Morgunblaðið - 25.11.1983, Page 25

Morgunblaðið - 25.11.1983, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 Samræmt próf fyrir Sighvat Björgvinsson, Harald Blöndal og leiðarahöfund Mbl. 15. nóv. — eftir Hauk Viggósson Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að stinga niður penna til varnar samfélagsfræð- inni vegna þeirra, mér liggur við að segja fávíslegu skrifa sem birt- ust í leiðara Morgunblaðsins 15. nóvember sl. og í DV 18. nóvember sl. Eiginlega fannst mér ég ekki geta setið hjá. En hvernig á að svara skrifum sem þessum? Það er ætíð spurning. Ég veit að nógu margir eru til þess færir að bera fram fræðileg rök í þeirri umræðu sem vafalaust fylgir á eftir, því þungt hefur verið höggvið og ómaklega. Jafnframt verða marg- ir til þess að uppræta rangfærsl- urnar. Þar sem ég fékk mig ekki til að sitja hjá og var ekki fullviss um að ástæða væri til að ég blandaði mér í hina fræðilegu umræðu ákvað ég að halda mig við þá iðju sem íhaldsmenn vilja helst að kennar- ar stundi með reglulegu millibili, þ.e. að semja próf. Próf það sem hér birtist skal skoðast samræmt því það er aðeins ætlað þrem einstaklingum, þeim Sighvati Björgvinssyni, Haraldi Blöndal og ónafngreindum höf- undi leiðara Morgunblaðsins 15. nóvember. Einkunn verður í sam- ræmi við önnur samræmd próf, þ.e. fellur undir normalkúrfu. Þannig getur aðeins einn próftaka fengið einkunn A, næsti B og sá slakasti E og skoðast það fallein- kunn án tillits til greindar viðkom- andi. Prófið er gegn aðsteðjandi vitsmunaþembu. Prófsreglur og námsefni Próftakar: SB, HB, leiðarah. Mbl. Þeir mega hafa með sér les- efni og brjóstvit í prófið. Samræð- ur í prófi bannaðar og bannað er að hafa með sér samráð á próf- tíma í formi bréfaskrifta. Einnig er bannað að hugsa upphátt (það getur dregið úr gildi úrlausnar). Brot á prófreglum varðar brott- rekstri úr prófinu. Prófið er í þrem köflum. Námsefni fyrir fyrsta kafla: Brjóstvit, fordómar og ófram- kvæmdar rannsóknir (ekki sakar að beita agnar ögn af illkvittni, það gerir úrlausnir áhrifameiri og skemmtilegri aflestrar). Námsefni fyrir annan kafla eru greinar próftaka. Óþarfi er að lesa þær með gagnrýnu hugarfari, þær eru svo gagnrýnar sjálfar. (Sakar ekki að kunna þær utan að.) Námsefni fyrir þriðja kafla: Pínu-obbo-lítil eining í samfélags- fræði (sic) Jón Steingrímsson og móðuharðindin. Ýtarefni: Islands- sagan utan að. Þar sem þörf krefur verða upp- lýsingar undan prófköflum. I. kafli Við fyrstu og aðra spurningu er hyggilegast að beita brjóstviti í bland við fordóma og ekki sakar að vitna í óframkvæmdar rann- sóknir. 1. sp. Hvernig fer kennsla fram í skólum landsins (stutt ritgerð)? 2. sp. Hve margir skólar á íslandi eru búnir að henda gömlu íslands- sögubókunum (nefndið nokkrar þekktar tölur)? Þriðja spurning er s.k. krossa- spurning. Brjóstvitið er hér gríðarlega mikilvægt enda óskeik- ulasti mælikvarði sem þjóðin hef- ur beitt síðan landnám hófst á ís- landi (Njáll á Bergþórshvoli var þekktur fyrir ágætt brjóstvit, sömuleiðis Snorri goði og Einar Þveræingur). 3. sp. Hvað ber mestan og bestan vott um ódrepandi (sic) þjóðernis- kennd íslendinga nú á dögum (krossið við réttasta svarið)? Haf- ið í huga J)jóðarsjálf“. □ Allir lslendingar kunna ís- landssöguna utanbókar. □ Fjöldi í skrúðgöngu á 17. júní. □ Fjöldi þátttakenda í Keflavík- urgöngu. □ Fjöldi þeirra sem kjósa heldur íslenskt brennivín en vodka eða viskí. □ Að vera fylgjandi Z í íslensku ritmáli. □ Að skera niður fjárlög til náms- efnisgerðar t.d. í íslensku og sögu (samfélagsfræði). II. kafli Hér verður vitnað til greina þeirra sem fyrr er getið og nokkur gullkorn tekin og út af þeim lagt. Astæða þess að greinararnar voru valdar sem námsefni fyrir þennan hluta prófsins var að þær þóttu með eindæmum góður texti, skrifaður af slíkri snilld sem best sést í fornritum vorum. Þar mátti sjá að greinahöfundar höfðu allt lært og engu gleymt. Ný, jæja. Fyrst er vitnað, síðan spurt. 1. Drög að námskrá í samfélags- fræðum var tilbúin 1976. Morg- unblaðið segir: „Það kemur á óvart að í kyrrþey skuli hafa verið ákveðið að hætta að kenna íslandssögu í grunnskól- um og hefja í hennar stað kennslu í samfélagsfræði... “ Nú er árið 1983 og Morgun- blaðsleiðarahöfundur fyrst að heyra um málið. Sp. Hvað lærði leiðarah. Mbl. þegar hann gekk í skóla (krossið við allt sem við á)? □ Lærði að lesa □ lærði að skrifa. □ Lærði að afla sér upplýsinga. □ Lærði að vera hlutlægur í málflutningi. □ Lærði siálfstæð vinnubrögð. □ Lærði Islandssöguna utanbók- ar. 2. Orðsnilld Sighvats Björgvins- sonar á sér ekkert við að jafna. Hann segir á einum stað í grein sinni: „Væntanlega gætir ekki heldur neinnar hlutlægni í frásögn Námsgagnastofnunar af bavíönum. Enginn bavían öðrum meiri. Allir sömu aparn- ir.“ Sp. Er samfélag bavíana jafnaðar- samfélag (rökstyddu svar þitt)? 3. Ég vil helst ekki gera upp á milli Sighvats og Haraldar Blöndal. En því meiri sem orð- snilld Sighvats verður eykst speki Haraldar, en hann kemst svo að orði: „Hvernig geta menn lært án þess að læra utan að. Ég veit ekki til þess að nokkur fróðleikur verði til af sjálfu sér — en kannski heldur fólkið í skólarannsóknadeild- Haukur V'iggósson „Þar sem ég fékk mig ekki til að sitja hjá og var ekki fullviss um að ástæða væri til að ég blandaði mér í hina fræðilegu um- ræðu ákvað ég að halda mig við þá iðju sem íhaldsmenn vilja helst að kennarar stundi með reglulegu millibili, þ.e. að semja próf.“ inni, að menn geti skilið hluti án þess að læra þá fyrst.“ Hag- nýttu þér þessi spekingslegu orð til að finna lausn á næsta „vandamáli" (sic). Sp. Hversu marga hæfa alþingis- menn eiga íslendingar ef þeir þurfa allir að læra og skilja öll íslensk lög (krossaðu við besta svarið)? □ 0 □ 1 □ 10 □ 20 □ 30 □ 60 4. Ekki er hér beinlínis vitnað til greina fyrrnefndra manna en þangað er hugmyndin samt sótt. Sp. Eyrir hvað voru eftirtaldir þrír menn frægir: Séra Jón þumall Magnússon, séra Páll Björnsson í Selárdal, Þorleifur Kortson (krossið við rétta svarið)? □ Leiðaraskrif. □ Hlutlægni í málflutningi. □ Trúa því að samfélagsfræði gangi að Islandssögu dauðri. □ Galdraofsóknir. III. kafli Þessi kafli er sérstaklega gerður til þess að kanna kunnáttu i ís- landssögu. Það er aldrei að vita nema þessir ágætu menn bregði sér seinna í það starf að uppfræða íslenska æsku um leyndardóma sögunnar. Þá er mikilvægt að kanna hversu frjóir þeir eru, í hve vítt samhengi þeim tekst að setja einstaka þætti sögunnar. Heimild- irnar eru sem fyrr segir pínu- obbo-lítil eining í samfélagsfræði, þ.e. Jón Steingrímsson og móðu- harðindin. Stuðst er við einstaka kafla grunnbókarinnar sem sögð er spanna örfá ár í sögu íslensku þjóðarinnar. 1. Skúli Magnússon fógeti kemur við sögu. Nýttu þennan kafla til að fjalla um embættismenn þjóðarinn- ar. Rektu sögu embættanna. Hvaða heimildir myndir þú nota? 2. Einokunarverslunin: Rektu sögu einokunarverslunar á íslandi. Hvaða heimildir myndir þú nota? 3. Jón Steingn'msson var prestur: Gerðu verkefni um trú íslendinga frá kristnitöku. Hvaða heimildir myndir þú nota? 4. Jón Steingrímsson nam í llóla- skóla: Gerðu grein fyrir sambandi trúar og skóla á íslandi. Hvaða heimildir myndir þú nota? 5. Kötluhlaup og Skaftáreldar: Búðu til verkefni sem ber heitið „Kötlu- hlaup og Skaftáreldar voru ekki einsdæmi um náttúruhamfarir á ís- landi“. Hvaða heimildir myndir þú nota? 6. Ef þú vinnur þessi verkefni sam- viskusamlega og til væru aðgengi- legar heimildir, hve langan tíma í sögu landsins hefðir þú spannað? Hve margir mikilvægir þættir yrðu útundan og hvernig myndir þú bregðast við að fylla í þær eyður? 7. Er hugsanlegt að gömlu kennslu- bækurnar myndu duga sem heimild- ir um ofangreind atriði? 8. Lokaverkefni: Gerðu grein fyrir því hve dásamlegt samræmi er í því að höfðingjarnir skamma „undirtyll- urnar" fyrir að framleiða ekki nógu mikið námsefni á meðan þeir skera það niður sjáifir. Gangi ykkur vel á prófinu. Lokaorð: Ef þið þurfið nánari upplýsingar eða ykkur er ljós fá- fræði ykkar í vinnubrögðum samfélagsfræðinnar, verið þá velkomnir í tíma til mín eftir ára- mótin, því þá mun ég taka fyrir Jón Sigurðsson. Ef þið viljið fleiri próf verið þá velkomnir — mín er ánægjan. Haukur Yiggósson er kennari í Snælandsskóla og kennir þar ís- lensku og samfélagsfræói. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar VERPBRÉ FAMARKAOUR HUSI VERSLUNARINNAR SIMI 8 33 20 KAUPOGSAIA VEÐSKULDABRfFA Arinhleðsla Upplýsingar í síma 84736 Ljós á leiði Simi 23944. I.O.O.F. 1 = 16511258V4 = E.T.II. SPK. I.O.O.F. 12 = 16512258’/i E.T. II * Frá Guöspeki- fólaginu Áskriftarsími Ganglera er 39573. Fundur veröur í kvöld föstudag, 25. nóvember. Gísli Þór Gunn- arsson, flytur erindi sem hann nefnir „Vegir alsælunnar.“ FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferð sunnudaginn 27. nóvember Kl. 13. Helgafell — Valahnjúkar — Valabol Ekiö aö Kaldárseli, en þar hefst gönguferöin. Létt og skemmtileg gönguleiö Hæfi- leg útivera í skammdeginu lifgar upp á tilveruna. Allir velkomnir. Brottför frá Umferöarmiöstöö- inni. austanmegin Farmiöar viö bíl. Frítt fyrir börn i fylgd fullorö- inna. Feröafélag Islands. Kökubasar og kaffisala veröur i Fíladelfíu, Hátúni 2. kl. 14.00 á morgun, laugardag. Systrafélag Fíladelfíu. ÍR-skíðadeild 12 ára og yngri Æfing í ÍR-húsinu viö Túngötu, laugardaginn 26.11. kl. 13.00. Æft veröur bæöi úti og inni. Stjórnin. Aukatónleikar í Austurbæjarbíói laugardaginn 26. nóv. 1983 kl. 14.30. Dorrie’t Kavanna, sópran Kristján Jóhannsson, tenor Maurizio Barbacini, píanó Fjölbreytt efnisskrá. Miöasala í ístóni, hjá Sigfúsi Eymundssyn og Lárusi Blöndal. Tónlistarfólagið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.