Morgunblaðið - 25.11.1983, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 25.11.1983, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 19 Stærsta farþegaskip heims, Norway, sést hér í samanburði við hið nýja skip. Nýtt farþegaskip fyrir 4000 manns á teikniborðinu: Þrisvar sinnum stærra en stærsta farþegaskip heims NORSKA útgerðarfyrirtækið Kloster er þessa dagana að láta hanna farþegaskip, sem gæti brot- ið blað í sögu slíkra skipa. Forráðamenn fyrirtækisins eru bjartsýnir, en enn hefur engin end- anleg ákvörðun um smíði skipsins verið tekin. Þetta nýja farþegaskip verður þannig úr garði gert, að allar vistarverur verða í yfirbyggingu skipsins, sem verður miklum mun hærri en hingað til hefur tíðkast. Með því móti fá öll her- bergin notið sólar einhvern hluta dagsins og svo auðvitað frísks lofts. 1 sjálfum skips- skrokknum verða síðan veitinga- hús, dans- og skemmtistaðir svo eitthvað sé nefnt. Skipið, sem verið er að hanna fyrir Kloster, verður 360 metra langt og 80 metra breitt, alls um 200.000 rúmlestir að stærð. Gert er ráð fyrir 4.000 farþegum um borð. Kostnaður við smíði þess er áætlaður tæplega 10 milljarð- ar íslenskra króna. Til þess að hægt sé að átta sig sérstaklega á hinni gífurlegu breidd skipsins má til saman- burðar má geta þess, að vel þekkt norskt farþegaskip — reyndar það stærsta í heimi — sem ber nafnið Norway, er 33 metra breitt og 315 metra langt, alls um 70.000 rúmlestir. Það tekur mest 2.000 farþega. Nýja skipið verður því meira en tvö- falt breiðara, enda mun ekki af veita þegar mið er tekið af hæð yfirbyggingar skipsins. Að sögn forráðamanna Klost- er-fyrirtækisins hefur rekstur þess sennilega aldrei gengið bet- ur en á þessu ári. Undir nafninu „Norwegian Caribbean Lines“ gerir út fyrirtækið fimm far- þegaskip á karabíska hafinu. Rekstur þeirra hefur gengið afar vel og eru forráðamenn Kloster bjartsýnir á framtíð farþega- skipa. Það er danskur skipaverk- fræðingur, Tage Wandborg, hjá verktakafyritækinu Knut E. Hansen, sem hefur teiknað þetta nýja risaskip, sem og reyndar önnur farþegaskip Kloster. Kona dæmd í 16 ára fang- elsi fyrir kókaínsmygl BUIach, Svísh. 24. nóvember. AP. HÖFUÐPAUR s-amerísks eitur- lyfjasmyglhrings var í dag dæmdur til 16 ára fangelsisvistar í Sviss. Er þetta þyngsti dómur í slíku máli þar í landi í 7 ár. Hámarksrefsing fyrir eiturlyfjasmygl er 20 ár í Sviss í kjölfar lagabreytingar, sem gerð var 1976 Það hefur vakið mikla athygli, að höfuðpaurinn er kona frá Chile, Maria Nelda Santana Valdez að nafni. Var hún sek fundin um að hafa smyglað a.m.k. 180 kílóum kókaíns til sölumanna í Frakk- landi, Ítalíu, Hollandi og Sviss, auk annarra landa. Valdez er 47 ára gömul og hefur ekki áður orðið uppvís að eitur- lyfjasmygli. Andvirði þeirra eitur- lyfja sem hún smyglaði er talið nema 46 milljónum dollara á svörtum markaði, eða sem svarar 1,3 milljarði íslenskra króna. Talið er að Valdez hafi haft a.m.k. 20 samstarfsmenn beggja vegna Atlantshafsins. Níu þeirra voru handteknir ásamt henni í mars í fyrra, eftir kókaínfund skammt utan við Zúrich. Þeir fá 2'k —llVá árs fangelsi. Þá var í dag einnig kveðinn upp dómur í Sviss í máli annarrar konu, Ruth Burgos de Rey, frá Bólivíu. Hún hafði einnig gerst sek um eiturlyfjasmygl. Mál henn- ar þótti helst athyglisvert fyrir þá sök, að kona þessi ér barnabarn bróður forseta Bólivíu. Hún var gripin með 4,5 kíló kókaíns á flugvellinum í Zúrich í ágúst. Skipuleggja leit að skrímslinu „Haggis“ Feröamálayfirvöld í Aberdeen hyggjast skáka Loch Ness-skrímslinu fræga Alxrdft n. 24. nóvembvr. AP. LOCH Ness-skrímslið má nú heldur betur fara að vara sig, að því er ferðamálayfirvöld í Ab- erdeen tilkynntu í dag. Til þessa hefur skrímsl- ið laðað þúsundir ferða- manna að vatninu ár hvert, en ferðamálayf- irvöld í Aberdeen hyggj-' ast hefja skipulega leit að öðru frægu fyrirbæri, sem sveipað hefur verið dulúð. Haggis er það nefnt í Skotlandi. Hinn kunni grasa- fræðingur David Bell- amy tjáði frétta- mönnum á fundi í dag, að ekki léki vafi á að fyrirbrigði með þessu nafni, Haggis, hefði á sínum tíma verið til, en nær útrýmt vegna ofveiði fyrir um 200 árum. „Ég er þess full- viss, að einhver dýr kunna að leynast í af- skekktum héruðum Skotlands," sagði Bell- amy ennfremur. Spendýr þetta var alsett hárum, með sundfit á fótum og iangt og mjótt trýni, sem breikkaði fremst. Lögun trýnisins ekki talin ólík trompeti. Að sögn Bellamy virðist Haggis um margt líkj- ast spendýri, sem fannst í Rússlandi og var gefið nafnið Des- man. Rétturinn Haggis dregur einmitt nafn sitt af þessu dýri, þótt ekki hafi hann verið búinn til úr kjöti þess eða innyflum. Haggis er annars einskonar skoskt slátur, þ.e. inn- yfli úr lömbum eru uppistaðan í réttinum. Hann þykir ýmist lost- æti eða hinn mesti viðbjóður, allt eftir því á hvaða heimilum er borið niður. Þótt Bellamy segist þess fuilviss, að enn megi finna eitthvert þessara dýra á lífi er yfirmaður dýragarðs- ins í Glasgow ekki sömu skoðunar. Hann sagði í dag: „Ég held að allir ódrukknir grasafræðingar lands- ins séu sammála um að menn komi ekki auga á Haggis í sínu eðiilega umhverfi nema í gegnum botn- inn á hálffullu viský- glasi.“ Nú í DÝRTIÐINNI biðja allir um ÓDÝRU STJÖRNU JÓLAKORTIN FAST í FLESTUM BÓKA- GJAFA- OG RITFANGAVERSLUNUM LITBRÁ HF. SÍMAR 22930 - 22865 Þú svalar lestrarþörf dagsins ájsídum Moggans! AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK City of Hartlepool 6. des. Ðakkafoss 16. des. City of Hartlepool 27. des. Bakkafoss 6. jan. NEWYORK City of Hartlepool 5. des. Bakkafoss 15. des. City ot Hartlepool 26 des Bakkafoss 5. jan. HALIFAX City of Hartlepool 30. des BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 27. nóv. Eyrarfoss 4. des. Alafoss 11. des. Eyrarfoss 18. des. FELIXSTOWE Álafoss 28. nóv. Eyrarfoss 5. des. Álafoss 12. des. Eyrarfoss 19. des. ANTWERP Alafoss 29. nóv. Eyrarfoss 6. des. Álafoss 13. des. Eyrarfoss 20. des. ROTTERDAM Alafoss 30. nóv. Eyrarfoss 7. des. Álafoss 14. des. Eyrarfoss 21. des. HAMBORG Álafoss 1. des. Eyrarfoss 8. des. Alafoss 15. des. Eyrarfoss 22. des. WESTON POINT Helgey 28. nóv. Helgey 12. des. LISSABON Grundarfoss 12. des. LEIXOES Grundarfoss 13. des. BILBAO Grundarfoss 14. des. NORDURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Dettifoss Mánafoss Dettifoss Mánafoss KRISTIANSAND Dettifoss Mánafoss Dettifoss Mánafoss MOSS Dettifoss Mánafoss Dettifoss Mánafoss HORSENS Dettifoss Dettifoss GAUTABORG Dettifoss Mánafoss Dettifoss Mánafoss KAUPMANNAHOFN Dettifoss Mánafoss Dettifoss Mánafoss HELSINGJABORG Dettifoss Mánafoss Dettifoss Mánafoss HELSINKI írafoss irafoss GDYNIA irafoss írafoss ÞÓRSHÓFN 25. nóv. 2. des. 9. des. 16. des. 28. nóv. 5. des 12. des. 19. des. 25. nóv. 6. des. 9. des. 20. des 30. nóv. 14. des. 30. nóv. 7. des. 14 des. 21. des. 1. des 8. des. 15. des. 22. des. 2. des. 9. des. 16. des. 23. des. 29. nóv. 28. des. 2. des 30. des. Mánafoss 17. des. -fram ogtilbaka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.