Morgunblaðið - 20.09.1983, Side 14

Morgunblaðið - 20.09.1983, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1983 Leiklist Jóhann Hjálmarsson Jónatan (Jón Sigurbjörnsson) og Láki (Kristján Franklín Magnús). ALLIR A LEIÐ BURT Leikfélag Revkjavíkur: HARTí BAK 'eftir Jökul Jakobsson. Lýsing: Daníel Williamsson. Tónlist: Eggert Þorleifsson. Leikmynd og búningar: Steinþór Sigurðsson. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Endursýning á Hart í bak eftir Jökul Jakobsson í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá fæðingu leikskáldsins er að þessu sinni upphaf leikárs hjá Iðnó. Leikfé- lagsmenn eiga Jökli skuld að gjalda og er sýningin viðleitni til að heiðra minningu hans auk þess sem hún er kjörið tækifæri til að vega og meta framlag Jök- uls til íslenskrar leikritagerðar, njóta skáldskapar hans. í leikskrárþönkum um Jökul Jakobsson rifjar Sveirvn Einars- son ýmislegt upp, meðal annars getur hann þess að gagnrýnendur hafi ekki sýnt Jökli nægilegan skilning, oft tekið verkum hans „fálega og fundu þeim margt til foráttu, þó að Jökull væri að fest- ast í sessi sem okkar fremsta leikritaskáld í hugum almenn- ings“. Hvað þetta varðar hefur Sveinn ýmislegt til síns máls, en kröfuhörku gagnrýnenda má rekja til þess að þeir ætluðust oft til meira af Jökli en hann var fær um. Á víð og dreif í verkum hans ertu brotalamir sem skyggja þó ekki á marga kosti þeirra og heildarmyndin er oftast skýr og eftirminnileg. Þegar Jökull Jakobsson var að semja helstu verk sín var svolítið önnur stemmning meðal leikhús- fólks en hið raunsæilega and- rúmsloft sem hann laðaði fram. Absúrdismi, fáránleiki fór sigur- för um heiminn. Almenningur skildi aftur á móti Jökul og fagn- aði honum eins og aðsókn að verkum hans er til vitnis um. Og það er að sjálfsögðu óvægilegt að bera verk Jökuls saman við það helsta og merkasta sem var að gerast í leiklistarsögu samtím- ans. Sumt af því besta var kynnt hér í leikhúsunum með góðum ár- angri, vandaðri leikstjórn og leik. Ekki er unnt að þræta fyrir það að langt er síðan Hart í bak var fyrst leikið í Iðnó, meira en tutt- ugu ár. Margt hefur breyst, sumt verkinu í óhag, annað því til framdráttar. Kyrrð leiksviðsins í Hart í bak hefur fyrir löngu verið rofin, leiklistin stefnir nú í þá átt að vera hún sjálf, hætta að segja sögu. Þessar öfgar hafa birst í eins konar hreyfilist sem þó ber ekki að lasta. Það er allt skylt formalisma í bókmenntum og höfðar til þess að lesandinn/ áhorfandinn á frekar að skynja en skilja. Við skiljum þessa þróun og hún hefur komið merkilegum hlutum til leiðar, losað um leik- húsið. En enn er sögð saga í leikhúsinu. Það er eins og sagan geti ekki yfirgefið það. Þá er við hæfi að nota orðið leikbókmennt- ir. Leikrit Jökuls Jakobssonar eru leikbókmenntir, unnar í náinni samvinnu við leikhúsfólk eins og Sveinn Einarsson bendir á og Jó- hanna Kristjónsdóttir einnig ný- lega þegar hún lýsti samvinnu þeirra Jökuls og Gísla Halldórs- sonar. Það var lán Jökuls að starfa með glöggskyggnum leik- húsmönnum sem báru ekki síst virðingu fyrir hinu bókmennta- lega, sögunni á bak við hreyf- ingar og látbragð fólks á sviði. Enginn skyldi láta sér detta í hug að Jökull hafi ekki haft nóg að segja. Á tímabili nálguðust verk hans að vísu hvíslið, minntu jafn- vel á Tsékov, en það voru merki um aukinn þroska. Raunsæis- heimurinn tók á sig mynd sjón- hverfingar og niðurstaðan varð: Lífið er draumur. Þessum leikrit- um skrifaði Jökull sig frá í Syni skóarans og dóttur bakarans, en þá var eins og boðskapurinn yrði of nakinn. Nú skal horfið frá almennum hugleiðingum um leikskáldskap Jökuls Jakobssonar og snúið sér að Hart í bak. Engum dylst að þetta verk markaði viss tímamót í íslenskri leikritun. Hinn ís- lenski veruleiki, eiginlega reyk- víski, varð aftur gjaldgengur. Um tíma Hart í bak er komist svo að orði: „Leikurinn gerist í Vestur- bænum í Reykjavík, nálægt höfn- inni kringum 1960.“ Kveikja að Hart í bak var sögu- legt strand. Jónatan strandkaft- einn var í r?iun og veru til og einn af bestu skipstjórum okkar af aldamótakynslóð, tákn djarfhuga þjóðar og breyttra tíma. Þetta strand setur svip sinn á líf fólks- ins í leikritinu. Láki er orðinn hálfgert vandræðabarn vegna þess að hann er mataður á því að eiga strandkaftein fyrir afa og Áróra skipstjóradóttir, móðir hans, lifir á því að spá í spil og halda við skransala auk þess sem hún svalar losta fleiri kynþyrstra karlmanna. Áður var meiri reisn yfir þessari fjölskyldu, en nú lifir hún við nauman kost í kofaræfli rétt hjá slippnum. Höfnin er skammt undan með fyrirheitum um frægð og frama í útlöndum sem Láka dreymir um. Að kom- ast burt frá niðurlægingunni, stefna hærra, er draumur sem í lok verksins rætist með þeim hætti að Láki siglir til Ameríku frá stúlku sem hann elskar, Ár- óra fær melluíbúð í blokk og strandkafteinninn fer á elliheim- ili klæddur einkennisbúningi sín- um. Allir eru að fara eitthvað burt og það er heldur dapurleg stemmning á sviðinu, mjög í anda Jökuls, sem gerði sér grein fyrir hverfulleika lífsins og tilgangs- leysi. Umkomulaus stúlka utan af landi, Árdís, sem ann Láka stend- ur eftir ein. Hún hefur komið til borgarinnar eftir að móðir henn- ar dó, í því skyni að hitta föður sinn sem hún hefur aldrei séð. En þegar tækifæri gefst til að ræða við hann er kjarkurinn brostinn. — Hún þykist vera að forvitnast um strætisvagnaferðir og kveður. Persónurnar í Hart í bak eru harmrænar, sumar að vísu tragí- kómískar eins og Finnbjörn skransali og Stígur skósmiður í sértrúarsöfnuðinum. Vinur Láka og stoð, Pétur kennari, er ein af fáum venjulegum manngerðum verksins. En einnig hann ber í sér það umkomuleysi sem er þema Jökuls. Jón Sigurbjörnsson leikur Jónatan og nær strax góðum tök- um á hlutverkinu eða allt frá því að Láki setur yfir honum rétt i byrjun, sakar hann um strandið á óskabarni þjóðarinnar. Einstaka sinnum verður Jónatan aftur á móti ekki nógu gamall í túlkun Jóns. Áróra í höndum Soffíu Jakobs- dóttur er sömuleiðis of ung á köflum. Soffía á það til að vera æskuleg svo að maður trúir því varla að hún muni tímana tvenna. En leikur hennar víða ákaflega sannfærandi. Eitt besta Kristinn Sigmundsson Tónlist Jón Ásgeirsson Kristinn Sigmundsson, bariton- söngvari, hélt tónleika í Austur- bæjarbíói sl. laugardag og söng tónlist eftir Wagner, Schubert, Schönberg, Ives, Mozart og Verdi. Efnisskráin var mjög fjölbreytt og vel til þess fallin fyrir söngvara, að sýna getu sína og fjölbreytilega tækni. Kristinn er einn undursam- legur „náttúrutalent". Það er ekki nóg með að rödd hans sé falleg, heldur er honum gefin sú náðar- gáfa að túlkunin og merking þess sem hann er að flytja, kemur fram í söngtóninum sjálfum. Það ein- asta sem ekki er fyllilega á valdi hans er sterk tónmyndun og í rauninni það eina sem hann á eftir að ná fullkomlega, og hann mun gera í framhaldsnámi sínu f Vín- arborg. Af þeim lögum sem hann söng má nefna Kvöldstjörnuna eftir Wagner, sem var fallega sungin. í Der Atlas mátti merkja að enn vantar stöðugleika í tón- mótun þegar sterkt er sungið. Undirleikur Jónasar Ingimund- arsonar var mjög áhrifamikill. í Ihr Bild og Das Fischermádchen var stórkostlegt að heyra veikan söng Knstins í þessum vandasömu og viðkvæmu lögum Schuberts. í lagi Schönbergs, Der Genúgsame Kristinn Sigmundsson, baritonsöngvari, ásamt undirleikara sínum, Jónasi Ingimundarsyni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.