Morgunblaðið - 28.08.1983, Qupperneq 4
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983
Eiginlega synd
að maður skuli ekki
hafa nema tvö eyru
Rætt við Ingibjörgu Þorbergs um tónlist
Ingibjörg Þorbergs er löngu þjóðkunn fyrir sönglög sín, og reyndar einnig fyrir
störf sín hjá Ríkisútvarpinu. Flestum detta sjálfsagt Aravísurnar í hug þegar Ingi-
björg er nefnd — eða lagið „Á morgun“ sem varð vinsælt bæði hér heima og erlendis
í eina tíð. Það er fjöldinn allur af lögum sem Ingibjörg hefur samið að ógleymdum
leikritum hennar og Ijóðum. Þegar ég kem til viðtals við hana á heimili þeirra
Ingibjargar og Guðmundar Jónssonar píanóleikara er mér sú spurning efst í huga
hvernig Ingibjörg hafi hafið feril sinn sem tónskáld.
Ingibjörg Þorbergs Kri*‘jín
— Ég hef alltaf verið haldin
þessari áráttu að vera sífellt að
semja eitthvað, hvort sem það er
nú lag, ljóð eða leikrit. Jafnvel
sem smástelpa var ég að pára
eitthvað sem átti að vera nótna-
skrift og byrjaði þannig að semja
lög. Það er verst hversu lítinn
tíma maður hefur haft aflögu til
að fást við þessa hluti — það þarf
nefnilega mikinn tíma til að semja
lag, ekkert síður en ljóð eða leik-
rit. Ég hefði gjarnan viljað hafa
meiri tíma, en það er nú svona að
ég hef alltaf látið vinnuna ganga
fyrir.
Þetta árið gegni ég starfi
dagskrárstjóra meðan Hjörtur
Pálsson er í fríi, og það er svo
mikið að gera, að ég get hreinlega
ekki litið upp hvað þá látið eftir
mér að semja eitthvað. Ég geri
mér hins vegar vonir um að geta
snúið mér að þessum áhugamálum
mínum af fullum krafti þegar ég
hætti hjá útvarpinu eftir rúmlega
eitt ár.
Hvenær komst þú fyrst
fram í útvarpinu?
— Ég var ekki nema tólf ára
þegar ég kom fram í fyrsta skipti
en þá söng ég einsöng með barna-
kórnum Sólskinsdeildinni. Ég var
ekki nema 18 ára þegar ég byrjaði
á skrifstofu innheimtudeildar
Ríkisútvarpsins og þar var ég í
tæp þrjú ár. Síðan fór ég í
tónlistardeildina, þar sem ég
starfaði í 32 ár, hvorki meira né
minna, og nú hef ég verið i rúm
tvö ár í dagskrárdeildinni sem
varadagskrárstjóri. Svo hef ég yf-
irleitt verið með einhverja þætti,
þ.e. tónlistarþætti með bæði léttri
og klassískri tónlist, og barnatíma
árum saman.
Þú byrjaðir ung í tónlist-
arnámi, er það ekki?
— Jú, ég var alltaf ákveðin í að
leggja stund á tónlist. Ég byrjaði
að læra á orgel 9 ára gömul og fór
fljótlega að syngja í barnakórum.
Svo fór ég í Tónlistarskólann í
Reykjavík og þaðan lauk ég ein-
leikaraprófi í klarinettuleik en
lagði jafnframt stund á píanóleik
og „komposition". Það voru alls
sex ár sem ég var við nám í Tón-
listarskólanum en svo fékk ég
tækifæri til að bæta við mig tón-
listarnámi, lauk tónmennta-
kennaraprófi auk námskeiða hér
og annars staðar.
Hvert er þitt uppáhalds
hljóðfæri?
— Ég veit það satt að segja ekki,
— meðan ég var að læra á klarin-
ettuna var hún númer eitt en er
það kannski ekki lengur. Kirkju-
orgel held ég mikið uppá, það er
eins og heil hljómsveit — það er
ákaflega gaman að leika á orgel.
Kannski er það flygillinn, sem er
mitt uppáhalds hljóðfæri núna. Þó
finnst mér mannsröddin full-
komnasta hljóðfærið.
Nú ert þú sjálfsagt frekar
tengd gítarnum en þessum
hljóðfærum f hugum
fólks?
— Jú, það er sjálfsagt útaf Ara-
vísunum — þær hafa fylgt mér
eins og draugur síðan platan kom
út. Gítarinn er útaf fyrir sig
skemmtilegt hljóðfæri. Ég var við
gítarnám í nokkur ár. Gítarinn
var þá ekki orðinn það tízkuhljóð-
færi sem hann er nú, en eftir að
Bítlarnir komu hefur gítarinn
hins vegar verið allt í öllu í dæg-
urlögum — kannski ég hafi bara
verið á undan minni samtíð hvað
þetta varðar, segir Ingibjörg og
hlær.
Er tímafrekt að semja
sönglög?
— Já, yfirleitt verður maður að
hafa töluvert mikið fyrir því að
leggja fram verulega vinnu áður
en lagið er orðið fullmótað. Þegar
ég sem sönglag, held ég að ég hafi
aldrei samið það öðruvísi en við
ljóð — eftir sjálfa mig eða aðra.
Það eru kannski ekki allir sem
gera sér ljóst hversu erfitt það
getur verið að semja ljóð við lag
án þess að áherslunar verði skakk-
ar. Ég hef alltaf talið það mikið
atriði að áherslurnar séu réttar,
enda eru rangar áherslur í söng
hrein misþyrming á málinu.
Rangar áherslur í dægurlagatext-
um eru orðnar mjög áberandi og
það held ég að geti orðið hættulegt
fyrir íslenskuna þegar til lengdar
lætur, því að dægurlögin glymja
stöðugt í eyrum fólks.
Hver er þín aðferð
við að semja lög?
— Eins og ég sagði hef ég alltaf
samið sönglögin mín við ljóð og þá
hef ég jafnan reynt að semja lag-
línu með þeim hugblæ sem ég finn
í ljóðinu. Það er auðvitað afar
misjafnt hvernig manni tekst upp
— það er kannski enginn sérhæfi-
leiki að semja lög í sjálfu sér,
heldur eitthvað sem flestir geta
lært. Útkoman verður hins vegar
misjöfn rétt eins og í öðrum list-
greinum.
Það hefur reyndar verið sagt
um góðar laglínur, að þær verði
ekki til nema fyrir hreina guðs-
Ingibjörg er þarna við útsendingu en myndin er tekin einhverntíma um 1955
er útvarpið var til húsa í gamla Landsímahúsinu.
Þeir greiddu heilmikið fyrir mér
þegar þangað var komið — ég kom
fram bæði í útvarpi og sjónvarpi,
söng þar með sinfóníuhljómsveit
og hefði áreiðanlega getað notað
mér þetta betur, en hafði einhvern
veginn ekki hug til þess. Þetta var
afar spennandi — siónvarpið var
þá alveg nýtt fyrir íslendinga, og
mér þótti það mikið undur. En það
var voðalegur flýtir og hasar í
kringum þetta allt saman, þannig
að mér þótti oft alveg nóg um
„stressið". Frankie Laine var með
einhvern vinsælasta sjónvarps-
þáttinn í Bandaríkjunum á þess-
um tíma og fékk ég boð um að
koma þar fram, sem þótti mikil
upphefð. Ég var líka kynnt fyrir
ýmsu frægu fólki í tónlistarheim-
inum á þessum tíma s.s. Ellu
Fitzgerald og Duke Ellington, og
náð. Það þurfa ekki alltaf að vera
hálærðir tónlistarmenn sem
semja beztu laglínurnar. Heyrst
hefur að einhverntima hafi þekkt
bandarískt tónskáld tekið sig til
og ákveðið að semja melódíu er
átti að slá í gegn. Hann fékk gott
ljóðskáld i lið með sér og lokuðu
þeir sig inni i heila viku og allan
þann tíma gerðu þeir ekkert ann-
að en reyna að koma saman þessu
eina lagi. En það mistókst, og það
kom ekkert sérstakt út úr þessu
samstafi þeirra. f Bandaríkjunum
segja þeir að það sé ekki nema
einn af milljón, sem geti samið
góðar laglínur. Bítlarnir John
Lennon og Paul McCartney höfðu
þessa hæfileika í ríkum mæli, ég
held t.d. að lagið þeirra, „Yest-
erday“, sé eitt hið fallegasta lag,
sem samið hefur verið um áratugi.
Það er hreint innblásturslag og
hefur í sér fólginn alveg sérstakan
anda.
Þú byrjaðir snemma að
syngja inn á plötur.
— Já, fyrsta platan sem ég söng
inná var gefin út af Fálkanum
1953. Á henni voru lögin „Játning"
eftir Tómas Guðmundsson við lag
Sigfúsar Halldórssonar og „Hrísl-
an og lækurinn" eftir Pál ólafsson
við lag Inga T. Lárussonar. Ári
síðar söng ég inná barnaplötu
fyrir íslenska tóna, en það hefur
sennilega verið fyrsta barnaplata
með íslenskum lögum, sem gefin
var út hér á landi. Á henni voru
Aravísurnar. Einnig kom út á því
ári lagið „Hin fyrstu jól“, sem ég
samdi um líkt leyti.
Hvert er þitt uppáhaldslag
af eigin sönglögum?
— Það er sjálfsagt lagið „Á
morgun“ og svo ef til vill annað
„Ingibjörg Þorbergs syngur fyrir börnin“ — þetta er plötuumslag af fjögurra
laga plötu en á henni eru einmitt hinar margfrægu Aravísur og Guttavísur.
lag, sem ég samdi fyrir rúmlega
ári. „Á morgun“ er eina lagið eftir
mig sem hefur verið flutt erlendis
að nokkru ráði.
Nú fórst þú í mikla reisu
til Bandaríkjanna
um þetta leyti
— Jæja, það var nú ekki nema
tveggja mánaða ferð þó að ekki
vantaði að ýmislegt bæri við.
Þetta var árið 1956, en ég fór út i
boði Kórs George Whasington-
háskólans. Það lá þannig í þessu,
að kórinn hafði verið hér á landi í
söngför, en þá kynntist ég for-
manninum og hjálpaði þeim smá-
vegis meðan kórinn var hér.
Nokkru eftir að þeir fóru fékk ég
svo þetta boð um að dveljast í tvo
mánuði í Bandaríkjunum.
þetta var auðvitað allt mikil upp-
lifun fyrir mig eins og gefur að
skilja.
Það var svo fyrir algjöra tilvilj-
un að mér var boðið í einhvern
vinsælasta útvarpsþáttinn hjá
CBS-útvarpsstöðinni, sem bar
heitið Nefndu lagið (Name the
tune). Það gerðist einfaldlega
þannig að ég var stoppuð á götu í
New York af fólkinu, sem stjórn-
aði þessum þætti. Þegar það
heyrði, að ég var frá íslandi vildi
það endilega að ég kæmi í prufu.
Ég bjó hjá tveim bandarískum
stúlkum sem voru við leiklistar-
nám og höfðu þær einmitt reynt
töluvert til við að komast í þennan
útvarpsþátt. Þegar ég kom heim
til þeirra og sagði frá því að mér
hefði verið boðið að koma fram í
þættinum, trúðu þær mér hrein-