Morgunblaðið - 15.11.1983, Page 16

Morgunblaðið - 15.11.1983, Page 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 Talið er að á milli 5000 og 6000 manns leggi stund á rúpnaveiðar á hverju hausti, samkvæmt upplýs- ingum sem Morgunblaðið fékk hjá Sverri Sch. Thorsteinsson, for- manni Skotveiðifélags íslands. Þar af er talið að á milli 150 og 200 menn stundi rjúpnaveiðar í at- vinnuskyni á hverju hausti. Jafn- framt er álitið að ekki færri en 10.000 manns eigi skotvopn og um 4.000 menn hafa endurnýjað skotvopnaleyfi hjá lögreglunni í Reykjavík. Sverrir sagði í spjalli við Mbl. að það væri mat Skotveiðifélags- ins að megnið af þeim mönnum sem færu til fuglaveiða, stunduðu rjúpnaveiðar. Misjafnt væri hins vegar hversu oft menn færu, en fjöldi manna færi ekki oftar en einu sinni til þrisvar sinnum á hausti. En þó væru til atvinn- umennirnir svokölluðu, sem færu eins oft og hægt væri og stætt væri vegna veðurs. Þessir menn seldu síðan afla sinn. Varðandi veiðiréttarmál, gat Sverrir þess að þau hefðu lengi verið ofarlega á dagskrá í Skot- veiðifélaginu og hefðu menn sýnt þessum málum sérstaka rækt. Sverrir sagði að félagið hefði mik- inn áhuga á réttindum manna á hreindýraveiðisvæðum og það væri mat félagsins að hreindýrin væru eign þjóðarinnar og hefðu landeigendur ekki neinn forgang þar að, en þessi mál væru í ólestri, og ekki síst af hálfu menntamála- ráðuneytisins, sem ætti að halda utan um þau. Varðandi gæsaveið- ar, sagði Sverrir, að hann hefði setið í nefnd á vegum ráðuneytis- og fuglafriðun, nr. 33/1966. í 2. gr. þeirra er kveðið svo á, að landeig- anda einum eða ábúanda, ef jörð er byggð á leigu, séu heimilar fuglaveiðar í landareign sinni. En hvað er landareign? Um það getur risið ágreiningur í fjölmörgum til- vikum. Eðlilegast virðist að skýra þetta hugtak í umræddum lögum svo að það taki til lands, sem lúti fullkomnum einkaeignarrétti. Samkvæmt 2. til 5. gr. sömu laga virðist aðalreglan sú, að afréttir eru almenningi frjálsir til fugla- veiða. Þar segir: „Öllum íslenskum ríkisborgurum eru fuglaveiðar heimilar í afréttum og almenning- um utan landareigna lögbýla, enda geti enginn sannað eignar- rétt sinn til þeirra." Svo virðist sem sá misskilning- ur sé nokkuð útbreiddur, að það að eiga afrétt heimili landeiganda eða landeigendum að banna mönnum þar fuglaveiði. Afréttar- eign fylgir einungis ákveðinn takmarkaður afnotaréttur, t.a.m. beitarréttur og veiðiréttur í vötn- um og ám, en alls ekki betri réttur til fuglaveiða, en íslenskir ríkis- borgarar almennt njóta. Á þessum misskilningi kunna í ýmsum til- vikum að hafa byggst auglýsingar landeigenda um bann við rjúpna- veiðum á afréttum þeirra. Hér er þó skylt að taka fram að til kunna að vera einhverjir afréttir í einka- eign, sbr. niðurlag lagaákvæðisins hér að framan. f nokkur ár auglýstu Ölfus- og Selvogshreppar rjúpnaveiðibann á afréttum sínum, m.a. á Hellis- Talið að á milli 5000 og 6000 manns veiði ijúpu á hveriu hausti ins sem fjallaði um þessi mál og væri niðurstaðan sú að samskipti veiðimanna og landeigenda séu í nokkuð góðu horfi. Einnig hefði gæsanefnd félagsins samið við bændur víða um land um að fé- lagsmenn Skotveiðifélagsins fengju aðgang að veiðum í löndum þeirra, en menn fengju aðeins þessi réttindi að undangengnu prófi hjá Skotveiðifélaginu. Varðandi réttindi rjúpnaveiði- manna sagði Sverrir, að félagið hefði snúið vörn í sókn varðandi landréttarmálin. Væri það mat fé- lagsins að landeigendur, sem teldu sig eiga lög frá fjöru og upp í jökla, yrðu að sýna fram á og sanna það að þeir ættu landið. Það væri skoðun félagsins að menn væru í fullum rétti að veiða á af- réttum og almenningum, svo og ógirtum beitarlöndum, jafnvel þó þau lægju býsna nálægt ræktuð- um löndum og bæjum. Hins vegar vildi félagið að veiðimenn virtu að fullu rétt landeigandans, væri hann til staðar. Hér á eftir birtist greinargerð frá Landréttarnefnd Skotveiðifé- lagsins um það, hvar má veiða rjúpu og hvar ekki. Hvar má skjóta rjúpu og hvar ekki? Rjúpnaveiðitíminn er hafinn. Vaknar þá sú spurning enn, sem rjúpnaskyttur spyrja sjálfar sig og aðra: Hvar má veiða rjúpu og hvar ekki? Því miður fer því fjarri að reglur séu svo skýrar, að unnt sé með vissu að draga glögg mörk í hverju einstöku tilviki milli landa, sem almenningi er heimilt að veiða á án sérstaks leyfis, og landa, þar sem veiðileyfis er þörf. Meginreglurnar eru þó nokkuð ótvíræðar í lögum um fuglaveiðar heiði. Af einhverjum óútskýrðum ástæðum tók lögreglan á Selfossi að sér að framfylgja banninu, m.a. með því að leggja hald á byssur manna, sem gengu til veiða á þessa afrétti. Ein rjúpnaskyttan höfðaði mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur í febrúar 1975 (mál nr. 525/1975) gegn fjármálaráð- herra, dómsmálaráðherra og rík- issaksóknara fyrir hönd ríkissjóðs til greiðslu bóta vegna þess að Skotveiðifélag Islands með tilmæli til rjúpnaveiðimanna: Virðið lög og reglur varðandi vopn, leyfi, skotfæri og landrétt SKOTVEIÐIFÉLAG íslands hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatil- kynningu, í tilefni þess að rjúpnaveiðitíminn er hafinn. Rjúpnaveiðitími er í algleym- ingi. Skotveiðifélag íslands hvetur hérmeð félagsmenn sína og aila aðra sem ganga til rjúpna, að virða gildandi lög og reglur varð- andi skotvopn, skotfæri, vopna- leyfi og landrétt. 1. Gangið vel um land og lífríki. 2. Virðið rétt landeigenda. 3. Sýnið öðrum veiðimönnum háttvísi. 4. Gangið til veiða í einu og öllu með hugarfari góðs veiðimanns. 5. Látið vita af ykkur, ef nokkur kostur er, bæði við komu og brottför (upphaf og lok veiði- ferðar). Látið vita hvert farið er og um áætlaðan veiðitíma. 6. Félagsmenn, munið að útfylla veiðiskýrslu. Þær eru þýð- ingarmikil gögn við rannsóknir. 7. Verið vel útbúnir að öllu leyti. Öll rjúpnaveiði á vélknúnum farartækjum er bönnuð. Fugla- veiði á vélsleðum er siðleysi. Þá hefur Skotveiðifélagið bent á heppilegan útbúnað fyrir rjúpna- skyttur og segir að eftirfarandi útbúnaður sé miðaður við eins dags gönguferðir á rjúpnaveiðum. Mikilvægt sé að miða útbúnað við aðstæður og veðráttu hverju sinni og á sumum sviðum gildi að hver verði að haga útbúnaði sínum sem reynslan kennir honum. Hins veg- ar sé annar búnaður ófrávíkjan- legur og ætti enginn að ganga til rjúpna án þeirra hluta. Síðan seg- ir: Klæðnaður: Nærfot, síðar ullarnærbuxur og langerma ullarbolur. Milliskyrta, sem loftar vel (ull- arskyrta, peysa). Lopapeysa, víð og þykk (eða lamb- skinnsvesti). Anorak, vindheldur, síður í áber- andi lit. Buxur, helst úr ull, víðar. Galla- buxur harðna í frosti og eru því óhæfar. Fjallgöngubuxur rétt niður fyrir hné eru góðar. Ullarsokkar, háir og þykkir. Ullarvettlingar, belgvettlingar eða skotvettlingar. Ullartrefill. Húfa (lambhúshetta), æskilega í sterkum lit. Föt til vara í plastpoka, ullarnærföt, regnföt, ullarsokkar og ullarvettl- ingar. Matur: Leggið aldrei af stað í gönguferð fyrr en eftir undirstöðugóðan morgunverð. Nesti: Brauð með góðu áleggi, kjötbiti, ávextir. Drykkir: Ávaxtasafi, heitt kaffi, te, súpa eða kakó. Tekinn skal vari fyrir því að drekka kalt fjallavatn, oftast nægir að skola munninn með köldu vatni. Geymið allan útbúnað í góðum, litsterkum bakpoka á grind. Skilyrðislaus neyðarbúnaður: Álpoki Pennamerkjabyssa eða merkjaskot í haglabyssu. Stór appelsínugulur poki (plast, nælon). Skilyrðislaus útbúnaður: Áttaviti. Landakort. Skyndihjálparpakki. Úr, klukka. Vasahnífur, snæri. Vasaljós, með rafhlöðum, sem þola mikið frost. Flauta. Hitatæki, stormeldspýtur, spritt. Annar útbúnaður: Feröaútvarp. Labb/rabb-tæki. Kerti. Stormgleraugu. Andlitshlíf. Hæðarmælir, lítill. Þrúgur, skíði, mannbroddar. Klósettpappír. Auk þess getur komið sér vel að hafa ýmislegt smávegis, svo sem límband, saumnál, tvinna, vara- reimar og plastpoka. Að lokum: Skiljið bíllykla ávallt eftir við bílinn. Veiðibúnaður: Skotvopn, í burðaról. Skotfæri, í belti eða tösku. Sjónauki, léttur. Hreinsitæki. Skotkrækja. Skotvopnaleyfi. Útbúnaður:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.