Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 44
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 „ Hdlbu h&usnam á- þ'e-* m&ri, JÓ*■ " Ást er... ... að finna ilm- inn af morgun- verðinum sem hann er að laga. TM Reg U.S. Pat 0«.—all tights resetved c 1980 Los Angeles Times Syndicate \2// {j u\ Mvernig er þetta? Á ekki ’ann sonur þinn að fara aft hátta? I>að var skemmtileg uppá- stunga að fara út að dansa, en leiðinlcgt art þafi skuli ekki vera nein hljómsveit. HÖGNI HREKKVlSI Ekki við dýrið að sak- ast heldur eiganda þess Stórfelld hætta við heitu pottana Br. S. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að ítreka viðvörun um stórfellda slysahættu við heitu pottana í sundlauginni í Breiðholti. Það er svo sléttpússað í kringum þá, að gólfið er sem gler, ekki síst við barnapottinn. Þarna varð slys í sumar, er kona slasaðist, og ég hef horft á fólk steypast um koll, en sleppa með skrekkinn. Starfsfólkið á staðnum veit um þessa hættu, þarna eru engin handrið til að styðjast við eða mottur til að draga úr hálkuhætt- unni. Það þarf ekki annað en manni skriki lítillega fótur og þá skellur maður í steingólfið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Og það verður ekki aftur tekið. Ég held ég megi hafa það fyrir satt að leyfi vanti frá arkitektum til að hrófla við nokkru þarna, en eitt er víst, að þessu þarf að breyta, áður en alvarlegt slys hlýst af. Eru þetta eintómir hagsmuna- pólitíkusar? Hrönn Bergþórsdóttir, Vest- mannaeyjum, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Stund- um gengur nú alveg fram af manni, hvað ráðherrar láta hafa eftir sér, t.d. Steingrímur Hermannsson, þegar hann fullyrðir í Mbl. 14. okt., að hart hafi verið gengið að fólki að skrifa á listana með áskorun um afnám bráðabirgðalag- anna. Hvað heldur hann að fólk sé? Að það geti ekki lengur hugsað sjálfstætt? Og hvaðan ætlar hann að taka fjármagn til þess að borga undir þau bréf, sem hann þyk- ist ætla að senda fólki því, sem skrifaði nöfn sín á listana, 34 þús. manns. Fólk gerir sér fyllilega grein fyrir þróun mála í landinu og fær sjálft að kenna á því, hvernig komið er. Ekki mundi hann borga undir bréfin úr eigin vasa, hvað þá að hann skrifaði þessi bréf sjálf- ur. Til þess þyrfti í fyrsta lagi ritara, síðan að fjölrita 30—40 þús. eintök (hvað skyldi það nú kosta?) og síðast en ekki síst að póstsenda allt saman, en það yrði sjálfsagt köstnaðarsam- ast. Erum það ekki við sem borgum svo brúsann? Það er þó ekkert skrýtið, þó að hann tali kæruleysislega um fjármálin. Og hvernig verður það þá í framtíðinni? Eru þetta eintómir hagsmunapólitíkusar eða hvað? Maðurinn ætti að líta sér nær og dæma ekki aðra eftir sjálfum sér. Við hljótum að berjast fyrir rétti okkar og höfum notað til þess heiðarleg- ar aðferðir, þó að Steingrímur dragi það í efa. Hann hefur sjálfur aðstöðu til að semja um eigin laun og sjálfsagt fríðindi líka. Við ættum kannski að taka hann okkur til fyrirmynd- ar? Nei, þá fyrst færi allt norð- ur og niður og ísiand yrði bara annað Pólland. Ætli Stein- grímur sé ekki bara eftir allt saman á röngum stað? M.Ó. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mér finnst svo margt neikvætt hafa komið fram hjá fólki í umræðum um hunda- málið, en hinu jákvæða sleppt. Ég er hlynnt hundahaldi undir ströngu eftirliti, þ.e.a.s. að þeir fái að halda hunda, sem kunna það og geta, en því fylgir mikil ábyrgð. Dýrin eru varnarlaus og eiga ekki að gjalda þess, ef eitthvað fer af- laga hjá eigandanum í umhirðu eða aðgæslu. í slíkum tilvikum á vitaskuld að ganga að eigendunum og láta þá sæta ábyrgð, og þar á eftirlitið að koma til sögunnar. Það er einnig ófært að láta til- tölulega fáa skussa koma óorði á þá mörgu sem hugsa vel um hunda íbúi í Seljahverfi skrifar: „Við keýptum raðhús í mars- mánuði 1981. Fengum við 129 þús. kr. húsnæðisstjórnarlán. Var 17 hluti þess afgreiddur til okkar 4. desember 1981. Nú er orðið ljóst, að þeir sem fengu 1. hluta hús- næðisstjórnarlána fyrir 1. janúar 1982, fá ekki 50% viðbótarlán. Þegar árið 1981 er verðtrygging lána orðin almenn, lánstími sína og eru færir um að halda þá. Skilji hundur t.d. eftir sig saur á almannafæri, þá er auðvitað ekki við dýrið að sakast, heldur eig- anda þess. Hinu skulum við heldur ekki gleyma, hvað fólk gengur yf- irleitt illa um borgina okkar, sbr. glerbrot og bréfadrasl á götum og gangstéttum, sem verður á vegi okkar daglega. Ekki má heldur gleyma því að hundahald er heilsusamlegt fyrir þá sem það stunda. Það t.d. ýtir á fólk að stunda útiveru og hreyfa sig sem það annars gæfi sér e.t.v. ekki tíma til. Og ánægjan sem þetta veitir er mikil og gjöful því að alls staðar í borginni er stutt i frjálsa náttúru. bankalána svipaður og í dag, þannig að vandi þeirra.sem byggðu eða keyptu á fyrri helm- ingi ársins 1981 er sá sami og þeirra.er byggðu eða keyptu síðar. Spurningin er því: Eru uppi hugmyndir um það hjá ríkis- stjórninni að leysa úr vanda þeirra, sem nú verða úti í kuldan- um?“ Fyrirspurn til Alex- anders Stefánssonar félagsmálaráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.