Morgunblaðið - 25.08.1983, Síða 48
■ ifas—
^/Vskriftar-
síminn er 830 33
iHMitttXtfftfrifr
_/\iglýsinga-
siminn er 2 24 80
FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983
íslensk-
ir hestar í
kvikmynd
í Moskvu
UM I'ENSAR mundir stendur yfir í
Noregi undirbúningur að gerð kvik-
myndar um víkinga þar sem í ráði er
að nota íslenska hesta þar sem hesta
er þörf.
Eru það kvikmyndafyrirtæki í
Noregi og Rússlandi sem vinna
sameiginlega að þessari fyrirhug-
uðu mynd. Upptökur munu fara
fram bæði í Noregi og Rússlandi
og hefur verið talað við Eyjólf ís-
ólfsson reiðkennara um að taka að
sér yfirumsjón með þjálfun hest-
anna og jafnvel verður hann feng-
inn til að ríða hestunum þar sem
áhersla verður lögð á að ná góðum
tölt- og skeiðsenum.
Undanrennan
að norðan:
Flutning-
arnir kosta
2 milljónir
Framkvæmdanefnd Framleiðslu-
ráðs landbúnaðar hélt fund í gær með
fulltrúum nokkurra mjólkursamlaga
og Osta- og smjörsölunnar þar sem
rætt var um þá vöntun á mjólkurvör-
um á 1. verðlagssvæði sem fyrirsjáan-
leg er í vetur vegna minnkandi mjólk-
urframleiðslu sunnan- og vestanlands
og hvernig bæta megi úr því. Niður-
staða fundarins var sú að kosin var
nefnd til að kanna þá valkosti sem
fyrir hendi væru í flutningi á þeim 1,5
milljónum lítra af undanrennu sem
talið er að vanti á markaðinn eins og
skýrt var frá hér í blaðinu í gær, og
hver þeirra væri hagkvæmastur.
Gunnar Guðbjartsson fram-
kvæmdastjóri Framleiðsluráðsins
sagði í samtali við Mbl. í gær að
kosta myndi 1,30 til 1,40 krónur að
flytja hvern lítra af undanrennu frá
Akureyri til Selfoss til þurrkunar
þar sem afkastamesti þurrkarinn
væri, en það gerir um 2 milljónir
króna í allt
Gífurlegur mannfjöldi var á fundinum í Sigtúni í gærkvöldi og urðu margir að standa eins og sjá má.
Morgunblaðið/Kristján Einarsson.
2.000 manna fiindur krefst
úrbóta í húsnæðismálum
„EINU raunhæfu úrbæturnar eru
þær, að lán verði veitt til lengri
tíma, að lán verði mun hærra hlut-
fall af húsnæðiskostnaði en nú er,
og, að þessar aðgerðir verði aftur-
virkar þannig að þeir, sem keypt
hafa eða byggt húsnæði sl. þrjú ár,
njóti þeirra," segir m.a. í ályktun
sem samþykkt var á fjölmennum
fundi, um úrbætur i húsnæðismál-
um, sem haldinn var í Sigtúni við
Suðurlandsbraut í gærkvöldi.
Þá var í ályktuninni látinn í
Ijós uggur um framtíð þúsunda
fjölskyldna fari fram sem horfir.
„Endurteknar kjaraskerðingar á
undanförnum árum samhliða
óðaverðbólgu valda því að skuld-
irnar hækka en kaupið ekki,“
segir í ályktuninni. Bent var á
hátt hlutfall skammtímalána í
fjármögnun húsnæðiskaupa og
skorað á stjórnvöld að setja lög
um að vísitöluverðbætur á lán,
úr lífeyrissjóðum og Húsnæðis-
málastofnun til íbúðabygginga
og kaupa, verði ekki meiri en
sem nemur greiddum vísitölu-
bótum á laun.
Að boðun fundarins í Sigtúni
stóðu 30 áhugamenn úr öllum
stjórnmálaflokkum sem hafa
sameinast um að berjast fyrir
úrbótum í húsnæðismálum.
Fundarstjórar voru þeir Pétur J.
Eiríksson, hagfræðingur, og
Ögmundur Jónasson, fréttamað-
ur. Frummælendur voru þeir
Stefán ólafsson, lektor, Gunnar
Haraldsson, hagfræðingur, og
Sigtryggur Jónsson, viðskipta-
fræðingur. Fjölmargir tóku til
máls og fjöldi skeyta barst fund-
inum.
Sjá nánar frásögn og myndir á
miðopnu.
Skagamenn standa vel aö vígi
Akurnesingar standa vel að vígi í fslandsmótinu í knattspymu eftir að hafa
sigrað Keflvíkinga í Keflavík í gærkvöldi 1—0. Úrslit annarra leikja í 1. deild
urðu þau að Þróttur og Víkingur gerðu jafntefli, 2—2, og fsafjörður og KR
gerðu jafntefli, 1—1. Myndin er úr viðureign ÍA og ÍBK. Sjá nánar um
leikinn í gærkvöldi á íþróttasíðum. Morjfunblaðið/Friöþjófur.
Mikill skortur á hjúkrunarfræðingum:
Mörgum deildum
lokað á sjúkrahúsum
MIKILL skortur hefur verið á hjúkr-
unarfræðingum á Borgar- og Ríkis-
spítölunum í sumar og hefur þurft að
loka deildum um lengri tíma af þeim
sökum. A Borgarspítalanum var
handlæknisdeild með 32 sjúkrarúm-
um lokað í tíu vikur, lyflæknisdeild
með 25 sjúkrarúmum í fimm vikur
og í tíu vikur hefur Grensásdeildin
aðeins verið starfrækt að hálfu leyti.
Svipaða sögu er að segja af Ríkis-
spítölunum, en ástandið mun vera
einna verst á Kleppsspítalanum og
Landspítalanum.
Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri
Ríkisspítalanna, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að skorturinn
stafaði bæði af því að undanfarið
hefðu bæst við heilbrigðiskerfið
margar nýjar stofnanir sem þyrfti
að manna, og eins hinu, að fast-
ráðnir hjúkrunarfræðingar væru
nú meira og minna í sumarleyfum.
Sagði Davíð að þetta vandamál
kæmi upp á hverju sumri, en væri
með verra móti í ár. Bjóst hann
við að ástandið færi að lagast upp
úr miðjum september.
Helga Ragnarsdóttir, hjúkrun-
arframkvæmdastjóri á Landspít-
alanum, gaf sömu skýringar á
ástandinu og Davíð. Taldi hún að
NOKKRU minna er nú um fiskveið-
ar Færeyinga á íslandsmiðum, en
verið hefur undanfarin ár. Stafar
það líklega af auknum afla á Fær-
eyjamiðum, en fyrri helming ársins
var þorskaflinn þar tvöfalt meiri en
á sama tíma í fyrra.
Samkvæmt upplýsingum Land-
helgisgæzlunnar höfðu Færey-
ingar alls aflað um það bil 9.700
ástandið í sumar væri verra en
undanfarin ár, fyrst og fremst
vegna lengingar orlofs. Sagði
Helga að tekist hefði að bjarga
málum í horn í sumar vegna mik-
illar yfirvinnu hjúkrunarfræð-
inga.
lesta af 17.000 lesta árlegum afla-
kvóta síðastliðinn þriðjudag. Þar
af mega Færeyingar veiða 6.000
lestir af þorski. Á miðvikudag
voru alls 12 færeysk fiskiskip að
veiðum hér við land, þar af þrír
togarar. Síðastliðinn þriðjudag
hélt færeyski togarinn Polarborg
af íslandsmiðum áleiðis til Fær-
eyja með um 71 lest af þorski.
Fiskveiðar Færeyinga á íslandsmiðum:
Hafa fengið 9.700 lestir