Tíminn - 17.08.1965, Qupperneq 12
12
ÍÞRÓTTIR
TÍIVIINN
ÍÞRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 17. ágúst 1965
Tvö klaufamörk ertu
fylgjendur Rangers
- Þórólfur lék með aðalliðinu.
Hsím-mánudag. — Bikarkeppni skozku deildaliðanna hófst á laug-
ardag. Glasgow Rangers — með Þórólf Beck sem vinstri innherja —
fékk erfiðan mótlierja, Hearts í Edinborg, sem varð í öðru sæti í
deildinni í fyrravor og beið lægri hlnt 4-2, í allsögulegum leik. Lög-
reglan varð að stöðva leikinn um tíma til að hafa hemil á reiðum
ferðalöngum frá Glasgow, sem hentu flöskum inn á leikvanginn, þeg-
ar leikmcnn Hearts skoruðu tvö auðveld mörk, annað ur vítaspyrnu.
Leikmenn Rangers börðust vel
framan af og virtust ætla að
hljóta óvæntan sigur, þegar Forr-
est skoraði á 31. mín., en stór
mistök makvarðar Rangers átti
sök á því, að Hearts jafnaði, og
komst fyrir hlé yfir, þegar víta
spyrna var dæmd á McKinnon, sem
fálmaði klaufalega í knöttinn.
Á 66. mín. skoraði Hamilton
þriðja mark Hearts af 30 metra
færi, en Forrest skoraði aftur fyr
ir Rangers fimm mín. síðar úr
víti. Tíu mín. fyrir leikslok skor
aði Wallac fjórða mark Hearts.
Þrátt fyrir tapið sýndi Rangers
liðið betri samleik, en þegar Baxt
er lék með liðireu í fyrra. Knött
urinn gekk frá manni til manns
um völlinn, en allt beindist ekki
að einum manni eins og þá.
Danski bakvörðurinn Johansen féll
vel inn í vörnina. Wood var
sterkur vamarframvörður og
Johnston var góður á vinstri kanti-
— Hinn ágæti samleikur var þó
aðalkosturinn, þótt hann félli á
lítt sókndjörfum innherjum. Rang
ers liðið var þannig skipað: Mart
in, Johansen, Caldow, Greig, Mc
Kinnon, Wood, Watson, Millar,
Forrest, Beck, Johnston.
í bikarkeppninni er liðunum
skipt í níu riðla og með Rangers
eru Aberdeen, Clyde og Hearts.
Úrslitin í hinum leiknum urðu
þau, að Aberdeen sigraði með 2-1
á leikvelli Clyde. Af öðrum úr
slitum má nefna Dundee Utd.-
Celtic 2:1. St. Mirren-Morton 1:2,
og Mortherwell-Dundee 1:0.
íslenzku sundmenn
1 irnir hvergi fyrstir
%
IÁrangur íslenzku sundmann- syreti vegalengdina á 58,5 sek.
anna, sem tóku þátt í Norður- Sigurvegari varð Lester Erik-
landameistaramóti í Bjöme- son, Svíþjóð, á 55,9 sek.
borg í Finnlandi um hclgina, f 1500 m skriðsundi varð
var frekar slakur og náðu þeir Davíð Valgarðsson 8. á 19:18,0
hvergi fyrstu sætum. mín. Sigurvegari varð Norðmað
urinn Ulv Gustavson á 17:49,6
f 400 m fjórsundi varð Guð- mín., sem er nýtt norskt met.
mundur Gíslason fjórði á 5.20,3 í 200 m bringusundi varð
mín., en sigurvegari í greininni Árni Þ. Kristjánsson fjórði á
varð OUe Ferm, Svíþjóð, á 2:50,9 mín. og Fylkir Ágústs-
5:11,8 mín. Davíð Valgarðsson son sjöundi á 2:52,1 mín. Sigur-
varð sjötti á 5:34,9 mín. vegari í greininni varð Pertti
f 100 m skriðsundi varð Laaksonen, Finnlandi, á 2:41,3
Guðmundur Gíslason í 5. sæti, mín.
- - -------■
41iðhafaenn-
þá möguleika
- eftir sigur Keflavíkur gegn Val 4:3
Keflvíkingar eru enn með í baráttunni um íslandsmeist-
aratitilinn eftir sigur gegn Val á sunnudaginn, 4:3, en nú
hefur Valur misst alla möguleika. Fjögur lið geta hreppt
titilinn, KR, Akranes, Keflavík og Akureyri, en möguleikar
Akureyrar eru þó hverfandi litlir.
Leikur Keflvíkinga og Vals á
sunnudaginn var skemmtilegur og
bauð upp á mikla spennu. Keflvík-
ingar náðu á skömmum tíma 2:0
(Einar M. og J<jn Ól.) en Her-
mann Gunnarsson skoraði 2:1 og
síðan 2:2 fyrir Val. Fyrir hlé skor
aði Einar M. 3:2.
Einar M. skoraði svo 4:2 fyrir
Keflavík þegar u.þ.b. 30 mínútur
voru liðnar. Síðasta mark leiks-
ins skoraði svo Hermann fyrir
Val og urðu lokatölur því 4:3.
Staðan í 1. deild er nú þessi;
KR 8 5 2 1 19:8 12
Akranes 7 4 1 2 17:13 9
Akureyri 8 4 1 3 12:17 9
Keflavík 7 3 2 2 13:9 8
Valur 9 3 1 5 18:22 7
Fram 9 1 1 7 8:18 3
Þefta ero slgurvegararntr í 3. flokki, Fram. Á myndinnl með þeim er Jón Magnússon, form. mótanefndar
KSÍ^ sem afhenti þeim sigurlaunin.
Landsmótum yngri flokka að ljúka
- Fram sigraði í 3. og 4. flokki - Valur í 5. flokki.
Alf-Reykjavík. — Landsmótum yngri aldursflokkanna í knattspymu
er nú flestum lokið, þó er ólokið úrslitaleik í 2. flokkL þar leika til
úrslita Valur og FH úr Hafnarfirði. Á sunnudaginn fór fram úrslita
leikurinn í 3. flokki og léku Fram og KR. Svo fóm leikar, að Fram
sigraði með 1:0. »
í gærkvöldi vom svo leíknir úr-
slitaleikir í 5. flokki og 4. flokki.
í 5. flokkí léku Valur og Víkingur
og sigraði Valur með 2:1. Strax á
eftir léku Fram og Keflvík til
úrslita í 4. flokki og sigraði Fram
með 3:1.
Fram—KR í 3 fL
Leikur þessara liða fór fram
á sunnudagskvöld og sigraði Fram
með 1:0. Eina mark leiksins skor
aði Ásgeir Elíasson í fyrri hálf
leik, eftir laglegt upphlaup. Lið
Fram var greinilega sterkari í
fyrri hálfleik og lék þá oft skín
andi veL i síðari hálfleik sóttu
KR-ingar í sig veðrið og hafði
nærri tekizt að skora í byrjun.
Eftir atvikum var sigur Fram
sanngjam, enda vom Fram-leik
mennimir mun Ieiknari en jafn
aldar þeirra úr KR.
Valur—Vík. í 5. fl.
Valur og Víkingur léku til
úrslita í gærkvöldi. Leikurinn var
mjög skemmtilegur og spennandi.
í hálfleik hafði hvorugu líðinu
tekizt að skora mark, en í síðari
hálfleik tókst Valsmönnum fljót-
lega að skora 2:0 og skoraði Hörð
Norðurlandamótið í frjálsíþróttum:
Jón Þ. Ölafs-
son stökk 2.05
Björk Ingimifndardóttir setfi íslandsmet í 200 m.
Um 300 keppendur eru á Norðurlandamótínu í frjáls-
íþróttum, sem hófst í Helsinki á sunnudaginn, og þ.á.m.
11 íslendingar. íslenzku keppendunum hefur gengið mis-
jafnlega í keppninni, náð sæmilegum árangri, en ekki keppt
um fyrstu sætin. Beztum árangri náði Jón Þ. Ólafsson í
hástökki, en hann stökk 2.05 metra og hafnaði í fjórða sæti.
Sigurvegari í greininni varð Svíinn Nilsson, sem stökk 2-08
metra. Sömu hæð stukku tveir aðrir keppendur, en notuðu
fleiri tilraunir.
Björk Ingimundardóttir setti
nýtt, glæsilegt íslandsmet í 200
m hlaupi kvenna. þegar hún í
undanrásum hljóp vegalengdina
á 27.1 sek. Gamla metið var 27.6
sek og átti Halldóra Helgadóttir
það, en það var sett á nýafstöðnu
meistaramóti. Ekki nægði þessi
árangur Bjarkar til að komast í
úrslit, því hún hafnaði í fjórða
sæti í riðlinum.
Seint í gærkvöldi var fyrri
hluta tugþrautarkeppninnar lok-
ið og var Valbjörn Þorláksson í
þriðja sæti með 3440 stig, en
Michael Scie, Noregi, iiafði for-
ystu, 3482 stig. en í öðru sæti
var Tore Carbe, Svíþjóð, með
3455 stig. Það er sem sé ekki
mikill munur á efstu mönnum
og er ómögulegt að segja, nema
ísland vinni meistaratign í þess
ari grein. Þess má geta, að Kjart-
an Guðjónsson er í 8. sæti með
3347 stig.
í hlaupagreinum tókst engum
ísL keppendanna að komast í
úrslit, en hér skal greint frá á-
rangri einstakra keppenda.
í 800 m hlaupi var Halldór
Guðbjörnsson 5. í undanrásum á
1:56.1 mín. — í 400 m hlaupi
varð Kristján Mikaelsson 6. í
undanrásum á 50.5 sek. — Ólafur
Guðmundsson hljóp í öðrum riðli
og náði tímaiíum 50.0 sek. — í
10 km. hlaupi varð Kristleifur 6.
í undanrásum. — í 200 m hlaupi
varð Ólafur Guðmundsson 5. í
undanrásum á 22.7 sek. — f 400
m grindahlaupi varð Kristján
Mikaelsson 5. á 57.2 sek. — í 100
m hlaupi varð Ólafur 6. í undan-
rásum á 11.2 sek. — í 100 m
ur Ásgeirsson bæði mörkin. Vík-
ing tókst að skora eitt mark
fyrir lei'kslok og gerðí það Stefán
Halldórsson. Bæði liðin hafa efni
legum leikmönnum á að skipa.
Fram—Keflavík í 4. fl.
Leikur þessara liða fór fra1'
í gærkvöldi á Melavellinum Le' -
vel var leikurinn jafn og haf
ekkert mark verið skorað í fv
hálfleik. Fljótlega í siðari hálfl :
tókst miðherja Fram, Gunnaii J.i
hannessyni, að skora 1:0 fyrir
Fram — og skömmu síðar bæ!t:
hann öðru marki við. 10 mín fyrir
leikslok skoruðu Keflvíldngar ú:
vítaspymu, en Fram bætti þriðja
markinu við mínútu síðar og var
þá gert út um leikinn. Bæði þessi
lið hafa bráefnilegum leikmönn
um á að skípa.
Jón Þ. Ólafsson.
hlaupi kvenna varð Björk Ingi
mundardóttir 6. í undanrásum a
13.1 sek.
í 200 m hlaupi kvenna var'
Björk svo fjórða í sínum riðli r
27.1 sek. sem er nýtt íslandsme'
Fyrra metið átti Halldóra Helg,.
dóttir, og var það 27.6 sek. Hal)
dóra varð fjórða í sínum riðli á
28.0 sek.
Norðurlandamótinu í frjáls-
íþróttum lýkur í dag.
Valbjörn
—• 3. í tugþraut.