Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 45

Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 93 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12! FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGSi \/f i7VA LI JrW * 1J If Ekki nógu nákvæmt um efni kvöldvöku Þorgerður Ólafsdóttir, Akur- eyri, hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að spyrjast fyrir um, hvernig á því muni standa, að aldrei skuli vera sundurgreint efni kvöld- vöku útvarpsins, þegar dagskrá- in birtist á sjónvarpsskjánum. Maður vill nú stundum frekar hlusta á eitt en annað í þeim þætti, en er afskaplega illa sett- ur með að velja og hafna, hafi maður ekki dagblöðin við hönd- ina. Þetta finnst mér ekki nógu góð þjónusta hjá sjónvarpinu og ætti þó að vera útlátalítið að gefa þarna fyllri upplýsingar, m.a. að geta um hvert atriði. Tvöfeldni í afstöðu til gamla fólksins Jóhanna Pétursdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég undrast það eins og fleiri, að Starfsmannafélag Ríkisútvarps- ins skuli hafa getað fengið sig til þess a ðleita á náðir ellilífeyris- þega með beiðni um að þeir skrifuðu nöfn sín á undirskrifta- lista þá, sem nýlega voru afhent- ir forsætisráðherra. Með því voru ráðamenn þessa félags að gefa í skyn, að gamla fólkið væri færara um að taka afstöðu til flókinna þjóðfélagsmála en þess, hvað það vildi sjá og heyra í ríkisfjölmiðlunum, en eins og kunnugt er vorum við, hinir eldri borgarar þessa lands, útilokuð frá margnefndri skoðanakönnun Ríkisútvarpsins. Þetta finnst mér tvöfeldni í afstöðu til okkar gamla fólksins, að ekki sé meira sagt. Þá langar mig til þess að spyrja Ellert Schram alþing- ismann eftirfarandi spurningar: Hvers vegna var hann að bjóða sig fram af fúsum og frjálsum vilja, gleðjast yfir því að hafa hlotið kosningu góða og hlaupast síðan á brott frá okkar kjósend- um sínum, í annað skipti? Ég vil Ellert Schram inn á þing. Þar get ég ekki hugsað mér neina málamiðlun. Hvað veldur ánægju Kristjáns? Ríkisstarfsmaður á Egilsstöðum hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það kom fram á fundi hér á Egilsstöðum með Kristjáni Thorlacius, að hann áliti, að ef ekki skrifuðu fleiri en 30 þúsund Þessir hringdu . . . undir áskorunina til ríkisstjórn- arinnar, þá væri verkalýðshreyf- ingin dauð, því að takmarkið væri að 50 þúsund skrifuðu und- ir. Þess vegna fýsir okkur, nokkra ríkisstarfsmenn hér á Egilsstöðum, að vita hvað það er sem veldur ánægju Kristjáns, sem fram kemur í viðtali við hann í Mbl. 11. okt. sl., með þessi 34 þúsund sem skrifuðu undir. Fyrirspurnir til landlæknis Jóhann Guðmundsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Að undanförnu hafa norsk hjón haldið námskeið í gufubaðstof- unni á Hótel Sögu, sbr. grein í Mbl. 14. þ.m. „Vöðvi, vöðvi, segðu mér“. Athygli vekur, að þessi hjón koma inn á ýmis svið lækn- isfræðinnar og eru tiltekin atriði nokkuð mörg, t.d. mataræði, lík- amsrækt, nudd, nálarstungur (og þá má leiða hugann að sótthreinsun nálanna, og þá hvað með AIDS-sjúkdóminn, sem mikið hefur verið fjallað um?), huglækningar, læknajurt- ir, mælt er með „skapandi vinnu" og fólki ráðlagt að breyta um vinnu eða umhverfi. Getur hver sem er komið til landsins og boðið upp á kennslu í fyrrnefnd- um greinum eða framkvæmt þær á einstaklingum, jafnvel fólki sem á við sálræn valdamál að stríða og getur verið auðveld bráð þeim sem ófyrirleitnir eru á þessu sviði? Hvað um sérmennt- un lækna, sálfræðinga, félags- fræðinga og fleiri sem málið snertir? Landlæknir er vinsam- legast beðinn um að svara þess- um fyrirspurnum. Hverjir eru ábyrgir? H.SJ. hringi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um ástandið hjá Frystihúsi Patreksfjarðar. Fróðlegt væri að fá nánari upplýsingar um ýmis- legt þar að lútandi, t.d. af hverju fyrirtækið hefur átt svo greiðan aðgang að lánasjóðum almenn- ings að það skuldar um 200 milljónir króna. Ég hef heyrt, að á Patreksfirði hafi verið ágætt frystihús fyrir, en síðan hafi SÍS dottið í hug að stofna þar sitt eigið frystihús, sem átt hafi þessari óvenjumiklu velvild að mæta hjá lánasjóðum. En hverj- ir eru svo ábyrgir, þegar upp er staðið og allt virðist komið í þrot? Fyrirspurn til gatnamálastjóra Helga Björgvinsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég vinn á barnaheimilinu viö Kleppsspítala og langar að biðja gatnamálastjóra að svara fyrir- spurn um gatnagerðarfram- kvæmdir við afleggjarann af Kleppsvegi niður að Kleppi. Þar hefur verið myndað einhvers konar útskot og erum við að velta vöngum yfir því hvaða til- gangi það eigi að þjóna. Þegar ég kem í vinnuna (innan að) og tek hægri beygju af Kleppsvegi inn á afleggjarann, verð ég að aka dá- lítið niður eftir til þess að kom- ast inn á afleggjarann. Þetta er einhvers konar þríhyrningur. Þarna eru engin merki komin upp og engar sebra-brautir, en svo virðist sem ætlunin með þessu sé að greiða fyrir umferð niður að Sundahöfn. En ef það koma bílar neðan frá Sundahöfn og samtímis úr Sæviðarsundi myndast þarna hálfgerður víta- hringur og allt verður stóra- stopp. Átti að endur- nýjast sjálfkrafa í vetrardagskrá útvarpsins Óskar B. Jónsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma að hjá þér smáathugasemd. Ég er mjög óhress yfir því að þátturinn hennar Arnþrúðar Karlsdóttur skuli hafa verið tekinn af dagskrá hjá útvarpinu. Ég líki því ekki saman, hvað ég vil miklu heldur hlusta á hann en þáttinn sem látinn var koma í staðinn. Arnþrúður var laginn útvarpsmaður og þættir hennar léttir og ánægjulegir. Það sem ég furða mig mest á, er, að skoð- anakönnun stofnunarinnar skuli engu hafa breytt í þessu efni. Enda þótt þáttur Arnþrúðar ætti að heita sumarþáttur, átti hann að endurnýjast sjálfkrafa í vetrardagskrá miðað við vin- sældir hans. Það er a.m.k. mat mitt. Vísa vikunnar e n' í iðrum sérfyrir /2milljón TVFiit ** í ron, 'r< '«en,Í£" ?*'" Ken» i regn gruno um tilr * I rrrnm.mggiu, , J lr'u" <« /»«,? oku" T re7»dút i I '«er» sem lullntu, ,on “‘ni, 'PP *'«- °^\m'U Laxering hjá lögguher leikinn strangan gerði. Því býð ég efni úr iðrum mér á afar góðu verði. Hákur GÆTUM TUNGUNNAR •MFA- Leikþáttasamkeppni MFA Ákveðiö hefur verið að framlengja skilafrest í leik- þáttasamkeppni Menningar- og fræðslusambands alþýðu til 15. nóvember næstkomandi. Leikþættirnir sendist til skrifstofu MFA Grensás- vegi 16, pósthólf 5281, 125 Reykjavík, fyrir 15. nóv. 1983. Allar nánari upplýsingar veittar ó skrifstofu MFA, Grensásvegi 16, sími 84233. Menningar og fræöslusamband alþýöu. Sagt var: Allir hans aðstandendur voru á einu máli um það. Betra væri: Þar voru vandamenn hans allir á einu máli. S2F SVGGA V/GGA í AiLVtRAM SPARISKÍRTEINIRÍKISSJÓÐS: sölugengi miðai vii 4,5% vexli umfram verilr. pr. 100 kr. 1. FLOKKUR 2. FLOKKUR Útg. Sölugengi pr. 100kr. 4,5% vextirgilda til Sölugengi pr. 100 kr. 4.5% vextir gilda til 1970 1971 13.922 15.09 1985 15.962 05.02.84 1972 12.861 25.01.1986 10.435 15.09.1986 1973 7.996 15.09.1987 7.778 25.01 1988 1974 5.059 15.09 1988 - - 1975 3.785 10.01 1984 2.804 25.01 1984 1976 2.534 10.03 1984 2.118 25.01 1984 1977 1.834 25.03 1984 1.552 10.09.1984 1978 1.244 25.03.1984 992 10.09.1984 1979 854 25.02.1984 642 15.09 1984 1980 562 15.04.1985 435 25.10.1985 1981 373 25.01 1986 279 15.10.1986 1982 260 01.03.1985 194 01.10 1985 1983 150 01.03.1986 - VEÐSKULDABREF VERÐTRYGGÐ ÓVERÐTRYGGÐ Með 2 qjalddogum á ári Láns- tími ár: Sölu- gengi Vextir Avöxtun umfram verðtr. Söluqeni 3! Söluqen 3! 18% ársvextir 20% ársvextir HLV" 18% ársvextlr 20% ársvextir HLV" 1 95,18 2 9 73 74 84 64 65 76 2 92,18 2 9 61 63 77 53 55 68 3 90,15 21/2 9 52 54 71 45 47 62 4 87,68 21/2 9 46 48 66 39 41 57 5 85,36 3 9 41 43 62 35 37 53 6 82,73 3 91/4 7 80,60 3 91/4 Athugið að sölugengi veðskuldabréfa er háð 8 77,72 3 91/2 gjalddögum þeirra og er sérstaklega reiknað út 9 75,80 3 91/2 fyrir hverl bréf sem tekið er i umboðssölu 10 72,44 3 10 1) Hæstu leyfilegu vextir. Með 1 gjalddaga á ári Kaupþing hf. reiknar gengi verðbréfa daglega Getur bú avaxtad betur bitt ound? Notfærðu þérþá möguleika sem verðbréfaviðskipti bjóða. - þú verðtryggir sparifé þitt og getur fengið allt að 10% ársvexti þar ofan á - vaxandi verðbréfaviðskipti auðvelda endursölu verðbréfa ef þú vildir losa fé fyrr en þú ráðgerðir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.