Morgunblaðið - 20.09.1983, Page 39

Morgunblaðið - 20.09.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1983 47 Tónlistarfélag Reykjavíkur:_ Vetrarstarfið hefst með heim- sókn frá Bonn VETRARSfTARF Tónlistarfélagsins í Reykjavík hefst með heimsókn Coll- egium Musicum der UniversitSt Bonn, sem mun halda tónleika í Há- skólabíói, miðvikudaginn 21. sept- ember nk. kl. 21.00. Collegium Musicum var stofnað af núverandi stjórnanda, Dr. Emil Platen, árið 1953. Nafnið Colleg- ium Musicum er gjarna notað í Þýskalandi um músikhópa stúd- enta og á rætur að rekja til tíma Telemann og Bach, sem stjórnuðu slíkum hópum og sömdu mörg verk fyrir þá. Hópurinn sem nú heldur tónleika á vegum Tónlist- arfélagsins er 50 manna hljóm- sveit og meðlimir hennar eru stúdentar úr öllum deildum há- skólans, fæstir með tónlist sem aðalgrein. Auk þess að taka ríkan þátt í félagslífi skólans heldur hljómsveitin fjölda tónleika ár- lega í Þýskalandi og hefur farið í tónleikaferðir um Austur- og yestur-Evrópu, Suður-Ameríku, Ástralíu og víðar. Hljómsveitin kemur hingað á leið í mikið tón- leikaferðalag til Bandaríkjanna. Einleikari á píanó er Paul Rey Klecka, Bandaríkjamaður sem starfar nú í Þýskalandi og hefur leikið með Collegium Musicum síðan 1970 á sembal, horn og pí- anó. Verkin sem leikin verða eru for- leikur að óperunni Loreley eftir Max Bruch, Píanókonsert í a-moll eftir Schumann og Sinfónía nr. 8 eftir Dvorák. Heimsókn Collegium Musicum er árangur af góðri samvinnu við Flugleiðir. Stofnun samtaka lækna gegn kjarnorkuvá ÞANN 12. september sl. voru stofn- uð Samtök lækna gegn kjarnorkuvá. A fundinn komu um 80 læknar og læknanemar. Ástæöan fyrir stofnun samtakanna er að læknar telja yfir- vofandi kjarnorkuvá vera eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem mannkynið stendur andspænis. Samþykkt var svohljóðandi ályktun: Við erum hér saman komin vegna þess að við neitum að viður- kenna að til þess þurfi að koma að beitt verði kjarnorkuvopnum. Við höfnum þvi, að tæknin sé notuð til að framleiða kjarnorku- vopn í stað þess að bæta lífsgæði. Við trúum því ekki, að hægt sé að leysa stjórnmálaágreining með kjarnorkuvopnum. Við trúum því statt og stöðugt, að það sé á valdi mannsins að stjórna þeirri tækni sem hann hefur skapað. Til áherslu bendum við á: 1. Kj arnorkustyrj öld milli stór- veldanna myndi leiðe til meiri hörmunga en mannkynið hefur nokkru sinni upplifað. 2. Eftir slíka styrjöld myndu læknar ekki geta veitt hinum sjúku og slösuðu neina hjálp sem að gagni kæmi. 3. Það er blekking, að almanna- varnir gætu bjargað verulegum fjölda mannslifa og dregið að ráði úr áhrifum kjarnorku- styrjaldar. 4. Jafnve! þó að kjarnorkuvopn verði ekki notuð, dregur hinn gífurlegi kostnaður vígbúnað- arkapphlaupsins til sín fjár- magn, sem sárlega vantar til heilbrigðismála og almennra mannlegra nauðþurfta. 5. Læknar bæði geta og eiga að beita sér fyrir þvi að hindra kj arnorkusty rj öld. í lögum félagsins segir m.a.: „Tilgangur samtakanna er að fræða og dreifa upplýsingum til heilbrigðisstétta, almennings og stjórnmálamanna um áhrif kjarn- orkuvár á heilbrigði og heilbrigð- isþjónustu. Markmiðið er að vekja alla til umhugsunar og aðgerða gegn yfirvofandi tortímingar- hættu vegna kjarnorkuvígbúnaðar og stuðla að allsherjarafvopnun. Samtökin eru óháð starfandi stjórnmálahreyfingum en skulu eiga aðild að International Phys- icians for the Prevention of Nucle- ar War (IPPNW).“ í stjórn voru kosnir: Ásmundur Brekkan, læknir, Guðjón Magn- ússon, aðstoðarlandlæknir, Guð- rún Agnarsdóttir, alþingismaður, Högni Óskarsson, geðlæknir, Skúli Johnson, borgarlæknir. í varastjórn: Atli Árnason, að- stoðarlæknir, Kartín Fjeldsted, yfirlæknir, Ólafur Mixa, heimilis- læknir, Sigurður Björnsson, krabbameinslæknir, Sigurður Árnason, krabbameinslæknir. Á fyrsta fundi stjórnarinnar var Guðjón Magnússon kosinn formaður. (FréUatilkynning.) Stykkishólmur: Tónlistarvið- burður í Félags- heimilinu Stykkishólmi, 15. september. HINGAÐ til Stykkishólms komu í gær góðir gestir. Það voru þeir Krist- inn Sigmundsson, óperusöngvari, og undirleikari hans, Jónas Ingimund- arson, og héldu þeir tónleika hér í Félagsheimilinu. Þessir tónleikar voru vel sóttir á okkar mælikvarða, þótt við hefðum viljað að fleiri nytu þessarar ágætu stundar. Kristinn söng aðallega erlend lög. Að hljómleikunum loknum voru þeir félagar kallaðir fram aftur og aftur og þá voru sungin bæði innlend og erlend lög. Af þessum tónleikum fóru menn mjög ánægðir og við sendum þeim félögum kærar kveðjur með þökk fyrir komuna og óskum þeim alls velfarnaðar á listamannsbraut- inni. Árni Ný íslensk kvikmynd: „Nýtt lír‘ frumsýnd Eyjum 29. sept. nk. í Karl Ágúst Úlfsson og Eggert Þorleifsson í hlutverkum sínum í myndinni Nýtt líf, sem frumsýnd verður 29. september nk. í Vestmannaeyjum. Ný íslensk kvikmynd, Nýtt líf, verður frumsýnd 29. sept. nk. Frumsýningin verður í Vest- mannaeyjum þann dag en dag- inn eftir, þann 30., verður hún sýnd í Nýja bíoi í Reykjavík. Nýtt líf er gamanmynd og fara með helstu hlutverk þeir Karl Ágúst Úlfsson og Eggert Þorleifsson. Leikstjóri er Þrá- inn Bertelsson, kvimyndatöku annaðist Ari Kristinsson en framleiðandi er Jón Her- mannson og er hann einnig hljóðmeistari. „Við ætlum að frumsýna þessa gleðimynd úti í Eyjum vegna þess að þar var hún að mestu tekin og Eyjamenn að- stoðuðu okkur mikið þegar við vorum þar við upptökur," sagði Þráinn Bertelsson í samtali við Morgunblaðið. Um efnisþráð hennar sagði hann: „Myndin er um þjón og kokk sem reknir eru af Hótel Sögu, ekki alveg að ósekju og þeir ákveða að byrja nýtt líf og það í Eyjum á vertíð, eins og svo margur pilturinn og stúlkan hafa gert.“ Myndin var tekin í mars og apríl sl. Aðstoðarleikstjóri var Sigurgeir Scheving en förðun var í höndum Jón Karls Helgasonar. Við höfum ákveðið að gefa öllum krökkum sem fara á leik ISLANDS 0G IRLA á Laugardalsvelli á morgun kl. 17.30 íslenska fánan til að veifa og hvetja nú landann í hörkuleik Fáninn verður afhendur fyrir leikinn við inngöngudyr. Áfram ísland og muniö aö batamerki september mánaöar er KARNABÆR ,ORÐ . I VERia ER BATAMERKÍ. september |a|8ft1ftiBla>i BATAMERKI nranma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.