Morgunblaðið - 28.08.1983, Page 7

Morgunblaðið - 28.08.1983, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 55 Unnið að uppgreftri í Coppergate. Teikning fri höfninni í Jórvík, eins og rannsóknir benda til að þar hafi verið umhorfs. kynni þeirra var Skandinavía. Á hraðskreiðum skipum og búnir tækjum til úthafssiglinga hófu þeir víkingaöldina, tímabil ófyr- irleitni og umsvifa, tímabil, sem olli miklu umróti, ekki aðeins á Norðurlöndum, heldur einnig um alla Vestur-Evrópu. Annálaritar- ar þeirra tíma, munkarnir, útmál- uðu þá sem sjálfan Antikrist og miskunnarlausa villimenn, sem fóru með ránum og brennum um allan heim, jafn skeytingarlausir um eigið líf sem annarra og áhugalausir um allt nema eyði- leggingu og rupl, hermerki þeirra voru hamar Þórs og hrafn Óðins, táknræn fyrir ofbeldi og svart- nættisillsku guða þeirra. En svona einfalt var þetta nú ekki. Líklega hefur góðæri á Norður- löndum, fólksfjölgun, landnám og auknar samgöngur orðið til að hrinda víkingaferðum af stað. Þetta voru bændasynir sem héldu út í heim til að afla sér fjár og frama, vopnaðir kaupmenn eða sjóræningjar, eftir því hvernig vindurinn blés. Þeir komu úr harðbýlum löndum og voru vissu- lega miskunnarlausir þegar svo bar undir, og þegar allt fór saman hjá þeim, hraðskreið skip, afburða sjómennska og ágætisvopn, svo sem sverð og axir, agi, vaskleiki, kjarkur og klókindi, þá var mikið afrekað, enda ollu víkingar þátta- skilum í sögu álfunnar. Og hún á ekkert skylt við villimanninn, sú mynd sem dregin er upp af víking- um í íslendingasögunum, vissu- lega mjög stílfærð þar sem honum er lýst sem ungum, vel ættuðum íslendingi, sem fer að heiman til að leita fjár og frama við hirð Noregskonungs eða vinna auðæfi í víkingu í fjarlægum löndum. Árið 790 geta engilsaxneskir annálar þess, að þrjú skip hafi komið af Hörðalandi í fyrsta skipti til Englands. Umnoðsmaður konungs á staðnum reið til fundar við komumenn, en þeir drápu hann. Hinn 8. júní 793 rændu og Ýmsar leðurvörur fri víkingatíman- um hafa fundist í Coppergate í ótrú- lega góóu áaigkomulagi. eyðilögðu norskir víkingar klaustrið á Eynni helgu, Lindis- farne, höfuðstöð engilsaxnesku kirkjunnar á Norðimbralandi. Árásin á þetta helga klaustur var sérstök í sinni röð. Við hana er miðað upphaf víkingaaldar og á hana var litið sem yfirgengilega óskammfeilna atlögu gegn sjálfri siðmenningunni. Og hún var að- eins byrjunin. Á þessum árum var England blómlegt land og aðlaðandi. Það hafði ennþá ekki verið sameinað í eitt ríki, heldur skiptist í nokkur konungsríki, sem áttu oft í erjum. Konungsríkin á Englandi gátu ekki veitt markvissum árásum víkinga viðnám, sem stýrðu þang- að stöðugt stærri flotum. Um 850 tóku víkingar að búast um á Eng- landi og hafa þar vetursetu, en Elfráði ríka, konungi í Wessex, tókst loks að stöðva framrás þeirra um 880, en neyddist til að láta þeim eftir allt Norðaustur- England. Þár varð sjálfstætt vík- ingaríki, Danalög, með höfuðborg- inni Jórvík. Fjöldi landnema af Norðurlöndum settist þar að í sambýli við Engilsaxa og tóku brátt kristna trú. Fjöldi örnefna af norrænum uppruna og ýmsar málleifar aðrar bera enn í dag vitni um víkingaveldið á Norð- imbralandi. Jórvík — miðstöð sam- gangna og verslunar Jórvík var sú fyrsta af mikil- vægum borgum Englands, sem víkingar unnu, og þeir settu á borgina svip, sem enst hefur til þessa dags. Meðan Rómverjar réðu yfir Bretlandi hafði þarna verið helsta herstöð þeirra í norð- urhluta landsins, stofnuð árið 71 e.Kr. og kölluð Eboracum. Staður- inn var mikilvægur með tilliti til samgangna, þjóðvegurinn norður og suður lá um virkið og var tengdur saman með brú á ánni, sem var vel skipgeng. Eftir að rómversku hersveitirnar voru kallaðar til meginlandsins um 410 fóru innfæddir að gera sig heima- komna í virkinu og bænum í kring og um 500 gerðu Englar borgina að höfuðstað ríkis þess, er þeir stofnuðu norðan Humru, Norð- imbralands (Northhumberland). Víkingar höfðu áhuga á York af sömu ástæðu og Rómverjar á sín- um tíma. Vegna legu sinnar var borgin afar mikilvæg og þar að auki auðvarin, þar sem hún stóð á landtungu milli Ouse og þverár hennar, Fosse. Jórvík tvöfaldaðist að stærð undir stjórn vfkinga. Hún varð þá mesta verslunarborg Bretlands, með á að giska þrjátfu þúsund íbúum, og ein af mikilvæg- ustu verslunarborgum f Vestur- Evrópu. Um Jórvík fór fram stærsti hlutinn af verslun Norður- landa við Bretlandseyjar. Hafnar- bakkarnir við Ouse voru lengdir, íbúðarhús úr tré og verkstæði risu unnvörpum umhverfis stein- kirkjuna miklu, sem Englar höfðu byggt. Um aldamótin 1000 hafði Jórvík auðgast stórum, vegna umsvifa kaupmannanna sem komu hvað- anæva að, flestir þó úr Danaveldi. Á þessum árum fékk borgin þann svip, sem hún bar fram á miðaldir og lengur. Götunöfnin segja sína sögu, einkum þau sem enda á „gate“ enda merkir það gata á fornnorrænu og íslensku. Þetta eru víkingagötur, sem alltaf hafa haldið sínu striki i miðborginni: Skeldergate (Skjaldargata), Good- ramgate (Guttormsgata), Hun- gate (Hundagata), Coppergate (Beykisgata, þ.e. gata trésmið- anna) og svo framvegis. Og innan skamms gefst mönn- um kostur á að ferðast aftur til Jórvíkur vfkingaaldar, kynnast menningu og lífi Jórvíkurvík- inganna, eins og það var ná- kvæmlega fyrir þúsund árum. Ferðin í gegnum þessa „tímavél" tekur um klukkustund og verður ferðast á sérstaklega gerðum rafmagnsvögnum, þar sem menn geta upplifað lífið á götum hinnar gömlu vfkingaborgar og nánast þreifað á því andrúmslofti sem þarna ríkti við leiki og störf. — Samantekt: Sv.G. Geröu þaö sjálfur BJORNINN HF Skulatúnl 4 - Slml 25150 - Reykjavík HEFUR ÞU KÍKÍ Í HÖULINA? Þaö er sannkallað líf og fjör | Ant íslenskframleiösla. þessa dagana í Laugar- Láttu lönsyninguna ekki dalshöll. Fólkstreymirálðn- farafram hjáþér sýninguna.enda margt aö — þú sæir eftir því! skoöaog skemmta sérviö. I IDNSYNINGjfr1 19/8-4/9 * ■Mm I LAUGARDALSHOLL FÉLAG ÍSLENSKRA ÐNREKENDA 50 ÁRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.