Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKT0BER 1983
Sir Ralph Richardson hafði mikið gaman af því að feroasi á
stórum mótorhjólum og hér er hann i nýju hjóli árið 1975.
Með Laurence Olivier í Hamburg í stríðslok.
Sir Ralph Richardson
fyrr en þremur árum seinna sem
hann kom fyrst fram í leikhúsi í
London og hlaut ekki góða dóma.
Ýmsir vinir hans reyndu að telja
hann ofan af því að halda áfram
að leika. „Þér tekst það aldrei.
Hættu áður en þú hefur eytt bestu
árum þínum í það, sem þú nærð
ekki árangri í. En nú var Rich-
ardson orðinn þrjóskur og einbeit-
inguna, sem hann eitt sinn vantaði
þegar hann var að sýsla við list-
nám og blaðamennsku, hafði hann
nú í ríkum mæli og hann var stað-
ráðinn í að verða leikari. Seinna
meir sagði hann að hann liti svo á
að „hver leikari verði að skilja að
tíu fyrstu árin eru námsár".
Þegar hann var 28 ára að aldri
komst hann að hjá Old Vic og
hann leit bjartari augum til fram-
tíðarinnar. Þar hitti hann fyrst
Gielgud, og urðu þeir lífstíðarvinir
þó að þeir hafi á margan hátt ver-
ið algerar andstæður.
„Ég var alltaf heldur undrandi á
honum (Gielgud) sem var rétt eins
og fiðrildi þegar ég var niðurdreg-
inn, eiginlega strákur."
En Gielgud hvarf frá Old Vic
eftir aðeins eitt Ieikár og skildi
Richardson eftir með aðalhlut-
verkin á sínum herðum. Hann
gerðist nú æ vinsælli meðal áhorf-
enda. Hann lék í óhemjufjölda
leiksýninga. Sumar hverjar gengu
stutt, aðrar lengur eins og t.d. The
Amazing Dr. Clitterhouse eftir
Barré Lyndon en Richardson lék í
öllum 492 sýningum þess.
Sorg
Samstarf hans við Olivier hófst
1938 við Old Vic, en árið áður
höfðu þeir báðir hafið þar störf,
Richardson eftir nokkurt hlé frá
því ieikhúsi. Þeir léku saman í
Othello þar sem Olivier þótti stela
senunni sem Iago.
Richardson giftist fyrri konu
sinni, leikkonunni Kit Hewitt, árið
1924 þegar hann var næstum 22
ára en hún aðeins 17. Nokkrum
árum seinna veiktist Hewitt af
hræðilegum ólæknandi sjúkdómi
sem veldur lömun og um síðir
dauða. Hún neyddist til að hætta
að leika, þó hún lifði fram til árs-
ins 1942. Veikindi hennar og sorg-
legur endir þeirra sátu í Richard-
son til dauðadags og dýpkaði inn-
sýn þá sem hann í auknum mæli
hafði í list sinni, þegar hann árið
1944, eftir herþjónustu, snéri aft-
ur til leiklistarinnar á fyrsta af
fjórum stórkostlegum leikárum
Old Vic-félagsins þar sem tengsl
milli hans og bresku áhorfend-
anna urðu endanleg og órjúfanleg.
Hann giftist aftur leikkonunni
Merial Forbes og átti með henni
einn son, Charles.
Hápunktur þessara leikára
Richardsons hjá OÞ’ Vic var þegar
hann lék Falstaff. En það var ekki
aðeins sem Falstaff heldur líka
sem Pétur Gautur og í fleiri hlut-
verkum á þessum árum að hann
fann sín eigin og einstöku gæði.
Árið 1952 lék hann hjá
Stratford-on-Avon Prospero,
Volpone og Macbeth en gerði litla
lukku. Hann gerði sér svosem
grein fyrir því og sagði: „Hefur
einhver séð hæfileika, ekkert svo
mikinn, en ég virðist hafa týnt
honum?“
Hvert hlutverk er
nýtt upphaf
Eftir því sem fullorðinsárin
nálguðust urðu breytingarnar í lífi
hans minni og hægfara. Hann hélt
þó áfram að leika og afköst hans
voru mikil og eins kraftur hans.
Hann lifði fábrotnu lífi svo hann
hefði nægan tíma til að fullkomna
hæfileika sinn, slípa, bræða og
ummynda í hin ólíku form einsog
tilefni gáfu til. Eða einsog hann
lýsti því eitt sinn á þessum árum í
BBC-viðtali: „Eftir hundrað leik-
sýningar lýkurðu litlu verki, eins
og gimsteinaslípari eða gullsmið-
ur hafa mótað gimstein eða bikar
eða jafnvel litla kórónu; hún er
fullkomin og passar ágætlega. Og
þú gætir sagt að þú ættir hana til
að róa þig, auðvitað veitir hún þér
tryggingu, en hún gerir það ein-
hvern veginn ekki, ég veit ekki
hvers vegna, við búum yfir vissu
magni hæfileika en þeir eru
ónothæfir þangað til þeir hafa
verið endurmótaðir ... Við verð-
um að draga þá út og bræða og
móta þá aftur ... Hvert hlutverk
er nýtt upphaf."
Hann var að því spurður einu
sinni hvort leiklistin væri slæmt
starf fyrir ungan mann og hann
svaraði: „Það er betra en að vera
böðull, sérstaklega núna þegar
dauðarefsingar hafa verið af-
numdar, og það er mjög ódýrt,"
sagði hann. „Allt sem þú þarft er
baukur af farða. Ætli það finnist
starf þar sem þú þarft á eins litlu
að halda?"
Þær voru ófáar sögurnar sem
spruttu upp í breska leikhúslífinu
af sir Ralph Richardson. Einu
sinni hafði hann, að eigin sögn,
fengið sjálfan sig í rétt skap til að
leika með því að þykjast vera bý-
fluga. Leikritaskáldið David Story
fór einn daginn til hans að ræða
við hann um handrit og hitti hann
við útidyrnar sínar umbreyttan í
hræðilega hávaðasaman geltandi
hund. „Hann var að öllu leyti,
nema bókstaflega," sagði Storey,
„hundur."
Áhyggjur af minninu
í ævisögu hans segir á einum
stað frá því að menn hafi mikið
reynt að fá hann til að leika aðal-
hlutverkið í leikriti David Storeys,
Early Days, um stjórnmálamann-
inn Kitchen á efri árum. Richard-
son sem var þá orðinn 77 ára
(þetta var eitt af síðustu leikritun-
um sem hann lék í) streittist á
móti langa hríð og hélt því fram
að hann myndi bresta minnið þeg-
ar hæst léti. Á endanum tókst að
fá hann til verksins en hann vildi
að í samningnum væri grein sem
hljóðaði á þá leið að ef honum
hefði ekki auðnast að læra text-
ann á þessu og þessu stigi æf-
inganna, ætti hann færi á að
Falstaff eitt af þekktustu hlutverkum Richardson.