Morgunblaðið - 25.08.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.08.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983 27 Námskeið í huglækningum HÉR Á landi er stödd bresk kona, Agar Nares, að nafni, en hún hef- ur að undanfornu helgað sig iðkun huglækninga. Vinnur hún eftir kerfi sem hún hefur mótað frá kenningum Robert Moore um að gera einstaklinginn meðvitaðan um líforkuferli líkamans og hvern- ig má beita því á sem áhrifaríkast- an hátt, og Yoga, en Agar dvaldi á Indlandi í tvö ár. Auk þess hefur Agar stundað nám í sállækningum og yfirpersónulegri sálarfræði í Bretlandi. Agar Nares heldur hér eitt helgarnámskeið, dagana 27. og 28. ágúst frá kl. 9.30-18.00. Upplýsingar og skráning eru í Bókaútgáfunni Hagall, að Báru- götu 11. Agar Nares Norræna húsið í kvöld: Síðasta „opna hús“ sumarsins SÍÐASTA „opna húsið“ verður í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Þá mun Hjálmar Ólafsson, formaður Norræna félagsins, halda fyrirlestur á sænsku og tala um ísland — land og þjóð á mörkum hins byggilega heims. Á eftir fyrirlestrinum verður sýnd kvikmynd Osvaldar Knudsens, „Fjallaslóðir“, en sýning hennar tekur 28 mín. Þar með lýkur þessari sumar- dagskrá sem einkum var ætluð ferðamönnum frá Norðurlöndun- um en hefur einnig verið vel sótt af Islendingum. í anddyri hefur sýningin á ís- lenskum sjófuglum, sem Náttúru- fræðistofnun og Náttúrugripa- safnið standa að, verið sett upp aftur og verður hún opin til mán- aðamóta á venjulegum opnunar- tíma hússins. I sýningarsölum Norræna húss- ins eru sýningarnar um norrænt landnám og búsetu til forna opnar daglega kl. 14—19, en athygli er vakin á þvf að þeim lýkur sunnu- daginn 28. ágúst. Húsið-trúnaðarmál — endursýnd ENDURSÝNINGAR á íslensku kvikmyndinni Húsið — trúnaðar- mál, hefjast í dag, fimmtudag, í Laugarásbíói og verður myndin á sýningum klukkan sjö og níu, með- an aðsókn leyfir. Með aðalhlutverk fara Lilja Þórisdóttir og Jóhann Sigurðsson, en myndina þarf vart að kynna. Hún var frumsýnd 12. mars síð- astliðinn og hlaut bæði góða dóma og aðsókn. En nú gefst þeim sem ekki voru á landinu á meðan sýn- ingar stóðu yfir kostur að sjá þessa mögnuðu mynd. INVITA innréttingar í allt húsið = þægindi og gæði Bjóðum nú dagsektir ef umsaminn afhendingardagur stenst ekki á sérsmíðuðum eða stöðluðum Invita innréttingum. Yfir 40 mismunandi tegundir. U-BÍX160 Hagsýna eftirherman U-BIX 160 er hagsýna ettirherman í U-BIX fjölskyldunni og leggur sig alla fram viö að vera í senn fjölhæf og ódýr í rekstri. Hún afgreiðir pappírsstærðirnar A3, A4, og A5 úr tveim bökkum á augabragði og vandar sig alltaf jafn mikið. SELKO IÐNSYNING 19/8-4/9 FÉLAG iSŒNSKRA OMREKENDA 't&tíi bás í sérflokki Þar getið þér skoðað framleiðslu okkar. Hinar nýju glæsilegu spjaldahurðir með og án glugga að ógleymdum okkar sívinsœlu SELKO fataskápum sem við hjóðum nú í nýjum og fjölbreyttari viðartegundum. - Verið velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.