Morgunblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1983 Frumvarp um veiðar í fiskveiðilandhelginni: Samþykkt sem lög frá Alþingi í gær l'RUMVARP til laga um veiðar í fisk- veiðilandhelginni var samþykkt við 3. umræðu í efri deild Alþingis í gær með 11 atkvæðum gegn 7 og var af- greitt sem lög frá alþingi. í áliti meirihluta sjávarútvegs- nefndar efri deildar um málið, kom m.a. fram, að nefndin geri sér ljóst að svokallað kvótakerfi hafi ýmsa ókosti í för með sér, sem stjórnun- araðferð í fiskveiðum, en hins veg- ar hefði ekki verið bent á betri leið- ir. Því sé það álit meirihluta nefnd- arinnar að samþykkja eigi frum- varpið og umrætt kerfi reynt í eitt ár. Hins vegar verði kerfið endur- skoðað í Ijósi fenginnar reynslu. í áliti minnihluta nefndarinnar kom fram að rangt sé að fela ráð- herra að marka aðalatriði fisk- veiðistefnu, en slíkt eigi Alþingi að gera. Ef sérstakar ástæður og tímaleysi geri það nauðsynlegt að veita ráðherra slíkt vald, eigi að binda ákvarðanatöku ráðherra skyldu til samráðs við nánustu hagsmuna- og sérfræðiaðila. Telja nefndarmenn minnihlutans þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við undirbúning og framlagningu frumvarpsins, séu mjög ámælis- verð. Bókagerðarmenn vilja kjaraskerðinguna bætta „OKKAR kröfur eins og annarra snerta í höfuðatriðum launaliðina. Auk þess er um ýmsar aðrar kröfur að ræða í sambandi við lagfæringar á kjarasamningum, meðal annars vegna þess að við höfðum þrjá ólíka kjarasamninga þegar félagið sam- einaðist í eitt, en við vorum þrjú stéttarfélög fyrir þremur árum,“ sagði Magnús E. Sigurðsson, for- maður Félags bókagerðarmanna, en í fyrradag var fundur hjá Ríkissátta- semjara með Félagi bókagerðar- manna Prentsmiðjueigendum. „Við viljum að við samninga- gerðina sé tekið mið af þeim kjaraskerðingum sem átt hafa sér stað að undanförnu og að þær séu bættar. Við samninga um kauplið- ina sé tekið fullt tillit til kjara- skerðinganna, auk þess sem það verði haft í huga að verðlagsbætur eru ekki greiddar á laun og sam- kvæmt lögum verða þær ekki greiddar fyrr en 1985 og það hlýt- ur að setja sín mörk á samninga- viðræðurnar," sagði Magnús enn- fremur. Magnús sagði að á fundinum hefðu aðilar kynnt sín sjónarmið. Komið hefði fram hjá prent- smiðjueigendum, sem eru félagar í VSÍ, að lítið svigrúm væri til kauphækkana hjá þeim, frekar en öðrum atvinnurekendum. Sakadómur Reykjavíkur: Dæmdur í annað sinn fyrir að halda hund f GÆR var hundaeigandi dæmdur í annað sinn í Sakadómi Reykjavíkur fyrir að halda hund í Reykjavík. Var það í fyrsta sinn, að maður var dæmdur eftir að dómur hafði fallið í máli hans. Maðurinn var dæmdur til að greiða 6.500 krónur i sekt. Þann 30. júní síðastliðinn féllst maður- inn á dómsátt og á greiðslu sektar fyrir að halda hund. Nú liggja fyrir um 10 ákærur í Sakadómi Reykjavíkur á hendur fólki sem heldur hund og hefur hlotið dóm. Sú hefð hafði skapast, að ekki bæri að aðhafast frekar eftir að fólk hafði einu sinni hlotið dóm fyrir að halda hund. Fyrsta rfkisfyrirtækið selt: Siglósíld seld nýju félagi á 1$ millj. kr. Beðið stadfestingar þingflokks Framsóknarflokksins ALLT BENDIR TIL, að á næstu dögum verði endanlega ákveðið að selja lagmetisiðjuna Siglósfld nýstofnuðu hlutafélagi, Sigló hf„ en Siglósfld er sem kunnugt er í eigu ríkisins. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur samþykkt söluna fyrir sitt leyti og búist er við, að þingflokkur Framsóknarflokksins samþykki hana í dag eða á morgun. Þegár stjórnarflokkarnir hafa tryggt þingmeirihluta fyrir sölunni mun iðnaðarráðherra leggja fram lagafrumvarp um sölu fyrirtækisins — væntanlega strax að loknu jólaleyfi þingmanna. Hlutafélagið Sigló hf. er að hálfu í eigu fimm einstaklinga á Siglufirði og fimm fyrirtækja og einstaklinga á ísafirði og i Kópa- vogi. Kaupverðið er 18 milljónir og greiðist það með verðtryggðu skuldabréfi á 10 árum. Stjórn Sigló hf. undirritaði sl. fimmtudag samkomulag um kaupin við við- ræðunefnd iðnaðarráðuneytisins. Sá fyrirvari var hafður á af hálfu Sigló hf., að samkomulag takist um notkun á frystiklefum Þor- móðs ramma hf. á Siglufirði. „Tilgangur þessa fyrirtækis er að efla atvinnulíf á Siglufirði," sagði Jón Guðlaugur Magnússon, stjórnarformaður Sigló hf., í sam- tali við blaðamann Mbl. í gær- kvöldi. „Við hyggjumst síður en svo flytja fyrirtækið burtu frá Siglufirði, eins og heimamenn hafa sumir hverjir óttast. Þvert á móti er hugmyndin að auka starf- semi fyrirtækisins og reka það allt árið. Við munum halda áfram að vinna gaffalbita og rækju og ef til vill fleira." Hann sagði Sigló hf. vilja taka við rekstrinum 1. janúar næstkomandi eða sem fyrst, þvi nauðsynlegt væri að gera miklar og kostnaðarsamar breytingar á verksmiðjunni. Hlutafé í Sigló hf. er tvær milij- ónir króna. Eigendur félagsins eru Gunnar Þórðarson, sem rekur rækjuvinnslu á tsafirði með 5% hlutafjárins, Magnús Aspelund, stjórnarformaður Marbakka hf. í Kópavogi með 5%, Marbakki hf. með 20% hlutafjár, Eiríkur Böðv- arsson, framkvæmdastjóri Niður- suðuverksmiðjunnar hf. á ísafirði með 10%, Jón Guðlaugur Magn- ússon, framkvæmdastjóri Mar- bakka, stjórnarformaður Sigló hf. og Niðursuðuverksmiðjunnar hf. með 10%. Siglfirðingarnir fimm eru Sæmundur Árelíusson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma hf., með 20%, Guðmundur Skarp- héðinsson, forstöðumaður véla- verkstæðis Þormóðs ramma með 15%, og ómar Hauksson, fram- kvæmdastjóri útgerðarfélagsins ísafoldar, Daníel Baldursson, yfir- verkstjóri hjá ísafold, og Björn Jónasson, sparisjóðsstjóri, með 5% hver. Hannes Pétursson, skáld. Jóhann Briem, Jön Nordal, listmálari. tónskáld. Jón Helgason, skáld. Matthías Johannessen, skáld. 5 fá heiðurslaun Alþingis í fyrsta sinn SAMÞYKKT var samhljóða á Al- þingi í gær tillaga menntamála- nefnda beggja deilda um að fjölga um fimm í heiðurslaunaflokki listamanna. Verða því 17 lista- menn í þeim flokki árið 1984. Heiðurslaunin nema um 100 þús- und krónum. Þeir fímm, sem nú bætast í hópinn, eru Hannes Pét- ursson, skáld, Jóhann Briem, list- málari, Jón Helgason, skáld í Kaupmannahöfn, Jón Nordal, tónskáld, og Matthías Johannes- sen, skáld. Jón Nordal, tónskáld, sagðist í samtali við blaðamann Mbl. í gær vera mjög ánægður með að verða aðnjótandi þess heiðurs, að hljóta heiðurslaun frá Al- þingi. „Mér þykir vænt um þetta, ekki síst vegna þess að fáir tón- listarmenn hafa verið í þessum flokki. Ég lít á þetta sem vissa viðurkenningu og heiður fyrir okkur tónlistarmenn. En ætli maður verði í nokkrum vand- ræðum með að koma þessum peningum í lóg .. “ sagði Jón Nordal. „Þetta kom mér allt mjög á óvart,“ sagði Matthías Johann- essen. „Það er löng leið upp í þennan virðulega heiðurslauna- flokk Alþingis og ég vissi ekki einu sinni að ég væri á leiðinni þangað." „Þú getur rétt ímyndað þér hvort ég er ekki ánægður með þetta,“ sagði Jóhann Briem. „En þetta kom mér fullkomlega í opna skjöldu. Ég vissi ekkert af þessu fyrr en konan mín sagði mér þetta — ætli hún hafi ekki heyrt af þessu í útvarpinu. Ann- ars hef ég svo sem ekkert meira um þetta að segja, mér þykir vænt um þessa upphefð." Jón Helgason, skáld í Kaup- mannahöfn, hafði ekki heyrt fréttirnar af samþykkt Alþingis þegar blaðamaður Mbl. náði tali af honum þar í gær. „Þetta kem- ur mér á óvart," sagði Jón. „Menntamálanefndir alþingis, segir þú. Hverjir eru mestir menn í þeim nefndum?" Hann sagðist reikna með að „þeir fari að hugsa sér til hreyf- ings hér í Danmörku að fá skatt- inn af þessu. En ég er eiginlega alveg hlutlaus gagnvart þessu, ég hef aldrei sótt um eitt eða neitt af þessu tagi, svo þetta kemur mér alveg á óvart. Auð- vitað hlakkar alltaf í manni þeg- ar maður heyrir að einhvers staðar sé peningavon, en sjálf- sagt verð ég í vandræðum með að koma þessum peningum frá mér aftur. Mig dreymdi einu sinni, að mér væru gefnar tuttugu þúsund krónur — þetta var þegar tutt- ugu þúsund voru miklir pen- ingar," hélt prófessor Jón áfram, „en það var heimtað að ég eyddi því öllu á einum degi. Ég var í standandi vandræðum uns ég vaknaði af þessum skelfilega draumi." — Þú hefur þó ekki áhyggjur af því að geta ekki komið laun- unum í lóg? „Jú, éghef áhyggjur af öllum hlutum. Ég er þannig skapaður," sagði Jón Helgason, skáld. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst Mbl. ekki að ná tali af Hannesi Péturssyni í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.