Morgunblaðið - 20.09.1983, Síða 36

Morgunblaðið - 20.09.1983, Síða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1983 HCfiAAIffl ,, HUnn e-rtílG/eÁinn i Jguí uertia, (xtviríHurna&ur í knc*.ttspyrnu." Ast er... ,.. að þvo á hon- um hárið. TM Reo U.S Pat. Off.—all rkJhts reserved •1982 Los Angeles Times Syndicete Ég ætla að koma fyrir bar hér í þessu horni? Með morgnnkaffínu HÖGNI HREKKVtSI ÚT ÚK pESSO/" Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. Stóriðja á Islandi Þessir hringdu . . . Verðhækkan- ir, kaupmáttur og verðbólga Aldamótamaður hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það er sumt, sem menn frá aldamótum eiga erfitt með að skilja. Ég get ekki almennilega komið því inn í mitt höfuð, að það sé sama, hvað vörur hækki, kaupmátturinn sé sá sami eftir sem áður, eða því sem næst. Mér finnst ég nefnilega fá minna fyrir ellilífeyrinn núna undanfarna mánuði en á síð- astliðnu ári, og því minna sem hækkanirnar verða fleiri. Sumar vörur hafa hækkað um tugi og jafnvel hundruð pró- senta á nokkrum mánuðum. Kaup má ekki hækka, en ekk- ert lát er á verðhækkunum, núna síðast á smjörlíkinu. Er ekki hægt að fá greinargóðar skýringar á því, hvernig hægt er að láta endana ná saman, t.d. hjá okkur ellilífeyrisþeg- um? Það tjóar ekki að vera sí- fellt að hampa því, að verð- bólga fari minnkandi, meðan verðlagshækkanir eru daglegt brauð. Límmiöar alls staðar H.H. hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Ég bý í Fossvogshverfinu og langar til að kvarta svolítið. Ég var að koma utan úr búð og horfði í kringum mig á leiðinni heim. Þetta er barnahverfi og þess sér hvarvetna merki, að hér í borg er nýafstaðin iðnsýning og nú síðast afmælissýning hjá Flugleiðum. Hvarvetna blakta límmiðar frá þessum aðilum, á ljósastaurum, á girðingum, i biðskýlum strætisvagna, við verslanir og víðar og víðar. Ætli þeir, sem dreifa þessum fínu límmiðum, geri sér grein fyrir, hvað verður um þá? Mér finnst þetta til mikillar ðprýði hérna hjá okkur. Skúli Ólafsson skrifár í Rvík 16. september: „Velvakandi. Margir gera sér miklar vonir um að stóriðja á íslandi geti með tímanum skapað mörg atvinnu- tækifæri hér á landi, svo að jafn- vel sjávarútvegur yrði þar aðeins hálfdrættingur. Mikil þróun hefur átt sér stað í stóriðju, t.d. í Japan, þar sem vélmenni eru notuð við slíka starfsemi. Með aukningu framleiðslu ÍSALs er reyndar reiknað með fækkun starfsmanna. Úrvinnsla úr áli er engin hér á landi og sama máli gegnir um járnblendið á Grundartanga. Nú er rætt um það af fullri alvöru að loka járnblendiverksmiðjunni. Kísiljárnframleiðsla er talin miklu arðvænlegri en járnblendið og keppast núverandi og fyrrver- andi iðnaðarráðherrar um að dá- sama slíka starfsemi í kjördæmi sínu. íslendingar eru ábyrgir fyrir skuldum járnblendiverksmiðjunn- ar og geta ekki gengið frá þeim og Grundartanga. Þess vegna verður að reyna að finna verkefni fyrir Grundartanga og er þá kísiljárn- framleiðsla hendi næst. Tæki sem sérstaklega eru tengd járnblendi- framleiðslu mætti selja til Kína, þar sem hér er um nýja verk- smiðju að ræða, ef Norðmenn hafa ekki troðið gömlu drasli upp á okkur, eins og þeir ætla að losa sig við verðlítið hlutafé sitt í járn- blendiverksmiðjunni. Ástæðulaust er að ætlast til þess, að Norðmenn hugsi ekki fyrst og fremst um eigin hag, og reynir mjög á það, þegar fyrirtæki lenda í fjárhagserfiðleikum skömmu eftir að þau eru sett á laggirnar. Við eigum í harðri samkeppni við Norðmenn á mörgum sviðum, og þar sem þeir eru seljendur á áli, járnblendi, skreið, saltfiski og frystum fiski, eru þeir keppinaut- ar okkar. Við þyrftum frekar á samvinnu kaupenda en seljenda þessara afurða að halda. Meðan úrvinnsla áls og annarr- ar framleiðslu er ekki komin á rekspöl hér á landi, mætti vinna að svokölluðum aðföngum, t.d. rafskautum fyrir álverið." Verslanir verði opn- ar alla daga vikunnar HJ. skrifar: „Velvakandi. Væri ekki hægt að senda kaup- mannasamtökin á námskeið í þjóðfélagsfræðum? Þessi samtök virðast ekki vita, að á síðastliðn- um 20 árum hefur orðið gagnger breyting í þjóðfélaginu þannig að næstum hver einasta húsmóðir er útivinnandi. Og það er þess vegna mjög nauðsynlegt, að verslanir felli opnunartíma sinn að þeirri staðreynd. Ég held, að kaupmannasamtök- in ættu ekki að reyna að hafa vit fyrir okkur húsmæðrunum í þess- um málum, og við húsmæðurnar eigum að láta taka það tillit til okkar, að verslanir verði opnar alla daga vikunnar. Nógu þungir eru innkaupapokarnir samt. Hvað snertir vinnuálag af- greiðslufólks, þá dettur engum í GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Mikill fjöldi manna voru þar saman komnir. ti.eU v*eri. Mikill fjölii manna var þar saman kortiinn. hug annað en þar verði vakta- skipti eins og t.d. á spítölum, út- varpi og víðar.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.