Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 83 Pappír fyrir 600 milljónir Hin árlega pappírsnotkun Efnahagsbandalagsins þýðir, að fella þarf 13.000 tré á hverju ári! Óhætt er aö setja stórt spurn- ingarmerki við, hvort nokkurs staðar í heiminum sé notað eins mikið pappírsmagn eins og hjá Kfnahagsbandalaginu, ef marka má upplýsingar, sem þaöan komu nýlega. Pappírsnotkunin er svo óhóflega mikil, að undrun sætir. Til dæmis hefur því verið slegið fostu, að það þurfi að fella 13.000 tré árlega, til að búa megi til allan þann pappír sem notaður er hjá Kfnahagsbandalaginu! Nýlega var fjárhagsáætlun Efnahagsbandalagsins lögð fram og þar komu einmitt fram hinar merkilegustu tölur í sam- bandi við pappírsnotkunina. Ár- ið 1982 reiknar Efnahagsbanda- lagið með að nota um 600 millj- ónir danskra króna til pappírs- kaupa, prentunar og dreifingar. Að minnsta kosti sex hundruð manns vinna á fullu kaupi við þetta verk bæði í Bruxelles og Luxemborg. Tveir milljarðar arka af papp- ír eru árlega prentaðir hjá Efna- hagsbandalaginu. Hin óhóflega pappírsnotkun EF hefur lengi verið harðlega gagnrýnd af mörgum aðildar- löndum, því hefur meira að segja verið haldið fram, að mikill hluti þess prentaða máls, sem þar er framleiddur, fari beint í rusla- körfuna! Og það er reyndar margt sem bendir til þess. En verst af öllu, menn hafa ekki grun um hvað á að gera til að leysa vandamálið. Það sem mönnum finnst þó keyra um þverbak er, að Efna- hagsbandalagið notar nærri því helminginn af rekstrarfjár- magni sínu eða 44,17% í alla þessa pappírsvinnu. Og meira en þriðji hluti starfsfólks EF, 34,9%, hefur nóg að gera við að prenta ýmiss konar tilkynningar og upplýsingar og sjá svo um dreifingu á þessu. Ótrúlegt er það, en satt, að til- kynningar, upplýsingar og út- gáfupésar Efnahagsbandalags- ins eru sendar til meira en 300.000 heimilisfanga víða um heim. í hvert skipti sem sam- þykktir eru ákveðnar eða mikil- vægar ákvarðanir teknar, er það fest á blað og sent áfram. Gagn- rýnendur spyrja hvort ekki væri ómaksins vert, að athuga nánar hvort allir 300.000 aðilar hafi yfirleitt nokkurn áhuga á að fá sent allt þetta pappírsfarg. Talið er, að mikið af sendingum þess- um séu gjörsamlega þýðingar- lausar fyrir mikinn fjölda þeirra, sem fær þetta með póst- inum. 1 dag er vitað að stöðugt er fleiri og fleiri bætt við heimilis- fangalistann, hvort sem þeir vilja eða ekki. Efnahagsbanda- lagið hefur líka viðurkennt, að óhemju mikið af alls kyns pappír er staflað upp í geymslum bandalagsins. Ög það sem meira er, enginn virðist vita með vissu hve mikið af pappír er í geymsl- unum, eða hvers konar pappír það er. Efnahagsbandalagið hefur til- kynnt, að stjórnarnefndin muni fljótlega taka þetta pappírsmál til meðferðar. Og svo geta allir meðlimir EF fengið ljósrit af niðurstöðum funda um þetta mál. Búist er við, að bara frá slíkri meðferð í stjórnarnefnd- inni þurfi menn að taka um tvö þúsund ljósrit til að tilkynna meðlimum um ástandið og hvað menn hugsi sér að gera. En hvað eru tvö þúsund ljósrit þegar vitað er að um sextíi milljónir ljósrita eru árlega tek- in í Efnahagsbandalaginu? Guðný Bergsdóttir Fagtímarit félagsráð- gjafa á Norð- urlöndum ÞESSA DAGANA er stödd hér á landi Sissel Seim félagsráðgjafi. Hún er aðalritstjóri tímarits „Nordisk Socialt Arbet“, sem er fagtímarit félagsráðgjafa á Norður- löndum. Útgáfa tímaritsins hófst fyrir 3 árum en árlega eru gefin út 4 hefti. í frétt frá hinni íslensku rit- nefnd „Nordisk Socialt Arbet" segir að markmiðið með útgáfu tímaritsins sé að fjalla um fé- lagsleg málefni á breiðum grund- velli. Ahersla er lögð á að tíma- ritið spegli jafnt fræðilega þekk- ingu, rannsóknarvinnu og dag- legt starf félagsráðgjafa og ann- arra, sem starfa við félags- og heilbrigðisþjónustu. í sömu frétt segir ennfremur, að tímaritið flytji fréttir af ráðstefnum og nýútkomnum bókum á sviði fé- lagsmálastefnu, heilbrigðis- og félagsmála. í tengslum við dvöl sína á ís- landi hefur Sissel Seim haldið fyrirlestra á fundi með kennur- um og nemendum í félagsráðgjöf við félagsvísindadeild Háskóla Islands og á fundi í Stéttarfélagi íslenskra félagsráðgjafa. Ritstjóri tímaritsins fyrir ís- lands hönd er Sigrún Júlíusdótt- ir, en aðrir í íslensku ritnefnd- inni eru Nanna K. Sigurðardóttir og Sævar B. Guðbergsson, en hann sér einnig um áskriftir. Tímaritið er fáanlegt í bóksölu stúdenta og á helstu bókasöfn- um. CLAIROL SKIPHOLTI 19 SfMI 29800 V erð: 999 nuddtæki megin nryggjar er hentugt að nudda bæöi lartgs- og þversum ásamt aö nota hringhreyfingar 4. Djúpu halsvöövana er ekki hægt aö sjá né finna meö höndunum, en Clairol nuddtækiö nær til þeirra og mýkir þá. 14. Vöövar á sitjandanum rýrna oft hjá þeim sem sitja mikiö Reglulegt nudd örvar vöövana. Til þess aö losna viö\ aukakitó um mjaömir. \ sitjanda og læri þá er best aö stunda æfingar ásamt nuddi auk léttr- ar faaöu. 12. Kálfavöðvarmr eru oft mjög stífir, þá er serlega gott aö nudda. 13. Svæöanudd á iljunum gerir öllum líkamanum gott, best er þá aö nota Clairol fotanuddbaöiö fvrir iliarnar 10. og 11. Fram og afturvöðvar læris eru notaöir á hjóli, skíöum og viö gang. Nuddaðu alla lengdina meö Hjá þeim sem sitja mikiö eru axla- og hálsvöövarnir oft aumir. Þessir vöövar eru oft þandir eins og fiölu- strengir. Nudd á þessa vööva fjarlægir þreytu og verki á skammri stund Vöövar tengdir heröablaöinu veröa oft aumir ef iþróttir eru stundaöar óreglulega 6. Best er aö nudda axlavöövana meö hringhreyfingu. 7. Þessir vöövar tengj- ast undir hendina og geta verið þraut þreyttum þeim sem hafa krampa eöa lítiö notaöa vööva, einnig geta þeir veriö aumir eftir stifa megrun. Nuddiö hressir þá heldur betur viö. 8. \ Best er aö renna nudd- \ tækinu hér i sveiqjur eftir mittinu og minnk- ar þaö fitu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.