Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 8
Húsið að Merkurgötu 3. Dæmi um gott viðhald í gömlu húsi, en það var byggt árið 1903 og hefur í áratugi sett svip á miðbæinn. Reyndar var byggt við húsið fyrir mörgum árum, en það heldur vel sínum upprunalega stfl og hefur alla tíð verið til sóma hvað viðhald snertir. Eigendur Merkurgötu 3 eru Guðlaug Karlsdóttir og Sæmundur Þórðarson. Kaffistofan Kænan stendur rétt fyrir ofan smábátabryggjuna í suður-höfninni í Hafnarfirði. Þetta er snotur kaffistofa sem opnuð var fyrir nokkrum árum. Eigendur eru hjónin Elsa Aðalsteinsdóttir og Ingvar Arnason. Þeim var veitt viðurkenning fyrir snyrtimennsku innan dyra Og utan. Ljómumdir Gunnar G. Vigfúnnon. Fegrunarnefnd Hafnarfjarðar: Eigendum fímm húsa veitt riðurkenning FEGRUNARNEFND Hafnarfjarðar efndi til kaffisamsætis á Gaflinum 9. september sl., þar sem fram fór afhending viður- kenninga nefndarinnar fyrir árið 1983. í ræðu formanns nefndarinnar kom fram að afhending færi nú fram í seinna lagi, sökum þess að verið var að bíða eftir betri tíð, veðrið í sumar hafi verið óvenju óhagstætt öll- um sumargróðri og m.a. vegna þess, hafi nefndin farið inn á nýjar brautir. Til dæmis hafi aldrei áður verið veitt viðurkenn- ing fyrir góða um- gengni við nýbygg- ingu, en þar komi inn þáttur sem vissulega sé þess verður að huga að í framtíðinni. Flestir bæjarbúar hafa tekið eftir sér- stakri snyrtimennsku við nýbygginguna að Hjallahrauni 15. Eig- andi er Helgi Vil- hjálmsson, en bygg- ingarmeistari Stefán Vilhjálmsson. Aðrir sem hlutu við- urkenningu nefndar- innar voru: Helga Stefánsdóttir og Gunnar Hjaltalín, fyrir fegrun og um- hverfisvernd við hús þeirra að Sævangi 44. Guðlaug Karlsdóttir og Sæmundur Þórð- arson, Merkurgötu 3, fyrir snyrtimennsku og viðhald á eldra húsi. Þorvaldur Guð- mundsson, forstjóri, fyrir fegrun og snyrti- mennsku við iðnað- arhúsnæði. Elsa Aðalsteins- dóttir og Ingvar Árna- son v/Kaffistofuna Kænan, fyrir snyrti- mennsku innan dyra og utan. Auk þeirra sem hér er getið, færði nefndin bæj aryfirvöldum þakkir fyrir framlag þeirra til fegrunar- mála og garðyrkju- manni bæjarins, Steinþóri Einarssyni, alveg sérstaklega fyrir dugnað að fegrun Hafnarfjarðar, og færðu honum smágjöf frá nefndarkonum. í Fegrunarnefnd Hafnarfjarðar eru Sjöfn Magnúsdóttir, Helga Guðmundsdótt- ir og Sigríður Magn- úsdóttir. Viöurkenningu fyrir umhverfisvernd og sérstaklega smekklegar fram- kvæmdir hlutu hjónin Helga Stefánsdóttir og Gunnar Hjaltalín, fyrir lóð sína aö Sævangi 44. Hús þeirra stendur í Norðurbænum, sem er eitt af nýjum hverfum bæjarins. Hefur því fijótt verið tekið til að lagfæra lóðina, sem er sérkennileg og fijgur frá náttúrunnar hendi, en eftirtektarvert er hvar þar spilar vel saman, upprunalegt umhverfi og framkvæmdir af mannavöldum. Viðurkenningu fyrir snyrtimennsku við iðnaðarhús fékk Ali-húsið að Dalshrauni 9B. Eigandi er Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri. Eins og mörgum er kunnugt er þar á neðri hæðinni matvæla- framleiðsla en á efri hæð hússins er listmunasalurinn „Háholt“. Nú var í sumar veitt í fyrsta skipti viðurkenning fyrir eftirtektarverða snyrtimennsku við hús í byggingu. Húsið er við Hjallahraun 15. Eigandi er Helgi Vilhjálmsson, en byggingarmeistari Stefán Vilhjálmsson. OPIÐ TIL SJÖ (KVÖLD g Yörumarkaðurinnhf. eiðistorgih o mánudaga — þriðjudaga — - midvikudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.