leiðin af fjórum, sem eknar eru í íslandsrallinu. „Þetta á að vera einskonar upp- bót á að hafa fallið útúr keppni í Ljómarallinu," sögðu bræðurnir Ómar og Jón Ragnarssynir, en þeir aka Subaru 1800 4WD í ís- landsrallinu, en hinn islenski keppnisbíllinn er Lada Sport Sig- hvats Sigurðssonar og Gunnlaugs Rögnvaldssonar. „Þetta er mest til gamans gert. Það er örugglega ævintýralegt að aka Sprengisand í keppni,“ sögðu þeir félagar. Báðir íslensku bílarnir verða nær óbreyttir, en í Lada-bílnum verða þó þrjú varadekk, drullutjakkur og tveir verkfærakassar ásamt venjulegum öryggisútbúnaði fyrir rallakstur. Subaru ómars og Jóns var ekið af Helgu Jóhannsdóttur i Ljómarallinu og verður gaman að sjá hvort bíllinn stenst tvö erfið- ustu röll ársins með stuttu milli- bili. „Það verður bara að stíga bens- ínið í botn til að koma bílnum eitthvað áfram,“ sagði Þorsteinn brosandi um Lada Sport-bílinn, er hann ekur ásamt Gunnlaugi. Ein- hver talaði um að sjóða bensín- gjöfina fasta í botni á bílnum, en líklega þarf einhver álíka ráð, því keppinautar íslendinganna eru á sérútbúnum bílum fyrir keppni af þessu tagi. Eru sumir bílanna knúnir hátt í þrjú hundruð hest- afla vélum og ættu að skilja aðra keppendur eftir ef að líkum lætur. Það gæti háð íslensku keppendun- um að þeir verða líklegast aftastir í rásröð af þeim 23 keppendum sem keppa í rallinu, þvi þeir ákváðu á síðustu stundu að taka þátt. Gæti t.d. Sprengisandsleið orðið þeim erfið, ef sandkaflar grafast upp. En aðalástæðan fyrir þátttökunni er hrein ævintýraþrá og verður gaman að sjá hvernig þeim reiðir af innan um alvana keppendur. - GR Niðjamót Hurðar- baksættar NIÐJAMÓT afkomenda Árna Pált sonar hreppstjóra á Hurðarbaki Villingaholtshreppi og konu han Guðrúnar Sigurðardóttur verðu haldið laugardaginn 27. ágúst Þjórsárveri í Villingaholtshreppi. Þau hjónin eignuðust þrettái börn og er afkomendahópurinn m orðinn um 500 manns. Stefnt er að því að ættarmótii hefjist kl. 14.00. Steinullarfélagið: Framhaldsaðal- fundur í næstu viku AÐALFUNDUR Steinullarfélagsins var haldinn í lok síðasta mánaðar. Kosið var í stjórn og teknir fyrir reikningar, en ekki tókst að Ijúka fundarstörfum og verður framhalds- aðalfundur í næstu viku. í stjórn voru kosnir: Árni Guð- mundsson, framkvæmdastjóri hjá hraðfrystihúsinu Skildi hf. Hann er formaður. Varaformaður er Ólafur Friðriksson, kaupfélags- stjóri á Sauðárkóki, en Jón Ás- bergsson, framkvæmdastjóri hjá Loðskinn hf., er ritari. Aðrir stjórnarmenn eru Stefán Guð- mundsson, alþingismaður, Stefán Guðmundsson, vélvirki, Jafet Ólafsson, deildarstjóri í Iðnaðar- ráðuneytinu, og Magnús Péturs- son , hagsýslustjóri. Þorsteinn Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Steinullarfélagsins, sagði í samtali við Mbl. að það væru einkum ýmis framkvæmda- atriði sem ætti eftir að ræða, sem ákveðið hefði verið á fyrsta aðal- fundinum að skoða og undirbúa betur. IGNIS ódýrog vðnduð heimilistæki ARMULA8 S:19294

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.