Morgunblaðið - 28.08.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983
99 Fólk heldur að það
hafi verið við sem lok-
uðum okkur frá heimin-
um ... en það var
heimurinn sem fór
svona með okkur. 44
99 Ég hafði aldrei
hugsað mér að byggja
allt mitt líf kringum
einn mann. u
John var mikið í
mun að fjölskylda
mín væri sátt við son
okkar. u
Það virðist vera
hefð að trúa því, að
þegar eiginmaðurinn
deyr, þá hætti eigin-
konan einnig að
lifa lífinu. 44
Fortíðin er ennþá
mitt líf — og ég á fullt
í fangi með hana! 44
Yoko og John, eftir að þau klipptu af sér mikinn hluta hársins í Svíþjóð.
Yoko og John voru í rúminu í viku í þágu friðar eftir að þau gengu i þao
heilaga 1969.
Yoko á blaðamannafundi þar sem hún kynnti hugmyndir sínar um
þríhyrnt svæði í Central Park, sem kallað yrði „Strawberry Fields“ og
opnað í minningu látins eiginmanns hennar, John Lennon.
Yoko og John í Central Park.
sér forræði dótturinnar, en Yoko
viðurkennir: „John gat ekki þolað
að athygli minni væri skipt milli
hans og Kyoko. Hann var eigin-
gjarn. Á þessum tíma hafði John
ekki einu sinni tíma fyrir einkason
sinn (Julian, sem hann átti með
fyrri eiginkonu sinni, Cynthiu).
Þörf hans fyrir athygli, ást, um-
hyggju ... og mig, var gríðarlega
mikil. Ef við Kyoko vorum að leika
okkur, truflaði það hann — John
var ekki tilbúinn til að deila mér
með öðrurn."
Gremja Lennons gagnvart Ky-
oko — honum fannst hún vera
tengiliður Yoko við annan mann
— skapaði mikla spennu milli
þeirra ... og Kyoko var fórnar-
lambið.
Rödd Yoko brestur og augu
hennar fyllast af tárum þegar hún
rifjar upp þennan tíma. „Þetta var
hræðilegt. En ég tók loks
ákvörðun — ég var of veikgeðja til
að hafa hana. Hún þarfnast eins
foreldris sem getur veitt henni
óskipta athygli. Og þar sem Tony
var staðráðinn í að hafa hana, lét
ég hana loks af hendi. Ég saknaði
'hennar sárlega. En með tímanum
gerði ég mér grein fyrir því að
þetta var eigingjörn ást og hún
yrði hamingjusamari með Tony.“
Fimm ár liðu frá því hún missti
Kyoko og þar til Sean fæddist. Á
þeim tíma varð John öruggari um
ást Yoko. En þegar Yoko varð
ófrísk að Sean, barðist hún harðri
baráttu við sjálfa sig um móður-
tilfinningar sínar.
„Þegar ég varð ófrísk að Sean
var ég ákveðin í að láta eyða fóstr-
inu,“ viðurkennir hún. „En John
sagði „Það gerum við ekki.“ Ég
sagði honum þá að ég myndi
ganga með og ala barnið, en eftir
fæðingu þess yrði það í hans um-
sjá. Ég var óttaslegin eftir að hafa
misst Kyoko. Ég lofaði sjálfri mér
því, að ég myndi aldrei framar
ganga í gegnum það að rífa mig
frá barni mínu; ég lofaði mér að ég
yrði aidrei framar svo nátengd
barni, að það hefði slík áhrif á líf
mitt, ef ég missti það.“
Vegna þess að hún var orðin 42
ára þegar hún varð ófrísk og að
hún hafði nokkrum sinnum misst
fóstur áður ýtti John henni um í
hjólastól fyrstu þrjá mánuði með-
göngutímans. Síðar eftir að Sean
var fæddur, hélt Lennon til á
sjúkrahúsinu til að annast son
sinn, heillaður af föðurhlut-
verkinu.
Eftir að hafa tekið loforð af
John um uppeldi á syninum, sleit
Yoko tilfinningalegum tengslum
við hann að mestu leyti og sneri
sér að því að rekstri og fjármögn-
un á Lennon-eignunum. „Það er
ekki fjarri lagi að ég hafi leikið
hlutverk hins dæmigerða föður,"
segir hún. „Ég kom heim að kvöldi
og smellti kossi á kinnina á Sean
og spurði hann hvernig dagurinn
hefði verið hjá honum.“
Þrátt fyrir að Lennon hafi litið
á fjármuni sína með lítilsvirðingu,
naut hann þess að vita af pening-
unum — þetta var nokkurs konar
91 Ég vissi að það var
margt sem ég þyrfti
að læra í lífínu — en ég
hafði einhvern veginn
alltaf vonast eftir
að ég gæti bara lært
það af bók. 44
^ J Ég hélt að John
yrði alltaf til staðar
fyrir Sean. 44
9 9 Þegar John lést
fannst mér eins og
mér hefði verið sparkað
niður á botn stöðu-
vatns, og ég er enn
að reyna að komast
upp á yfirborðið til að
anda. 44
arfleifð frá uppeldi hans. Hann
óttaðist það mest að þurfa
kannski að koma fram í Las
Vegas, en það var það versta sem
fyrir hann gat komið að hans
mati. „Ég spurði hann þess vegna
hversu mikið hann þyrfti til að
láta sér Iíða sem frjálsum manni
... og hann nefndi háa tölu. Ég
gat ekki hugsað mér að helga líf
mitt ávöxtun peninga svo að ég
setti sjálfri mér takmark — tvö
ár. En við nánari umhugsun bætti
ég við: „Höfum þau frekar fimm!““
Áður en þessi fimm ár voru liðin
var Yoko búin að fjórfalda eignir
þeirra. Hún gerir gys að þeirri
umsögn að hún sé mikill við-
skiptajöfur: „Þetta er goðsögn",
segir hún. „Ég notaði bara aðrar
aðferðir. Mér var sagt að kaupa
hlutabréf, það væri besta aðferðin
til að ávaxta peninga — en þá varð
verðhrun á markaðnum. Ég keypti
gömul hús sem voru sögulega
merkileg, gerði þau upp, — og
verðgildi þeirra jókst gífurlega.
Við keyptum málverk sem var
okkur mikils virði (eftir Renoir)
og listaverkamarkaðurinn tók
stórt stökk upp. Ég fór ekki í
kringum lögin eða reglurnar ...
ég þekkti þær ekki. Eg held að
John hafi trúað því að ég myndi
læra á heiminn með því að taka
við fjármálunum. Þetta var erfið
reynsla — en góð.“
Meðan Yoko tók að laga sig að
þessu nýja hlutverki sem
brauðstritari heimilisins, hóf John
fimm ára skyldutímabil sitt sem
heimavinnandi húsbóndi. Hann
hætti að semja á þessum árum og
krafðist þess að Yoko gerði slíkt
hið sama. „Ef John sá mig vera að
semja við píanóið varð hann sár
og sagði, „Ég trúi þessu ekki ...
Þú hefur svikið mig.“ Ég reyndi þá
að sannfæra hann um að ég myndi
ekki ljúka verkinu ..."
Hjónabandið krefst oft mála-
miðlana. Og Yoko segir að atriðið
um lagasmiðina hafi einmitt verið
ein slík. Ef Lennon var ekki að
gefa út hljómskífur var ekki rétt
að ég væri að því. „Ég vissi líka að
ég gæti alltaf gert það seinna,
einn góðan veðurdag kæmi að því
að John fyndi öryggi."
Að kvænast Yoko og draga sig
út úr heimi tónlistarinnar var
hvort tveggja hluti af tilraun John
til að halda áfram á þeirri þroska-
braut sem hann var staddur þegar
frægðin stöðvaði hann. Skömmu
fyrir andlát hans hafði Yoko sent
hann til Hong Kong einan til að
„finna“ John Lennon að nýju.“ „Ég
hafði ekkert gert upp á eigin spýt-
ur frá því ég var tuttugu og eins
árs gamall," sagði Lennon á þeim
tíma. „Ég kunni ekki að biðja um
herbergisþjónustu á hóteli, hvað
þá bóka mig inn. Nú hugsa áreið-
anlega einhverjir sem lesa þetta
„þessar fjárans poppstjörnur".
Þeir skilja ekki þann sársauka
sem því fylgir að vera í sviðsljós-
inu. Frægðin var afsökun fyrir því
að þurfa aldrei að takast á við eitt
né neitt."
Lennon eyddi nokkrum dögum í
að ráfa um Hong Kong, og naut
þess að vera einn og óþekktur í
fyrsta skipti í tuttugu ár. „Þarra
upplifði ég loks sjálfan mig sem
mig. Þess vegna er ég nú loksins
laus við Bítlana. Ég tók minn tíma
í að frelsa sjálfan mig.“
Skömmu síðar hóf Lennon að
semja aftur og þau hjón komu úr
skel sinni i fyrsta skipti eftir
fimm ára einangrun. Þau ráð-
gerðu jafnvel að eignast annað
barn ... En Yoko var áhyggjufull.
Nú voru þau komin fram í sviðs-
ljósið að nýju, auðsærð og hún
krafðist þess að John fengi sér
lífvörð. Hann hló.
Yoko getur nú talað um hinar
hræðilegu nætur eftir að Lennon
var skotinn, en þá settust velvilj-
aðir aðdáendur hans upp fyrir
utan hús þeirra og spiluðu
SJÁ NÆSTU SÍÐU