Morgunblaðið - 15.11.1983, Page 4

Morgunblaðið - 15.11.1983, Page 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 — eftir Ingimar Sipurðsson Inngangur Vart opnar maður svo dagblað þessa dagana, að ekki sé þar að finna skrif um hunda, eða réttara sagt afskipti manna af hundum í þéttbýli og rétt til hundahalds. Sýnist sitt hverjum og víst er að um fá mál þykjast menn skrifa af meiri réttlætiskennd og tján- ingarþörf, þótt tilfinningar liti að vonum mjög skrif sem þessi. Ekki var ætlun mín að bætast í þennan flokk, heldur að fjalla um málin frá réttarlegum sjónarhóli, ef vera kynni að þetta „mál málanna" yrði einhverjum ljósara og samhengi næðist í umræðuna. Að mínu mati hefur mikið skort á, að þeir sem um þessi mál hafa fjallað, hafi gert sér grein fyrir lagalegri stöðu þess, svo ekki sé minnst á þær ástæður, sem réðu því að þau voru tekin sérstökum tökum á Aiþingi fyrir næstum 60 árum. Forsaga Fyrstu lög, sem sett voru um hundahald beinlínis, eru lög nr. 8/1924, um heimild fyrir bæjar- stjórnir og hreppsnefndir til að takmarka eða banna hundahald í kaupstöðum og kauptúnum. I lög- unum segir, að siíkt skuli gert með reglugerð, sem stjórnarráðið sam- þykki. Ástæður þess að til þessar- ar lagasetningar kom, voru þær helstar, að á þessum árum var all- mikill fjöldi hunda, sem töldust alóþarfir, ekki síst í Reykjavík. Var talin stafa alvarleg sýk- ingarhætta af hundum þessum að áliti ýmissa lækna. Sullaveiki var ekki fátíð hér á þessum árum, en eins og almenningur veit, þá staf- ar hún eingöngu af hundum. Flutningsmenn frumvarps þess, er varð að lögum nr. 8/1924, töldu, að ekki væri hægt að komast af án hunda til sveita, en töldu að hundahald í kaupstöðum væri ým- ist alóþarft eða að mestu leyti óþarft og að hundasægur sá sem væri í Reykjavík væri til ógagns á margvíslegan hátt. Börn og jafn- vel fullorðnir ættu erfitt með að komast leiðar sinnar fyrir þeim hræðslulaust, ónæði væri af þeim að nóttu og ómenningarbragur að því að sjá gjammandi hunda á eft- ir flestum farartækjum, sem um göturnar fóru. Auk þessa töldu flutningsmenn, að það væri ekkert smáræði af mat sem þyrfti í alla þessa hunda og væri sá matur bet- ur kominn annars staðar. Töldu flutningsmenn, að þrátt fyrir það að til væru menn sem þætti fyrir að mega ekki eiga hund, þá væri ekki í það horfandi, þegar ríkari ástæður mæltu á móti. Aðalástæðan fyrir því að frum- varpið var lagt fram var vitanlega óttinn við sullaveikina, en ekki hefur enn tekist að vinna bug á henni að fullu. Það hefur líka skipt töluverðu máli, og má segja að þar sé um að ræða nýjan þátt í lagasetningu hér á landi, að taka bæri tillit til íbúa kaupstaðanna vegna þess ónæðis, sem af slíku takmarkalausu hundahaldi leiddi, sérstaklega um nætur. Þótt flutningsmenn gerðu ráð fyrir því að takmarka mætti hundahald jafnt sem banna, er greinilegt að þeir hafa gert ráð fyrir því, að frekar yrði beitt banni en takmörkun, enda varð sú raunin, þegar fram liðu stundir. Umræður um málið urðu væg- ast sagt fátæklegar á þingi og ekki reis neinn ágreiningur um kjarna málsins og var greinilegt að þing- menn voru mjög á sama máli um nauðsyn þessarar löggjafar. Rétt er að geta þess, að fyrir voru í lögum ákvæði um merki og hálsbönd, sem skylt var að hafa á hundum. Voru þessi lög ekki talin ná tilgangi sínum og taldi Magnús Jónsson, einn flutningsmanna hins nýja frumvarps, að þau væru þýðingarlaust kák, þar sem þeim væri ekki fylgt eftir. Ekki virðast hafa verið miklar deilur um þessi mál á þessum ár- um og notfærðu margar bæjar- stjórnir og hreppsnefndir sér heimildir laganna og settu ákvæði um hundahald og gengu þau ein- göngu út á bann. Raunin varð þó sú, að eftir því sem árin liðu slaknaði á eftirliti með því að samþykktum þessum væri fylgt eftir. Leið svo og beið fram til árs- ins 1952 að til nýrrar lagasetn- ingar kom á þessu sviði, þótt segja megi að forsögu hennar megi ekki rekja til sjálfs hundahaldsins heldur hundaskattsins. Gildandi lög Árið 1952 flutti landbúnaðar- nefnd neðri deildar Alþingis frumvarp til laga um hundahald og varnir gegn sullaveiki, eftir beiðni félagsmálaráðuneytis, sem hafði látið semja frumvarpið. Það sem fyrst og fremst vakti fyrir fé- lagsmálaráðuneytinu var, að lög- unum yrði breytt að svo miklu leyti sem þau snertu hundaskatt- inn. Urðu allmiklar umræður um þetta mál á Alþingi og breytti landbúnaðarnefnd neðri deildar frumvarpinu mikið frá uphaflegri mynd, en allt snerist það þó um hundaskattinn þar sem bændum þótti vegið harðlega að sér með þeim hækkunarákvæðum sem fól- ust í frumvarpinu. Um sjálft hundahaldið, þ.e.a.s. heimildir til að takmarka eða banna hundahald, var ekki fjallað. Var því nánast um það að ræða að verið væri að slengja saman tvennum lögum, sem e.t.v. væri æskilegt að væru í sama lagabálki. Efnislega heimildin um bann eða takmörkun hundahalds var sú sama og í lögunum frá 1924, nema lögin tóku fram að bæjarstjórnum og hreppsnefndum væri heimilt að ákveða með samþykkt sem heil- brigðismálaráðuneytið samþykkti að takmarka eða banna hunda- hald í sveitarfélaginu, þannig að allar sveitarstjórnir geta nú sam- þykkt bann eða takmörkun á hundahaldi og skiptir ekki máli hvort um er að ræða sveitar- stjórnir í þéttbýli eða strjálbýli. I kjölfar þessara laga var farið að setja sérstakar samþykktir um hundahald og kvað nú við nokkuð annan tón, þar sem ekki var ein- göngu um að ræða bannsamþykkt- ir heldur og samþykktir um tak- Ingimar Sigurðsson „Með skírskotun til ofanritaðs, tel ég að löggjafinn hafi búið vel að þeim aðilum, er heimild hafa til að tak- marka eða banna hundahald, kjósi þeir slíkt og vilji þeir fylgja því eftir. Annað mál er að þar sem hundahald hefur verið bannað eða takmarkað, hefur væg- ast sagt orðið mikill misbrestur á hvað snert- ir framkvæmdina.“ markanir á hundahaldi, sem þó fyrst og fremst byggðust á því að leyfis væri aflað hjá viðkomandi sveitarstjórnum. Gildandi lög um hundahald eru því lög nr. 7/1953 um hundahald og varnir gegn sullaveiki með þeim breytingum sem felast í 22. gr. laga nr. 50/1981, um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit, en vik- ið verður að þeim síðar. í lögum nr. 7/1953 kemur fram sú megin- regla að hundahald sé leyfilegt, þ.e.a.s. hafi viðkomandi sveitar- stjórnir ekki gert um slíkt sam- þykktir í formi banns eða tak- mörkunar. Er því villandi að ræða um að leyfa hundahald. Síðla sumars 1973 barst heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu samþykkt sveitarstjórnar Garðahrepps um hundahald, þar sem lögð voru til önnur úrræði en þekkst höfðu fram að því. Meðal þeirra skilyrða sem sveitarstjórn Garðahrepps vildi setja fyrir því að menn fengju að halda hunda, var auk fjölmargra annarra, að greitt yrði svokallað leyfisgjald fyrir hvern hund og að hundeig- andi væri skyldugur að ábyrgð- artryggja hund sinn hjá viður- kenndu vátryggingarfélagi. Því er þessi samþykkt um hundahald í Garðahreppi nefnd, að hún olli straumhvörfum í þess- um málum, þar sem á eftir fylgdi skriða af samþykktum í svipuðum búningi. Þótt gengið hafi verið frá málum á þennan hátt, var það álit stjórnvalda að nefnt fyrirkomulag væri á engan hátt haldbært til frambúðar, þar sem engin ákvæði væri að finna í lögum er heimiluðu gjaldheimtu, eða að krefjast mætti tryggingar, þótt eðli máls samkvæmt væri erfitt að fram- kvæma takmörkun hundahalds án slíks. Öllum þykir sjálfsagt að þeim aðilum, sem vilja halda hunda og ekki er bannað slíkt, sé gert að greiða fyrir það hæfilegt gjald og sjálfsagt þykir að hunda- eigendum sé gert skylt að ábyrgð- artryggja hunda sína gegn skaða- verkum, sem þeir kunna að vinna. Þetta leiddi til þess að við endur- skoðun laga nr. 12/1969, um holl- ustuhætti og heilbrigðiseftirlit, sem hófst árið 1978 og lauk með tilkomu laga nr. 50/1981 með sama heiti, sem öðluðust gildi 1. ágúst 1982, er tekin afstaða til þessara atriða. Það er því rangt að halda því fram, að lagaákvæði í dag séu lítt áreiðanleg til þess að framfylgja reglum um hundahald, en sliku hefur verið haldið fram af sveitarstjórnarmönnum. Auk þess skal bent á, að refsiramma laga nr. 7/1953, um hundahald og varn- ir gegn sullaveiki, hefur nýlega verið breytt svo að lögregluyfir- völd geta nú gert húsleit vegna hunda, þar sem brot gegn lögun- um getur nú valdið það hárri sekt að lög um meðferð opinberra mála heimili húsleit. Það var ekki síst vegna þessa, sem lögregluyfirvöld stóðu ráðþrota gagnvart „brotleg- um“ hundum, tækist að koma þeim í hús áður en lögreglan kom á vettvang. Var reyndar í Saka- dómi Reykjavíkur árið 1975 kveð- inn upp úrskurður þar sem synjað var um húsleit vegna hunds sem bitið hafði ungan dreng illa. Þýðingarlaust kák? Með skírskotun til ofanritaðs, tel ég að löggjafinn hafi búið vel að þeim aðilum, er heimild hafa til að takmarka eða banna hunda- hald, kjósi þeir slíkt og vilji þeir fylgja því eftir. Annað mál er að þar sem hundahald hefur verið bannað eða takmarkað, hefur vægast sagt orðið mikill misbrest- ur á hvað snertir framkvæmdina og hafa þessar samþykktir margar Endanleg tillaga sænsku ríkisstjórn- arinnar um launþegasjóði lögð fram Frá Magnúsi Brynjólfmyni, frétU- manni Morgunblaósins í I'ppsölum. Launþegasjóðir þessir fela í sér einhverjar þær mestu fjármagns- tilfærslur og breytingar á valda- hlutföllum sem um getur á síðustu áratugum í Svíþjóð. Sjóðirnir færa gífurlegt vald í hendur laun- þegahreyfingarinnar og má líkja þessu að nokkru við þjóðnýtingu einkarekstrar í landinu. Sjóðirnir munu fjármagnaðir af umframhagnaði einkafyrirtækja og eftirlaunagjaldi. Hver sjóður mun hvert ár fá sem nemur 4 millj. Skr. Uppbygging sjóðanna skal vera lokið 1990 og greiðslum þar með hætt til þeirra. Stjórnir sjóðanna Hver sjóður mun hafa 9 með- limi. Þar af skulu 5 vera frá þeim, „sem gæta hagsmuna launþega". Ríkisstjórnin skipar fyrst um sinn menn í sjóðstjórnirnar, en það á eftir að rannsaka hvort möguleiki er að hafa beina kosningu síðar meir. Sjóðstjórnirnar eiga að hafa byggðastefnu að markmiði sínu, sem kemur fram í því að stjórn- armenn verða úr viðkomandi landshluta, þar sem sjóðnum er ætlað að starfa. Hins vegar munu sjóðirnir ekki bera neina ábyrgð á byggðarstefnu viðkomandi lands- hluta eða vera skyldir að beina fjárstreymi í tiltekin byggðarlög. Ekki hefur verið ákveðið hvernig landshlutarnir afmarkist í smá- atriðum, en ein tillagan gengur út á að Norrland verði eitt svæði. Sjóðstjórnirnar munu sjálfar ákveða hvar skrifstofur þeirra verða staðsettar, en ríkisstjórnin óskar eftir hagkvæmu vali með tilliti til miðstýringar. Fjármögnun Sjóðirnir fá fjármagn sitt þann- •P 1. Öll fyrirtæki í landinu, sem skila ákveðnum brúttóhagnaði, munu greiða 20 prósent af gróð- anum í formi skatts. 2. Innheimt verður sérstakt eftir- launagjald, sem nemur 0,2 pró- sentum. Samanlagt gerir þetta á ári um 2 millj. Skr. miðað við verðlag 1983. Hlutabréfakaup Sjóðirnir skulu fjárfesta þannig að þeir gefi sem mestan hagnað og er ætlast til að þeir dreifi áhætt- unni. Fjármagnið á aðallega að nota til kaupa á hlutabréfum í framleiðslufyrirtækjum. En sjóð- irnir eiga einnig að geta lánað fé til annarra peningastofnana og keypt sig inn í minni firmu, sem ekki eru skrásett á verðbréfa- markaðinum. Enginn sjóður fær að eiga meira en 8 prósent af hlutabréfum í hverju firma. Þessi takmörkun er gerð til að sjóðirnir verði óháðir sín á milli auk þess sem þeir eiga ekki að taka á sig ábyrgð á fyrir- tækjunum. Þessi takmörkun á ekki við firmu, sem eru skráð á verðbréfamarkaðinum. Atkvæðisréttur Hver sjóðstjórn getur fært helming hlutabréfaatkvæðisréttar síns í tilteknu fyrirtæki til stað- bundins stéttarfélags. Skilyrði fyrir yfirfærslunni er að stéttarfé- lagið óski eftir þessari tilhögun. Hagnaður Hinn árlegi hagnaður höfuð- stólsins á að gangá'til eftirlauna- sjóðanna. Tryggingastofnun ríkis- ins og ríkisendurskoðun mun ár hvert gera úttekt á því hvernig launþegasjóðunum hefur tekist að ávaxta fjármagn sitt. Litlir launþegasjóðir Sjóðirnir hafa rétt til að leggja fram fé til smáfyrirtækja, bæði með beinum skuldbindingum og með greiðslum í móðurfyrirtækin, þ.e. fjármögnunarfirmu. Ríkisstjórnin vill auk þess stýra fjárstreyminu beint til smáfyrir- tækja. Tillagan gengur út á að 100 millj. Skr. verði notaðar til að stofna sérstakan „smáfirmasjóð", sem verði tengdur fjármögnun- arbankanum. Tilgangur sjóðsins verður annars vegar að hvetja til stofnunar sérstaks fyrirtækis, er sér um kauphallarviðskipti og hins vegar að leggja fram áhættu- samar lánveitingar til smáfyrir- tækjanna. Nákvæmari tillaga um smáfirmun verður lögð fram seinna. Viðbrögð Borgaralegu flokkarnir, samtök atvinnulífsins og langflestir at- vinnurekendur hafa harðlega gagnrýnt þessar tillögur á meðan launþegahreyfingin LO (ASÍ) hef- ur ákaft fagnað tillögunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.