Morgunblaðið - 25.08.1983, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983
39
fclk í
fréttum
„Staying Alive“
frumsýnd
Þegar Sylvester Stallone kom í glæsikerrunni sinni téku öryggisverðirnir höndum saman til að forða honum fri því
að vera hreinlega troðinn undir af áköfum mannfjöldanum.
Fjórum dögum eftir frumsýninguna — þúsundir manna bíða eftir því að fá
að fara inn.
+ Þegar myndir, sem frægt fólk leikur í, eru frumsýndar í
Bandaríkjunum er jafnan mikið um að vera og margir leggja þad
á sig að bíða klukkustundum saman eða jafnvel í heilan sólarhr-
ing eftir því að fá að sjá stjörnurnar.
Þannig var það líka þegar myndin „Stayin’ Alive" með
þeim Sylvester Stallone og John Travolta var frumsýnd. Þús-
undir manna söfnuðust þá saman fyrir utan kvikmyndahúsið
og máttu öryggisverðirnir hafa sig alla við til að stjörnurnar
kæmust heilar á húfi út úr bílnum og inn í húsið.
Þegar Pétri og Páli var loks gefinn kostur á að kaupa miða
myndaðist nokkra km löng biðröð við miðasöluna og þegar
miðinn var fenginn varð fólk að bíða í annarri röð ekki styttri
eftir því að komast inn.
COSPER
Erfið í
búðum
+ Ira af Furstenberg, sem
komin er af góðu fólki í
Þýskalandi, var nú nýlega
dæmd til að greiða um 180.000
ísl. kr. í sekt fyrir að hafa far-
ið heldur gáleysislega með
greiðslukortið sitt. Gerðist
þetta fyrir sex árum þegar Ira
var stödd í útlandinu en þá
átti hún ekki nema tæpar
10.000 ísl. kr. á reikningnum.
Þegar Ira fer í búðir halda
henni hins vegar engin bönd
og sjálf segist hún bara ekki
geta við sig ráðið þegar hún
kemur auga á falleg föt og
skartgripi.
— Gættu þess að súpan verði ekki of sölt.
SOL I
SUMARLEYF
MALL0RCA
SIÐASTA
BROTTFÖR
SUMARSINS
6. SEPTEMBER
Verð frá aðeins kr.
16.900.-
í 3 vikur.
Góö greiðslukjör
Reykjavík: Austurstræti 17,
sími 26611 og 20100.
Akureyri: Hafnarstræti 98,
sími 22911.
NÚ
SPÖKUMVIÐ
PENINGA
pg smídum sjálf!
Við eigum fyrirliggjandi flest það efni, sem til þarf þegar
þið smíðið sjálf. Til dæmis efni í fataskápa, eldhús-
innréttingar, húsgögn, hvers konar vegghillur o.fl. Enn-
fremur loftbitaefni, viðarþiljur, límtré og spónaplötur.
Þið getið fengið að sníða niður allt plötuefni í stórri sög
hjá okkur.