Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 39

Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Éfl Lagakennsla á íslandi átti 75 ára afmæli þann fyrsta október síðastliðinn. Af því tilefni dró ljósmyndari Mbl., Ólafur K. Magnússon, fram úr fórum sín- um þessar myndir. Þær tók hann 3. apríl 1954, er minningar- skjöldur var festur á húsið Þing- holtsstræti 28 fyrir forgöngu Orators, félags laganema til minningar um það að laga- skólinn var þarna til húsa 1908—1911, en þá varð hann að lagadeild við Háskóla íslands, og útskrifuðust fyrstu laganemar þaðan 1912. Á hópmyndinni má m.a. þekkja Olaf Lárusson er var meðal fyrstu stúdenta sem inn- rituðust í lagaskólann (með svartan hatt), Pétur Sigurðsson háskólaritara og marga laga- nema er nú eru kunnir menn, t.d. Matthias Mathiesen og Sigurð Líndal. Mennirnir tveir á hinni myndinni eru á Ármann Snæv- arr prófessor og dr. Einar Arnórsson sem var prófessor við lagaskólann. Húsið að Þingholtsstræti 28 brann nokkrum árum seinna og vildi þá svo til að skjöldur þessi bjargaðist, hann er nú varðveitt- ur í skrifsstofu Orators. m.e. „Humm, humm, stíft og bitið framan hægra ... hver á það nú aftur? Jú, þetta er frá Steina á Kaðalstöðum." Spurt út úr markaskránni Glöggskyggni á fjármörk er gáfa sem ekki er öllum gefin. Hagnýti hennar þarf heldur ekki að ræða um í sveitum landsins. Hún er augljós því slíkir menn spara mikla vinnu við uppflettingar í markaskrám þegar kom- ið er að töfludrættinum í réttunum. Hér áður fyrri æfðu menn sig í að muna marka- skrárnar og höfðu um leið nokkurt gaman af. Þessi gamli og góði siður var endurvak- inn á skemmtun sem sóknarnefndirnar í Stafholtsprestakalli héldu í vor í félags- heimilinu á Varmalandi í Stafholtstungum og var haldinn til ágóða fyrir kirkjurnar. Á samkomunni, sem var fjölmenn, var eitt skemmtiatriðið að Oddur Kristjánsson, hreppstióri á Steinum i Stafholtstungum, spurði Asmund Eysteinsson, bónda á Högn- astöðum í Þverárhlíð, út úr markaskránni, en Ásmundur er með allra minnugustu mönnum á fjármörk enda gat Oddur hvergi rekið hann á gat. Ekki ber á Öðru en það hafi verið rétt. Ljósmyndir Þórhallur Bjarnason. felSi 1 Ólöf Bjarnadóttir múrar utan um leirbrennsluofninn. Keramik á Fjölium „MEÐ HAUSTINU fer ég að nýju af stað með keramikvinnuna, heimilið og búskapurinn hafa tekið mestan tímann í sumar," sagði Ólöf Bjarnadóttir leirkerasmiður, húsmóðir, kennari og búsýslukona á Grímsstöðum á Fjöllum í spjalli við Mbl. „Leirbrennsluofninn sem ég nota tekur 190 lítra og hefur hann dugað vel. Ég brenndi í honum í fyrsta sinn í vetur og seldi þá allt til að byrja með til Reykjavíkur. Nei, það er ekkert mál að senda munina langar vegalengd," sagði ólöf aðspurð. „Þeir eru allveg jafn brothættir hvort sem maður sendir þá fimm kílómetra eða fimmhundruð. Það þarf að vanda vel allan frá- gang, annars er þetta ekkert mál. Þeir munir sem ég geri eru allt nytjahlutir, skálar, könnur og þessháttar. Flest hef ég sent til Reykjavíkur og selt þar, en núna langar mig til að gera muni og selja í héraðinu. Það er nefnilega hægt að stunda nytjalist á fleiri stöðum en í þéttbýli, allavega hef ég haft nóg að starfa í kera- mikinu," sagði leirkerasmiður- inn á Grímsstöðum á Fjöllum að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.