Morgunblaðið - 28.08.1983, Side 11

Morgunblaðið - 28.08.1983, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 59 embætti saksóknara í Augsburg gaf loks út fyrirskipun um, að mál hans skyldi tekið til rannsóknar. íbúar þess læknishéraðs, þar sem þessi læknir starfaði, reikna hins vegar með því, að þetta svikamál verði þaggað niður og reynt að gera gott úr öllu saman. Því enda þótt læknirinn hafi við yfirheyrsl- ur þegar játað, að hann hafi marg- sinnis skrifað á reikninga sér- fræðings læknismeðferð, sem hann aldrei framkvæmdi, hefur samt engin opinber ákæra verið lögð fram á hendur honum enn sem komið er. Framkvæmdastjóri sjúkrasam- lagsins í Donauwörth, Albert Scháfer, hefur þetta um málið að segja: „í hálft ár hafa allir verið að bíða eftir því, að eitthvað yrði gert í máli læknis nokkurs, sem uppvís varð að fjársvikum." Fram til þessa dags hefur enn ekkert gerzt í málinu. Ekki sama, hver maðurinn er Þessa hægfara þróun mála má ef til vill skýra með því, að ákæru- valdið í Vestur-Þýzkalandi líti á afbrot hinna hvítklæddu átrúnað- argoða mildari augum en misgerð- ir þeirra afbrotamanna, sem að- eins hafa hvítan flibba um hálsinn eða eru bara í bláum vinnuslopp- um vélaviðgerðamannsins. Jafnvel æðsta dómsstig réttvísinnar hef- ur, a.m.k. stöku sinnum, með dómsúrskurði sínum í fjársvika- málum látið þvílíkt umburðar- lyndi í ljós, að það vekur öðrum þegnum þjóðfélagsins furðu, og þeim reynist erfitt að skilja til- ganginn. Þannig veitti nýlega yfir- réttur Baden-Wurttembergs dr. med. dr. med. dent Arno M. frá Heilbronn aftur bæði fullt lækn- ingaleyfi og leyfi til að starfa sem sérfræðingur í tannlækningum, en undirréttur í Stuttgart hafði áður svipt hann lækningaleyfi. Læknir þessi hafði starfað sem sérfræð- ingur í munn- og kjálkauppskurð- um, auk eigin lækningastofu, sem hann rak og hafði hlotið dóm fyrir að svíkja oftsinnis fé út úr sjúkra- samlögum. Þetta afbrot fannst undirréttin- um í Stuttgart nægileg ástæða til þess að svipta manninn atvinnu- leyfi, því læknirinn hefði þar með „gerzt brotlegur gegn veigamikl- um skyldum, sem starfi hans séu samfara", og „hafi brugðist því trausti sem lækni og tannlækni sé sýnt, á svo grófan hátt, að hann njóti ekki lengur þeirrár virðingar og trúnaðartrausts, sem nauðsyn- legt sé til að rækja störf læknis og tannlæknis". Dómarar yfirréttar sambands- fylkisins Baden-Wúrttemberg litu málið hins vegar öðrum augum. Þeirra álit var, að það væri því aðeins réttlætanlegt, að svipta iækninn atvinnuleyfi, ef almennt traust manna á læknisfræðilegri kunnáttu hans væri brostið. Hið sérstaka trúnaðarsamband milli læknis og sjúklings komi greiðslu- fyrirkomulagi eða greiðslukröfum fyrir vinnu læknisins ekki við. Grunntónninn í úrskurði dóm- stólsins var sem sagt þessi: „Þeim, sem vinna að lækningum nú á dög- um, ber ekki lengur bein starfs- skylda til að lifa í hvívetna vamm- lausu lífi. Dómur, sem læknir hef- ur fengið vegna fjársvika, hefur þess vegna ekki í för með sér, að líta beri á hann sem óverðugan þess að starfa sem læknir." Gullbryddir lyfseðlar Þetta dómsorð verður þeim tíu læknum og fjórum lyfsölum I Stuttgart, sem grunaðir eru um að hafa svikið út fé úr sjúkrasamlagi borgarinnar með fölsuðum lyf- seðlum, mikill léttir og hugbót. Þeir sleppa ef til vill ekki við dóm fyrir fjársvikin, en þessir menn mega nú búast við því að eiga einkar þægilega framtíð fyrir höndum sem sjálfstætt starfandi læknar eða sjúkrahúslæknar, þótt þeir hafi fyrirgert réttinum til að vinna sem sjúkrasamlagslæknar. Það var fyrir hreinustu tilvilj- un, að yfirleitt komst upp um hin víðtæku fjársvik í sambandi við lyfseðlana í Stuttgart. Enn þann dag í dag er langt því frá, að öll kurl séu komin til grafar í þessu gífurlega umfangsmikla þjófnað- armáli, þótt margir mánuðir séu liðnir frá því að menn komust fyrst á sporið. Framkvæmdastjóri sjúkrasamlagsins í Stuttgart, Werner Gaier, sagði aðspurður um þetta hneykslismál: „Það var athugull starfsmaður sjúkrasam- lagsins, sem uppgötvaði fáein mis- tök, sem virtust hafa orðið á út- reikningum apótekanna varðandi greiðslu sjúkrasamlagsins á lyfja- kostnaði. Vð gerðum rannsóknar- lögreglunni þegar í stað viðvart, og hún komst mjög fljótt á sporið og kom upp um kerfisbundin fjár- svik, sem læknarnir og lyfsalarnir höfðu haft samvinnu um að fremja. Enn sem komið er hefur embætti saksóknara ekkert látið uppskátt um, hversu víðtækt þetta fjármálahneyksli er, en þegar er vitað, að læknarnir og lyfsalarnir hafa auðgazt á þennan hátt um milljónir marka (tugi milljóna fsl. króna). Sjúkrasamlögin — stórgallað kerfi Eitt af þeim atriðum, sem ætti að vekja athygli þeirra starfs- manna sjúkrasamlaganna, sem fara eiga gaumgæfilega yfir lyf- seðlana, áður en sjúkrasamlagið greiðir lyfjakostnaðinn, er sú til- hneiging þeirra lyfsala, sem ætla sér að svíkja fé út úr samlaginu, að hækka einfaldlega að mun þann fjölda af pillum, sem læknir- inn hefur skrifað lyfseðilinn upp á. Sýni lyfsalinn vissa varkárni í þessum prettum, getur reynzt afar erfitt að sjá við þess háttar svik- um. En þegar lyfseðillinn er hins vegar farinn að hljóða upp á allt að 180 pillur í dagskammt fyrir einn einasta sjúkling, þá verður slík uppákoma að skoðast einfald- lega sem upplagt mál fyrir rann- sóknarlögregluna að fást við. Þótt það verði að teljast sam- bland af bæði heimsku og óstjórnlegri peningagræðgi lyfsal- ans að spenna bogann jafn hátt og getið var um í tilvikinu hér að framan, þá sýnir þetta dæmi samt ljóslega fram á þá miklu galla, sem eru á sjálfu sjúkrasamlags- kerfinu. Af þeim mikla fjölda lyf- seðla, sem sjúkrasamlögin eiga að greiða lyfjakostnað eftir — í borg eins og Stuttgart er það um 2,8 milljónir lyfseðla á ári — myndi það reynast gjörsamlega óvinn- andi verk að hafa eftirlit með smáatriðum, nema á örlitlu broti alls þess lyfseðlafjölda. Það þyrfti heilan her manns til að annast það eftirlit og endurskoðun svo nokkur mynd væri á. Einmitt þessa galla í kerfinu þekkja læknar og lyfsalar manna bezt. Annað atriði, sem gerir það að verkum, að tiltölulega auðvelt reynist að svíkja stórfé út úr sjúkrasamlögum, er að sjúkra- samlögin greiða lyfjakostnaðinn beint, en þóknun læknanna fyrir læknismeðferð, sem þeir hafa innt af hendi, berst þeim eftir öðrum leiðum. Læknirinn fær þóknun sína frá því sjúkrasamlagi, sem hann er ráðinn hjá, en sjúkrasamlagið ger- ir aftur upp reikningna við önnur sjúkrasamlög í einni heild. Það líða oft mánuðir, þar til heildaryf- irsýn hefur fengizt yfir læknis- meðferð og lyfjanotkun fyrir hvern einstakan sjúkling. Það er einmitt þess háttar skortur á eðli- legu eftirliti, sem gerir alls konar svik og pretti svo freistandi. Að moka inn almannafé Lyfsali einn í Esslingen, Suður- Þýzkalandi, fór heldur gróft í sak- irnar við að hafa fé út úr sjúkra- samlaginu. Hann breytti einum pakka af töflum, sem læknir skrif- aði á lyfseðilinn, strax í tvo eða SJÁ NÆSTU SÍÐU Fyrirliggjandi í birgðastöð STAL Stál 37.2 DIN 17100 Fjölbreyttar stæröir og þykktir sívalt ferkantað flatt SINDRA STALHF Ðorgartúni 31 sími 27222 PLUS CATERPILLAR SALA S tUÓNUSTA Caterpillar, Cat oglBeru skrásett vörumerkl H HEKIAHF Laugavegi 170 -172 Sími 21240 KRAFTUR ÖRYCCI - ENDING 215 90HÖI67KWI 235 195HÖI145KW) ÞYNGD: 18.061 KG ÞYNCD: 40.500 KG SKÓFLUR: 430 L ■ 930 L SKÓFLUR: 1150 L ■ 2100 L 215 SA - 90 HÖ <67 KW) ÞYNGD: 20.800 KG SKÓFLUR:430 L - 930 L 245 325HÖI242KW) ÞYNCD: 62.500 KC SKÓFLUR: 1910 L ■ 2870 L 225 135 HÖ (101 KW) ÞYNCD: 25.700 KC SKÓFLUR: 570 L ■ 1370 L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.