Morgunblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1983 Hjónaminning: Þorbjörn Sigurðsson Bjarnþrúður Magnúsdóttir Fæddur 20. maí 1900. Dáinn 20. ágúst 1978. F»dd 12. október 1902. Dáin 2. október 1983. Mér er það bæði ljúft og skylt að minnast með fáeinum orðum Þorbjörns frænda míns Sigurðs- sonar og konu hans, Bjarnþrúðar Magnúsdóttur, eða Þrúðu, eins og hún jafnan var kölluð. Efst í huga mér er bæði þakklæti til þeirra beggja og virðing, allt frá fyrstu kynnum. Þorbjörn var alinn upp við mikla fátækt eins og algengt var um jafnaldra hans. Hann minntist þó aldrei bernsku sinnar með beiskju, heldur með þakklæti í huga. Það er nú einu sinni svo, að þó fyrir að fátæktin hafi verið mörgum erfið, þá hefur hún einnig verið þeim mikill skóli. Þessum skóla gleymdi Þorbjörn aldrei og hann skildi ætíð kjör þeirra sem minna máttu sín. Sá skilningur kom fram ekki aðeins í orði, held- ur einnig í verki — án allra upp- hrópana. Eftirfarandi atvik lýsir Þor- birni e.t.v. betur en mörg orð. Frændi hans sem var að byrja sinn búskap, auralítill, tók á leigu litla íbúð sem Þorbjörn átti. í byrjun desember ætlaði hann að greiða húsaleiguna sem að vísu var ekki há. Þorbjörn bað hann þá að tala við sig afsíðis og kvaðst ekki vilja taka við húsaleigu í jóla- mánuðinum. Sagði að vafalaust væri nóg annað við aurana að gera, en bað þess að ekki væri minnst á þetta við nokkurn mann. Þetta væri bara þeirra á milli. Eins og fyrr segir voru kjörin oft kröpp framan af. Atvinna var af skornum skammti, en með heið- arleik og dugnaði fór hagurinn batnandi. Alla tíð var Þorbjörn glaður með glöðum og gat verið hrókur alls fagnaðar, þó hann gæti líka tekið þátt í erfiðleikum annarra. Þorbjörn sagði oft frá mönnum og málefnum á gaman- saman og græskulausan hátt. Ekki get ég minnst frænda míns án þess að minnast einnig hans góðu eiginkonu, Bjarnþrúðar (Þrúðu) frá Eyrarbakka, sem nú hefur einnig kvatt okkur að sinni. Það er svo sannarlega hægt að segja að hún hafi staðið dyggilega við hlið eiginmanns síns, jafnt í blíðu sem stríðu, og stutt hann til allra góðra verka. Sambúð þeirra var til mikillar fyrirmyndar. Þrúða var alla tíð „bara“ hús- móðir og henni fannst það ekki vera neitt „bara“. Að hennar dómi var húsmóðurhlutverkið eitt mik- ilvægasta starf í þjóðfélaginu, þó ýmsir nú á tímum hafi þar aðra skoðun á. Þrúða tilheyrði þessum gamla skóla. Hún stóð fyrir stóru heimili og hlúði að bónda sínum og börnum. Hún hjálpaði börnun- um af stað í skólann og tók á móti þeim þegar þau komu aftur heim. Þannig var það einnig þegar vinn- an og alvara lifsins tók við. Hún fylgdist með vonbrigðum þeirra og gladdist með þeim þegar vel gekk. Nú er margt breytt. Heimilistæki alls konar Iétta störfin og er það vel. Ýmsar stofnanir hafa tekið við stórum hluta barnauppeldisins og ég efa að það sé að öllu leyti til bóta. Á efri árum þegar fór að léttast heimilishaldið hjá Þrúðu kom í ljós að hún bjó yfir listhæfileik- um. Auk þess að sauma út, málaði hún. Og þá muni sem hún gerði gaf hún frændfólki og vinum, þeim til mikillar ánægju. Nú þegar ég minnist kynna minna af þeim Þorbirni og Þrúðu á Holtinu er mér einnig ofarlega i huga gestrisni þeirra sem allir nutu. Þegar fjölskyldan og vinir komu saman var oft glatt á hjalla og mikið sungið, enda fjölskyldan söngelsk. Þar þekktist ekkert kynslóðabil. Börn þeirra Þrúðu og Þorbjarn- ar eru: Magnús, prentari, giftur Halldóru Aðalsteinsdóttur, Vig- dís, gift norskættuðum manni, Gunnari Janger, prentara, og búa þau í Bandaríkjunum, Margrét, Sólveig, gift Kristjáni Guð- mundssyni járnsmiði. Einnig ólu þau upp frænku Þorbjarnar, Sig- rúnu Olafsdóttur, gifta Guðmundi Karlssyni, tölvufræðingi, og búa þau í Svíþjóð. Öll bera þau bernskuheimili sínu og uppeldi fagurt vitni. Síðustu ár ævinnar áttu þau Þorbjörn og Þrúða við mikla van- heilsu að stríða. Þá nutu þau um- önnunar barnanna þar til sjúkra- húsvist var óumflýjanleg. Varðveitum minningu þeirra. Það gæti gert okkur að betra fólki. Stefán Sigurdsson Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. NYJUNG t Ekki aöeins þrekhjól heldur einnig róðrartæki , Model 17 er topptæki á ótrúlega lágu verði. Fyrir þá sem er annt um líkama sinn og vilja halda þynqdinni í skefjum. Lítð fyrirferö og algjörlega lokað drif sem kemur í veg fyrir óþrif og slysahættu. Verð aðeins kr. 5.395,* Model 27. Lúxusútgáfa af sama tæki og model 17 með innbyggðu titringsnuddi í gegnum stýrið og sérstakt tæki fylgir sem nuddar magavöövana með því að stilla á nuddið. Verð aðeins kr. 6.975,- Reidhjóla verslunin Spítalastíg 8 viö Óöínstorg. Símar 14661 og 26888. 33 Tönlist á hvenu heimili umjólin í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Höfóar til -fólks íöllum starfsgreinum! $tlo vjjtuiMíifr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.