Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 71 I i ! ALLTAF Á LAUGARDÖGUM Háskóli íslands er síst af öllu lokaöur fílabeinsturn. Samtal við Guömund Magnússon, rektor Háskólans og 1. hluti af greinaflokki um all- ar deildir Háskólans. Bandarísk handíö á íslandi Um stóra sýningu á bandarískri handíð, sem veröur opnuð um næstu helgi — og einnig um þá vakningu, sem hefur orðiö vestra í handíöum síöustu 10 árin. Mannskæðasti bardagi á íslandi Valdabaráttan á Sturlungaöld heldur áfram í þáttunum af Þóröi kakala — hér segir af Haugsnesbardaga, þar sem meira en 100 manns létu lífið. Vönduð og menningarleg helgarlesning 2 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Billy Graham reyndist rússnesku kirkjunni hinn mesti ódrengur — er henni reið mest á stuðningi mm Billy Graham um, að helmingur ættingja þeirra, sem úti í kirkjugarðinum væru grafnir, hefði farið til Helvítis. Reiddust kirkjugestir þessu svo mjög, að þeir sendu bréf til kirkju- málaráðuneytisins í Ósló og kröfð- ust úrskurðar um það, hvort norska þjóðkirkjan fylgdi útskúf- unarkenningunni. Svar barst eftir tvær vikur þess efnis, að sérfræð- ingar kirkjumálaráðuneytisins í biblíuskýringum væru í sumarfríi og væri því ekki hægt að úrskurða í málinu. Þá var skopteiknara Aft- enposten öllum lokið. Hann birti teikningu, þar sem stóð með stærðar letri: Helvíti lokað vegna sumarleyfa. 4. Þar eð Hallesby réðst að látnum manni í heimsókn sinni til fslands, verður hann að taka því að mæta sömu örlögum. Aftur á móti skil ég ekki, að Billy Graham geti ekki svarað fyrir sig, ég hélt að maðurinn væri sendibréfsfær." WLOIUR^ VIÐRÁÐ ANLE GT VERÐ B M VALLA ^ ^áanlegar úr gjalli eða vikri '| PANTANIR: Bíldshöfða 3, sími: 91-85833 og hjá Iðnverk h/f Nóatúni 17, 105 Rvk. Símar: 91-25930 og 91-25945 Leifur Sveinsson skrifar i Reykjavík 3. nóvember. „Kæri Velvakandi. í Morgunblaðinu í dag er grein í dálkum þínum eftir Sigurborgu Eyjólfsdóttur, sem mig langar til að gera nokkrar athugasemdir við: 1. Þegar Billy Graham heim- sótti Sovétríkin var hann svo rækiiega heilaþveginn, að hann sagðist ekki hafa orðið var við það, að trúað fólk mætti sæta ofsókn- um í Sovétríkjunum. Um þetta hafði nóbelsskáldið Alexander Solzhenitsyn eftirfarandi að segja: „Þannig hjálpaði hann ómetan- lega lygum kommúnista um þessi mál. Megi Guð einn vera dómari hans." Reyndist Billy rússnesku kirkj- unni hinn mesti ódrengur, er henni reið mest á stuðningi. Hver og einn verður svo að dæma fyrir sig, hvort fengur er að slíkum manni á 400 ára afmæli Guð- brandsbiblíu. 2. Hinn nafntogaði skoski fræðimaður William Paton Ker hafði þetta að segja um saman- burð á trúarlífi Norðmanna og ís- lendinga: „órækasta sönnunin fyrir því, að það hafi verið aðall norsku þjóðarinnar, sem fluttist úr landi, er Island var að byggjast, liggur í því, hve ólík væru og hefðu jafnan verið viðhorf íslendinga og Norðmanna til trúarbragðanna." Honum var það sannarlega ljóst, að Islendingum er djúp trúhneigð í blóð borin, en hjá þeim hefðu skynsemin og trúin einatt haldist í hendur. Þetta vildi Ker telja að- alsmerki íslensks hugsunarháttar, þar sem Norðmenn aftur á móti hneigðust til skynsemislítilla öfga, þegar til trúmálanna kæmi. Prófessor Hallesby sannaði þetta átakanlega með heimsókn sinni til íslands 1936. 3. Hallesby gerði það ekki enda- sleppt við landa sina, þegar hann var orðinn vonlaus um hina ís- lensku þjóð, sem hann taldi Har- ald Níelsson hafa afkristnað svo rækilega. Hallesby hélt fyrirlestur í kirkju einni í afskekktri byggð í Norður-Noregi. Þar kom máli hans. að hann tilkynnti söfnuðin- GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þarna var fórnað lífum óbreyttra borgara. Rétt væri: Þarna var fórnað lífi óbreyttra borgara. (Hið fyrra gerir ráð fyrir að hver óbreyttur borgari hafi mörg líf eins og kötturinn.) Þessir hringdu „Svo að ég sé ekki fyrir umferðinni“ Afi lögga hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Mig langar að þakka Leifi Sveinssyni fyrir grein hans um lagningu ökutækja í laugardagsblaði Mbl. Það var góð hugvekja, þó að vel geti verið, að ekki séu allir á eitt sáttir í þessu máli. Ég vil sérstaklega undir- strika, að mér finnst það hálf- skrýtið, að ekki skuli fleiri hafa tekið undir það, sem fram kemur í greininni, t.d. úr hópi gangandi vegfarenda eða illa sjáandi, því að þeir búa orðið við allsendis óþol- Vantar nöfn höf- unda verkanna Gyða Jóhannsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég bý í námunda við Miklatún og geng oft um það mér til skemmt- unar. Þar eru nokkrar höggmynd- ir, m.a. til minningar um Nínu Tryggvadóttur, Einar Benedikts- son, Þorstein Erlingsson o.fl., en ekki getið um höfund verkanna. Þetta finnst mörgum, sem þarna eiga leið um, að betur mætti fara. andi ástand. Það er orðið svo mik- ið um það um allan bæinn, að öku- tækjum sé lagt uppi á gangstétt- um, að fólk er orðið ónæmt fyrir þessu. Ég gekk að sendibílstjóra um daginn og spurði hann að því, af hverju hann legði upp á gang- stéttinni. Hann svaraði: „Svo að ég sé ekki fyrir umferðinni." Þetta er dálítið táknrænt. Gangandi umferð var engin umferð að hans mati. Og ég endurtek, að ég tek undir orð Leifs. AUGLYSINGASTOfA KRISTlNAfi HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.