Morgunblaðið - 20.09.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.09.1983, Blaðsíða 40
,/\skriftar- síminn er 830 33 fflngratMðfrifr „Atvinnumannalandsliðin“ ÍSLAND morgun ' , . _ __ KL. IRLAND 17:30 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1983 Þrjátíu eyjar á Breiðafirði til sölu: Kosta sama og þriggja herbergja íbúð í Reykjavík HLUTI Akureyja á Breiðafirði hefur verið auglýstur til sölu. Að sögn Agn- ars Gústafssonar hrl., sem hefur eyj- arnar til sölu, er um að ræða 30 eyjar í mynni Gilsfjarðar, auk hólma og skerja. Akureyjar allar eru í eigu þriggja aðila, og er það um ls/28 hlut- ar, sem nú eru til sölu. Stærsta eyjan af þeim sem nú eru til sölu, nefnist Bæjarey, og þar er íbúðarhús, dieselrafstöð og nokkur útihús. Hlunnindi eru af æðardúni í eyjunum. Agnar Gústafsson sagði núver- andi eiganda hafa keypt hlut sinn í Akureyjum á sínum tíma fyrir verð, sem jafngilti verðmæti þriggja herhergja íbúðar í Reykja- vík. I samræmi við það væru eyj- arnar verðlagðar nú, og væri hægt að fá um 30 eyjar úr Akureyjum fyrir um það bil 1300 þúsund krón- ur. Uppboðsbeiðnir í september: Man ekki eftir slíkri skæðadrífu — segir Jónas Gústavsson, borgarfógeti „ÞAÐ ER ekki hægt að segja að nauð- ungaruppboðum hafi fjölgað. Beiðn- um um uppboð hefur hins vegar farið mjög fjölgandi og í þau 13 ár sem ég hef verið við þetta, man ég ekki eftir annarri eins skæðadrífu af uppboðs- beiðnum eins og dunið hefur yfir okkur í september," sagði Jónas Gústavsson borgarfógeti í samtali við Morgunblaðið. „Það er hins vegar erfiðara að segja til um hvað framtíðin ber í skauti sínu, þessar beiðnir eru flestar komnar það stutt á veg. Uppboðssölum á lausafé og bílum hefur að vísu fjölgað nokkuð, en ekki á fasteignum, það er frekar að þeim hafi fækkað. Beiðnirnar koma jöfnum höndum, bæði frá lög- mönnum einstaklinga og opinberri gjaldheimtu, það má segja að þær komi frá öllum aðilum, sem eiga útistandandi skuldir. Hvort þetta er eitthvað tímabundið eða það sem koma skal, getur maður ekkert sagt um, en þetta hefur verið ákaflega mikið síðustu vikurnar. Þetta er náttúrlega vísbending um efnahag fólks, það er varla hægt að túlka þetta á neinn annan hátt. Það verð- ur síðan að koma í ljós, hvort fólk getur bjargað sér, skýringin á þessu er varla sú, að fólk sé allt í einu orðið miklu trassasamara með hlut- ina en það hefur verið," sagði Jónas Gústavsson. Eldborgin med 38 lestir ,,VH) VORUM með tæpar 38 lestir af frystri rækju f þessum fyrsta túr á rækju og hefðum ábyggilega náð meiri afla, hefðum við ekki verið að byrja á þessu. Það er margt, sem þarf að finna út og lagfæra, þegar byrjað er á nýjum veiðum með skömmum fyrirvara. Svo miðað við aðstæður er ég tiltölulega ánægður," sagði Bjarni Gunnarsson, skipstjóri á Eldborginni ■ samtali við Morgunblaðið. Bjarni sagði, að eftir að trollið af rækju hefði verið lagfært og unnið eins og vera bæri og helztu agnúar af vinnslunni um borð verið sniðnir af, hefði veiðin og vinnslan gengið vel og næmi veiðin tæpum 38 lestum af frystri rækju eftir um hálfan mán- uð á veiðum. Um 20 lestir væru soðnar og lausfrystar fyrir erlend- an markað og rúmar 17 frystar hrá- ar í blokk fyrir innanlandsmarkað. Öll rækjan væri fryst í skelinni. Hótel íslendinga í Portúgal: Kolmunna landað úr Gissuri hvíta. Morgunblaðið/Steinar. Gissur hvíti með 1401. af kolmunna Höfn, Hornafirdi, 18. september. í GÆR kom Gissur hvíti hingað til Hafnar með rúmlega 140 lestir af kolmunna, sem hann hafði fengið á um tveimur sólarhringum í 13 holum. Gissur er búinn að fá um 370 lestir af kolmunna í allt. Tveir litlir bátar, þeir Árný og Rúna, hafa verið á línu að undanförnu og hefur afli þeirra verið tregur. Hornafjarðarbátar eru nú að fara að gera sig klára fyrir síld- veiðar, sem hefjast munu um mánaðamótin. — Fréttaritari. 400 írar á lands- leikinn ALDREI áður hefur komið jafn stór hópur áhangenda með knattspyrnu- iiði eins og hópur sá sem nú er kom- inn til landsins vegna landsleiksins gegn írum á morgun, miðvikudag. Rúmlega þrjú hundruð írar eru þeg- ar komnir til landsins og von er á fleirum í dag. Ekki er ólíklegt að þeir verði í kringum 400, írarnir sem mæta munu á Laugardalsvöllinn á morgun til að hvetja sína menn. Valur og KR í keppnis- ferð til arabalanda TVÖ íslensk knattspyrnulið, Valur og KR, munu halda utan til araba- landa á föstudag. KR-ingar fara til Kuwait, en Valsmenn halda til Quat- ar, sem er eitt af sameinuðu fursta- dæmunum við Persaflóann. Bæði liðin munu svo keppa þar á laugar- dagskvöld við úrvalslið heima- manna. Alls munu 19 leikmenn og fararstjórar taka þátt í ferðinni með hvoru liði um sig. Ferðirnar eru fé- lögunum algjörlega að kostnaðar- lausu og leikmenn munu fá dagpen- inga greidda. Hóparnir munu halda til París- ar á föstudagsmorgun og þaðan munu þeir fljúga beint á áfanga- stað. Síðan verður komið heim á mánudag. Ferðir þessar eru til- komnar í gegnum Halldór Ein- arsson, framkvæmdastjóra Hens- on, sem setti sig í vor í samband við umboðsmann í London, sem selur leiki til arabalanda. Islenska landsliðið í knattspyrnu lék á sín- um tíma landsleik í Kuwait. Ný flugstöð á Keflavíkurflugvelli: Samið við Hagvirki um fyrsta áfangann Gert er ráð fyrir að í dag verði und- irritaður samningur við verktakafyr- irtækið Hagvirki hf. um vinnu við fyrsta áfanga nýju flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Hagvirki hf. átti þriðja lægsta boð í verkið þegar tilboð voru opnuð um síðustu mánaðamót, tæplega 9,4 milljónir króna eöa rúm- um sex milljónum undir kostnaðar- áætlun. stórt verkefni á mælikvarða Hag- virkis — samningsupphæðin er á við um fjögurra daga vinnu við Sultartangavirkjunina, að sögn Að- alsteins Hallgrímssonar. Vopnaðir ræningjar hirtu öryggishólfin FJÓRTÁN íslendingar voru meðal þeirra sem í gær urðu fyrir barðinu á fjórum vopnuðum mönnum sem rændu 66 öryggishirslum hótels- ins Ulube Praia da Oura í Algarve í Portúgal. Alls er talið að ræningj- arnir hafi komist yfir meira en jafngildi 100 þúsunda íslenskra króna í reiðufé, auk þess sem þeir stálu ferðatékkum, vegabréfum og farseðlum. — í öryggishólfum ís- lendinganna voru peningar að and- virði 68 þúsunda íslenskra króna, 180 þúsund krónur í ferðatékkum, vegabréf og flugfarseðlar heim til íslands. Síðast er fréttist hafði ekki tekist að hafa upp á ræningjun- um. íslendingarnir eru í Portúgal á vegum ferðaskrifstofunnar Ut- sýnar. Ingóifur Guðbrandssor forstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þegar hefðu verið gerðar ráðstafanir til að fólkið fengi fjárhagstjón sitt bætt þegar í dag, þriðjudag. Jafnframt hefðu verið gerðar ráðstafanir til að gefin yrðu út ný vegabréf til þeirra er misstu sín í ráninu, sem framið var klukkan sex í gærmorgun. Sjá nánari fréttir á miðopnu í Morgunblaðinu í dag. Aðalsteinn Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Hagvirkis, staðfesti í samtali við blm. Morgunblaðsins í gærkvöldi, að gengið hefði verið að tilboði Hagvirkis. „Við byrjum um hæl á mælingum og að koma okkur fyrir á svæðinu," sagði Aðalsteinn. „Við þurfum að koma upp skrif- stofuaðstöðu, kaffistofu og skemmu fyrir minniháttar viðgerðir og verð- um líklega byrjaðir á sjálfri vinn- unni um mánaðamótin næstu." Áætlað er að 20—30 starfsmenn Hagvirkis muni starfa við fyrsta áfangann, sem lýtur að greftri, vatnslögnum og uppfyllingu vega og bílastæða auk fyllingar undir sjálfa flugstöðvarbygginguna. Hag- virki hf. er eitt af stærstu fyrir- tækjum landsins á þessu sviði og annast nú verulegan hluta vinnu við stíflugerð á Sultartanga. Fyrsti áfangi flugstöðvarinnar er ekki Borgarfjörður eystri: Minkar gera usla í gæsaræktinni Borgarrirdi eystra, 19. september. MINKAR hafa verið að gera sig held- ur betur heimakomna hér um slóðir. Að undanförnu hafa þeir drepið 42 aligæsir á bænum Hvannstóð. Karl Sveinsson bóndi á Hvannstóð ræktar aligæsir og ganga gæsirnar, um 1.000 alls, á túnunum. Gæsabændurnir Karl á Hvann- stóði og Birgir í Geitvík eru að reisa gæsasláturhús hér í þorpinu. Á það að vera hið fullkomnasta, meðal annars með frystibúnaði. Verður það tekið í notkun í haust. Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.