Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983
71
Aðkomumennirnir níu hnigu
allir niður, þar sem þeir stóðu.
Heimamanni þeim, sem í skúrdyr-
unum stóð, fannst sem sér væri
greitt rokna högg á aðra hliðina,
og yfir hann lagðist slíkur þungi,
að með naumindum var, að hann
gat varizt því að hníga niður.
Fólkið í baðstofunni var lostið
höggum á hendur, fætur, andlit og
brjóst, einkum það, sem var í
norðurendanum. Allt lauslegt,
sem inni var, sópaðist til þess end-
ans. Sá, sem stóð við gluggann á
austasta húsinu, skall á gólfið.
C nur konan í eldhúsinu var í
pann veginn að skara í eldinn, og
var sem skörungurinn væri sleg-
inn úr hendi hennar.
„Lágu þeir þar
í einni kös“
Tvennum sögum fer af því,
hvort aðkomumennirnir misstu
allir meðvitund. Að minnsta kosti
bröltu sumir á fætur að lítilli
stundu liðinni. Þórður Torfason í
Vigfúsarkoti mun fyrstur hafa
staðið upp, en ekki er að fullu
Ijóst, hvort einhverjir heima-
manna voru þá komnir að. Þórður
renndi í ofboði augum yfir valinn
og sá félaga sina liggja hvern um
annan þveran — suma í kös undir
gaflinum, aðra á víð og dreif um
hlaðið. Við þessa sjón færðist á
hann berserksgangur. Hann hljóp
þar til, er Jóhannes Ólsen lá,
nokkuð austar á hlaðinu en hinir,
og þreif hann í fang sér. Fannst
honum hann þá vera fis upp að
taka. Hljóp Þórður með hann í
bæinn og allt til baðstofu, þar sem
hann lagði hann upp í rúm.
Jón bóndi á Rauðará og Stefán
Þorleifsson höfðu staðið vestast
undir gafli timburhússins. Þeir
köstuðust báðir austur á móts við
hitt hornið og lentu þar ofan á
Jóhanni litla Árnasyni, er staðið
hafði undir miðjum gaflinum.
Lágu þeir þar í kös, er svælunni
svifaði frá. Jóhann hafði þó ekki
sakað, og var hann meðal þeirra,
er fyrst komu til sjálfs sín. Bylti
hann félögum sínum fljótlega ofan
af sér eða var dreginn undan þeim.
En þeir Jón og Stefán voru báðir
örendir. Höfðu þeir hlotið áverka
mikla og brunasár, en Stefán þó
miklu meiri. Var hann nálega nak-
inn, þar sem hann lá, því að
skinnklæði og föt öll höfðu tætzt
af honum.
Jón Einarsson, vinnumaður Jó-
hannesar Ólsens, hafði einnig
hlotið mikil brunasár, og voru öll
klæði af honum flett upp að mitti.
Hinir hlutu allir nokkrar ákomur,
og voru skinnklæði þeirra og föt
skemmd, en samt hafði þá ekki
sakað til muna nema Vigfús
Guðnason. Lófastórt stykki hafði
tekið gersamlega úr skinnstakk og
fötum Þórðar Jónssonar að fram-
an, svo að skein i bert hörundið, er
þó var óskaddaö. Á stakki Jóhann-
esar Ólsens voru þrjár raufar, og
höfðu lengjurnar úr þeim harð-
snúizt saman, svo að líkast var
tappa eða bátsneglu, og stóðu
þessir tappar í gegnum peysuna og
nærfötin, svo að allt var sem neglt
eða njörvað saman.
Mikil spjöll á húsum
Löng stund leið þar til sumir
mannanna, er þó voru lífs, rökn-
uðu úr rotinu. Jóhannes kom ekki
til sjálfs sín fyrr en um dagmál, og
var þá full klukkustund liðin frá
því að eldingunni laust niður.
Hann var með brunasár á vinstra
auga og annarri hendi.
Heimilisfólk sakaði ekki, nema
aðra konuna, sem var í eldhúsinu.
Á henni bólgnaði önnur höndin, og
var það þó ekki sú, er á skörungn-
um hélt.
Mikil spjöll höfðu orðið á húsum
á Auðnum. Stafn timburstofunnar
rifnaði frá burst og niður í grunn
og sjálft húsið gliðnaði um mæn-
inn og tók úr því alla skammbita
nema einn. Þilsperran tættist frá,
ásamt tveim borðum, og þeyttust
brotin fjörutíu eða fimmtíu faðma
undan veðri. Úr þilbitanum tók
tveggja eða þriggja kvartila langt
stykki, og var sárið kolsvart og
sviðið. Stykki sprakk úr steininum
við dyrnar á timburgöngunum.
Skinnbrókin eirlitaða, sem hékk á
stafninum, hvarf gersamlega, svo
að ekki sást eftir tangur né tetur
af henni. Gluggar allir sundruð-
ust, og sprengdust þeir út, er voru
á hinum eystri þiljum. Verst var
þó allt leikið, þar sem málmur var
nálægt. Koparhúnar voru á sum-
um hurðum, og lömuðust þær all-
ar og lemstruðust. Var þá ýmist,
að þær sprungu sjálfar eða dyra-
umbúnaðurinn rifnaði. Ein hurð
var læst, og kastaðist hún með
lömunum og læsingu inn í her-
bergið. öll eirlituð skinnklæði
tættust sundur, svo að varla
fannst eftir skæðisstærð heil, þótt
ólituð skinnföt, er geymd voru rétt
hjá honum, skemmdust lítt eða
ekki.
Varð þrem að fjörtjóni
Þeir Jóhannes Ólsen og menn
hans voru allir fluttir inn í
Reykjavík, þegar veður batnaði,
ásamt líkum þeirra, er látizt
höfðu. Voru þeir þá allir sæmilega
haldnir, nema Jón Einarsson. Þó
virtist sem sár hans hefðust vel
við og ætluðu að gróa furðufljótt.
En seint í marzmánuði fékk hann
allt i einu ákafan blóðspýting, og
þótti mönnum það benda til þess,
að hann hefði kostazt innvortis.
Andaðist Jón hinn 30. marzmán-
aðar. Eldingin, sem reið yfir
skipshöfnina undir gafli timbur-
stofunnar á Auðnum, varð því
þrem mönnum að fjörtjóni. Hinir
munu allir hafa orðið nokkurn
veginn jafngóðir eftir þennan at-
burð, nema Jóhannes Ólsen, er
gekk haltur æ síðan."
Samantekt: — bó.
Bladburöarfólk
óskast!
Austurbær
Laugavegur frá 101 — 171
í Kaupmannahöfn
FÆST
Í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖOINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á sídum Moggans!
Húseigendur —
Húsbyggjendur
Smíðum innveggi, einangrun, klæðum úti-
veggi og setjum timburloft.
Seljum í miklu úrvali grindarefni, viðarþiljur
og spónaplötur á afar hagstæðu veröi. Góöir
greiðsluskilmálar.
Ath.: Við erum við símann alla helgina. Leit-
ið tilboða og upplýsinga ykkur að kostnað-
arlausu.
VERKVALSF
Simar 41529-79132
Velsmiðjury járniðnaðarmenn
Stórkostleg verðlækkun á stálþrælum
Ef pöntun berst okkur fyrir 31. okt. útvegum viö vélarnar á mjög skömmum
tíma frá V.-Þýskalandi.
HPS 250 vökvadrifin.
BFLH 400 vökvadrifin
Verd ádur án sölusk. 75.200.-
Verd nú án sölusk. 55.500.-
Verð ádur án sölusk. 286.700.-
Verd nú án sölusk. 211.400.-
Gengi 12. okt. 1983.
HPS 250
Þrýstikraftur 250 kN.
Lokkar göt uppí 30 mm.
Klippir: Flatjárn, vinkla, rúnjárn og
ferkantjárn.
BFLH 400
Þrýstikraftur 400 kN.
Lokkar göt uppí 100 mm.
Klippir: Flatjárn, vinkla, rúnjárn, fer-
kantjárn, U og I bita.
Leitid nánari upplýsinga.
G. J. Fossberg,
vélaverzlun hf.
SKOLAGÖTU 63 - REYKJAVlK
SlMI: 18560