Morgunblaðið - 15.11.1983, Side 12

Morgunblaðið - 15.11.1983, Side 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 SiðfræðOeg vandamál við upphaf lffs: Viltu verða mamma systur þinnar? — eftir Pétur Þorsteinsson í kvæðinu um Jón og mig, sem vorum eins og bræður, var sagt, að ekki hefði þá skort mæður, því ei þær reyndust færri vera en tvær. Ef kvæðið hefi verið ort nú á dög- um, þá væri eflaust unnt að segja, að þær hafi ekki reynzt vera færri en fjórar, án þess að menn þurfi að reka upp stór augu. Tækninni hef- ur fleygt það mikið fram, að við upphaf nýs lífs er það vel gerlegt. í föstudagsblaði Morgunblaðsins hafa birzt greinar að undanförnu um ófrjósemi og leiðir til að bæta úr henni. Ætlunin er hér að greina aðeins frá umræðum í Svíþjóð, sem hafa fylgt í kjölfarið á marg- víslegum tilraunum við upphaf nýs lífs og þar bent á, að við getnað hjá manninum, þá er ekki verið að fást við hvítar tilraunamýs í búrum. Þær tæknilegu framfarir, sem hafa átt sér stað í þessum fræð- um undanfarið hafa verið afar hraðar og því menn staðið fyrir framan ýmis vandamál, sem voru ekki til staðar áður. Þótt þetta eina tæknilega vndamál sé leyst, að kona, sem ekki getur átt barn, getur átt barn, þá koma önnur vandamál í staðinn. Eru þau bæði mannleg, lagaleg, sið- fræðileg og líffræðileg. Þær auknu rannsóknir í þessum fræðum hafa gert mönnum kleift að fara inn á vettvang sem var allsendis óþekktur áður. Foreldrar hafa oft haft í frammi óskir um það, að eignast örugglega strák eða stelpu. Nú hillir undir þann veruleika. Dágott kaup í 9 mánuði það Vísindamönnum hefur tekizt á sl. ári í Colorado í Bandaríkjun- um að meðhöndla egg þannig, að eftir að þau hafa verið frjóvguð, þá má sjá út, hvort um er að ræða karlkynsegg eða ekki. Er konunni gefið inn hormónalyf til þess að hún losni við mörg egg í einu og þannig unnt að plokka út strák, ef það er óskin og setja inn aftur. Áður höfðu vísinda- menn látið frjóvguð egg synda í albuminlausn til að ákvarða kyn, þar sem karlkynsegg syndir heldur hraðar í lausninni. En með þeim ákvörðunum var ekki unnt að ná meiri vissu en sem nam um 80%. Fyrir þær konur, sem ekki geta átt börn með neinu móti, þá eru til konur, sem eru bara til þess að ganga með barnið og selja það síðan. í Bandaríkjun- um eru þessar „meðgöngumæð- ur“ auglýstar upp fyrir þá, sem hafa áhuga á að kaupa barn. En „meðgöngumóðirin" frjóvguð með sæði eiginmanns viðkom- andi konu, sem ekki getur átt barn með sæði annars manns eða þá að egg einhverrar konu, sem hefur selt það til eggja- banka, er frjóvgað með sæði úr sæðisbanka. En hvaðan svo sem hið frjóvgaða egg er tilkomið, gengur „meðgöngumóðirin" með viðkomandi barn og taka for- eldrarnir við því strax á fæð- ingarheimilinu, þar sem í flest- um tilvikum vill „meðgöngumóð- irin" ekki líta barnið augum til þess að mynda ekki tengsl við það. Greiðsla fyrir svona pöntun- arbarn er f sumum tilvikum um 10 þúsund dollarar. Ef fleira en eitt frjóvgað egg er sett inn í „meðgöngumóðurina" þá koma að einhverjum líkindum álíka mörg börn út. Því er því ekkert til fyrirstöðu, að „meðgöngu- móðirin" geti selt tvö börn í einu, úr því að hún er að ganga með á annað borð. „Varan“ verður að vera gallalaus Þegar tekizt hefur að ákvarða kyn frjóvgaðs eggs með vissu, þá er unnt að selja það til móður eða þá „meðgöngumóður". Eitt vandamál, sem hefur komið upp varðandi pöntunarbarn, var að það fæddist vanskapað, með fósturskaða. Þá vildi enginn eiga barnið. Líkt og þegar farið er út í kaupfélagið. Fólk vill geta skil- að gölluðum hlut eða þá það kaupir ekki augljóslega gallaðan hlut. Jafnhliða hafa vísindamenn gert tilraunir á dýrum þar sem reynt er að hafa áhrif á erfðaeig- inleika viðkomandi. Með kynbót- um, þá hefur þeim tekizt að fá fram afurðameiri afkvæmi. En með tilraun á músum, þá var unnt að búa til risamús með því að setja inn í frjóvgað egg nýtt gen, sem breytir erfðaeiginleik- unum. En þessir nýju erfðaeig- inleikar koma til með að erfast. Væri unnt að setja vaxtarhorm- ón í frjóvgað egg til að gera menn t.a.m. hæfari til afreks- íþrótta. Þá væru núverandi heimsmet ekki lengi að fjúka, sem sett hafa verið af mennsk- um mönnum. Þessi nýja risamús tvöfaldaði þyngd sína miðað við venjulegar mýs. Tilraunir af þessu tagi með frjóvgað mannsegg gætu þvi átt sér stað, ef ekkert er að gert. Því er viðbúið, að það verði að setja lög um „réttinn til eigin erfða". Að það geti ekki komið til til- rauna af þessu tagi undir nein- um kringumstæðum. Erfðaleg þrýstihöndlun (genetic manipul- ation) getur ekki verið samboðin mennsku mannsins. Erfðaleg stjórnun er réttlætanleg, þegar verið er að framleiða aukinn mat handa hungruðum heimi. Þar er verið að gera tilraunir, sem auka von þeirra, er svelta. Er blóðskömmin brátt engin? Það hefur verið lengi óskrifuð regla innan kjarnafjölskyldunn- ar, að þar hefur verið um algert bann við kynlífi að ræða, og ver- ið talin blóðskömm, ef af hefur orðið. Ekki tóku menn það sem guðdómlega vizku, boð eða bönn. Þar er líklegt, að liggi mannleg reynsla að baki, sem forskrift fyrir mannleg samskipti innan kjarnafjölskyldunnar. En með tilkomu sæðis- og eggjabanka, þá getur sú staða komið upp, að um óafvitandi blóðskömm sé að ræða. Sæðisgjafinn er ævinlega óþekktur og eins er um egggjaf- ann líka. Þannig vex úr grasi kynslóð, sem ekki veit um kyn- föður sinn né móður. Það hefur hingað til þótt vera sjálfsagt, að menn fengju að vita, hver væri raunverulegur faðir, ef um ætt- leiðingu hefur verið að ræða. Hvatt til þess að draga það ekki úr hömlu að láta barnið vita um það sem fyrst. Því á barn, sem getið er á þann hátt, að óþekktur sæðisgjafi eða egggjafi kemur til, heimtingu á því að vita, hver faðir þess er eða móðir. Væri það ekki nema til þess m.a. að ekki kæmi til að hálfsystkin ættu barn saman. Með því að nú er unnt að geyma frjóvgað egg í frysti ára- Frá Áfengisvamarráði: Staðreyndir um áfengt öl 1. Sala milliöls var leyfð í Sví- þjóð 1965. Þeir sem fengu því til leiðar komið héldu því fram að ölneysla drægi úr neyslu sterkra drykkja. Reynslan varð þveröfug. Unglinga- og barnadrykkja jókst gífurlega og sænska þingið bannaði framleiðslu og sölu milliöls frá 1. júlí 1977. 2. Á fyrsta árinu eftir milliöls- bannið minnkaði áfengis- neysla Svía um 10% miðað við hreinan vínanda. Neysla öls (allra tegunda) minnkaði um 24% miðað við áfengismagn. 3. Á milliölsáratugnum í Svíþjóð jókst áfengisneysla um 39,5%. Á sama árabili jókst neyslan á fslandi um 26,1%. 4. Félagsmálaráðherra Svía seg- ir m.a. um það mál: „Ég er ein- dregið þeirrar skoðunar að á nýliðnu tíu ára tímabili milli- öls í Svíþjóð hafi grunnur ver- ið lagður að drykkjusýki sem brátt muni valda miklum vanda." 5. f Finnlandi var sala áfengs öls leyfð 1968. Þá var áfengis- neysla Finna minni en ann- arra norrænna þjóða, að ís- lendingum undanskildum. Eft- ir að sala áfengs öls hófst hef- ur keyrt um þverbak hvað drykkju snertir þar í landi. Nú drekka Danir einir Norður- landaþjóða meira áfengi en Finnar. Margir telja drykkju- venjum Finna svipa að ýmsu leyti til drykkjusiða fslend- inga. 6. Á tímabilinu frá 1969—1974 jókst áfengisneysla Finna um 52,4%. Á sama tíma jókst neyslan hérlendis um 35% og þótti mörgum nóg. 7. Þegar sala áfengs öls hafði verið leyfð í rúm tvö ár í Finnlandi, hafði ofbeldisglæp- um og árásum fjölgað um 51% og hinum alvarlegustu þeirra glæpa, morðum, um 61,1%. 8. Danir eru mestir bjórdrykkju- menn meðal norrænna þjóða. Þar eykst og neysla sterkra drykkja jafnt og þétt. Þeir drekka allt að þrisvar sinnum meira en fslendingar enda drykkjusjúklingar þar hlut- fallslega miklu fleiri. Þar er öldrykkja ekki einungis vandamál á fjölmörgum vinnustöðum heldur einnig í skólum. Ofneysla bjórs er al- geng meðal barna þar í landi og ofdrykkja skólabarna stór- fellt vandamál. Meðalaldur við upphaf áfengisneyslu mun u.þ.b. 4 árum lægri en hérlend- is. 9. Vestur-Þjóðverjar, ásamt Tékkum, neyta meiri bjórs en aðrar þjóðir Evrópu. Þar jókst heildarneysla áfengis á árun- um 1950-1967 um 196% - Á sama tíma jókst neyslan hér- lendis um 70% og þótti flestum meira en nóg. 10. Þýska blaðið Der Spiegel, sem vart verður vænt um bindind- isáróður, helgar nýlega drykkjusýki unglinga (Jugend Alkoholismus) forsíðu og verulegan hluta eins tölublaðs. 11. Háskólarnir í Hamborg, Frankfurt og Mainz rannsök- uðu fyrir nokkrum árum áfengisneyslu ökumanna og ölvun við akstur í Þýskalandi. Rannsóknin leiddi í ljós að að- alskaðvaldurinn er bjórinn en um helming allra óhappa á vegunum mátti rekja til hans. Ef við bætast þau tilfelli, þar sem bjór var drukkinn með víni eða sterkari drykkjum, hækkar hlutfallið í 75%. 12. f Belgíu er yfir 70% alis áfengis, sem neytt er, sterkt öl. Þar eru um það bil 95% allra drykkjusjúklinga öl- drykkjumenn, þ.e. menn sem drekka ekki aðra áfenga drykki en öl. 13. Formaður samtaka æskulýðs- heimilaforstjóra í Stokkhólmi segir: „Öldrykkja er mesta og alvarlegasta vandamál æsku- lýðsheimilanna. Auðveldara hefur verið að fást við vanda- mál af völdum ólöglegra fíkni- efna.“ 14. Vitað er að unglingar og börn hefja áfengisneyslu oft og tíð- um með öldrykkju. Hún veldur m.a. því hversu margir ungl- ingar og jafnvel börn þjást af drykkjusýki í ölneyslulöndum. 15. Félagsmálaráðherra Breta gerði í ræðu á árinu 1977 harða hríð að ofdrykkjusiðum þar í landi og bjórkrám. Kvað hann krárnar oft sveipaðar rómantískum ljóma fyrir sjón- um þeirra sem lítt þekktu til. Hann benti á að á síðastliðn- um 20 árum hefði ölneysla aukist um 50%. Neysla sterkra drykkja hefði hins vegar þre- faldast á sama tíma og neysla léttra vína fjórfaldast. — Á sama tíma og neysla sterkra drykkja eykst um 54% á ís- landi eykst hún um 300%, eða tæplega 6 sinnum meira en hér, í Englandi og búa þeir þó síður en svo við skort á bjór- krám eða áfengu öli. 16. Nýjar rannsóknir sýna að því fleiri áfengistegundir sem eru á boðstólum og því víðar þeim mun meira er drukkið. Drykkjusjúklingum fer fjölg- andi er drykkja eykst. 17. Jafnslæmt er fyrir drykkju- sjúkling að drekka eina ölkrús og viskístaup. Á þennan sann- leika ber að leggja megin- áherslu. En það er líka jafn- hættulegt fyrir barnið eða unglinginn. Og börn eiga áreiðanlega greiðari aðgang að öli en viskíi eða sú er a.m.k. raunin meðal nágrannaþjóða okkar. 18. Eina raunhæfa leiðin til að koma í veg fyrir fjölgun drykkjusjúkra er að draga úr neyslunni. Til þess eru ýmis ráð. Og þótt góðra gjalda sé vert að lækna drykkjusjúka og gefa þeim að nýju þrek og sjálfstraust — er hitt þó mik- ilvægara að leitast við að koma í veg fyrir að menn verði 19. Addiction Research Founda- tion of Ontario er þekktasta rannsóknastofnun í heimi á sviði áfengis- og fíkniefna- mála. Stofnunin varð á sl. ári samstarfsaðili Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) um þessi efni. Álits ARF var leitað varðandi öl- málið íslenska og var mat þeirra að ástand þessara mála versnaði stórum ef leyfð yrði hér bruggun og sala áfengs öls. 20. óheft frelsi áfengisauðmagns- ins til framleiðslu, dreifingar og sölu þessa fíkniefnis mun óþekkt nú á dögum þó að ýms- ir gerist til þess að halda slíkri stefnu fram. — Meira að segja Frakkar hafa komið á ýmsum hömlum og hefur tekist með þeim (en ekki fræðslunni einni) að minnka drykkju verulega. Og nú boðar Frakk- landsforseti 10 ára herferð gegn drykkjuskap. 21. Olgerðir eyða hundruðum milljóna króna í áróður, bein- an og óbeinan. óafvitandi ger- ast ýmsir sakleysingjar áróð- ursmenn þeirra afla sem hafa hag af því að sem flestir verði háðir því fíkniefni sem lög- ieyft er á Vesturlöndum, áfengi. Því má bæta við að samtök bruggara greiða hinum lakari blöðum stórfé fyrir að birta staðleysur um áfengismál, oft undir yfirskini vísinda- mennsku. Slæðast slíkar rit- smíðar stundum í blöð hér- lendis. 22. Ef enginn hefði fjárhagslegan ábata af drykkju annarra og þar með þeim hörmungum, sem af henni hljótast, væri áfengismálastefna þjóðarinn- ar raunsærri og heiðarlegri, sbr. baráttu gegn öðrum vá- gestum svo sem holdsveiki og berklum. Áfengisvarnaráð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.