Morgunblaðið - 15.11.1983, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 15.11.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 51 Aö heiman — eftir Ronu Jaffe Away from Home: Rona Jaffe. Útg. Dell forl. Tvenn bandarísk hjón búsett í Brasilíu um hríð, kannski til frambúðar, eru aðalpersónur bók- arinnar. Þau eru efnuð og lifa hátt, blanda lítt geði við inn- fædda, en hafa samskipti við landa sína sem flestir eru velstæð- ir og mata krókinn vel á meðan brasilískir meðbræður umhverfis þá lifa við mismunandi mikla og erfiða örbirgð. Þetta eru sæt og fín hjón og af- skaplega lukkuleg. Það bendir að minnsta kosti allt til þess. En svo fer að rifna fortjaldið og þá kemur ýmislegt fram sem bendir til þess að á sandi sé byggt, auk þess sem álagið við búsetu í þessu framandi og nokkuð erfiða landi er meira en þau fá risið undir. Á meðan þau höfðu búið í því umhverfi sem þau þekktu og skildu var hægt að Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir passa upp á framhliðina; nú upp- götva þau að kannski er ekki allt eins og það var haldið vera og allt magnast upp í óhugnað. Þau höfðu komið langa leið og setzt að í landi, þar sem siðir og venjur og loftslag verður þeim óbærilegt. Og þá verður hver að fara að leita að sjálfum sér, hjónaböndin kikna undir þeirri leit og ekkert verður eins og áður var. Away from Home er ágætlega skrifuð bók, nokkuð nístandi og myndrænar eru lýsingar höfundar á tryllingi og æði hins fræga karnivals í Ríó. Menn eru alltaf að látast vera annað en þeir eru, það gengur mis- jafnlega vel/illa. Fæstir koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Það kemur þeim í koll. Og menn eru ekki allir færir um leysa sín mál. Það eru ekki nein ný sannindi í því, en þau eru sett fram á áhrifaríkan hátt í þessari bók. Seintekin, en tímanum vel varið Hljóm- plotur Sigurður Sverrisson XTC Mummer Virgin/ Steinar hf. en síðan er eins og hljómsveitin vakni upp við vondan draum. Yfirbragðið er léttara eftir það. Tónlist XTC er um flest ákaf- lega óhefðbundin. Hljóðfæra- notkun og skipan þeirra í hljóð- blöndun er öðru vísi en maður á að venjast. Þegar svo við bætist lagasmíðar, sem flestar eru sprottnar af hinu óvenjulega getur heildarútkoman ekki orðið önnur en öðruvísi. Mummer er plata, sem maður þarf að liggja lengi yfir til þess að grípa. Tím- anum er heidur ekki eytt til einskis. Bestu lög: Beating Of Hearts, Great Fire og In Loving Memory of a Name. Aftur í gamla stílinn Finnbogi Marinósson J J. Cale 8 Fálkinn Þrátt fyrir að J.J. Cale hafi ekki sent frá sér sína fyrstu plötu fyrr en 1972, hafði hann dundað sér heilmikið í tónlist- inni. Þeir Leon Russell spiluðu saman á smástöðum í Banda- ríkjunum og höfðu lítið uppúr. Síðar reyndi J.J. fyrir sér sem „kántrý“-söngvari en það gekk ekki heldur. Hann flutti til Los Angeles og hljóðritaði þar nokk- ur lög en lítið varð úr þeim upp- tökum. Það var ekki fyrr en Eric Clapton kom lagi hans „After Midnight" inn á vinsældalista kringum 1970 sem örlítið fór að rofa til. Og fyrsta platan kom út 1972. Hún heitir „Naturally" og er tónlistin rólegt „blús-popp“ sem er leitt áfram af kassagítarspili og sérstæðum söng J.J. sjálfs. Og þannig eru allar plötur piltsins. Rólegar og þægilegar að hlusta á. Lögin eru einföld, oft angur- vær, en alltaf ákaflega heillandi. Eða eins og einhver sagði: góð gamaldags tónlist. Nýlega gaf drengurinn út sína áttundu plötu og nefnir hann hana einfaldlega „8“. Nafnið er einfalt, svona rétt eins og tón- listin. En það skemmtilega við þetta er að hann nefndi fimmtu plötuna líka einfaldlega „5“ og þegar hlustað er á „8“ þá svipar þessum plötum nokkuð saman. Plöturnar nr. 6 og 7, „Shades" og „Grásshopper" eru nefnilega mun nútímalegri en „5“ og „8“. Öll hljóðblöndun er miklu hrárri á 5 og 8 og að auki svipar lögun- um sem slíkum mikið saman. Og þannig mætti halda áfram, en hjá því verður ekki komist að dæma J.J. Cale af fyrri afrekum hans. Hann á sér engan líka í poppinu í dag. Auðvelt væri að útskúfa hann og bera fyrir sig að allt þetta hefði verið gert áður en þá um leið væri verið að út- skúfa snjallan lagasmið, skemmtilegan söngvara og sér- stakan gítarleikara. Ekki verður annað séð en „8“ komi út sem ágætis plata. Hún er ekki eins góð og „Shades“ eða „Grasshopper" en langt frá að vera slæm. Hún líkist gömlu plötunum og fær veglegan sess á milli þeirra. FM/AM XTC er ein þessara feikigóðu bresku sveita, sem að mestu leyti fara fyrir ofan garð og neðan hjá okkur uppi á íslandi. I fyrra varð þó einhver breyting á, að ég held, með útgáfu plötunnar English Settlement. Þar voru reyndar tvær plötur á ferðinni í einföldu umslagi. Lagið „Senses Working Overtime" náði einhverjum vin- sældum, en hvort það hefur dug- að til þess að greypa nafn þess- ara frísku fjórmenninga í huga landans er ég efins um. Þeir félagar í XTC eru nú mættir tl leiks með nýja plötu, sem ber einfaldlega nafnið Mummer. Það verður að segjast eins og er, að hún er ekki eins sterk og meistarastykkið frá í fyrra, en tónlistin er enn þess eðlis að nær ógjörningur er að fá leið á henni. Guðsþakkarverður kostur á þessum síðustu og verstu tímum þegar tónlistin stefnir öll meira og minna í sama formið. Undirtónninn á Mummer er mun þyngri en t.d. á English Settlement, sem er mín eina við- miðun, þar sem tónlist XTC var mér hulinn heimur áður en þær plötur komu út. Þyngstur verður hann í laginu „Deliver Us from the Elements". Þar er eitthvað djöfullegt á seyði eins og nafn lagsins gefur reyndar til kynna. Þessi þungi undirtónn heldur áfram í laginu „Human Al- chemy" — fyrsta lagi á B-hlið, XJöföar til X X fólks í öllum starfsgreinum! „PRINSESS- GERIÐ VERÐSAMANBURÐ TÉKK-'KKISTIIL Laugaveg 15 sími 14320 FULL BÚÐ AF FALLEGUM GJAFAVÖRUM VERÐSÝNISHORN ■ ■ 18/8 24 karata 6 manna sett 24 hlutir stál: gullhúö: — í gjafakassa 6 manna sett 30 hlutir 2.650.- 3.610.- — í gjafakassa 3.070.- 4.150.- hnífur, gaffall, skeið (3 stk.) 330.- 470.- teskeið 70.- 90.- kökugaffall 70.- 90.- desertskeið 105.- 145.- sósuskeið 232.- 305.- saliatsett (2 stk.) 325.- 427.- tertuspaði (með sög) 232.- 305.- súpuausa 520.- 695.- — allt í gjafakössum Spyrjiö um munsturheitin: Blóm — Flétta — Múrsteinn — Venus — Perla — Rokkokó og nýja munstriö Prinsess. Kynnið ykkur gæði og útlit. H1 /fmeffa HOLLAND „BLÓM“ HNÍFAPÖR 18/8 gæðastál og spegilslípað — með og án 24 karata gullhúð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.