Morgunblaðið - 25.11.1983, Side 2

Morgunblaðið - 25.11.1983, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 Morgunblaðií/ Ólafur K. Magnússon Kistu skáldsin.s báru úr kirkju: Davíð Oddsson borgarstjóri, Sigurður Arnalds útgefandi, Eiríkur Hreinn Finnbogason ritstjóri, Matthías Johannessen skáld, Baldvin Tryggvason, formaður Almenna bókafélagsins, Kristján Karlsson skáld, Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri og Markús Örn Antonsson forseti borgarstjórnar. Næst þeim ganga ekkja Tómasar, Bertha J. Guðmundsson, og fjölskylda. Útfór Tómasar Guðmundssonar ÚTFÖR Tómasar Guðmundssonar skálds fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Séra Karl Sigurbjörnsson jarðsöng. Hörður Askelsson lék á orgel, Pétur Þorvaldsson á selló og Ljóðakórinn söng. Við útförina var sunginn sálmur eft- ir Tómas við lag Páls ísólfsson- ar; Syng Guði dýrð, syng Drottni þökk vor þjóð. Hörður Askelsson og Pétur Þorvaldsson léku verk eftir Vivaldi og Sigvalda Kalda- lóns og sungin voru versin: Nú legg ég augun aftur og Oss héðan klukkur kalla. Þá var sunginn sálmurinn Allt eins og blómstrið eina. Viðstödd athöfnina voru m.a. Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra og maður hennar, Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar, Auður og Halldór Laxness og sex bekkjarbræður Tómasar úr menntaskóla: Einar Olgeirsson fyrrum alþingismað- ur, Jakob Gíslason fyrrum raf- orkumálastjóri, Karl Þorsteins- son heildsali, séra Gunnar Árna- son, Gunnar Bjarnason fyrrver- andi skólastjóri og Torfi Bjarna- son læknir. Auk þeirra eru Magnús Ágústsson, Hveragerði, og Pétur Gislason, Eyrarbakka, enn á lífi af nítján bekkjar- bræðrum Tómasar. Tómas Guðmundsson var jarðsettur í Gufuneskirkjugarði. Otför hans fór fram á vegum Reykjavíkurborgar og að henni lokinni hélt Almenna bókafélag- ið erfidrykkju á Kjarvalsstöðum. Frá athöfninni í Dómkirkjunni, þar sem sr. Karl Sigurbjörnsson jarð- söng. Dálítiö kvíðin þangað til ljós- móðirin kom - segir ung kona, sem ól frumburð sinn á dekki vélbáts NeskaupsUður, 24. nóvember. „EG VAR dálítid kvíðin, þangad til Ijósmóðirin kom um borð. Mér leið annars ekkert illa og fæðingin gekk bara vel,“ sagði Marsibil Erlendsdóttir í viðtali við fréttaritara Mbl. í sjúkrahúsinu á Neskaupstað, en hún ól sitt fyrsta barn, ellefu marka sveinbarn, á dekki v/b Anný frá Mjóafirði í gær, rétt fyrir utan höfnina hér á Neskaupstað. Það var klukkan sjö í gærmorg- un, að hringt var frá Dalatanga í Hildi B. Halldórsdóttur ljósmóður í Neskaupstað og henni sagt að Marsibil væri þar að því komin að ala barn. Marsibil og eiginmaður hennar Heiðar W. Jones lögðu um það leyti af stað akandi til Mjóa- fjarðar, ásamt systur Marsibil, Helgu. f Mjóafirði bættist Jóhanna frá Brekku í fylgdarlið sængurkon- unnar og haldið var þaðan áleiðis til Neskaupstaðar á vélbátnum Anný. Ljósmóðirin fór á móti Anný í gúmmíbáti sem Dráttar- brautin hf. lagði til, og um borð í Anný komst hún við fjallið Nýpu. Það var svo rétt áður en bátur- inn lagðist við bryggju á Neskaup- stað að Marsibil ól barn sitt á dekkinu og gekk fæðingin vel og fljótt fyrir sig. Það hjálpaði til, að veður og sjólag var gott og gat móðirin verið á dekki alla leiðina frá Mjóafirði til Neskaupstaðar. Mæðginin dveljast á sjúkrahús- inu á Neskaupstað og heilsast báð- um vel. Bað Marsibil í viðtali við fréttaritara fyrir þakklæti til ljósmóður og allra þeirra sem að- stoðuðu við þessa óvenjulegu fæð- ingu. Sigurbjörg Sambandið innkallar 20—25 Citation-bíla YFIR 20 bflar af gerðinni Chevrolet Citation hafa verið innkallaðir af umboðinu hér, Bifreiðadeild Sam- bandsins, vegna galla, sem fram hafa komið í bflunum. Þessa dag- ana er verið að vinna að viðgerðum á þremur síðustu bflunum, að sögn Tómasar Óla Jónssonar, deildar- stjóra. „Fimmtán bílanna hafa verið innkallaðir vegna bilana í stýr- ismaskínum," sagði Tómas óli í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. „Framleiðandinn í Banda- ríkjunum, General Motors, hefur borgað efnið en eigendur bílanna hafa borgað ísetninguna, sem er um 2.500 krónur. Áður en ákvörðun um innköllun kom frá verksmiðjunum lentu einhverjir eigendur Citation í þvi að þurfa að borga bæði efni og ísetningu en því er ekki til að dreifa leng- ur.“ Nokkrir bílar voru innkallaðir hérlendis skv. tölvulista frá GM í Bandaríkjunum vegna bilunar í INNLENTV hosum á kæliröri fyrir sjálfskipt- ingu. „Það munu hafa verið bílar, sem voru framleiddir í ákveðnum verksmiðjum á ákveðnum dög- um,“ sagði Tómas. „Þá voru kall- aðir inn bílar vegna bilunar í bremsuventli í höfuðdælu, nokkrir vegna bremsugalla og svo loks þessir sem höfðu gallað- ar stýrismaskínur. Flestir bíl- anna voru af gerðinni 1980, nokkrir árinu yngri. Þessar við- gerðir hafa tekið hálfan dag eða heilan." Liðlega 150 bílar af gerðinni Chevrolet Citation hafa verið seldir hérlendis. Útför Kristmanns Guðmundssonar gerö frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag ÚTFÖR Kristmanns Guð- mundssonar rithöfundar verð- ur gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag kl. 10.30. Sr. Sig- urður Helgi Guðmundsson, sóknarprestur í Víðistaðasókn, Hafnarfirði, jarðsyngur. Kristmann verður jarðsettur í Fossvogskirkjugarði. Forsætisráðherra: Farinn til afmælis Koivisto í Finnlandi Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, fór áleiðis til Finn- Nafn konunnar sem beið bana KONAN sem lést í umferðarslysi á Laugavegi gegnt Mjólkurstöð- inni síðdegis á miðvikudag hét Friðborg Guðjónsdóttir, til heim- ilis að Stangarholti 22 í Reykjavík. Hún var 73 ára gömul, fædd 1. september 1910. lands í gærmorgun, en þar mun hann flytja Mauno Koivisto for- seta Finnlands árnaðaróskir ríkis- stjórnar íslands og íslensku þjóð- arinnar í tilefni af sextugsafmæli hans. Frá Finnlandi fer forsætis- ráðherra til Stokkhólms, þar sem hann mun sitja fund forsæt- isráðherra Norðurlanda og sam- eiginlega fundi með samstarfs- ráðherrum Norðurlanda og for- sætisnefnd Norðurlandaráðs. 1984 - skáldsaga George Orwell endurútgefin 1984, skáldsaga George Orwells, er komin út að nýju í íslenskri þýðingu, en hún kom út á frum- málinu 1949 og var fyrst gefin út á íslandi 1951. Á baksíðu bókarinnar segir meðal annars: „Skáldsaga George Orwells, 1984, er sígilt bókmenntaverk um ömurlegt framtíðarríki — ekki spásögn um hvernig líf manna kann að verða ..„.heldur martröð sem kunngerir hvernig það er að verða. í heimi 1984 er sífelldur ófriður það gjald sem greiða verður fyrir ömurlega velsæld, þar sem Flokkurinn viðheldur völdum sínum með því að stjórna með harðri hendi öllum orðum og gjörðum manna. Sagan 1984 er meira en kald- hæðin skáldsaga um villi- mennsku í alræðisríki. Þetta er ekki aðeins pólitísk skáldsaga heldur einnig gagnrýnin athug- un á algjörri firringu stjórn- valda." Þess má geta að teikning af George Orwell prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs tímaritsins Time og ítarleg grein er um hann í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.