Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 SJONVARP DAGANA L4UG4RD4GUR 5. nóvember 15.00 Norðurlandameistaramót í borðtennis. Bein útsending frá Laugardalshöll. 16.00 Fólk á förnum vegi (People You Meet) Nýr flokkur — 1. Á hóteli. Enskunámskeið í 26 þáttum. sem eru við hæfi þeirra sem lokið hafa byrjendanámi eða þarfnast upprifjunar á málnotk- un. Þættirnir verða endurteknir á miðvikudögum kl. 18.45. Kennslubók er fáanleg í bóka- verslunum. 16.30 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. 18.30 Innsiglað með ástarkossi (S.W.A.LK.) Nýr flokkur — 1. þáttur. Breskur unglingamyndaflokkur í sex þáttum. Söguhetjan er 13 ára stúlka, sem sækir róman- tískar hugmyndir sínar um til- veruna einkum í vikurit og aðra fjölmiðla, enda reynast þær stangast á við veruleikann. Þýð- andi Ragna Ragnars. 18.55 Enska knattspyrnan 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Ættaróðalið (To the Manor Born) Breskur gamanmyndaflokkur í sex þáttum, framhald fyrri þátta í sjónvarpinu um lafði Fforbes- Hamilton, sem varð að láta ætt- arsetrið í hendur nýríks auðkýf- ings og setjast að í hliðarvarð- arhúsinu. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 21.05 Tígrisflói (Tiger Bay) Bresk bíómynd frá 1959. Leikstjóri: J. Lee Thomp- son. Aðalhlutverk: Haley Mills, Horst Buchholz og John Mills. Sjómaður myrðir unnustu sína { afbrýðiskasti. Telpukorn í hús- inu verður vitni að atburðinum og kemst yfir morðvopnið sem hún ætlar að nota sem leikfang. Morðinginn kemst á snoðir um þetta og leitar telpuna uppi. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.45 Örninn er sestur (The Eagle Has Landed) Bresk-bandarísk bíómynd frá 1977, gerð eftir samnefndri metsölubók eftir Jack Higgins. Leikstjóri: John Surges. Aðal- hlutverk: Michael Caine, Don- ald Sutherland, Robert Duvall, Jenny Agutter, Donald Pleas- ence og Larry Hagman. Myndin gerist árið 1943 og er um fifldjarfa tilraun fámennrar, þýskrar fallhlífarsveitar til að ræna Winston Churchill, for- sætisráðherra Breta. Þýðandi Jón O. Edwaid. 00.55 Dagskrárlok SUNNUDAGUR 6. nóvember 17.00 Lútersmessa Bein útsending frá Dómkirkj- unni í Reykjavík á hátíðarguðs- þjónustu í tilefni 500 ára afmæl- is Marteins Lúters. Biskup ís- lands, herra Pétur Sigurgeirss- on, prédikar, séra Hjalti Guð- mundsson þjónar fyrir altari. Organisti og söngstjóri: Mart- einn H. Friðriksson. 18.00 Stundin okkar Umsjónarmenn: Ása H. Ragn- arsdóttir og Þorsteinn Marels- son. Meðal efnis verður finnsk teiknimynd, Smjattpattar og Sjónvarp þriöjudag 8. nóvember: Nú er Marlowe horfinn af klakanum og haldinn til síns heima- lands. í stað Marlowes er kominn eigi ómerkari maður en rannsóknarlögregluforinginn Derrick, sem sést é myndinni í félagsskap aðstoðarmanns síns, Klein, og ónafngreinds manns. Derrick tekur viö af Marlowe Derrick rannsóknarlögregluforingi og aðstoðarmaður hans, Klein, birtast okkur aftur á skjánum nœstkomandi þriöju- dagskvöld. Þessir þættir eru framhald af þeim sem sýndir voru í sjónvarpinu síðastliðinn vetur. Fyrsti þátturinn að þessu sinni heitir „Sending frá Salzburg". Derrick finnur að sjálf- sögðu eitthvaö athugavert viö sendinguna, sem enginn fær að vita hvers kyns er, fyrr en á þriðjudagskvöldiö. Krókópókó, fræðsla um með- ferð tanna og Leikbrúðuland sýnir Púkablístruna. 18.50 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður Sunnudagur 13. nóvember: Húsið á sléttunni Nýr flokkur um Ingalls-fjölskylduna Nýr flokkur um Ingalls-hjónin í Hnetulundi og afkomendur þeirra hefur borist til landsins og verð- ur fyrsti þátturinn í þessum nýja flokki sýndur á sunnudaginn kemur kl. 16.10. Fólk er misjafnlega hrifið af hinni hugjj^^fjöF skyldumynd sem dregin er upp í þáttunti hafa kallað þáttinn „Grenjað á gresjunl hinna sorglegu atburöa sem henda fjölskylduTii. En Ingalls-hjónin og börn þeirra eru sterk og þrátt fyrir ýmis vandamál brosa þau breitt framan í lífið og Ijóma af hamingju. 91.34 Fjölskyldu- mynd úr Hnetu- lundi. Fjöl- skyldufaðirinn heldur á fiölu og viröist reiðu- búinn að slá upp fjölskyldu- dansleik og spila sjálfur fyrir dansi. 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. 20.55 Nauðug viljug Ný sjónvarpsmynd. Handrit: Ása Sólveig. Leikstjórn og kvikmyndagerð: Viðar Víkings- son. Aðalhlutverk: Erlingur Gíslason, Guðný Helgadóttir, Brynja Benediktsdóttir, Borgar Garðarsson, Edda V. Guð- mundsdóttir og Harald G. Har- alds. Ásgeir, fjölskyldufaðir í Breið- holtinu, hættir upp úr þurru að sækja vinnu og fer að hegða sér einkennilega. Þegar kona hans og vinir leita skýringa á þessu framferði, reynist honum erfitt að gera grein fyrir því. Kvikmyndataka og lýsing: Bald- ur Hrafnkell Jónsson. Hljóð og hljóðsetning: Oddur Gústafs- son. Klipping: Ragnheiður Valdimarsdóttir. Leikmynd: Baldvin Bjömsson. 22.10 Wagner Sjöundi þáttur. Framhalds- myndaflokkur í tíu þáttum um ævi tónskáldsins Richard Wagners. Efni sjötta þáttar: Lúðvík 2. Bæjarakonungur ræður Wagner í þjónustu sína. Konungur er ungur að aldri, stórhuga og ákafur aðdáandi Wagners. Tón- skáldið þarf nú ekki lengur að búa við fjárskort og öryggisleysi og vonir hans glæðast. En ráð- gjafar konungs líta vináttu hans við Wagner hornauga og færa sér í nyt sögur sem komast á Guðad á skjáinn kreik um hneykslanlegt sam- band Wagners og Cosimu von Biilow. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 23.05 Dagskrárlok /V46NUD4GUR 7. nóvember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Tommi og Jenni 20.50 íþróttir Umsjónarmaður Ingólfur Hann- esson. 21.25 Já, ráðherra 6. þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í sjö þáttum. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 21.55 Marteinn Lúter — Fyrri hluti Leikin, þýsk heimildarmynd. Á þessu ári er þess hvarvetna minnst, þar sem áhrifa Lúters gætir á kirkju og kristni, að nú eru 500 ár liðin frá fæðingu hans. í þessari kvikmynd, sem Sjónvarpið sýnir í tveimur hlut- um, er rakin saga Marteins Lút- ers og samtíðar hans en einkum þó barátta hans gegn páfavald- inu, andlegu sem veraldlegu. Handrit samdi Theodor Schii- bel en leikstjóri er Rainer Wolffhardt. Persónur og leikendur: Marteinn Lúter/ Lambert Hamel, Karl V. keisari/ Jorg Pleva, Leó 10. páfi/ Dieter Pfaff, Cajetan kardínáli/ E.F. Fiirbringer, Thomas Miintzer, leiðtogi bændauppreisnar/ Kail Obermayr. Þýðandi: Veturliði Guðnason. Á undan sýningu myndarinnar flytur dr. Gunnar Kristjánsson, formaður Hins íslenska Lúters- félags, inngangsorð um áhrif Lúters á íslenskt þjóðlíf. 23.50 Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 8. nóvember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Snúlíi snigill og Alli álfur Teiknimynd ætluð börnum. Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir. Sögumaður: Tinna Gunnlaugs- dóttir. 20.50 Derrick 1. Sending frá Salzburg Þýskur sakamálamyndaflokk- ur, framhald fyrri þátta af Derr- ick rannsóknarlögregluforingja og Klein, aðstoðarmanni hans. Aðalhlutverk: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi: Veturliði Guðnason. 21.50 Marteinn Lúter — Síðari hluti Leikin, þýsk heimildarmynd. Þýðandi: Veturliði Guðnason. 23.35 Dagskrárlok AIKMIKUDKGUR 9. nóvember 18.00 Söguhornið Þrjár telpur, Halldóra Hinriks- Midvikudagur 9. nóvember: Smavinir fagrir Nýr sænskur myndaflokkur Sænskur myndaflokkur, sem nefnist „Smávinir fagrir“, hefur göngu sína á miðviku- daginn kemur. Myndaflokkur- inn er í fimm þáttum og sýnir könnunarleiöangra Evu. Eva er 11 ára sænsk stúlka, sem fer í könnunarferðir til aö skoða skordýr og önnur smá- dýr og kynna sér atferli þeirra. Á þessari mynd sést Eva skoða ánamaökana i garðinum sínum, en fyrsti þátturinn nefnist „Smádýr í garðinum”, og hefst hann kl. 18.30 á miðvikudaginn kem- ur. dóttir, Hildur Pálsdóttir og Jón- ína Guðmundsdóttir, segja sög- ur sem þær hafa samið. Um- sjónarmaður: Hrafnhildur Hreinsdóttir. 18.10 Amma og átta krakkar 12. þáttur Norskur framhaldsmyndaflokk- ur gerður eftir barnabókum Anne-Cath. Vestly. Þýðandi: Jó- hanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Norska sjón- varpið). 18.30 Smávinir fagrir 1. Smádýr í garöinum Sænskur myndaflokkur í fimm þáttum. Þættirnir sýna könnun- arferðir Evu, 11 ára telpu, til a skoða skordýr og önnur smádýr og kynna sér atferli þeirra. Þýð- andi: Óskar Ingimarsson. (Nordvision — Sænska sjón- varpið). 18.45 Fólk á förnum vegi (People You Meet). Endursýn- ing 1. Á hóteli Enskunámskeið í 26 þáttum. 19.00 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Úr fórum Chaplins 2. Leikstjórinn mikli Breskur myndaflokkur í þrem- ur þáttum um Charlie Chaplin og áður óþekkt eða lítt kunn verk hans. Stjórn upptöku: Kev- in Brownlow og David Gill, þul- ur James Mason. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 21.45 Dallas Bandarískur framhaldsmynda- flokkur. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 22.30 Kóreska þotan og kalda stríðið Bresk fréttamynd um þær breytingar sem orðið hafa á sambúð Vesturveldanna og Sov- étríkjanna eftir að kóresku far- þegaþotunni var grandað. Þýðandi og þulur: Margrét Heinreksdóttir. 23.10 Dagskrárlok. FOSTUDAGUR 11. nóvember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Á döfinni. Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.55 Stóri boli. Bresk dýralífsmynd tekin í Kenya um Afríkuvísundinn sem veiöimenn telja mesta viðsjáls- grip- Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.20 Kastljós. Umsjónarmenn Einar Sigurðs- son og Helgi E. Helgason. 22.25 Davíð. Þýsk bíómynd frá 1979. Leikstjóri Peter Lilienthal. Að- alhlutverk: Walter Taub, Irena Urkljan, Eva Mattes, Mario Fischel. Davíð er saga gyðingadrengs og fjölskyldu hans í Þýskalandi á valdatímum nasista. Myndin lýsir vel hvernig gyðingar brugðust viö atburðum þessa tímabils og ofsóknum á hendur þeim. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 00.35 Dagskrárlok. Stóri boli Þeir eru vígalegir á sviþ Afríku- vísundarnir í Kenýa, sem sjást á þessari mynd. Næstkomandi föstudagskvöld verður sýnd bresk dýralífsmynd sem heitir „Stóri boli“. Myndin er tekin í Kenýa í Afríku og fjallar um Afr- íkuvísundinn, sem veiðimenn telja mesta viðsjálsgrip. Þáttur- inn er á dagskrá sjónvarpsins næstkomandi föstudagskvöld kt. 20.55. Daginn eftir — sjónvarpsmynd sem vakiö hefur mikla athygli í Bandaríkjunum þó ekki sé farið aö sýna hana ennþá Miklar umræður hafa átt aér stað í Bandaríkjunum um kjarnorku- stríð, möguleika á því og afleið- ingar þess, í kjölfar sjónvarps- myndar sem ABC sjónvarpsstöðin hefur gert og heitir The Day After eða Daginn eftir. Áætlaö er að sjón- varpa myndinni 20. nóvember nk. en hún segir frá því sem gerist ( Kansas City og umhverfi eftir að kjarnorkustyrjöld er skollin á á jörðinni. Myndin var m.a. tekin f Kansas City og Lawrence í Kansas en þar var haldin forsýning á henni fyrir stuttu og hafði mikil áhrif á bæjarbúa, sem sáu hana. Brandon Stoddard, forseti kvik- myndadeildar ABC-stöðvarinnar og upphafsmaöur aö gerö myndarinnar, tilkynnti aö hann hefði grátiö þegar hann sá hluta af myndinni á klippi- borðinu og segir að endanleg gerð hennar só „þaö mikilvægasta sem ég hef nokkurntíma gert”. Og hann segir: „Myndin segir einfaldlega aö kjarnorkustríö sé hryllilegt. Þaö er það eina sem hún segir.“ Leikstjór- inn, Nicholas Meyer, sem leikstýröi The Day After sagði hana vera „þaö verðmætasta sem ég hef gert á æf- inni". Borgarstjóranum í Lawrence í Kansas, David Longhurst, hefur heldur betur þótt myndin mikilvæg því hann hefur brugðiö á þaö ráö aö bjóða til borgar sinnar þeim Ronald Reagan Bandarikjaforseta og Yuri Andropov aöalritara sovéska komm- únistaflokksins til viöræöna. Myndbönd meö The Day After hafa borist í hendur andstæöinga kjarnorkuvopna í Bandaríkjunum. Þingmaöurinn Edward Markey er mikill andstæöingur slíkra vopna og hann hefur sagt um myndina að hún sé „mikilvægasta sjónvarpsefni frá upphafi af því hún fjallar um mikil- vægasta mál sem viö þekkjum. Þetta er heiöarlegasta frásögn af kjarn- orkustríöi sem gerö hefur veriö." John Fisher forseti Öryggisráðs Bandaríkjanna sagöi: „Þaö er greini- legt aö einhver sem er í tengslum vlð framleiöslu myndarinnar hefur allt aörar skoðanir á málinu en viö, vegna þess aö einhvern veginn hefur sjóræningja-útgáfa myndarinnar ekki borist i hendur manna sem eru sama sinnis og viö.“ „Við höföum aldrei í huga að myndin yröi pólitískt vopn,“ segir Stoddard hjá ABC-stööinni. „ABC ber ábyrgö á myndinni sjálfri. Hvern- ig hún er túlkuö eöa notuö af ööru fólki, er svolítiö sem viö ráöum ekki við." Þaö má vera aö þetta sé satt hjá Stoddard en andstæöingar kjarnorkuvopna hafa þó fengið for- skot. Myndbönd með myndinni eru sýnd á fundum kjarnorkuvopna- andstæðinga á meöan þeir sem eru með kjarnorkuvopnum fá ekki aö vera með. „Þessi mynd hefur veriö notuö til aö vekja áhuga og efla stuðning, þar meö talinn fjárhags- legan stuöning, viö málefni okkar,“ segir Janet Michaud framkvæmda- stjóri hreyfingar gegn kjarnorku- stríöi. Þaö hefur mikiö gengiö á í sam- bandi viö þessa sjónvarpsmynd ABC. Myndbönd með henni viröast vera á lausu, afstaöa er tekin, rifrildi Jason Robards í hlutverki sínu í sjón- varpsmyndinni The Day After. eru háð og greinar skrifaöar, en þó hefur myndin ekki veriö sýnd. Menn fárast jafnvel yfir sýningartíma The Day After, 20. nóvember, því aöeins hálfum mánuöi eftir þann dag á aö koma fyrir Pershing ll-eldflaugum í Vestur-Þýskalandi. Því meiri umræö- ur sem skapast um myndina, því meiri auglýsingu hlýtur hún. Bandaríska tímaritiö Time fjallaöi um The Day After fyrir stuttu og seg- ir handritshöfund myndarinnar, Edward Hume, og þá sem stóöu aö henni hafa gert rétt í því í myndinni aö saka hvorki Bandaríkin né Sov- étríkin um aö hafa komiö af staö kjarnorkustyrjöld. Fyrir minna en 20 árum neitaöi BBC í Bretlandi aö sýna mynd um svipaö efni eftir Peter Watkins, The War Games, vegna þess aö hún þótti „of hryllilegN En tímarnir hafa breyst og mennirnir meö og þó The Day After sé kannski ekki eins sterk eða vönduö og mynd Watkins, er hún samt nógu hryllileg og veröur sýnd á besta sýningartíma sem völ er á í sjónvarpi þar vestra. Jason Robards leikur aöalhlut- verkið í The Day After en aörir leik- arar eru Jobeth Williams og John Cullum, svo einhverjir séu nefndir. Víst er aö menn halda áfram aö gera myndir í stíl viö þessa. Kvik- myndafyrirtækið Paramount hefur þegar í hyggju aö gera eina um svip- aö efni og kallast hún Testament og er um fjölskyldu sem reynir aö lifa af kjarnorkusprengingu. „Þaö er heil- mikil aukning oröin á daginn-eftir- kjarnorkustyrjöld-handritum, sem berast okkur um þessar mundir,“ sagöi forstjóri stórs kvikmyndafyrir- tækis. — ai L4UG4RD4GUR 12. nóvember 16.15 Fólk á förnum vegi. (People You Meet). 2. Málverkiö. Enskunámskeiö í 26 þáttum. 16.30 íþróttir. 18.30 Innsiglað meö ástarkossi. Annar þáttur. Breskur unglingamyndaflokkur í sex þáttum. Þýðandi Ragna Ragnars. 18.55 Enska knattspyrnan. Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Ættaróðalið. Annar þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í sex þáttum. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.05 Það eru komnir gestir. Steinunn Sigurðardóttir tekur á móti gestum í sjónvarpssal. Þeir eru hjónin Margrét Matthías- dóttir og Hjálmtýr Hjálmtýsson og dóttir þeirra Sigrún Hjálm- týsdóttir. Steinunn ræðir við gestina milli þess sem þeir syngja innlend og erlend lög. Við píanóið er Anna Guðný Guðmundsdóttir. Upptöku stjórnaði Tage Amm- endrup. 22.55 Dauðinn á Nfl. (Death on the Nile). Bresk bíómynd frá 1978 gerð eftir sakamálasögu eftir Agöthu Christie. Leikstjóri John Guill- ermin. Aðalhlutverk: Peter Ust- inov, Bette Davis, David Niven, Mia Farrow og Angela Lans- bury. Leynilögreglumaðurinn víð- kunni, Hercule Poirot er á ferð í Egyptalandi og tekur sér far með fljótabáti í skoðunarferð á Nfl. En ekki líður á löngu áður en dularfullir atburðir gerast og í Ijós kemur að morðingi leynist í farþegahópnum. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 00.15 Dagskrárlok. —M—ilBIBWIIIIiikl nmwt ■BHBMHHHBMBHHBI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.