Morgunblaðið - 15.11.1983, Side 14

Morgunblaðið - 15.11.1983, Side 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 BMW 635 CSi reynsluekið Ótrúlega snöggur - Frá- gangur til fyrirmyndar — Liggur mjög vel á vegi NIÐURSTAÐA Niðurstaðan af þessum liðlega 4.000 km reynsluakstri er einfald- lega sú, að það er ótrúlega ánægju- iegt að aka bílnum við ólíkustu að- stæður. Hann er snöggur, liggur vel á vegi, er lipur innanbæjar. Frágangur er allur til fyrirmyndar og það fer mjög vel um ökumann og farþega. Það fer ekki milli mála, að BMW 635 CSi er skemmtilegasti bíll, sem ég hef ekið til þessa. SKIPTING, VÉL OG PEDALAR BMW 635 CSi er knúinn 6 strokka, 218 hestafla benzínvél, sem er 3.430 rúmsentimetrar. Kraftinn vantar því ekki í gripinn. Bíllinn, sem ég reynsluók var sjálfskiptur og var hreint ótrúlegt hversu snöggur hann var upp. Manni varð ósjálfrátt hugsað til þess hversu gríðarlega snarpur hann hlýtur að vera beinskiptur. AKSTURSEIGINLEIKAR Um aksturseiginleikana þarf í sjálfu sér ekki að fjölyrða mikið. Þeir eru í einu orði frábærir. Fjörðunin er stíf og bfllinn liggur eins og límdur við hraðbrautirnar þegar honum er ekið á miklum hraða. Það var til dæmis ekkert tiltökumál, að aka honum vel yfir 230 km á klukkustund. Einu vand- ræðin voru aðrir ökumenn, sem fóru hægar. Bíllinn er furðulega lipur með tiliiti til þess hversu stór hann í raun er. Mjög auðvelt var að skjótast á honum í mikilli stór- borgarumferðinni, enda er beygju- radíusinn góður. Bíllinn leggst ekkert niður í hornin, þegar hon- um er ekið inn í krappar beygjur og svarar á allan hátt ótrúlega vel. Sighvatur Blöndahl BMW-verksmiðjurnar vestur- þýzku hafa löngum verið þekktar fyrir framleiðslu á hraðskreiðum og vönduðum bílum. Ég fylltist því óneitanlega nokkurri eftirvæntingu á dögunum, þegar mér bauðst að reynsluaka flaggskipi flotans, sporthílnum BMW 635 CSi. Reynsluaksturinn fór fram á vegum og hraðbrautum meginlands Evrópu og þegar upp var staðið hafði ég ekið liðlega 4.000 km. Bíllinn brást í engu þeim hugmyndum, sem ég hafði gert mér fyrirfram um hann. Hann er mjög snöggur, liggur ótrúlega vel á vegi og allur frágangur er til fyrir- myndar. ÚTLIT BMW 635 CSi er mjög sportlegur í útliti, en það sem kannski vekur helzt athygli, er hversu stór hann er. Hann er óvenjulega stór af sportbíl að vera, reyndar stærri en flestir þeirra. Bíllinn er straum- línulaga og samsvarar sér mjög vel fyrir minn smekk. Hann er niður- byggður að framan, en undir stuð- aranum er síðan fyrirkomið mikilli vindskeið. Afturbygging bílsins er ávðl, en á loki farangursgeymsl- unnar er komið fyrir vindskeið til að auka enn á stöðugleika bílsins, þegar hratt er ekið. BMW 635 CSi kemur á sérstökum álfelgum, sem eru mjög sportlegar og gefa bíln- um skemmtilegt yfirbragð. Billinn er framleiddur með hinum hefð- bundnu BMW aðalljósum, þ.e. tvisvar sinnum tveimur aðallömp- um. í vindskeiðinni er fyrirkomið þokuljósum og fannst mér ein- hvern veginn, að þar hefði höndun- um verið kastað eilítið til. Ljósin eru ekki látin falla inn í vindskeið- ina, sem hefði óneitanlega komið betur út. Ef litið er aftan á bílinn eru ljósin af hefðbundinni stærð og koma vel út. DYR OG RÝMI BMW 635 CSi er „að sjálfsögðu" tveggja dyra, enda í „Coupé-út- færslu". Dyr bílsins eru tiltölulega stórar og er mjög haganlegt fyrir ökumann og farþega frammi að ganga um þær. Hins vegar er frek- ar óhönduglegt að koma sér aftur í bílinn, eins og reyndar vill vera al- mennt í sportbílum. Þess verður strax vart, að rými fyrir ökumann og farþega frammi er með ágæt- um. Á það við um fótarými, loft- rými og hliðarrými. Það hcfur greinilega allt kapp verið lagt á, að láta þá sem frammi sitja hafa það sem bezt. Leggjalengstu menn geta hreinlega teygt úr fótunum og hæstu menn eru ekki með höfuðið uppi í þaki bílsins. Hvað varðar rýmið aftur í, þá er það frekar af kynna ef eitthvað er að. Ef kviknar á því lítur maður á sérstakan að- vörunarljósa-panel á vinstri væng borðsins, sem sýnir nánar hvað hefur farið úrskeiðis. Sá panell er jafnframt þannig úr garði gerður, að ökumaðurinn getur tékkað á honum áður en haldið er af stað hvort allt sé með felldu. Aðalljósa- rofinn er við hlið öryggisljósa- panelsins á heldur óhönduglegum stað. Stjómtæki miðstöðvarinnar, sem virkar mjög vel eru síðan á hefðbundnum stað á hægri væng borðsins. Hún er að því leyti frá- brugðin venjulegum miðstöðvum, að styrkurinn er ekki i þrepum, heldur er hægt að auka og minnka hann jafnt og þétt. I kringum miðstöðina eru síðan rofar vegna afturrúðuupphitunar, upphitunar á hliðarrúöum, neyðarljósa og fleira. Undir stjórntækjum mið- stöðvarinnar er síðan steríótæki, sem fylgir bílnum, en tengt því eru fjórir hátalarar í bilnum, tveir frammi og tveir aftur í. Við hlið steríótækisins er síðan tölva, sem hægt er að nota til ýmissa verka. Reyndar er ég þeirrar skoðunar, að sportbílar eigi að vera beinskiptir. Þannig njóta eiginleikarnir sin bezt. Enda kom það i ljós, þegar ég innti BMW-menn eftir því, að langflestir kaupa bilinn með 5 gira beinskiptum kassa. Þvi verður hins vegar ekki á móti mælt, að ansi var nú þægilegt að skjótast um í stór- borgarumferðinni með sjálfskipt- inguna. Úti á hraðbrautunum kom bíllinn ótrúlega vel út, jók ennþá hraðann án fyrirhafnar vel yfir 200 km á klukkustund. Hvað pedal- ana áhrærir, þá eru þeir vel stað- settir og ástig á þá er gott. Bíllinn er að sjálfsögðu með powerbrems- um, sem virka mjög vel. Það var furðulegt hversu vel hann brems- aði á gríðarlegum hraða. Mælaborðið er klassískt, en jafnframt sportlegt f aðra röndina. ins verður þess strax vart, að þar hefur í engu verið til sparað, eins og oft vill verða í sambandi við aftursæti. Um er að ræða tvö mjög vönduð aðskilin sæti, sem farþegar eru algerlega skorðaðir í. Sætin eins og reyndar sæti almennt í BMW bílum eru frekar stíf, sem mér finnst vera kostur. Það verður hins vegar að hafa hefðbundinn fyrirvara á ágætum sæta, því þar ræður persónulegt mat og þá kannski með hliðsjón af vaxtarlagi hvers og eins mikið ferðinni. Þó held ég að mér sé óhætt að full- yrða, að fólki gæti hreinlega ekki annað en liðið vel í sætum BMW 635 CSi. Almennt um innrétting- una er það að segja, að frágangur er allur til fyrirmyndar og bíllinn er ríkulega búinn. Rúður eru allar rafdrifnar og eru stjórntæki fyrir þær bæði milli sætanna í bílnum og í hliðunum aftur í fyrir farþega, sem þar eru. MÆLABORÐ Mælaborðið í BMW 635 CSi hef- ur klassískt yfirbragð jafnframt því, að vera sportlegt í aðra rönd- ina. 1 því er að finna tiltölulega stóran hraðamæli með ferðamæli, sem gott er að lesa af. Þá er stór snúningshraðamælir og undir hon- gm er bráðsniðugur mælir, sem sýnir benzíneyðslu bílsins hverju sinni. Milli stóru mælanna eru sið- an benzínmælir og hitamælir, auk aðvörunarljóss, sem gefur til skornum skammti. Fyrir stóra menn er nær ógerningpir að koma sér vel fyrir, sérstaklega hvað fóta- rými varðar. Loftrými og hliðar- rými er í lagi. Ef fjórir meðalstórir menn væru á ferð, gætu þeir komið sér skikkanlega fyrir, með því að hafa framsætin í millistöðu. Far- angursrými bílsins er ósköp venju- legt, en mætti að ósekju vera held- ur meira. SÆTI OG INNRÉTTING Sætin í BMW 635 CSi eru mjög vönduð og á það bæði við um fram- og aftursæti bílsins. Þau eru klædd sérstaklega ofnu plussáklæði, sem fnjög gott er að sitja á, þótt eknar séu langar vegalengdir. Það fór hreint ótrúlega vel um mann í framsætum bílsins. Hliðar- og bakstuðningur er mjög góður, en á sætunum eru hefðbundnir stilli- möguleikar, þ.e. hægt er að færa þau fram og aftur, auk þess að breyta stellingu baksins. Þá er möguleiki á því að breyta hæð sæt- isins, sem er mjög til hagræöis. Það vakti undrun mina hversu lítið þreyttur ég var einn daginn, þegar ég ók linnulítið milli 1.200 og 1.300 km. Þegar sezt er í aftursæti bíls- BMW 635 CSi. BMW Gerd: BMW 635 (Si Framleidandi: BMW Framleiðslulaiid: Vestur-Þýzkaland InnflyljaDdi: Kristinn GuAnasou hf. Afgreióshifrestnr: 3 mánuAir Þyngd: 1.430 kg Lengd: 4.755 mm HcA: 1.365 mm Hjólhaf: 2.630 mm Farangursgeymsla: 480 lítrar Benzíntankur 70 Iftrar Véh 6 strokka, 218 hesUfla, 3.430 m3 benzínvél Skipting: sjilfskiptur Bremsur: Power-bremsur, diskar að framan og aftan Fjöðrun: Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli SÍýri: Vökvastýri HjólbarAan 205/70 VR 14 HámarkshraAi 245 km/klst BenzíneyAsla: 9,5 Htrar aA meðaltali Bílar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.