Morgunblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1983 31 Svipmiklir leiðtogar Bókmenntir Erlendur Jónsson ÞEIR SETTU SVIP Á ÖLDINA. RiLstj. Sigurður A. Magnússon. 287+XVI bls. Iðunn. Reykjavík, 1983. Bækur um stjórnmálamenn setja að þessu sinni svip á bóka- útgáfuna. Hér er ritað um sextán nafnkunna íslenska stjórnmála- menn, lífs og liðna. Sigurður A. Magnússon valdi og segir hann um val sitt í formála: »Ég er veikari fyrir litríkum og umdeildum stjórnmálamönnum sem geta ver- ið brokkgengir og bágrækir í flokki, en eiga einhverja þá óskilgreindu mannlegu stærð sem lyftir þeim yfir fjöldann.* Sigurð- ur hefur þó lítt látið eftir þessum veikleika sínum. Þvert á móti hef- ur hann að meirihluta valið flokksforingja, þá sem voru á oddinum hverju sinni. Sumir lentu að vísu upp á kant við sinn flokk eins og Tryggvi Þórhallsson, Jónas Jónsson, Héðinn Valdimarsson og Hannibal Valdimarsson. Hinir voru fleiri sem héldu tryggð við flokkinn og stefnuna. Höfundarnir eru valdir úr hópi flokksbræðra að svo miklu leyti sem því varð við komið. Mikil rit hafa verið samin um suma þá stjórnmálamenn, sem teknir hafa verið upp í rit þetta, t.d. Hannes Hafstein sem Sigurð- ur ritar um sjálfur, Skúla Thor- oddsen (ritgerð eftir Jón Guðna- son) og Ólaf Thors (Jónas Haralz ritar um hann). Aðrir hafa staðið í skugga. Svo hefur t.d. verið um þann mæta mann, Jón Magnússon. Sigurður Líndal fjalla um hann. Allir sæmi- lega upplýstir íslendingar kannast við nafn Jóns Magnússonar vegna sambandslagasamninganna 1918. En þar endar líka þekkingin hjá mörgum. En Jón Magnússon fékkst við fleiri málefni um ævina. Það varð meðal annars hlutverk hans að móta í upphafi stjórnarráð ís- lands. Með hægðinni togaði hann fullveldið úr höndum Dana. Hann leiddi þjóð sína fyrstu skrefin til sjálfsstjórnar. Þó var almælt að enginn væri hann skörungur. Fræg eru orð hans: » ... hvað ætla þeir með skörung að gera?« Þáttur Sigurðar er fræðilegur mestan part. En þó bregður hann ljósi yfir persónu þessa yfirlætislausa manns. Sama máli gegnir um Jón Bald- vinsson, fyrsta foringja Alþýðu- flokksins, hann hefur staðið for- sælumegin í sögunni þó öllum beri saman um að áhrif hans hafi verið mikil og hann hafi verið hinn mætasti maður. Jón Baldvin Hannibalsson ritar hér um hann. Þáttur Jóns Baldvins er saminn af skaphita og tilfinningu, en einnig af grunnmúraðri þekkingu á þeim kapítula stjórnmálasögunnar þar sem Jón Baldvinsson var aðal- söguhetjan. í tíð Jóns Baldvins- sonar voru sósíaldemókrataflokk- ar á Norðurlöndum að eflast til áhrifa hver í sínu landi. í kosning- unum 1934 leit út fyrir að sama þróun væri að gerast hér. En fjór- um árum síðar syrti heldur betur í álinn. Um það segir Jón Baldvin: »Árið 1938 skipti sköpum í ís- lenzkum stjórnmálum. Þá var úr- slitaorrustan háð milli kommún- ista og sósíaldemókrata um for- ræði fyrir íslenzkri vinstrihreyf- ingu. Énn í dag er spurt: Hvernig má það vera að menn, sem gerðu átrúnað á blóðugt lögregluríki Stalíns að lífshugsjón sinni, náðu fjöldafylgi með íslendingum, en urðu annars staðar á Norðurlönd- um lítið annað en fámennur sér- trúarsöfnuður menntamanna?* Jón Baldvin segir um nafna sinn að hann hafi orðið »fyrsti alþýðu- maðurinn sem reis úr röðum al- þýðunnar sjálfrar til mannafor- ráða og í umboði hennar sjálfrar.* Saga Ólafs Friðríkssonar (Pétur Pétursson ritar um hann) og Héð- ins Valdimarssonar (þáttur eftir Gils Guðmundsson) varð allt önn- ur þó báðir styddu Alþýðuflokk- inn. Og athyglisvert er og sögu- lega merkilegt það sem Jón Bald- vin segir um klofninginn. Hann segir að flokkur jafnaðarmanna hafi ekki fyrst klofnað með stofn- un kommúnistaflokksins 1930 eins og margir álíta heldur hafi sá klofningur þegar komið fram 1922. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf haft mikilhæfa menn í for- ystu þó misjafnlega hafi þeir verið litríkir. Mest fór fyrir Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Þórarinn Þór- arinsson ritar um hann. Jónas var maður skapmikill, tilfinninga- næmur og gáfaður. Og líka prýðis- vel menntaður þó hann hefði ekki gengið í gegnum langskólanám. Áhugamál hans voru fjölbreytt. Og ferill hans var merkilegur að því leytinu að hann lagði af stað frá vinstri kanti en hafði, um það er lauk, fært sig yfir á hægri brún stjórnmálanna. »Þótt Jónas Jóns- son hefði fallið frá 1922,« segir Þórarinn, »þegar hann var fyrst kjörinn á þing, hefði hann hlotið þau eftirmæli að vera einn mesti tímamótamaður íslenzkrar stjórn- málasögu.« Jónas hafði brennandi áhuga á skólamálum og voru héraðsskól- arnir verk hans. Hann var Iíka prýðisvel ritfær. »fslandssaga Jónasar hefur sennilega notið meiri vinsælda en nokkur önnur hérlend kennslubók,« segir Þórar- inn. Og meir en svo. Hún var betur rituð en flestar bækur af því tag- inu. Ætli einhver kvenmaður í svokallaðri skólarannsóknadeild geri betur nú? Þórarinn getur þess að Jónas muni hafa verið dáðasti og hatað- asti íslenskur stjórnmálamaður um sína daga. Það er vafalaust nærri lagi. Það var ekki aðeins að þakka eða kenna persónu Jónasar heldur var orsakanna að leita í hinu að stjórnmálin voru þá al- mennt tilfinninga-hitamál miklu fremur en nú. Það fékk Bjarni Benediktsson að reyna framan af sínum stjórnmálaferli. Jóhannes Nordal ritar hér um hann. Bjarni var ekki aðeins gætinn og fyrir- hyggjusamur á við Jón Magnús- son. Hann var líka skörungur á borð við Jónas þótt hann væri annars ólíkur honum að flestu leyti. Jóhannes Nordal getur þess að hann hafi þótt nokkuð harður á yngri árum en mildast með árun- um »og átti æ auðveldara að ná tökum á fólki og laða það til sam- starfs.* Athyglisvert er það sem Jóhannes segir um kynni Bjarna og föður síns, Sigurðar Nordals. Vinstri menn hafa jafnan litið Sjálfstæðisfiokkinn öfundaraug- um vegna fjöldafylgis. Flokkurinn var stofnaður 1929 þegar vegur Jónasar Jónssonar var mestur. Fyrsti formaður flokksins var ekki litríkur í sama skilningi og Jónas. En hann reyndist farsæll leiðtogi þau fáu ár sem hann var flokksforingi. Gunnar Thoroddsen ritar hér um Jón Þorláksson. Fer að sumu leyti vel á því þar eð þeir hafa verið menn gerólíkir, Jón Þorláksson framkvæmdamaður fyrst og fremst, Gunnar Thorodd- sen í eðli sínu listamaður. Gunnar byrjar að vitna til þessara orða Jóns: »Störf mín eru einkum fólg- in í því að koma af mér störfum.* Þó hér sýnist farið með öfugmæli og Jón hafi sagt þetta bæði í gamni og alvöru mun ekki fjarri lagi að hér sé lýst vanda og verk- efni sérhvers fokksforingja. Hann er fyrst og síðast verkstjóri í sín- um flokki. Magnús Kjartansson sat um tíma í ráðherrastól. Lengst verður hans þó minnst sem blaðamanns. Austra-greinar hans í Þjóðviljan- um vöktu alltaf athygli. Magnús átti drjúgan hlut í að móta skoð- anir þeirra sem fylgdu flokki hans. Um hans daga stærði Al- þýðubandalagið sig af að vera sterkasti flokkurinn — utan þings, með réttu hygg ég. Svavar Gests- son ritar hér um Magnús. Getur hann þess meðal annars hverjir urðu helst til að móta skoðanir Magnúsar á yngri árum. Svavar lýsir Magnúsi í gagnorðu máli. Meðal annars segir hann að Magn- ús hafi verið söngmaður »ágætur og slíkur hafsjór af fróðleik að hann var eftirsóttur samkvæmis- maður. Hann átti þó til að vera svo stríðinn að mönnum fannst nóg um.« Þá telur Svavar upp helstu mál sem Magnús beitti sér fyrir sem þingmaður og ráðherra. Auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir er ritað hér um Hermann Jónasson (Vilhjálmur Hjálmars- son), Brynjólf Bjarnason (Gísli Ásmundsson) og Éinar Olgeirsson (Haukur Helgason). Þó áhersluatriðin séu nokkuð mismunandi í þáttunum má segja um ritið sem heild að það sé byggt upp sem stjórnmálasaga fremur en persónusaga. Hér er nokkuð fyrir þá sem langar að skoða póli- tíkina út frá mörgum og ólíkum sjónarhornum. Kéli Itöttur ^ ^ - í œrintjnrulh Sagan er eftir verðlaunahöfundinn Guðna Kolbeinsson og myndirnar eftir Pétur Halldórsson teiknara. Barnabókin stórkostlega um Kela kött og œvintýri hans heíur vakið feikna- athygli enda í algerum sérílokki meðal íslenskra barnabóka um þessi jól. þegar honum tekst upp, /rFlQb06r og hér íer hann d segir gagnrýnandi Morgunblaðsins kostum... Leikandi létt og lipurt leikur mdlið Guðna d tungu, og vœri vel, eí börn og unglingar tœkju Kíktu á Kela í nœstu bókabúð, og þú sanníœr- ist um að hann á erindi í jólapakka barnanna. Gagnrýnandi Morgun- blaðsins, Sigurður Haukur Guðjónsson, segir um bókina Keli köttur í œvintýrum: „Hér hefur allt lagst d eitt, í engu til sparað, og drangurinn er líka írdbœr. Fdir skriía betur en Guðni, sér það til fyrirmyndar. Og þd er það Pétur. Hann gerir ekki aðeins vel, heldur meistaralega vel. Myndir hans eru eins og þœr gerast bestar d bók, nœrri því rísa upp af síðunum og taka að tala við menn." Keli er jólakötturinn í ár! lÍfVAKA , Siðumúla 29, símar 32800 og 32302

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.