Morgunblaðið - 28.08.1983, Side 20

Morgunblaðið - 28.08.1983, Side 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 A DRömN&nra UMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmadóttir Gunnar Haukur Ingimundarson Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir Safiiaðarvitund okkar I'egar Jesús kvaddi þetta jarðlíf, bauð hann okkur að halda samfé- lag okkar á meðal, safnast saman í hans nafni. Hvar sem menn því safnast saman um orð Guðs og skírn og kvöldmáltíð — þar er kirkjan. En spurningin vaknar þá: Hver er meðvitund okkar íslend- inga — og sérstaklega Reykvfk- inga um söfnuð þann, sem við til- heyrum. Kirkjan í söfnuðinum, sem við eigum lögheimili í, er kirkjan okkar — þeim söfnuði til- heyrum við og mikilvægt er að við finnum að þar eigum við heima. Það er nauðsynlegt, að við finnum að við erum hluti af því samfélagi, sem Jesús Kristur boðaði að við ættum að vera. f kirkjum borgarinnar og víða um land, fer fram fjölbreytt safnaðarstarf — barnastarf, æskulýðsstarf, bænasamfélag og öldrunarstarf. Þar á að vera að finna eitthvað fyrir alla hópa þjóðfélagsins. Ef við finnum þar eitthvað við okkar hæfi, þá finn- um við hve ríkt samfélag kirkju- samfélagið er, því það er samfé- lag, sem Kristur sjálfur stofnaði og trúin á hann er það sem við eigum þar sameiginlegt. Há- punktur þessa samfélags er svo guðsþjónustan sjálf, þar sem kristnir menn koma saman á Drottins degi og lofa Drottin sinn og frelsara. Þegar við erum farin að finna þessa safnaðar- kennd, getum við því verið ör- uggari með að leita til kirkjunn- ar okkar í vandamálum okkar hversdagslífs — en það er vissu- lega hlutverk kirkjunnar að mæta þörf einstaklinga safnað- arins, er erfiðleikar heimsins virðast þeim ofviða. Vissulega er hver söfnuður opin öllum — kirkjan vísar engum frá — held- ur er hún opin hverjum, sem þar vill koma. Þess vegna skaltu leita til kirkjunnar þinnar og kynna þér hvað hún hefur að Þjónustan 12. sunnudagur eftir trinitatis Matt. 20:20—28 Hvert er hlutverk hins kristna manns? Hver er tilgangur hans í lífinu? Hver er tilgangurinn í lífi þínu? Þessar spurningar vakna við lestur guðspjalls dagsins í dag — og í ljós kemur að hlutverk þeirra, sem vilja feta veg Krists, og hafa hann að leiðarljósi í lífi sínu — er þjónustan. Þjónustan við Guð og menn. En er hún auðveld og létt? Erum við tilbúin til að drekka þann kaleik, sem Kristur býður okkur að drekka? Og ef svo er vitum við þá í hverju sá kaleikur felst? Með orðum sínum er Jesús að segja okkur að lægja hroka okkar og oflæti — ekki hugsa um eigin metorð og standa vörð um stolt okkar og eigingirni, því það er hún sem sundrar og veldur einmanaleika, hún brýtur niður samfélagskennd þá, sem hann vildi að líf hins kristna manns yrði gagntekið af. Þjónustan við náungann getur kostað okkur mikið af tíma okkar og vinnu, en er hún ekki þess virði? Er það ekki einmitt þá, sem við finnum að Guð, skapari okkar og frelsari leggur hönd á höfuð okkar og segir: „Þakka þér fyrir barnið mitt." Því þjónustan við náung- ann, þegar hann þarf á okkur að halda, — hún er hið kristna líf. Reynum því að slá af metorðagirndinni, því það er ekki okkar að dæma, „það veitist þeim sem það er fyrirbúið af föður mínurn". Guð einn dæmir um hvort þú þjónar honum af heilu hjarta. Það er ekki okkar hlutverk að ákveða það sjálf hvern sess við hljótum hjá honum. En að lifa í anda Krists er okkur boðið af honum og náð hans og fyrirheitum getum við treyst. Hans orðum getum við treyst, því „himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða“. Biblíulestur vikuna 28. ágúst — 3. september Söfnuðurinn Sunnudagur 28. ágúst: Hebr. 10.25 — Sækjum kirkjustarfið Mánudagur 29. ágúst: I. Kor. 12.12—13 — Við þörfnumst hvers annars Þriðjudagur 30. ágúst: Ef. 5.23—24 — Friður og náð í söfnuðin- um Miðvikudagur 31. ágúst: Hebr. 13.15—17 — Lofgjörðarfórn Fimmtudagur 1. sept.: Post. 2.47 — Lofgjörð Föstudagur 2. sept.: I. Pét. 2.11—17 — Tillitssemi safnaðarins Laugardagur 3. sept.: Post. 4.8—12 — Jesús er eina hjálpræðið bjóða þér. Þar finnur þú samfé- lag. Þar finnur þú tilgang með því sem þú ert að gera. Þar finn- ur þú þörf fyrir þig. Þar finnur þú að það að þjóna Kristi er að þjóna náunga þínum, „því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín. Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þið gjört mér.“ Fermingarstörfín rædd í Skálholti „Fermingarstörfin" verða tekin til umræðu á leiðtoganámskeiði æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar í september. Námskeiðið verður haldið í Skálholti dagana 1.—4. september og verður hið fjölbreyti- legasta að venju. Þar verður rætt um markmið og stefnu fermingar- undirbúningsins og fermingarinn- ar, þátt æskulýðsfélaganna í ferm- ingarfræðslunni, uppeldissjónar- mið starfsins og þroska þessa ald- urshóps. Fulltrúi frá fíkniefnalög- reglu mun ræða um leiðir til að fræða ungmenni um skaðsemi fíkniefna og um þetta allt verða umræður í smáum hópum og stór- um. Samhliða þessari dagskrá verður barnadagskrá, þar sem ýmislegt verður á döfinni. Allt áhugafólk um kirkjumál er hvatt til að mæta, fræðast, kynnast og njóta góðrar samveru. Leiðtoga- námskeið æskulýðsstarfsins hafa unnið sér fastan sess í hinu árlega kirkjustarfi, þar hittast þau, sem standa fyrir starfi barna og unglinga í söfnuðunum og uppörvast í sameiningu fyrir vetrarstarfið, læra nýja söngva, fá nýjar hugmyndir og blessun í trú sinni. Innritun á leiðtoganámskeiðið fer fram á skrifstofu ÆÞ, hjá æskulýðsfulltrúunum, séra Agn- esi M. Sigurðardóttur og Bjarna Karlssyni. Þau hafa síma 12445. Frá Lútherska heimssambandinu með ákalli um bæn fyrir friði „Hið kristna samfélag, sem Guð hefur kallað til frá öllum þjóðum og sent heiminum, nær út yfir öll mörk þjóðernis, hug- myndafræði og stjórnmála og er þannig orðið tákn sátta og jafn- framt mikilvægt til skilnings milli þjóða, sem búa við ólík þjóðfélagskerfi.“ „Kristnir menn hafa ólíkar skoðanir á því með hverju móti verði bezt unnið að friði. Gagn- kvæm virðing, skoðanaskipti og samvinna kirkjufólks, sem greinir á, verða að vera í háveg- um höfð.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.