Morgunblaðið - 28.08.1983, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.08.1983, Qupperneq 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 » |>6 X.tlo.'Sw GtS tyercx u\b -Plu^n^rveti^ fyrit Kal-fu ári !" Ég hefði vafalaust fengið meðmæli frá fjrrum húsbónda ef konan hans hefði ekki komið til skjal- anna og hreinlega kálað honum! Með morgunkaffinu HÖGNI HREKKVlSI Efiiahagsspjöll Jónas Pétursson skrifar: „í Velvakanda 14.ágúst skrifar 9564-2012 og setur fram skoðun sína um efnahagsráðstafanir 1. júní. Þótt of seint sé, af því enginn snýr hjóli tímans til baka, vil ég taka undir með 9564-2012 er hann segir: „Fyrsta júni hefði mátt sleppa allri vísitölu á laun, eins er með landbúnaðarvísitöluna og fiskverðið. Þessar aðgerðir eru einungis hvati á áframhaldandi verðbólgu. í framhaldi af þessu hefði betur verið sett bann á þjónustu-og vöruhækkanir og gengislækkuninni sleppt ..." o.s.frv. Fyrirsögnina er ég ekki sáttur við, raunastundir á ekki að rifja upp með þessum hætti. í stjórnarmyndunarviðræðum í maí var einmitt þetta mér í hug, sem áhorfanda, umfram allt óbreytt ástand á þessum þremur veltilið- um verðhækkana og stöðvun allra hækkana. E.t.v. varð gengið eitt- hvað að lækka, en án þess að valda teljandi verðhækkun innanlands. Eg fékk skemmtilega heimsókn í sumar, Björn á Löngumýri, konu hans og dóttur. Björn sagði mér hverjar ráðstafanir hann teldi að hefði átt að gera til að ná viðun- Að fara úr ösk unni í eldinn Hagfræðingur skrifar: „Velvakandi. Fundur áhugamanna um úrbæt- ur í húsnæðismálum snérist um það er lauk upp í skopleik. Hann fordæmdi verðtryggingu íbúðar- lána og lánskjaravísitölu, sem „hækkar um allt að 75% eins og nú er útlit fyrir á þessu ári, og vísitala launa eingöngu um 30%“. Eigi að síður er í fundarályktun beðið um meiri slík lán og til lengri tíma! Hvað er að þessu fólki? Hefir það ekki manndóm til að krefjast leiðréttingar á lánskjaravísitöl- unni sjálfri, sem veitir banka- og sjóðakerfinu frelsi til að skatt- leggja íbúðarhúsnæði, nauðþurft hverrar fjölskyldu, á nöturlegan hátt og gera ungu kynslóðina að ævilöngum skuldaþrælum. Frá miðju ári í fyrra til miðs þessa árs hækkuðu verðtryggð ibúðarlán um nákvæmlega 85%. Venjulegt lífeyrislán, t.d. hjá BSRB, er nú kr. 200.000. Segjum, að beðið sé um framlengingu slíks láns til 3ja ára, þannig að vextir séu greiddir, en engin afborgun. Að liðnum þessum þrem árum er skuldin, með sömu verðlagsþróun og verið hefir, orðin að kr. 1.266.325. Hún hefir m.ö.o. meira en sexfaldast á 3 árum. Þetta verður lántakandi að borga fyrir aðeins stuttan frest. Framlenging er að fara úr öskunni í eldinn. Það var hlálegt, þegar ræðu- menn á fundinum löstuðu íbúðar- lán fyrri tíðar, sem voru með eðli- legum kjörum, eins og viðgengst í siðuðum löndum. Hins vegar var skattalöggjöfin röng, því að nei- kvæðir innlánsvextir voru háðir tekjuskatti, en vaxtakostnaður frádráttarbær á tekjuframtali. Það olli allri vitleysunni. Ríkissjóði stendur nær að styrkja íbúðabyggjendur en greiða kjöt ofan í útlendinga fyrir hundr- uð milljóna króna." andi árangri. Óbreytt ástand eftir fyrsta júní í verðlagsmálum, til áramóta, og engin gengislækkun. Árangurinn er sá að verðbólgan fer niður undir flatneskju og þar með fjármagnskostnaður kominn í viðunandi stærð. Mesta yfirsjónin í því sem nú er í framkvæmd er, að fjármagnskostnaður er ban- vænn. í sjónvarpi kom fram 17. ágúst að vanskilaskuldir útgerðar væru 1,5 milljarðar. Gengislækk- un væri núll fyrir útgerðina. í þessar upplýsingar vantaði hvað verðbólgan, fjármagnskostnaður- inn væri mikill hluti af þessum eina og hálfa milljarði. Vextir og verðtrygging er stór og varasamur póstur í verðgrundvelli búvöru. öll viðskipti, verslun með neysluvör- ur, þjónusta, já og neysluvísitala veltur áfram af áhrifum fjár- magnskostnaðar. Verðhækkanir og verðbólga eru tryggð áfram á meðan fjármagnskostnaður lækk- ar ekki. Rekstrargrunnur útgerðar er enginn og rekstur yfirleitt von- laus, nema sá rekstur sem hefur aðstöðu til að kynda undir verð- bólgu (hitaveitur, rafmagnsveitur t.d.). En hverjar sem ráðstafanir eru, þurfa þær á einu að halda. Samúð! Samúð almennings í land- inu. Ég held að ráðstafanir okkar Björns á Löngumýri hefðu hlotið meiri samúð, þó sumir kunni að telja þær harkalegri. Já, einmitt af því að harkalegar kröfur voru í þeim fólgnar almennt til sjálfs- bjargar, sjálfsagt þó misjafnlega miklar, en í skamman tíma! Og fjármagnskostnaðurinn, þ.e. verð- bólgan, hefði hjaðnað ört og áhrif þess sem endurheimt þrek sjúkl- ings og aflúsun. Með kveðju til almennings, 5263-3397. En vita megið þið nafn mitt án tölvu, skírnar- og föður- nafn: Jónas Pétursson. Þessir hringdu . . . Eigum við að selja núna eða strax? A.H. hringdi. Mig langar til að segja nokkur orð í framhaldi af bréfi sem H. H. skrifaði í Velvakanda 26. ágúst sl. um löglegan þjófnað. „Við bíðum," skrifar H.H., en ég spyr, hve lengi bíðum við? Til að undirstrika skrif H.H. lítur dæmið svona út hjá mér. 1. janú- ar 1983 átti ég sjálfur 43% af verðmæti íbúðar minnar. 57% voru verðtryggð lán frá lífeyris- sjóðum, Húsnæðismálastofnun og úr bankakerfinu. Þrátt fyrir að ég hafi staðið fullkomlega í skilum með afborganir, sem samsvara mánaðarleigu fyrir samskonar íbúð, á mánuði, þá hefur eignarhlutur minn í íbúð- inni, sex mánuðum seinna minnkað í 40% og verður vænt- anlega kominn niður í 37% þann I. september nk., af verðmæti eignarinnar. Verðtryggðu lánin, sem eru fengin með veði í eign- inni eru sem sagt að éta upp minn hluta eignarinnar, þó svo ég borgi reglulega af þeim. Hve langur tími líður þar til ég á ekkert lengur í eigninni? Hver er þjófurinn? Svo lengi sem lánskjaravísi- talan og kaupgjaldsvísitalan fylgjast ekki að, mun þetta halda svona áfram. Og eftir nokkur ár eiga lánastofnanir landsins meirihluta allra fasteigna á ís- landi. Hvað gera þeir þá, því enginn getur keypt þær? Jú þú getur verið áfram í íbúðinni þinni gegn gjaldi, sem þjófurinn ákveður. Hinn fullkomni stuldur hefur átt sér stað, svo við hjónin spyrjum, eigum við að selja núna eða stráx? Eina lausnin er að lækka milliliðakostnað Óskar hringdi: „Mig langar að minnast á nokkuð varðandi hækkanir á landbúnaðarvörum í haust. Eina lausnin á því er að lækka milli- liðagróðann hjá Sambandinu. Langar mig í þessu sambandi að koma með smá dæmi, máli mínu til stuðnings. Þannig er að fyrir rúmu ári lagði ég inn hross hjá kaupfélagi. Fékk ég greiddar út 13 krónur á kíló. Nú um dag- inn fer ég í kaupfélag og kaupi 10 kílóa fötu af hrossakjöti. Þá kosta þessi tíu kíló 880 krónur. Semsagt 130 krónurnar sem ég fæ greiddar fyrir tíu kíló verða 880 krónur og fyrir milliliðastarf sitt fær Sambandið kr. 740 í sinn hlut. Gaman væri að vita hvort þetta telst eðlilegt að mati verð- lagsráðs." Merkið kettina ykkar Svanlaug hjá Kattavinafélaginu hringdi: „Mig langar til að koma á framfæri nokkrum línum um óskilaketti, því eins og kunnugt er, tekur Kattavinafélagið á móti óskilaköttum. Nokkuð ber á því að komið sé með ketti til okkar sem hafa hálsólar, en ekkert stendur á þeim. Kattaeigendur verða að hafa það hugfast, að vita til- gangslaust er að setja á kött hálsól, ef ekki er skrifað á síma- númer eða heimilisfang eiganda, nema kötturinn sé þá eyrna- merktur. Sem stendur eru tveir kettir, sem enga merkingu hafa, í vörslu hjá Kattavinafélaginu og eru eigendur beðnir að vitja þeirra og jafnframt kattaeigend- ur yfirleitt beðnir að sjá til þess að kettir þeirra séu merktir. Á annan hátt er ekki að vænta að þeir komist til skila, ef þeir týn- ast og fara á flakk."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.