Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 46
94 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Dani og Svia greinir stundum á eins og verða vill, t.d. um olíuleit og lögsögumörk í Kattegat, en á þessum deilumálum finnst yfirleitt farsæll endir eins og vera ber með'gó$a gránna og frændur. Um annaö mál hafa þeir þó aldrei oröið á eitt sáttir, en það er málið um Jane Homey, Ebbu Charlotte Homey eins og hún hét réttu nafni. Hún var sænskur borgari en danskir andspymumenn á stíðsárunum tóku hana af lifi fyrir að njósa fyrir Þjóðverja. Þótt sænsk stjómvöld hafi opinberlega fallist á skýringar dönsku andspymuhreyf- ingarinnar eftir strið hefur aldrei orðið hljótt um þetta mál. Svíar telja Jane Homey hafa verið saklaust fómar- lamb tortryggninnar, sem rikti í Danmörku og öðrum hersetnum löndum á stríðsárunum, en Danir ítreka sínar fyrri skýringar. Þeir em þó ekki sammála um alla þætti málsins og enn hefur ekki verið upplýst hver fyrirskipaði aftöku Jane Homey, JVfata Hari síðari heimsstyrjaldar“ eins og hún var einu sinni kölluð á síðum heimsblaðanna. ALLIR karlmenn eiga sér sína draumadís, fallega konu, sem þeir bæði óttast og tigna í senn, kynþokkafulla og krefjandi. Þannig var Jane Horney. Hún samrekkti öllum þeim karl- mönnum, sem hún komst yfir, naut þess út í ystu æsar og sá aldrei eftir neinu. Jane Horney var auk þess vel gefin. Hún tal- aði auk sænsku, ensku, þýsku, frönsku og dönsku reiprennandi og gat bjargað sér á spænsku, ítölsku og grænlensku. Faðir hennar var sænskur verkfræð- ingur af góðum ættum, móðir hennar dönsk og þau veittu henni ótakmarkað frjálsræði í æsku. Hún lifði lífi yfirstétt- anna þar sem bílar og tennis- leikur eru aðaláhugamálin. Gerðist skipsjómfrú á Grænlandsfari Jane Horney gæddi sér snemma á gómsætustu réttun- um, sem lífið hafði upp á að bjóða. Hún var ekki gömul þeg- ar hún stökk að heiman og réð sig sem barstúlku í því alræmda Shanghaj-hverfi í Kaupmanna- höfn en þá komu danskir vinir fjölskyldunnar til skjalanna, „björguðu" henni úr spillingunni og komu henni fyrir á óðalssetri á Sjálandi. Jane Horney héldu hins vegar engin bönd og hún fór sína leið án þess að kveðja. Það kom brátt í ljós, að Jane var komin til sjós, hafði ráðið sig sem skipsjómfrú og var á leiðinni til Grænlands þar sem hún fór í land og dvaldist um skeið. Jane hreifst mjög af Grænlandi og Grænlendingum, lærði málið og safnaði ókjörun- um öllum af listmunum, högg- myndum, bátslíkönum, vopnum og veiðarfærum, og hafði með sér heim til Stokkhólms þar sem hún setti upp sýningu á munun- um og skrifaði um efnið greinar kynningu sænskra stjórnvalda var fallist á skýringar Dananna og þar með átti málið að vera úr sögunni. Aðeins í nokkra mán- uði þó því að í desember sama ár krafðist Moosbjerg, ráðherra í sænsku stjórninni, nýrra rann- sókna á danska „dómsmorðinu". Árið 1947 og 1948 voru tveir Danir handteknir í Svíþjóð, fyrrum andspyrnumenn, þeir Ingolf Asbjörn Lyhne („Litli- björn") og Svend Aage Geisler („Stóribjörn"), og sakaðir um morðið á Jane Horney. Þeir voru þó báðir látnir lausir eftir að dönsk stjórnvöld blönduðu sér í málið. Málið rifjað upp Síðan hefur aldrei verið hljótt um Jane Horney nema í stuttan tíma í senn. Næstum allir, sem afskipti höfðu af málinu, sænsk- ir og danskir ráðherrar, lög- reglumenn og andspyrnumenn, rifja það upp í endurminningum sínum, blöð og tímarit beggja vegna Eyrarsunds blása reglu- lega lífi í glæðurnar, gerð hefur verið kvikmynd um Jane Horney og 1976 gerði sænski rithöfund- urinn Erik Haaest sjónvarps- þátt um hana þar sem hann sýknaði hana af allri sök. Sænski blaðamaðurinn Curt Falkenstam kynti svo undir bál- inu nú nýlega með bók um Horney þar sem hann kemst að sömu niðurstöðu og Haaest og til að hlutur Dana yrði ekki út- undan rifjaði prófessorinn Henning Fenger málið upp á síðum Politiken í júlí sl. Þar dregur hann í efa réttmæti margra manndrápanna, sem danska andspyrnuhreyfingin stóð fyrir, og veltir því fyrir sér með hvaða hætti þau voru ákveðin. Fómarlamb óseðjandi ævintýralöngunar eða Mata Hari síðari heimsstyrjaldar? í blöð og tímarit. Á meðan á þessu starfi hennar stóð kynnt- ist hún manninum sínum tilvon- andi, Granberg ritstjóra, og með honum fór hún til Berlínar í byrjun stríðsins. Kynhrifin streymdu frá henni Danskur maður að nafni Henrik Ringsted, sem staddur var í Berlín á þessum tíma, segir frá því í endurminningum sín- um þegar Jane Horney kom í fyrsta sinn í blaðamannaklúbb- inn: „Hún var yfirnáttúrulega falleg og kynhrifin, sem streymdu frá henni, voru eins og segull, sem dró á eftir sér gap- andi karlaskarann." Jane var þó ekki sest í helgan stein með Granberg sínum eins og að lík- um lætur og hún notaði hann aðeins sem „aðgöngumiða að Berlín stríðsáranna og að yfir- stéttinni í bænum: SS-furstun- um“, segir Ringsted í endur- minningum sínum. Upp úr þessu byrja hin óvenjulegu ferðalög Jane milli Berlínar, Kaupmannahafnar og Stokkhólms, sem mörgum komu dálítið undarlega fyrir sjónir, ekki sist fyrir það hve fyrir- hafnarlaust hún fór um þýsku landamærastöðvarnar. Hún hafði sambönd við menn frá öll- um stríðsaðilum og hún var vel kunnug í Stokkhólmi, því mikla njósnahreiðri, og þvi ekki und- arlegt, að smám saman vaknaði grunur um að hún ynni fyrir Þjóðverja. „Hér fer föður- landsvinurinn“ Sumum í dönsku andspyrnu- hreyfingunni fannst nú tími til kominn að hafast eitthvað að — kannski eftir fyrirskipun frá Englandi, sem þó hefur aldrei verið staðfest. Jane, sem vissi um þann grun, sem á henni lá, vildi gjarna hreinsa sig af allri sök og þess vegna féllst hún á að fara til Danmerkur eftir að henni hafði verið lofað fundi með háttsettum mönnum í dönsku andspyrnuhreyfingunni. „Hér fer föðurlandsvinurinn," voru hennar síðustu orð þegar hún kvaddi foreldra sína. Jane Horney var skotin til bana um borð i bát á milli Dan- merkur og Svíþjóðar i janúar árið 1945. Hún var þá 27 ára gömul. Síðan eru liðin 38 ár og enn þann dag í dag eru menn ekki á eitt sáttir um þennan at- burð. Reynt að villa um fyrir Svíum Jane Horney var sænskur ríkisborgari og danska and- spyrnuhreyfingin óttaðist viðbr- ögð Svía. Þess vegna fengu þeir stúlku, sem líktist Jane, til að lita á sér hárið rautt og fara til Stokkhólms undir hennar nafni. Þannig átti að leiða sænsku lögregluna á villigötur en hún lét ekki blekkjast og í sænsku blöðunum voru brátt gerðar há- værar kröfur um að málið yrði upplýst. Það varð til þess, að ár- ið 1946 fóru þeir Eivind Larsen, dómsmálaráðherra í dönsku stjórninni, og þingmaðurinn Frode Jacobsen til Stokkhólms til fundar við sænsku ráðherr- ana Tage Erlander og Gustav Möller til að gera út um þetta mál í eitt skipti fyrir öll. í til- Hvers vegna var Jane Horney drepin? Nú er komið að því erfiðasta í málinu um Jane Horney. Hvers vegna var hún skotin til bana? Eftirfarandi kenningar hafa verið settar fram um það: 1) Hún vissi of mikið um dönsku andspyrnuhreyfinguna, félaga hennar og „leynileiðir". Vegna kunningsskapar hennar við háttsetta Gestapo-menn var hún stórhættuleg. Skipunin kom frá Englandi. (Frode Jacobsen o.fl.) 2) Hún hafði verið þýskur njósnari en féllst á að gerast gagnnjósnari. Því varð þó að halda leyndu til að Þjóðverja grunaði ekkert og þess vegna vissu svo fáir andspyrnumenn að skipunin um að drepa hana hafði verið afturkölluð. Hún var

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.