Morgunblaðið - 25.11.1983, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 25.11.1983, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 Akranes: Uppskeruhátíð knattspyrnumanna Uppskeruhátíö knatt- spyrnumanna á Akranesi og stuöningsmanna þeirra verður haldin á Hótel Akranesi á morgun, laugardag, og hefst meö borðhaldi kl. 20. Húsiö veröur opnað kl. 19.30. Auk boröhaldsins fara fram ýmis skemmtiatriöi og verö- launaafhendingar. Síöan veröur stiginn dans fram eftir nóttu. Meistaramót í sundi Unglingameistaramótiö { sundi hefst í kvöld kl. 20 í Sundhöll Reykjavíkur. Því verður fram haldiö kl. 17 á morgun og kl. 15 á sunnudag. Þarna keppir allt besta sund- fólk landsins, 17 ára og yngra, utan örfáir sem eru erlendis viö æfíngar. Þetta mót er síö- asta tækifæri keppenda til aö lá lágmarki fyrir Noröurland- ameistaramót unglinga sem verður 10. til 11. desember í Linköping í Svíþjóö. Vetrarsýning Gerplu ÍÞróttafélagiö Gerpla heldur sína árlegu vetrarsýningu á morgun, laugardaginn 26. nóvember, í íþróttahúsi fé- lagsins aö Skemmuvegi 6, og hefst sýningin kl. 13.00. Fram koma mörg glæsileg sýningaratriði frá öllum ald- urshópum, þar á meöal lands- liösfólk í fimleikum, judo og karate, en Gerpla hefur átt keppendur í öllum þessum íþróttagreinum á Norð- urlandamótum á þessu ári. Þetta verður fjölbreytt og góö sýning fyrir alla fjölskyld- una og er aögangur ókeypis. Ársþing FSÍ ÁRSÞING Fimleikasambands íslands verður haldiö á morg- un í félagsheímilinu í Kópa- vogi og hefst kl. 2. • Frá leik Ipswich og Liverpool á Portman Road í fyrra. George Burley eltir Kenny Dalglish (rigningunni. Ipswich sigraöi í leiknum meö einu marki gegn engu. Morgunbiaöiö/Skapti Haiigrímsson. Fyrsti deildarleikurinn sýndur beint hér á landi: Hefna meistararnir tapsins frá í fyrra? FYRIR aðeins tveimur árum var Ipswich það lið í ensku knatt- spyrnunni sem mótherjarnir hræddust hvaö mest, og ekki bara í Englandi heldur einnig í Evrópukeppninni. Undir stjórn Bobby Robson vann liöiö UEFA- keppnina og varö tvisvar í ööru sæti 1. deildarinnar ensku. En tímarnir breytast. Stjóri Ipswich nú er Bobby Ferguson, og undir hans stjórn hafnaöi Ipswich í niunda sæti í deildinni á síöasta keppnistímabili, en nokkur ár þar á undan haföi liöiö ekki endaö neðar en í sjötta sæti. Nú er liöiö í 12. sæti en 22 lið eru í deildinni. Á morgun fær Ipswich meistara Liverpool í heimsókn eins og knattsyrnuunnendur hérlendis vita sennilega allir, vegna þess aó þeim leik veröur sjónvarpaö beint hingaö til lands. Fyrsti deildarleik- urinn sem viö fáum að sjá beint. í leiknum fá leikmenn Ipswich gullió tækifæri tii aö sína hvaö í þeim býr, því þaö er meira en þeir hafa sýnt í vetur. Þeir geta enn leikiö þá knattspyrnu sem olli andstæöing- um þeirra áhyggjum fyrir ekki löngu. Árangur Ipswich á heimavelli gegn Liverpool er góöur undanfar- iö: tveir sigrar og eitt jafntefli í síö- ustu þremur leikjum. Búist er viö mesta áhorfendafjölda vetrarins á Portman Road, og vist er aö stemmningin veröur góö eins og hjá knattspyrnuáhugamönnum heima í stofu hér á islandi. Liv- erpool hefur ekki gengið vel í Anglia undanfariö; liðiö tapaöi bæöi gegn Norwich og Ipswich í fyrra. Michael Robinson leikur ekki meö Liverpool á morgun: hann meiddist í mjólkurbikarleiknum gegn Fulham á þriöjudaginn. Ekki hefur enn veriö ákveöiö hver leikur í hans staó. Ein breyting gæti hugsnlega verið gerö í Ipswich- liöinu frá tveimur síöustu leikjum. Russel Osman hefur veriö í tveggja leikja banni og Bobby Ferguson hefur ekki ákveöiö hvort hann eigi aö setja hann aftur i liöiö, eöa hvort hinn 22 ára Kevin Steggles leikur áfram í stööu miövaröar ásamt Terry Butcher. Þaö kemur í Ijós á morgun, bein útsending frá Portman Road hefst laust fyrir kl. 15.00 — en kl. 14.30 hefst enska knattspyrnan — þá veröur upphitun meö sýningum frá gömlum leikjum. — SH. Úrslitaliðin mætast í 1. umferð DREGIÐ var í bikarkeppni Körfu- knattleikssambandsins í fyrra- kvöld. í fyrstu umferö drógust saman úrslitaliöin frá því í vor, Valur og ÍR, en aðrir leikir eru þessir: Reynir — ÍBK, KR — ÍS, ÍA — UMFG, Haukar — UBK, UMFN — HK, UMFS — KRb, Fram — Snæfell, Þór Ak. — Reynir/ÍBK, UMFL — KR/ÍS. f meistaraflokki kvenna verða þessir leikir: ÍR — UMFN, ÍS — KR, ÍRb — ÍA. Hauk- ar sitja hjé. Ágúst fer ekki fram gegn Erni ÁGÚST Ásgeirsson hefur ókveðiö aö bíöa meö framboö sitt til for- mennsku í Frjólsíþróttasambandi fslands og fer þv( ekki fram gegn Erni Eiðssyni, sem ófram gefur kost ó sér til formennsku. f samtali viö blm. Mbl. kvaöst Ágúst hafa tekiö þessa ákvöröun í framhaldi af samkomulagi þeirra Arnar þar aö lútandi. Ný stjórn FRÍ veröur kosin á þingi sambandsins í Hafnarfiröi á morgun og fyrir liggja talsveróar breytingar frá því sem nú er. ÞR Frábær árangur GR-sveitarinnar SVEIT Golfklúbbs Reykjavíkur stóö sig fróbærlega vel í Klúbba- keppni Evrópu sem lauk um helgina í Marbella ó Spóni, þar sem hún lék fyrir hönd íslands, en hún hafnaöi í 6. til 8. sæti. í sveitinni voru Siguröur Pét- ursson, Óskar Sæmundsson og Ragnar Ólafsson. Siguröur lék á 76 höggum, Óskar á 79 höggum og Ragnar á 82 — en árangur tveggja bestu taldi. Sveitin fór því samanlagt á 155 höggum, eins og sveitirnar frá Sþáni og Svíþjóö. Jafnar í 1. til 3. sæti uröu sveitir Þýskalands, Englands og Austur- ríkis, Danmörk varö í 4. sæti á 153 höggum og Skotland í 5. sæti á 154 höggum. Nítján þjóöir tóku þátt í keppn- inni þannig aö árangur íslensku sveitarinnar er mjög góöur. Marvin Frazier: „Eg er reiðubúinn“ — einvígi hans og Larry Holmes í kvöld • Larry Holmes er hvorki skemmtilegur mótherji né órennilegur ef marka mó þessa mynd. Frazier fær örugglega að finna fyrir því í kvöld. LARRY HOLMES, heimsmeistari í þungavigt í hnefaleíkum, sagöi Marvis Frazier ó blaöamanna- fundi ó miövikudaginn, aö hann myndi færa honum heim beltiö sem titlinum fylgir ef Frazier ynni viöureign þeirra í kvöld. En hinn 34 óra Holmes sagöi Frazier einn- ig aö „væri ég þú myndi ég ekki taka viö beltinu, því Alþjóöa- hnefaleikasambandiö viöurkenn- ir þíg ekki.“ Holmes sendi forráöamönnum hnefaleikasambandsins „sneiö" meö þessum oröum, en þeir segja Frazier ekki í hópi tíu bestu boxara í heimi og því geti þessi viöureign þeirra félaga ekki talist keppni um heimsmeistaratitilinn. „Ef Frazier vinnur mun ég líta á hann sem meistara," sagöi Holmes. Holmes hefur keppt fjörutíu og fjórum sinnum í þungavigt og sigr- aö í öllum þeim keppnum. Frazier, sem er sonur Joe Frazier, fyrrum heimsmeistara, hefur keppt tíu sinnum síöan hann geróist atvinnumaöur og sigraó í öll skipt- in. „Ég hef æft mig mjög vel fyrir keppnina," sagði Frazier á fundin- um á miövikudag, en faöir hans þjálfar hann. Deilt hefur veriö á Marvin aö undanförnu fyrir aö mæta Holmes - sérfræöingar vilja meina aö hann sé ekki oröinn nógu góöur til þess. En hann er ekki á sama máli: „Ég er reiöubú- inn,“ segir hann einfaldlega. „Ég vil segja Marvis Frazier aö ég er einnig reiöubúinn," sagöi Holmes. „Ég heföi ekki komist eins langt og raun ber vitni ef ég væri ekki ætíö reiðubúinn og enginn skyldi halda aö ég tæki þessa keppni létt." En Holmes telur engu aö síöur aó Frazier ætti ekki aö mæta sér strax. „Þú getur ekki gert mér neitt sem ekki hefur veriö gert áöur," sagöi hann. „Ég hef veriö sleginn niður og kýldur undir beltisstaö. En ég mun sýna þér hluti sem þú hefur aldrei séö áöur. Þú munt fá ýmislegt frá mór sem þú hefur aldrei fengiö áöur." Báóir voru kapparnir sigurvissir og víst er aö hart veröur barist í Ceasar- íþróttahöllinni í Las Vegas í kvöld. Cram í æfinga- ferð til Colorado? ENSKI hlauparinn Steve Cram, heims-, Evrópu- og Samveldis- meistari í 1.500 metra hlaupi, íhugar nú aö fara til Bandaríkj- anna í æfingabúðir fyrir Ólympíu- leikana næsta sumar. Cram, sem þegar hefur skipu- lagt fimm vikna æfingaferö til Ástralíu og Nýja Sjálands sagöi í samtali viö AP: „Ekkert hefur veriö endanlega ákveöiö varöandi Bandaríkjaferö, en ég er alvarlega aö hugsa um aö fara þangaö. Eg hef tvívegis æft um páska í Bould- er í Colorado, og þaö hefur geflst mjög vel."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.