Morgunblaðið - 25.11.1983, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.11.1983, Qupperneq 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 271. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fangaskiptin eru algjört kraftaverk Frelsinu fagnað Palestínumenn, sem verið höfðu fangar ísraelsmanna, gefa sig- urmerki úr stiga flugvélarinnar, sem flutti þá frá Ben Gurion- flugvelli í ísrael til Alsír í gær. - segir Arafat leidtogi PLO Tel Atít og Trípolí, 24. nóvember. AP. ÍSRAELSMENN skiptu í dag á 4.600 palestínskum longum fyrir 6 ísraelska hermenn. Þessi fangaskipti, sem áttu sér stað fyrir atbeina margra þjóða, hafa vakið mikinn fógnuð í Israel, Líbanon og Alsír. Hófust skiptin með mikilli leynd á miðvikudagskvöld og þegar þeim var lokið, höfðu ísraelsmenn látið lausa fleiri fanga frá fjandmönnum sínum, Palestínumönnum, en átt hefur sér stað nokkru sinni áður í samskiptum þjóðanna. Fangaskiptum þessum var komið á fyrir atbeina Alþjóða Rauða krossins og frönsku stjórnarinnar. Andropov, forseti Sovétríkjanna: Frekari eldflauga- viðræður útilokaðar Palestínsku fangarnir voru flutt- ir frá Suður-Líbanon og ísrael til Alsír. Þannig lentu þrjár risaþotur í Algeirsborg síðdegis í dag og út úr þeim stigu um 1000 fangar, sem fögnuðu frelsinu óspart. Um 3600 fangar til viðbótar voru sendir til borganna Sidon og Tyros. ísraelsk herþyrla flutti hins vegar sex ísra- elska hermenn, sem Palestínumenn höfu haft á valdi sínu, til herflug- vallar í grennd við Tel Aviv. Þeir höfðu verið fangar í 15 mánuði og við komuna heim var hellt yfir þá kampavíni. Var sjónvarpað beint frá komu þeirra og er talið, að nær öll ísraelska þjóðin hafi fylgzt með atburðinum. Á fundi með fréttamönnum í Trípolí sagði Arafat í dag, að þeir Palestínumenn, sem ísraelsmenn hefðu látið lausa, yrðu „gestir" Als- írstjórnar að sinni eða „unz hægt er að taka ákvörðun um, hvar þeirra verður þörf“. Lýsti Arafat þessum fangaskiptum sem „krafta- verki“, sem gerzt hefði samtímis því, sem menn hans mættu hafa sig alla við til þess að standast árásir uppreisnarmannna innan PLO, er sæktu fram til Trípolí i skjóli sýr- lenzkra skriðdreka. Arafat tók það fram, að þessi fangaskipti stæðu í engum tengslum við þær tilraunir, sem nú fara fram á mörgum stöð- um í von um að koma á vopnahléi innan PLO og til að binda enda á umsátrið um hann og lið hans f Trípolí. Ahmed Jibril, einn helzti foringi uppreisnarmanna, sagði í dag, að óvíst væri, hvað gert yrði við tvo ísraelsmenn, sem menn hans hefðu á valdi sínu. Sagði Jibril, að 300 af stuðningsmönnum hans væru í fangabúðum ísraelsmanna í Suð- ur-Líbanon og ekkert væri vitað um, hvort nokkur af þeim hefði verið í hópi þeirra fanga, sem fsra- elsmenn hafa nú látið lausa. Ribli vann ZOLTAN Ribli sigraöi f annarri ein- vígisskák þeirra Vassily Smyslovs. Sá síöarnefndi beitti afbrigöi af ind- verskri vörn og var staöan jöfn og tvf- sýn lengi framan af, unz Ungverjanum tókst að opna stööuna í 27. leik Smysl- ov í óhag. Geröi þessi leikur í rauninni út um skákina og tókst Smyslov ekki aö finna neina haldbæra vörn, en gafst upp í 42. leik. Moskvu og London, 24. nóvember. AP. YURI Andropov, forseti Sovétríkj- anna, sagöi í dag, aö frekari þátttaka Sovétmanna í Genfarviðræöunum um fækkun meöaldrægra kjarnorkueld- flauga væri „útilokuö" og aö þeir myndu hætta við aö fresta uppsetn- ingu á nýjum eldflaugum af gerðinni SS-20. Kemur þessi yfirlýsing í kjöl- far þeirrar ákvöröunar Bretlands, Ítalíu og Vestur-Þýzkalands að láta koma fyrir nýjum bandarískum eld- flaugum í þessum löndum. í leiðurum margra blaða i Vestur-Evrópu kom hins vegar sú skoðun fram i dag, að Sovétmenn ættu eftir að setjast að samninga- borðinu að nýju i Genf. Þannig sagði Le Matin, blað jafnaðar- manna í París, að nú væri nóg kom- ið af „leiksýningum. Sovétmenn eru búnir að fylgja eftir hótunum sínum. Friðarsinnar hafa látið í ljós áhyggjur sínar og stjórnir Vesturlanda lýst yfir „harmi“ sín- um, en virðast ekki hafa látið hót- anir Rússa koma sér úr jafnvægi". Blaðið Daily Telegraph í London sagði í dag i leiðara, að „hvorki væri ástæða til þess að undrast né hafa of miklar áhyggjur út af því, að Rússar skyldu slíta viðræðun- um. Þeir hafa alltaf sagt, að þeir myndu ganga út, er fyrsta Persh- ing-eldflaugin kæmi til Vestur- Þýzkalands". Telur blaðið horfur á því, að Rússar muni hefja samn- ingaviðræður á ný í byrjun næsta árs. Neil Kinnock, leiðtogi brezka verkamannaflokksins, sagði hins vegar í dag, að Bandaríkin bæru jafn mikla ábyrgð á því og Sovét- ríkin, að slitnað hefði upp úr þess- um viðræðum og að Bandaríkja- mönnum hefði borið skylda til þess að hafa meira samráð við banda- menn sína í Evrópu. XINHUA, hin opinbera frétta- stofa í Kína sagði í dag: „Sovétríkin hafa misst yfirburðastöðu sína og Bandaríkin eru í betri aðstöðu nú til þess að semja við þau í kjarn- orkuvopnaviðræðunum. Uppsetn- ing nýju eldflauganna gefur einnig til kynna, að Bandaríkin og banda- lagsríki þeirra í NATO hafi staðið af sér hernaðarhótanir Rússa og tilraunir þeirra til þess að kljúfa samstöðu Vesturlanda". Skiptar skoðanir gagnvart Grenada - á brezku samveldisráðstefnunni Nýju Delhi, 24. nóvember. AP. „FORDÆMIÐ okkur ekki, því að við áttum ein.skis annars úrkosti,“ sagði John Comton, forsætisráöherra smáríkisins St. Lucia í dag á ráöstefnu brezku samveldisríkjanna, er hann varði hernaöaríhlutunina á Grenada, sem Bandaríkin stóöu aö ásamt sex smáríkjum á Karíbahafi. Og frú Eugenia Charles, forsætisráðherra Dómeníku tók í sama streng og sagði: „Þetta voru björgunaraögerðir, en ekki innrás'*. Mikils skoðanaágreinings gætti samt á samveldisráðstefnunni 1 afstöðunni til Grenada. Mörg Afr- íkuríki héldu því fram, að það ætti eftir að bjóða heim hernaðaríhlut- un Suður-Afríku í þeim nágranna- ríkjum, þar sem marxismi ríkti eins og í Angola, ef ráðstefnan samþykkti yfirlýsingu, þar sem blessun væri lögð á aðgerðirnar í Grenada. „Slíkt væri hið sama og kasta okkur fyrir ljónin," sagði Kenneth Kaunda, forseti Zambíu. Brúða handa forsœtisráðherranum Frú Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, tekur hér á móti brúðu aö gjöf á ráöstefnu brezku samveldisrfkjanna í Nýju Delhi. Fyrir miðri myndinni stendur Sheu Shagari, forseti Nígeríu og til hægri Bekhinpi Dlam- ini, forsætisráðherra Zwasilands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.