Morgunblaðið - 25.08.1983, Page 35

Morgunblaðið - 25.08.1983, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983 35 • Heimir Karlsson, markakóngur frá því í fyrra, virðist nú vera bú- inn að finna leiðina I markiö. Hann skoraöi annað mark Vík- ings í gær og er nú í þriöja s»ti yfir markhssstu menn. • Júlíus Júlíusson skoraöi fyrra mark Þróttar í gmr eftir akemmti- lega tekna aukaspyrnu hjá Ás- geiri Elíassyni. Þróttarar jöfnuðu á síðustu stundu ÞRÓTTARAR TRYGGÐU sór annaö stigiö gegn Víkingi þegar þeir jöfnuðu er tæpar tvær mínútur voru eftir af leiktímanum. Allan seinni hálfleikinn var mikil pressa á marki Þróttar og oft voru Víkingar nærri því að skora, en óheppnin elti þá, jöfnunarmarkiö kom því þvert á gang leiksins og geta Þróttarar veriö ánægöir meö úrslitin, 2—2. Staðan í hálfleik var 1—1. Leikurinn var allfjörugur á köfl- um, bæöi liöin böröust af krafti en spil Víkinganna var öllu beittara, einkum þó í seinni hálfleik, en þá lágu þeir í nær stanslausri sókn. Fyrsta marktækifæriö kom á 15. mín. Jóhann Þorvaröarson gaf á Þórö Marelsson sem skaut föstu skoti frá vinstra vítateigshorni, en Guðmundur í marki Þróttar bjarg- aöi í horn. Tveimur mínútum síöar voru Víkingar enn á ferðinni og sú sókn færði þeim mark. Oæmd var aukaspyrna á vall- arhelmingi Víkinga. Áöur en vörn Þróttar haföi snúiö sér viö, haföi Ómar Torfason tekiö spyrnuna, gaf langan bolta fram á Aðalstein sem brunaði að marki Þróttar og skaut í markiö framhjá Guömundi. Þarna voru Þróttarar illa á verði, en náöu þó að bæta fyrir mistök sín þegar þeir skoruöu rótt á eftir. Ásgeir Elíasson tók aukaspyrnu viö vítateigshornið vinstra megin, gaf fyrir markiö og viö fjærstöng- ina stökk Júlíus Júlíusson upp og skallaöi í netiö. Rétt á eftir komst Siguröur Aö-; alsteinsson inn fyrir vörn Þróttar, en hitti boltann illa og skot hans fór framhjá. Úr næstu sókn Þróttar átti Júlíus gott skot aö marki Vík- ings en rétt framhjá. Þaö sem eftir liföi fyrri hálfleiks áttu Víkingar nokkur tækifæri, en sem fyrr segir voru þeir óheppnir upp viö mark Þróttar og staöan í hálfleik því 1 — 1. Seinni hálfleikurinn var öllu daufari en sá fyrri, Víkingar sóttu stíft og á 58. mínútu komust þeir yfir. Magnús Þorvaldsson átti þá skot fyrir utan vítateig en í varn- armann Þróttar, boltinn hrökk til Heimis Karlssonar sem afgreiddi hann í netiö í hægra horniö. Eftir þetta færöist nokkur deyfö í leik- inn, sem fór aö mestu leyti fram á vallarhelmingi Þróttar. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum fengu Víkingar nokkur færi sem heföu aö öllu jöfnu átt aö gefa af sér mörk. Ómar Torfason átti góöa sendingu á besta mann Víkinga í þessum leik, Aöalstein, sem spilaöi inn í teiginn vinstra megin, en Guðmundur varöi skot hans vel, upp viö nærstöngina. Rétt á eftir fengu Vikingar auka- spyrnu hægra megin, boltinn barst VíkingurM n -Þróttur inn í teiginn, þar stökk Heimir upp, en Guðmundur varöi skallabolta hans. Tíminn leiö og flestir farnir aö telja Víkinga sigurvegara í þessum leik, en þegar tæpar tvær mínútur voru eftir komust Þróttarar í sókn. Júlíus lék upp vinstri kantinn aö endamörkum, gaf fyrir á Þorvald sem stóö einn og óvaldaður og sendi boltann í netiö. Fleiri uröu mörkin ekki, en Víkingar áttu þó alla möguleika á aö bæta þriöja markinu viö rétt fyrir leikslok. Ómar Torfason komst elnn inn fyrir vörn Þróttar eftir langa send- ingu frá Stefáni Halldórssyni. Ómar spilaöi aö marki, en skot hans fór í Guömund, sem kom hlaupandi út úr markinu. Viö þaö flautaöi Baldur dómari til leiksloka og ósanngjörn úrslit ráöin. Víkingsliöiö lék nokkuö vel á köflum, en alltaf vantaöi herslu- muninn þegar upp aö marki Þrótt- ar var komið. Bestur í liöinu var Aöalsteinn, sem geröi oft góöa hluti í framlínunni. Heimir átti einn- ig góöan leik, en aö ööru leyti var liöið nokkuö jafnt. Hjá Þrótturum bar mest á Kristjáni Jónssyni. Spil- aöi hann mjög yfirvegaö og byggöi upp megniö af sóknum Þróttara. Auk hans voru þeir Júlíus og Þor- valdur frískir. Einkunnagjöfin: ÞRÓTTUR: Guömundur Erlingsson 6, Júlíus Júlíusson 7, Þorvaldur Þorvaldsson 7, Páll Ólafsson 6, Daöi Haröarson 6, Ásgeir Elíasson 6, Pétur Arnþórsson 6, Jóhannes Sigursveinsson 5, Kristján Jóns- son 8, Arnar Friöriksson 5, Jóhann Hreiöarsson 5, Valur Helgason (vm) 5, Sigurkarl Aöalsteinsson, lék of stutt. VÍKINGUR: Ögmundur Kristinsson 6, Ragnar Gíslason 6, Magnús Þorvaldsson 6, Stefán Halldórsson 6, Þóröur Marelsson 6, Ómar Torfason 5, Ólafur Ólafsson 6, Sig- uröur Aðalsteinsson 6, Heimir Karlsson 7, Aöalsteinn Aöal- steinsson 8, Jóhann Þorvaröarson 6. í STUTTU MÁLI: Laugardalsvöllur fyrsta deild. Víkingur — Þróttur 2—2(1 —1). GUL SPJÖLD: Engin. ÁHORFENDUR: 405. DÓMARI: Baldur Scheving. Dóm- gæsla hans var í meðallagi. — BJ FLEXIS. Oröið stendur fyrir íjölhœfni, aðlögun. sveigjanleika. Með nánast einu handtaki má breyta innréttingum FLEXIS skápanna og laga þá að nýjum aðstœðum. Engar áhyggjur þarf að haía þó t.d. flutningur standi fyrir dyrum eða nýr fjölskyldumeðlimur sé á leiðinni. Innréttinga- möguleikarnir eru ótœmandi, og staðlað- ar einingar úr vönduðu hráefni gera skápana ótrúlega auðvelda í uppsetningu. FLEXIS er því orð að sönnu. REXIS. .konungur klœðaskápanna', er prýddur öllum kostum FLEXIS skápanna, en rennihurðirnar gera hann sérstaklega hentugan þar sem gólf- rými er lítið. AXIS AXEL EYJÓLFSSON HUSGAGNAVERSLUN SMIOJUVEGI9 200 KÓPAVOGI SlMI 91 43577

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.