Morgunblaðið - 20.09.1983, Síða 41

Morgunblaðið - 20.09.1983, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1983 21 Jóhannes Atlason: „Höfum ekki gleymt leiknum í Dublin“ „ÞESSI leikur gæti oröiö eins harður og leikurinn í Dublin í fyrra — viö förum ekki aö leika harðar en venjulega vegna þess hve sá leikur var harður, en viö verðum þó viö öllu búnir. Viö er- um ekki búnir aö gleyma þeim leik,“ sagði Jóhannes Atlason, landsliðsþjálfari, í gær um leikinn gegn írum á morgun. Þetta verður síðasti leikur Jó- hannesar meö landsliöinu í knatt- spyrnu, en samningur hans viö KSÍ rennur út nú á næstunni. Hann mun aö öllum líkindum taka aö sér þjáifun félagsliös á næsta sumri, og sagðist hann i gær endilega vilja fara meö sigur af hólmi í sín- um síðasta leik meö liöinu. „Þaö veröur fyrst og fremst að reyna aö breyta hugarfari leikmannanna frá þvi í leiknum viö Holland. Þeir veröa aö vinna mun betur í þess- um leik," sagöi Jóhannes. rviorgunDiaoio/ rriopjoiur Þaö var líf og fjör á æfingu hjá írska landsliðinu á Valbjarnarvelli í Laugardalnum seinni partinn í gær. Mikiö hlaupiö og mikið tekið á hjá írunum sem undirbúa sig af kappi undir leikinn á morgun . Hér eru það frá vinstri þeir Peter Bonner, Celtic, Michael Robinson, Liverpool, Gerry Daly, Coventry, og Kevin Moran, Manchester United, sem hita upp. Ellert B. Schram, formaður KSÍ: W Nútíma þrælahald ái „ÞAÐ er bæöi ódrengilegt og óíþróttamannslegt af liöi Ásgeirs Sigurvinssonar aö afturkalla leyfi það, sem bæði hann og KSÍ var Færri komust að en vildu: THW Kiel sigraði lið Gummersbach NOKKRIR leikir voru um helgina í handboltanum í Þýskalandi og uröu helstu úrslit þau aö Köln, lið Jóhanns Inga, sigraöi Gumm- ersbach, 17—14, fyrir fullu húsi áhorfenda. Færri komust aö en vildu því höllin tekur aðeins 7.500 áhorfendur en um 15.000 manns höföu áhuga á því aö koma á leik- inn. Leikurinn var sýndur í þýska sjónvarpinu sem leikur helgar- innar en venjulega er þar sýndur knattspyrnuleikur, en aö þessu sinni var það Jóhann Ingi og strákarnir hans sem voru í sviös- Ijósinu. Alfreð Gíslason og félagar hjá Essen byrjuöu leikinn viö Gross- wallstadt mjög vel og voru yfir í hálfleik, 10—9, en í síðari hálf- leiknum tókst þeim ekki aö sýna sitt rétta andlit og töpuöu, 21 — 13, og má því segja aö þaö hafi verið Einn með 12 rétta: Fékk 324 þúsund krónur i vinning í 4. leikviku kom fram einn seö- ill meö 12 réttum og var heildar- vinningur fyrir seöilinn kr. 324.601.-, þar af kr. 304.525.- fyrir rööina meö 12 rétta, og kr. 3.346.- á rööina meö 11 réttum, en þær reyndust vera 6. Þennan seðil á ungur Hafnfiröingur. Alls reynd- ust 39 raöir meö 11 rétta. nokkuð tvílitur leikur hjá Essen aö þessu sinni. Sigurður Sveinsson og félagar í Lemko sigruðu Dankersen, 24—20, í hörkuspennandi leik. búiö aö fá fyrir hann til þess að hann gæti komið heim í lands- leikinn gegn frum. Það var allt klappað og klárt þegar KSÍ fær skyndilega skeyti þess efnis aö Ásgeir komi ekki. Og þrátt fyrir að ég geröi allt sem í mínu valdi stóö til þess að fá leyfiö í gegn þá fékkst það ekki. Þaö er Ijóst að þetta er ekkert nema nútíma þrælahald. Ásgeir verður að sitja og standa alveg eins og þessir menn kjósa," sagöi formaöur KSf, Ellert B. Schram, á blaöamanna- fundi í gærkvöldi, þar sem hann tilkynnti aö Ásgeir kæmi ekki á landsleikinn gegn irum. „Þetta er algjört tillitsleysi viö ís- lenska knattspyrnu, og ég mun rita knattspyrnusambandi V-Þýska- lands bréf og mótmæla þessari framkomu í okkar garö mjög harö- lega. Viö erum aö leika í Evrópu- keppni landsliða og þurfum á öll- um okkar bestu mönnum aö halda. En þetta verður ekki til þess að brjóta okkur niöur, síður en svo. Þetta þjappar okkur saman og ég hvet fólk til þess aö koma nú á völlinn og styöja vei viö bakið á knattspyrnumönnum okkar. Við erum meö átta þrautreynda at- vinnumenn og getum gert vel gegn írum ef allir leggjast á eitt,“ sagöi Ellert. — ÞR. Sveinbjörn í hópinn JOHANNES Atlason valdi í gær Sveinbjörn Hákonarson, Skagamann, í landsliöshópinn í staó Ásgeirs Sigurvinssonar. Sveinbjörn var í hópnum í leiknum í Hollandi á dögunum og kom inn á í þeim leik. —SH. Leyfi Ágeirs skyndilega afturkallað: PP Mjög leiður en ekkert er við þessu „Vissulega sætti ég mig mjög illa viö þetta leiöindamál. Þaö var búið aö gefa mér leyfi til þess að fara heim til Islands til aö leika landsleikinn gegn írum, ég fékk leyfi til þess á sama tíma og ég fékk leyfi til þess aö leika gegn Hollendingum. Stjórn KSÍ var líka búin að fá bréf frá Stuttgart þess efnis aö ég væri laus. Síöan skyndilega á sunnudag er leyfió afturkall- að. Forsendan er sú að Stutt- gart hafi ekki gengió nægilega vel í síðustu leikjum og þurfi á öllum sínum mönnum aó halda í vikunni til þess að undirbúa næstu leiki. V-þýsku landsliös- mennirnir Karl og Bernd Föster fá ekki leyfi til þess aö leika landsleik í vikunni, og Buch- wald, sem leika átti meó áhuga- mannalandsliði V-Þjóóverja ( OL-keppninni, fékk ekki leyfi. Sænski leikmaöurinn Cornili- usson var hinsvegar meö ákvæöi í sínum samningi um aö hann mætti fara og hann fór í gær til Svíþjóðar og leikur gegn Tékkum á miðvikudag. Þaö er ekkert viö þessu aö gera. Ég er mjög leiður yfir því að svona skyldi fara. Ég var staóráöinn í því aö koma heim og gera betur en í landsleiknum gegn Hol- landi á dögunum, sagði Ásgeir Sigurvinsson í spjalli vió blm. Mbl. í gærkvöldi. „í svona stööu er ekkert sem ég get gert. Þaö er stjórn félags- gera iá ins sem tekur ákvöröunina og henni veröur ekki haggaö. Þaö setti strik í reikninginn hjá okkur fyrir skömmu aö sjö af leik- mönnum okkar voru í ferðalög- um vegna landsleikja og þá var ekki hægt aö undirbúa liöiö nægilega vel. Nú vilja þeir ekki að þaö komi fyrir aftur. Ef viö hefðum sigraö á laugardaginn þá hefðu málin máski staöiö ööru vísi,“ sagöi Ásgeir, sem að lokum óskaöi felögum sínum alis hins besta í landsleiknum gegn Irum og sagöi aö hugur sinn væri meö þeim og vonandi tækist þeim vel upp í leiknum. „irana væri vel hægt aö vinna." Ásgeir baö fyrir kveöjur til landsliösins. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.