Morgunblaðið - 25.11.1983, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 25.11.1983, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 31 Minning: Snorri Halldórs- son byggingameistari Fæddur 31. júlí 1911 Dáinn 18. nóvember 1983 Það var sem sól brigði sumri er mér var tjáð lát vinar míns, Snorra Halldórssonar, bygg- ingameistara, þessa starfsglaða og hugljúfa manns. Eg hafði þó fylgst með baráttu hans við þennan stórhögga sjúk- dóm, en ailtaf er von að úr rætist. Við sem hófum störf á seinnihluta þrítugasta tugar aldarinnar og fram hinn fertugasta með öllum þeim fjár- og atvinnuskorti, sem þá var ríkjandi hér i þjóðlífinu, verðum óafvitandi eitthvað tengd- ari hver öðrum, ekki sist er vorum vaxnir af líkum meiði. Ég kynntist Snorra fljótlega á hans fyrstu lærlingsárum hér í bænum hjá Einari heitnum Krist- jánssyni, byggingameistara, er hann kom úr sínum heimahögum vestan úr Dalasýslu, með létta pyngju en óþrjótandi áhuga og orku til sjálfsbjargar. Starfshuga hans og vinnusemi virtust lítil takmörk sett. Ég minnist hans allt frá því er hann var að velja sín fyrstu hand- verkfæri, allt gerði hann það að mjög vel yfirlögðu ráði og einmitt þann hátt hefur hann og á haft í öllu sínu lífsstarfi. Aldrei kastað höndunum til neins, en unnið öll sín störf af lífi og sál. Árangurinn hefur líka sýnt sig og á ég þar við Húsasmiðjuna hf., Súðarvogi 5—7 hér í borg, sem er einn af stærstu byggingaefnasölum og sumar- húsaframleiðendum landsins, en það fyrirtæki hefur Snorri byggt upp frá grunni og var frumherji hér á landi í fjöldaframleiðslu sumarhúsa. Hin síðari ár með son- um sínum tveim, Jóni og Sturlu, og dótturinni Sigurbjörgu, en þau vinna öll í þessu vinsæla og glæsi- lega fjölskyldufyrirtæki. Þær eru ekki fáar stórbyggingarnar hér í borg, sem Snorri hefur staðið að byggingu á, þó ekki sé minnst á nema Háskóla íslands og Náttúru- gripasafnið að ótöldum öllum íbúðarhúsunum bæði hér og ann- arsstaðar. Snorri Halldórsson var gæfu- maður í sínu einkalífi. Konu sinni, Ingu Berg Jóhannsdóttur, giftist hann ungur og hefur hún staðið við hlið hans af nægjusemi, nýtni og skilningi. Þau hafa eignast þrjú mannvænleg börn, sem fyrr er getið. Ég kveð Snorra með söknuði og virðingu fyrir allri hans ljúf- mennsku. Konu hans, börnum og barnabörnum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Minning um athafnamann sem skilur eftir sig sterk spor í borginni. Björn Guðmundsson Við fráfall Snorra Halldórsson- ar byggingameistara er margs að minnast frá langri viðkynningu. Okkar fundum bar fyrst saman á vordögum 1942. Hann var þá far- inn að starfa sjálfstætt hér í Reykjavík að húsbyggingum. Mitt erindi við hann þá var að falast eftir húsnæði. Hann lofaði mér litlu en efndi mikið. Snorri nam húsasmíði hjá Ein- ari Kristjánssyni byggingameist- ara og við þá iðngrein var hans ævistarf bundið. Hann fékk snemma mikinn áhuga á að bæta og breyta ýmsu í byggingariðnaði, sem honum fannst betur mega fara. Hann var brautryðjandi hérlendis í framleiðslu eininga- húsa. Sú grein byggingariðnaðar- ins var hans hjartans mál, enda lagði hann metnað sinn í að vinna henni fullan þegnrétt, þótt þar væri við ramman reip að draga. Auðnaðist honum að sjá mikinn og góðan árangur verka sinna þar. Snorri þekkti af eigin raun margvíslegan vanda þeirra, sem fást við húsbyggingar, ekki hvað síst í efnisútvegun og daglegri þjónustu bæði stórri og smárri. Hann kom því snemma á fót fyrir- tæki í því augnamiði að aðstoða iðnaðarmenn og allan almenning í þessu skyni. Hann nefndi þetta fyrirtæki Húsasmiðjuna og hefur hún notið velvildar fjölmargra viðskiptavina um land allt undir handleiðslu Snorra. Snorri hóf ekki sinn atvinnu- rekstur með digra sjóði, en hann átti hugsjón, sem hann hvarflaði aldrei frá og tókst með atorku og dugnaði að breyta í veruleika. Skarð er fyrir skildi við fráfall Snorra Halldórssonar. Mun mörg- un þykja það vandfyllt. Hann vildi allra götu greiða, var glaður og reifur hversdags og góður félagi starfsfólks síns. Hans elskulegu konu, Ingu Jóhannsdóttur, börn- um og tengdabörnum, sendum við hjónin innilegar samúðarkveðjur. Björn Helgason Fallinn er frá fyrrverandi for- maður okkar, Snorri Halldórsson. f hverfafélagi sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri, hefur hann með óbilandi dugnaði leitt félaga sína í starfi fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Félagar hans og vinir sem þar störfuðu með honum og kynntust orku hans og dugnaði eru þakklátir fyrir þann tíma sem leiðir þeirra lágu saman. Við sem á eftir komum og göngum í skörð- in sem myndast fyllumst virðingu fyrir störfum þessa manns sem á svo einstakan hátt sameinaði fé- lagsstörf og vináttu. Störf hans hljóta að verða að leiðarljósi fyrir okkur sem á eftir koma. Við hljót- um að feta í fótspor Snorra, því hann hefur á sinn hátt markað leiðina. Við sendum öll innilegustu sam- úðarkveðjur til fjölskyldu hans. F.h. stjórnar Félags sjálfstæð- ismanna í Austurbæ og Norður- mýri, Atli Eyjólfsson Snorri Halldórsson, bygginga- meistari, forstjóri Húsasmiðjunn- ar hf., lézt aðfaranótt föstudags- ins 18. nóvember sl. á Landa- kotsspítala. Hann veiktist fyrri- hluta þessa árs og náði, því miður, ekki fullri heilsu eftir það. Hann var fæddur 31. júlí 1911 í Magnússkógum í Hvammssveit, Dalasýslu. Sonur Halldórs Guð- mundssonar, bónda þar og konu hans, Ingibjargar Sigr. Jensdótt- ur. Húsasmíði nam hann hjá Einari heitnum Kristjánssyni, bygg- ingameistara. Lauk sveinsprófi í þeirri iðn árið 1932 og hlaut meist- araréttindi í húsasmíði ári 1936. Snorri Halldórsson kvæntist þann 4. maí 1934 eftirlifandi konu sinni, Ingu B. Jóhannsdóttur, trésmiðs, Bjarnasonar á Patreks- firði. Börn þeirra hjóna, Jón, Sig- urbjörg og Sturla, starfa öll við fyrirtæki föður síns, Húsasmiðj- una hf. Það kom fljótt í ljós að Snorri var maður framkvæmda. Kreppu- árin eftir 1930, voru mörgum þung í skauti, harður en góður skóli. Það var einmitt á þessum árum að hann, rétt rúmlega tvítugur, reisti hótel í Búðardal árið 1933 og starfrækti það til ársins 1937. Eft- ir að hann fluttist til Reykjavíkur stóð hann, sem byggingameistari, fyrir ýmsum meiriháttar bygging- um, eins og íþróttahúsi háskólans, Þjóðminjasafninu og Háskólabíói. Árið 1947 stofnsetti hann Húsa- smiðjuna í þeim tilgangi að smíða einingahús. Mun hann vera meðal þeirra fyrstu, sem hófu smíði á tilbúnum húsum. Það er svo árið 1957 að hann víkkar út verksviðið og byrjar sölu á byggingarefni, einkum timbri, þilplötum o.þ.h. Nú er fyrirtækið meðal þeirra stærstu hér á landi, á þessu sviði. Fyrstu kynni mín af Snorra voru í byrjun fjórða áratugarins. Það var í sambandi við byggingu útihúsa og lagfæringa á gamla íbúðarhúsinu að Móum á Kjalar- nesi. Guðmundur heitinn Guð- mundsson, skipstjóri, faðir Teits, sem þar býr nú, var að hefja bú- skap. Mér féll strax mjög vel við Snorra og svo hefur jafnan verið þaðan í frá. Hann var látlaus í framkomu, þægilegur í viðmóti, velviljaður og sterkur persónu- leiki. Harðduglegur var hann og skjótráður, ef því var að skipta. Minnist ég t.d. eins atviks er skeði að Móum. Hestur með vagn, hlöðnum drasli, fældist. Snorri, sem var staddur skammt frá, brá skjótt við, tókst að handsama hestinn og róa hann. Þetta þótti hættuspil og vel af sér vikið. Hann var einn af þessum elju- mönnum, maður einkaframtaks og mikill sjálfstæðismaður. Þótt hug- ur hans víferi bundinn við fyrir- tækið, sem hann stjórnaði af stórhug var hann góður heimilis- faðir og sinnti því af alhug. Snorri starfaði mikið fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum og átti sæti á framboðslistum flokksins í Reykjavík. Munu margir, sem stóðu í byggingarframkvæmdum, hafa leitað til hans með fyrir- greiðslu. Mun jafnan hafa verið reynt að leysa úr hvers manns vanda, eftir því sem hægt var, en orð hans mætti taka, sem skrifuð væru. Hákon Jóhannsson Frásöguþættir eftir Óskar Þórðarson frá Haga HÖRPUÍITGÁFAN á Akranesi hefur sent frá sér fvrstu bók Óskars Magn- ússonar frá Haga í Skorradal og nefn- ist hún Frá Heimabyggð og hernáms- árum. Óskar hefur skrifað fjölmargar frásagnir í blöð og tímarit og Ijóð og lausavísur eftir hann hafa birzt víða. Þessi bók hefur að geyma ýmis æviatriði höfundar. M.a. er sagt frá rjúpnaveiðum, slarksömum ferða- lögum og dulrænum fyrirbærum. Ýmsir samferðamenn öskars eru leiddir fram á sjónarsviðið, m.a. Steindór Einarsson, en óskar starf- aði um skeið á bifreiðastöð hans í Reykjavík. Þá segir Óskar frá starfi sínu hjá hernámsliðinu í Hvalfirði og hermönnunum sem þar dvöldust. Bókin er 175 bls., prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf. Káputeikningu gerði Kristján Jó- hannsson. FRÁ HEIMABYGGÐ OG HERNÁMSARUM Frasögoiþeett ir eftir Öskar Þóröarson frá Haga VERDflLBODA VORUM Geriö verösamanburö og spariö Kakó 200 gr kr. 23.65 Rúsínur 500 gr kr. 36.15 Kúrennur 225 gr kr. 24.20 Tertuhjúpur 500 gr kr. 58.40 Blönduð ávaxtasulta 800 gr kr. 63.95 Möndlur 100gr kr. 17.50 Verslið tímanlega fyrir jól KREOtTKOftT HAGKAUP Reykjavík Akureyri Njarðvík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.