Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983
Texti: Áslaug Ragnars
LaTraviata
La Traviata — „hin af-
vegaleidda" eins og titill-
inn útleggst á íslenzku —
verður frumsýnd í ís-
lenzku óperunni í nœstu
viku. La Traviata er með-
al þeirra óperuverka sem
hvað oftast eru sviðsett í
óperuhúsum víðs vegar.
Hér er um að ræða svo-
kallaða „prímadonnu"-
óperu. en aðalhlutverkið
Violetta, gerir gífurlegar
kröfur til sópransöngkon-
unnar sem fer með hlut-
verkið. Hefur stundum
verið við orð haft að hér
sé í rauninni um að rœða
þrjú hlutverk, en í fyrsta
þœtti syngur Violetta kól-
oratúr (.flúrsöng"), í öðr-
um þætti krefst hlutverk-
ið Ijóðræns sóprans og í
þriðja þætti er um að
ræða dramatískan sópr-
an, en eins og gefur að
skilja eru fáar söngkonur
sem hafa svo víðtækt svið
á valdi sínu. La Traviata
var frumsýnd í Feneyjum
árið 1853, ári eftir að
leikrit Dumas, Kamelíu-
frúin, sem efni óperunnar
er sótt í, var frumsýnt í
París.
Dumas
°g
Kamelíufrúin
Marie Duplessis umkringd nokkrum frægustu túlkendum sínum — efst til vinstri söngkonan Licia Albanese, til
hægri Greta Garbo, og neðst Sarah Bernhardt.
Á Montmartre í París er lítil,
hvítkölkuð gröf. í meira en hundrað
ár hefur lítill blómvöndur verðið
lagður þar á degi hverjum. Þar hvflir
Alphonsine Plessis, sveitastúlkan
frá Normandí, sem síðar varð eitt
atkvæðamesta samkvæmiskvendi
Parísarborgar, en í ævisögu þessar-
ar stúlku er sóttur efniviðurinn f
leikrit Alexandre Dumas, Kamelíu-
frúna, og óperu Verdis, La Traviata.
Faðir Alphonsine Plessis er
sagður hafa verið drykkfelldur
smákaupmaður. Á unga aldri var
stúlkubarninu komið f vist hjá auð-
ugum og öldruðum landeiganda.
Álitið er að hann hafi kennt henni
sitt af hverju um lífið og tilveruna,
en ekki leið á löngu þar til hún
dreif sig til Parísar og haslaði sér
þar völl í samkvæmislífinu. Hún
var forkunnarfögur, tiguleg í fram-
komu og góðum gáfum gædd, auk
þess sem hún var annáluð fyrir
fyndni og gáska. Er því ekki að
undra að hún hafi skjótlega komið
ár sinni fyrir borð í Parísarborg, en
þar skipaði hún sér í stétt þeirra
kvenna sem stjórnuðu undirheim-
um yfirstéttarinnar, ef svo má að
orði komast. Konur þessar lifðu á
því sem örlátir og auðugir elskhug-
ar þeirra létu þeim í té. Þær voru
ekki portkonur í venjulegum skiln-
ingi. Miklar kröfur voru gerðar
varðandi hæfileika þeirra og ytri
búnað, og Marie Duplessis, eins og
Alphonsine kaus að kalla sig þegar
hún var komin í hóp fína fólksins,
komst fljótt upp á lagið með að
hegða sér í samræmi við þær kröf-
ur. Hún stóð fyrir íburðarmiklu
samkvæmislífi á heimili sínu og
gat valið úr elskhugum sem voru
hver öðrum tignari, glæsilegri og
auðugri.
Þau Alexandre Dumas og Marie
Duplessis voru bæði 21 árs að aldri
er fundum þeirra bar saman. Sag-
an segir að það hafi verið ást við
fyrstu sýn og þau hafi dembt sér í
rúmið strax fyrsta kvöldið. Ýmis-
legt bendir til þess að Alexandre
Dumas eldri, sem einnig var rithöf-
undur, hafi verið í hópi elskhuga
stúlkunnar og sama er að segja um
de Guiche greifa, sem síðar var
gerður að prinsi og varð utanríkis-
ráðherra Napóleons þriðja.
Berklar voru á þessum tíma
skæður og útbreiddur sjúkdómur.
Um það leyti sem Marie Duplessis
kynntist Dumas, var tæringin farin
að draga úr þreki hennar. Elskend-
urnir flúðu hitasvækju og skarkala
borgarinnar sumarið 1845 í sveita-
sæluna í St. Germain-en-Laye, en
ekki virðist hið heilnæma loft og
tilbreytingarleysi dreifbýlisins
Alexander Dumas
hafa fallið Marie í geð lengur en
fáeinar vikur. Brátt fór hún að
skreppa til Parísar, m.a. til að hitta
nýjan elskhuga, Eduard de Perré-
gaux, sem hún giftist síðar. Dumas
gerði sér grein fyrir því að hún var
að ganga honum úr greipum og
skrifaði henni bréf í lok ágúst, en
þar segir m.a.: „Hvorki er ég nægi-
lega efnaður til að elska þig eins og
ég vildi né heldur nægilega fátæk-
ur til að vera elskaður eins og þú
mundir vilja..." Og þar með var
draumurinn búinn. Dumas fór f
langferð til Spánar og Norður-
Afríku og Marie Duplessis til
Lundúna, þar sem hún giftist de
Perrégaux. Hjónabandið stóð stutt
og Marie hélt til Þýzkalands til að
leita sér heilsubótar. Þar komst
hún í náin kynni við Franz Liszt, en
sjúkdómurinn náði æ meiri tökum
á henni og hún lézt í París í febrúar
1847, aðeins 23ja ára gömul. Dumas
var staddur í Marseilles, á heimleið
frá Afríku, þegar honum barst
fregnin um lát hennar, en af ljóða-
flokki hans, Æskusyndir, sem síðar
birtist, má ráða að hann hafi verið
búinn að skrifa Marie Duplessis og
leggja drög að endurfundum.
Síðar á árinu 1847 leitaði Dumas
á gamlar slóðir og í St. Germain-
en-Laye fékk hann hugmyndina að
skáldsögu sinni, Kamelíufrúnni.
Dumas segist hafa skrifað hana á
þremur vikum. Titillinn, Kamelíu-
frúin, á rót sína að rekja til þess að
enda þótt Marie Duplessis væri
jafnan umvafin blómum af öllu
tagi, þá þoldi hún ekki ilmrík blóm
hið næsta sér og skreytti sig því
með kamelíum.
Eins og nærri má geta var
raunveruleikinn breyttur, aukinn
og endurbættur í skáldsögunni. Þar
heita elskendurnir Marguerite
Gautier og Armand Duval. Faðir
Armands, strangur og siðavandur,
er gerður að örlagavaldi í sögunni,
sem var fjarri raunveruleikanum.
Hin óeigingjarna fórn Marguerite
á altari hinnar fölskvalausu ástar
er ekki síður fjarri raunveruleikan-
um, en um þetta atriði segir Alex-
andre Dumas: „Marie Duplessis
gekk ekki í gegnum allar þær
þrengingar sem ég hef lagt á Mar-
guerite Gautier, enda hefðu þær
heldur ekki bugað hana. Og hafi
hún engu fórnað í þágu Armands,
þá var það af því að Armand óskaði
heldur ekki eftir því.“
Kamelíufrúin birtist í skáldsögu-
formi árið 1848 og fékk firnagóðar
móttökur. Ári síðar samdi Dumas
leikrit upp úr sögunni, en vegna
ósamkomulags við ritskoðara
fékkst leikritið ekki sýnt fyrr en
síðar. Ritskoðarinn krafðist þess að
atburðirnir yrðu færðir fram um
eina öld eða svo, auk þess sem
Dumas var skipað að skrifa niður-
lagið upp á nýtt, þannig að Armand
kæmi aftur til Parísar í tæka tíð til
að ganga í hjónaband með Mar-
guerite. Ágreiningurinn var jafn-
aður án þess að Dumas þyrfti að
láta af sínu og leikurinn var frum-
sýndur í Vaudeville-leikhúsinu í
París 2. febrúar 1852. Þá var stadd-
ur í borginni Giuseppe Verdi og
talið er líklegt að hann hafi séð
fyrstu uppfærslu á Kamelfufrúnni,
sem átti eftir að verða honum að
yrkisefni í einhverri glæsilegustu
óperu allra tíma, La Traviata.