Morgunblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1983 Áætlanir um stórfellda yalddreifingu í Noregi — eftir Sigurð Helgason Við íslendingar höfum í mörg ár verið að ræða um valddreifingu, en lítið hefur miðað áfram í raun. Það er athyglisverð staðreynd, að allir starfandi stjórrimálaflokkar hér á landi hafa tekið málið upp á sína arma og fellt ákvæði um það efni í stjórnmálayfirlýsingar sín- ar, eins og nýleg dæmi sýna, sem hér verður ekki rakið nánar. í þeirri von að þjóðin vakni til dáða og ekki verði aðeins orðin tóm lát- in viðgangast og jafnframt í von um að umræður glæðist, skal reynt að kynna, hvernig Norð- menn vinna að þessu verkefni. Tekið skal fram að í Noregi eru 18 fylki, sem hafa verulega sjálf- stjórn í mörgum málaflokkum. Þar eru sjálfstæð fylkisþing, sem kosið er til, og er æðsta stjórn í málefnum fylkisins. Einnig eru fylkisstjórar, sem eru umboðs- menn konungs og ríkisstjórnar- innar í fylkinu. Þeir eiga að vinna að margvíslegum hagsmunamál- um innan fylkisins og starfa undir stjórn dómsmálaráðuneytisins, enda þótt störf þeirra séu á vegum og í umboði flestra ráðuneyta landsins. Má með sanni segja að með þessari skipan er starfsemi stjórnarráðsins færð til hérað- anna. Undirbúningur málsins Af hálfu Stórþingsins í Noregi var einróma samþykkt að setja nefnd, sem dómsmálaráðuneytið skyldi skipa, til þess að finna leið- ir til að auka verksvið fylkisstjóra, en það voru þær stjórnmálalínur, sem nefndin skyldi starfa eftir. Dómsmálaráðuneytið þar í landi skipaði síðan nefnd í málið árið 1980 og voru í nefndinni tveir af hálfu fylkisstjóra og sjö frá eftir- töldum ráðuneytum: dómsmála- ráðuneytinu, sveitstjórnar- og viðskiptaráðuneytinu, félagsmála- ráðuneytinu, fjármálaráðuneyt- inu, neytendaráðuneytinu, um- hverfisráðuneytinu, kirkju- og menntamálaráðuneytinu. Ljóst er að skipan ráðuneyta í Noregi er öðru vísi en hér á landi. Eftirtalin atriði voru aðallega rædd: a) Nefndin kannaði rækilega þau verkefni, sem fylkisstjórarnir höfðu þegar fengið og þá sérstak- lega ný verkefni, sem samþykkt höfðu verið í löggjöf, t.d. í lögum um náttúruvernd. b) Hún fór sérstaklega yfir erind- isbréf fylkisstjóranna og annarra starfsmanna fylkjanna. Var er- indisbréfunum breytt í samræmi við aukið starf þeirra, en þeim ber að samræma starfsemi ríkisvalds- ins í fylkjunum. c) Hún lagði áherslu á að endur- skipulagningin miðaðist við ný verkefni frá fagráðuneytunum, svo og aukin verkefni hjá þeim ráðuneytum, sem þegar höfðu fal- ið þeim þýðingarmikil verkefni. d) Nefndin gerði og grein fyrir hinni fjármálalegu hlið málsins. Stjórnvaldið fært í héruðin Það var árið 1976, sem gerð var veruleg breyting á störfum fylkis- stjóraembættanna í Noregi. Ann- ast þeir nú aðallega hlutverk stjórnarráðanna í hinum dreifðu fylkjum landsins. Allir nefndar- menn voru sammála um að ráðu- neytisstjórar vildu eindregið auka störf þessara embætta, þar sem reynslan hefði verið sérlega góð. Iiögð er áhersla á að ráðuneytin sendi upplýsingar um ný verkefni til fylkisstjóranna. Dómsmála- ráðuneytið hefur yfirumsjón með þessari upplýsingaöflun gagnvart öðrum ráðuneytum, en fagráðu- neytin bera ábyrgð á sinum upp- lýsingum. Með tölvuvæðingu emb- ættanna þar í landi skapast miklir möguleikar í þessum efnum, sem gera þessi embætti enn þýð- ingarmeiri og farsælli í framtíð- Sigurður Helgason „Tekið skal fram, að í tillögum stjórnkerfis- nefndar eru engar tillög- ur um dreifingu stjórn- valdsins til héraðanna, enda þótt í löggjöf margra vestrænna þjóða sé kerfisbundið unnið að svipuðum markmið- um. Úr þessu má samt bæta í meðförum Al- þingis og eru þingmenn hvattir til þess að kynna sér þessi mál sérstak- lega og snúa þróuninni við hér á landi, sem löngu er orðið tíma- bært.“ inni. Nefndin er og sammála um það, að ef gætt er fyllsta sparnað- ar og hagsýni verði kostnaðarauki enginn, þar sem aukin verkefni þeirra dragi úr verkefnum stjórn- arráðsins í höfuðborginni. Það sem vinnst er stórbætt þjónusta við dreifbýlið, sem allir þar í landi fagna. Stórþingið norska hefur tekið mál þetta upp á sína arma og þjóðin öll fagnar þessari þróun og hún á sér stað á öllum sviðum og með fullu samkomulagi allra. Hér verður ekki gerð tilraun til þess að rekja störf fylkisstjóraembætt- anna nákvæmlega, en þau snerta m.a. náttúruvernd, yfirumsjón með störfum sveitarstjórna og margvísleg mál, erfða-, sifja- og persónuréttarlegs eðlis, svo og fjölmörg önnur verkefni frá ráðu- neytunum. Taka verður eðlilega tillit til þessa að verulegur að- stöðumunur er á löggjöf í Noregi og hér á landi. Störf fylkisstjór- aembættanna verða ekki nánar rakin, en mjög auðvelt er fyrir stjórnvöld hér að afla þessara upplýsinga, ef áhugi er fyrir máli þessu. Notum tækifærið Sérstök ástæða er til að gefa þessu máli nýjan gaum eftir að stjórnkerfisnefnd hefur kynnt til- lögur sínar að endurskoðun laga um Stjórnarráð íslands. Forsæt- isráðherra hefur og lofað að leggja fram frumvarp til Alþingis um lagabreytingu á þessum lögum. Tekið skal fram, að í tillögum stjórnkerfisnefndar eru engar til- lögur um dreifingu stjórnvaldsins til héraðanna, enda þótt í löggjöf margra vestrænna þjóða sé kerf- isbundið unnið að svipuðum mark- miðum. Úr þessu má samt bæta í meðförum Alþingis og eru þing- menn hvattir til þess að kynna sér þessi mál sérstaklega og snúa þróuninni við hér á landi, sem löngu er orðið tímabært. Höfum í huga að strax við landnám íslands var landinu skipt í fjórðunga og var hið gamla Alþingi okkar byggt á þeirri þjóðskipan. Á sama grundvelli byggðist skipan lands- ins í fjögur ömt. Með fyrstu lög- um, frá 1903, um Stjórnarráð fs- lands voru ömtin lögð niður. Að- eins einn alþingismaður varaði við þessari þróun og benti á að þar með væri allt framkvæmdavaldið í Reykjavík og að í sama mæli minnkaði vald héraðanna. Hafa aðvörunarorð hans reynst rétt, en nú er tækifærið að efla fram- kvæmdavaldið í héruðunum að nýju og tökum frændur okkar í Noregi til fyrirmyndar og þá mun vel fara. Sigurður Helgason er bæjarfógeti á Seyðisfíröi og sýslumaður í Norð- ur-Múlasýslu. Þrjár Benetton-verzlan- ir opnaðar á einu ári Ný Benetton-verslun var opnuö við Laugaveg fyrir skömmu og eru Benetton-verslanirnar þá orðnar þrjár í Reykjavík. Eigandi verslananna er Hjördís Gissurardóttir og sagði hún í viðtali við Mbl.: „í verslunun- um fást eingöngu vörur frá ítalska fyrirtækinu Benetton sem framleiðir fatnað fyrir alla aldurshópa. Þessar vörur hafa öðlast miklar vinsældir fyrir einfalda og fallega hönnun, gæði, liti og lágt verð. í þessu merki fæst mikið úrval af peysum, buxum, skyrtum, húfum og treflum. Og má í raun segja aö það fáist í þessu svo til allur fatnaður nema nærföt og skór. Merkið byggist á breiðu litrófi og má fá öll fötin í stíl. Út frá sterkum grunnlitum sem eru fimmtíu og fjórir koma tónalitir og verða litirnir þannig samtals hundrað og tuttugu. Mikil áhersla er lögð á náttúruefni eins og ull, bómull og angóru. En er ekki of mikið að hafa þrjár búðir í miðbænum með sömu vörurnar? „Nei, alls ekki. Þó þetta sé sama merkið er vöruúrvalið og fjölbreytnin svo mikil að það væri hægt að hafa tíu búðir á sömu slóðum án þess að það sama fengist í nokkrum þeirra. Verslanir þessar eru í flestum tilfellum ekki stórar en þess í stað fleiri. í Evrópu lífga þessar búðir upp á annað hvert götu- horn, svo það telst í sjálfu sér ekki mikið að hafa þrjár í mið- borg Reykjavíkur." Búðirnar hafa verið opnaðar ein af annarri á þessu ári. Tvær þeirra eru á Skólavörðustíg, önn- ur er eingöngu með barnaföt og eru þau merkt 012 Benetton, og hin er með úrval af tískufatnaði fyrir dömur og herra, 12 ára og upp úr. I nýju búðinni á horni Klapparstígs og Laugavegar fæst einnig tískufatnaður fyrir þennan aldurshóp. Þar er sama litauppbygging en sniðin eru önnur og úrvalið annað. Landfræðileg þoka í dönskum grunnskólum EFTIRFARANDI grein birtist í danska blaðinu Politiken Weekly fyrir vikuna 4.—10. nóvember sl. í tilefni af umræðum um skólamál, sem farið hafa fram í Morgunblað- inu og víðar að undanfórnu, birtir Mbl. þessa grein í lauslegri þýð- ingu, lesendum blaðsins til upplýs- ingar. Greinin er eftir H.E. Hille- rup-Jensen, yfirkennara, og birtist upphaflega undir fyrirsögninni „Landfræðileg þoka í grunnskól- um“. Um þessar mundir eru liðin hundrað ár síðán námsefnið landafræði var tekið upp sem sjálfstætt fag við Kaupmanna- hafnarháskóla. Á næstu árum naut landa- fræðinám vaxandi viðurkenn- ingar og áherslu í dönskum skól- um. Það hélst nokkuð óbreytt eftir setningu skólalaganna frá 1958. Með setningu grunnskólalag- anna 1975 hefur landafræði nán- ast gefið upp öndina sem sjálf- stætt fag, eins og kemur ber- sýnilega í ljós í nær algjörum skorti danskra skólanema á landfræðilegri þekkingu. í dag er nær ómögulegt að fá nokkurn danskan grunnskóla- nema til að tjá sig um eitt ein- asta land. Fæstir þekkja nokkuð til veraldarinnar utan Danmerk- ur og þekking á danskri landa- fræði er svo takmörkuð, að það tekur engu tali. Sem landafræðikennari um margra ára skeið hef ég oft furð- að mig á fákunnáttu nemenda í dag. Námsefnið landafræði byggist að hluta á utanbókar- lærdómi um ár, landslag, bæi, fjöll og fleira; þar sem þekking á öðrum löndum er að verulegu Ieyti háð þekkingu um alþjóðleg tengsl, alþjóðlegar stofnanir o.s.frv. og þar sem þessi tengsl hafa iiðið fyrir fullkomna fá- fræði um nákvæma vitneskju, eru nemendur í dag svo fákunn- andi, að því verður ekki með orð- um lýst. Því miður má einnig skella skuldinni á takmarkaða mennt- un kennara. Fjölmargir danskir kennarar hafa sjálfir ekki einu sinni grundvalíarþekkingu á landfræðilegum efnum. Allt vandamálið á að hluta rætur sínar að rekja til þess, að nær heil kynslóð danskra kenn- ara hefur verið menntuð í kerfi, sem hefur enga áherslu lagt á utanbókarlærdóm um nokkurn hlut. Sem námsgrein hefur landafræði ef til vill orðið harð- ast úti í þessari þróun, kannski vegna þess m.a. að námsgreinin hefur átt sér allt of fáa formæl- endur undanfarin ár. í viðleitni sinni til að rétta hlut landafræðinnar hefur menntamálaráðherrann nú ákveðið að auka hlut landafræð- innar innan ramma samfélags- fræði í 8. og 9. bekk. Þetta er ekki nóg. í 8. og 9. bekk ætti samfélagsfræðin að víkja algjörlega og bíða 10. bekkjar, þar sem nemendur hafa náð þeim aldursþroska að þeir séu betur færir um að meðtaka „boðskapinn" í samféiagsfræð- inni en í 8. og 9. bekk — með einstökum undantekningum þó. Þess í stað ætti að taka upp landafræði og líffræði sem sjálfstæðar námsgreinar í þess- um bekkjum — á nákvæmlega sama hátt og gert var við sögu þegar slök staða hennar sem námsgreinar á kostnað samfé- lagsfræðinnar var viðurkennd. Það skal viðurkennt, að hér er um viðkvæmt mál að ræða og ef til vill er ómögulegt að gera um- fangsmiklar breytingar á stundaskrám nemenda. Það má því láta sér detta í hug, að þeim þrem tímum, sem nú er varið til samfélagsfræðikennslu í 8. og 9. bekk, verði skipt sem hér segir: í 8. bekk: líffræði í 2 tíma og landafræði i 1 tíma. í 9. bekk: landafræði í 2 tíma og líffræði í 1 tíma. f 10. bekk væri væntanlega skynsamlegast að kenna samfé- lagsfræði eins og til þessa. Ef tækist að koma á því kennslufyrirkomulagi, sem hér hefur verið sett fram tillaga um, verður hægt að komast hjá margvíslegum gloppum í kunn- áttu nemenda og báðar þessar sígildu námsgreinar verða hafn- ar upp á það stig, sem þeim ber, til gæfu fyrir Danmörku fram- tíðarinnar. Greinin í Politiken Weekly eftir H.E. Hillerup-Jensen, yfirkennara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.