Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 14

Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Þeim fer nú óðum fækkandi sem muna þá tíma er skútur voru gerðar út frá Reykjavík. Þá voru sjóskaðar tíðir en eitt af sviplegustu sjóslysum sem orðið hafa var þegar skútan Ingvar fórst við Viðey að fjölda Reykvíkinga ásjá- andi. Einn af þeim sem varð vitni að Ingvarsslysinu er Halldór Gíslason, sem um áratuga- skeið var togara- skipstjóri. Aðeins fáum árum eftir Ingvarsslysið var hann sjálfur kom- inn á skútur, m.a. var hann á skútunni Sigurfara, sem nú er orðinn að safn- grip á Akranesi. Ljósm. GuÖbjartur Ásgeirsson. Togarinn Gulltoppur sem Halldór var með um langt skeið. Þásofhuðum við hreinlega olkní clisknm Rætt við Halldór Gíslason fyrrverandi togaraskipstjóra Skútusjómennska „Ég var 13 ára þegar ég hóf sjó- mennsku en þá var ég hluta úr sumarvertíð árið 1912 á skútunni Grétu, er gerð var út frá Reykja- vík,“ sagði Halldór, er ég innti hann eftir því hvenær hann hafi fyrst hafið sjómennsku. „Þessi miðsumarstúr stóð í 5 vikur sam- fleytt og var aldrei komið í höfn — það var fískað útaf Vestfjörðum og líka á svonefndum Hornbanka. Ég var þrjú sumur á skútum en vertíðin stóð frá tuttugasta mars þar til í byrjun september. Skútusjómennskan var erfið um vetur en svo gat þetta verið rólegt á sumrin. Þetta gekk yfirleitt ágætlega hjá okkur nema einu sinni að vetrarlagi, að við urðum fyrir skakkafalli. Það var á skút- unni Seagull. Þá lentum við í ansi miklu óveðri og gekk svo mikið á að klífisbóman brotnaði. Þetta gerðist þegar skipið lá til drifs og lenti bóman utaná bógnum en hékk þar föst í keðju sem hélt henni við mastrið. Það var vont í sjóinn og hættulegt að láta hana vera svona, því hún slóst auðvitað af afli í skipið er öldur riðu að. Þeir ákváðu þá fjórir að ná henni og fóru til hver með sitt band en einn stóð uppi og gáði til þegar lag var. Þannig tókst þeim að koma á hana böndum og festa við lunning- una. Þegar klífinn vantaði var ekkert eftir nema fokkan, og þannig gekk okkur auðvitað ekkert. Þegar lygndi gerðu þeir við þeita og kom klífirinn að fullum notum það sem eftir var túrsins. Frostaveturinn mikli Sumarið 1917 komst ég fyrst á togara, Jarlinn frá ísafirði, og var á síld en lagt var upp í salt á Langeyri í Álftafirði. Þá var fyrri heimsstyrjöldin í algleymingi en við vissum lítið af henni því fréttir voru strjálar. Þá um haustið voru flestir íslenskir togarar seldir til Frakklands, eiginlega allir nema Kveldúlfstogararnir. 0 Haustið 1917 fór ég í Stýri- mannaskólann sem þá var tveir vetur. Veturinn 1918, frostavetur- inn mikli, er mér minnisstæður þó að ofninn í skólastofunni væri alltaf kappkyntur var svo kalt þar inni að við urðum að hafa ullar- vettlinga og vera kappklæddir. Frostið var svo mikið að það varð að saga skipin út úr höfninni og ísinn var alveg samfelldur á sund- unum, þannig að hægt var að ganga alveg upp á Kjalarnes. Nú, svo gekk þessi hræðilega flensa um haustið, spánska veikin. Það var hörmulegt hvernig fólk hrundi niður í þeirri veiki, en það bjargaði miklu að á flestum heim- ilum var einhver sem ekki tók veikina. A mínu heimili lögðust allir nema pabbi, enda varð hann að vera á sífelldum þönum. Ég man að í apótekunum fengu menn koníak og átti það að veita vörn gegn veikinni, en ekki veit ég hvort það gerði nokkurt gagn. Sjálfur slapp ég vel því ég var ekki veikur nema í þrjá daga.“ Varst þú viðstaddur við stjórn- arráðið á fullveldisdaginn? „Jú, ég kom þangað. Það var ekki mikið um að vera en þarna var þó slangur af fólki. Það var danskt herskip úti á höfninni og þeir skutu af fallbyssum þegar ís- lenski fáninn var dreginn að húni. Annars er þetta mér ekki sér- staklega minnisstætt. Vökulög Eftir að fyrra stríðinu lauk 1918 voru keyptir nýir togarar hingað til lands. Einn þeirra var Austri sem Aðalsteinn Pálsson var með. Það var mikið fiskirí og vinnu- álagið geysilegt hjá togarasjó- mönnum því allur fiskurinn var saltaður um borð. Það voru engin Vökulög þá og oft var unnið sól- arhringum saman. Það var eitt sinn um mánaðamótin apríl-maí að við áttum að sækja kol til Bretlands og var þess vegna skipt yfir á ísfiskveiðar. Þá komumst við í mikinn fisk austan við Sel- vogsdýpi, og þá var vakað lengi — það var töluvert hlýrra í matsaln- um en á dekkinu og þegar við kom- um afturí til að borða þá sofnuð- um við hreinlega ofaní diskana. Halldór Gíslason Ljósm. Kristján Einarsson. Svo fylltist skipið af ýsu og þetta gleymdist. Skömmu síðar voru Vökulögin sett og átti Jón Baldvinsson, al- þingismaður, þar stóran hlut að máli, en Vökulögin fólu í sér að lágmarkshvíld varð 6 tímar á sól- arhring. Það var mikil þörf á þess- ari löggjöf því þessar taumlausu vökur á togurunum fóru illa með marga. Sumir skipstjórar höfðu þó tekið upp hjá sjálfum sér að hafa einhverja lágmarkshvíld — t.d. Guðmundur Jónsson á Skalla- grími sem var mikill aflamaður. Hann taldi ekki borga sig að leggja þessar voðalegu vökur á mannskapinn og hafði fjögurra tíma lágmarkshvíld á sólarhring." Varstu orðinn stýrimaður á þessum árum? Halaveðrið 1925 „Nei, það var ekki fyrr en síðar, þó ég væri búinn að taka skólann átti ég allt ólært um störfin um borð. Fyrst var ég háseti, svo netamaður og svo annar stýrimað- ur. Fyrsti stýrimaður varð ég ekki fyrr en 1923.“ Lentuð þið í Halaveðrinu 1925? „Nei, ég var ekki á sjó þá en ég man vel eftir hversu veðurhæðin var mikil hér í Reykjavík. fslandið lá þá við hafnarbakkann í Reykja- vík og dældaðist þá töluvert á síð- unni, svo þú sérð að eitthvað hefur gengið á. Þarna fórust tveir togar- ar á Halamiðum, Leifur heppni og Robertson, en margir sluppu naumlega eftir mikinn hrakning. Sú trú lifði þá enn meðal manna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.