Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983
53
í dansi
Þeim sem á annað borð iðkuðu einhverja fótamennt í æsku, eru fyrstu danstímarnir eflaust minnisstæð-
ari en margt það er kann að hafa á dagana drifið síðan. Rígfullorðnir menn muna ef til vill ennþá eftir
litlu rauðhærðu stúlkunni, sem þeir þorðu aldrei að bjóða upp og konur eftir sæta Ijóshærða stráknum,
sem alltaf bukkaði sig fyrir stelpunni við hliðina á þeim og var svo heima með mislingana loksins þegar
dömufríið kom. Dansmennt í dag er orðin það fjölbreytt að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt
hæfi, allt frá samkvæmisdönsum yfir í sígildan ballett. Þar á milli fellur síðan hin ýmsa hreyfilist, s.s.
jassballet og diskódansar af ýmsum toga, sem reyndar eru núorðið oft kenndir í bland við hina
hefðbundnu samkvæmisdansa. Æ fleiri gera sér grein fyrir því að það að læra að dansa er engin fordild,
heldur hollt og skemmtilegt tómstundagaman, og getur auk þess haft mikið og jákvætt uppeldislegt
Það þart akki aó taka danamanntina naitt atakapiaga MMIega, avona í fyratu tímunum.
Þaó er eina gott aö einbeita aér til aö né þeaau alveg réttu...
„Herrann“ býöur upp
og ettir avipnum i
þeirri útvöidu aö
dæma tekat honum
hreint akki avo illa
upp. Svanhildur aér
um aö allt aé áhreinu.
gildi fyrir börn og fullorðna. Að undanfórnu hefur sprottið upp mikill fjöldi dansskóla og einmitt núna
er haustvertíðin að hefjast. En hvernig tilfinning er það nú aftur að vera lítill, kannski svolítið feiminn,
að byrja að læra að dansa? Til þess að rifja það upp brá Morgunblaðsfólk undir sig betri fætinum í
vikunni, heimsótti tvo allólíka dansskóla og fylgdist með smáfólkinu, sem er að stíga fyrstu sporin á
dansgólfinu þessa dagana.