Morgunblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1983
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir Guðm. Halldórsson
Leyniviðræður
í Chad-deilunni
VIÐRÆÐUR um deiluna í Chad virðast standa
hvernig að þeim verður staðiö.
Samþykkt var á fundi leiðtoga
Frakka og frönskumælandi
þjóða Afríku í París í október-
byrjun að óvinirnir Hissene
Habré, sem fer með völdin í höf-
uðborginni Ndjamena, og Gouk-
ouni Oueddi, fv. forseti og leið-
togi uppreisnarmanna í norður-
hlutanum, héldu fund undir
verndarvæng Einingarsamtaka
Afríku (OAU) í Addis Abeba 21.
desember. En Habré bar fram þá
kröfu að honum yrði tekið sem
þjóðhöfðingja á fundinum og
Oueddi gat ekki sætt sig við það.
Oueddi hefur reynt að fá fundin-
um frestað og Frakkar hafa
svarað með því að reyna að efna
til óformlegs og leynilegs fundar
fyrir dyrum, þótt óvíst sé
eitt mesta skammaryrðið í orða-
safni stuðningsmanna hans
heima fyrir og í Þriðja heimin-
um. Því kom það honum illa þeg-
ar Reagan forseti talaði um að
Chad væri á „frönsku áhrifa-
svæði". Andúð stuðningsmanna
hans á Bandaríkjamönnum er
kunn og Mitterrand reyndi að
eyða grunsemdum um að hann
og Reagan væru nánir sam-
starfsmenn. M.a hélt hann því
fram að Bandaríkjamenn hefðu
ekki látið hann vita fyrirfram
þegar þeir ákváðu að senda
ratsjárflugvélar til Súdans og
hann hefði ekki sagt þeim frá
ákvörðuninni um að senda herlið
til Chad.
Franskir liðsforingjar þjálfa hermenn Chadstjórnar í meðferð flugskeyta
sem beitt er gegn skriðdrekum.
leiðtoganna, áður en opinber
fundur þeirra fer fram.
En Habré hefur verið andvíg-
ur leynifundi, sennilega þar sem
hann telur beztu leiðina til að
halda völdunum að krefjast þess
að Goukouni viðurkenni stjórn-
ina meðan Frakkar eru ennþá í
Chad. Frakkar segjast aftur á
móti ekki hafa sent herlið til
Chad til að halda Habré við völd,
heldur til að koma í veg fyrir
útþenslu Líbýumanna og róa
bandalagsþjóðir Frakka í Afr-
íku.
Frakkar vita líka að staða
Habrés er sterkari: reynsla hans
í starfi landvarnaráðherra aflaði
honum reynslu, sem hefur veitt
honum betri skilning á hernaði
en Goukouni, og beztu hermenn
Chads eru undir hans stjórn.
Goukouni á hins vegar við erfið-
leika að stríða: deilur hafa risið
milli 11 hópa, sem mynda her
hans, og Líbýumenn takmarka
svigrúm hans og frelsi.
Frakkar hafa verið vongóðir
um að af viðræðunum geti orðið
og segja að úr því deiluaðilar
hafi samþykkt viðræður hljóti
þeir að ræðast við. Viðræðurnar
munu hafa verið samþykktar
vegna þess að Francois Mitterr-
and fékk Sekou Touré, forseta
Guineu, í lið með sér á fundinum
í október. Marxistinn Touré er
gagnrýndur fyrir mannréttinda-
brot, en hann hafði aldrei áður
mætt á fundum Frakka og fyrr-
verandi nýlendna þeirra og Mitt-
errand notaði tækifærið til að
auka virðingu manna fyrir
reynslu hans. Frakkar lögðu líka
áherzlu á að sýna að þeir vildu
ekki þröngva fram eigin hug-
myndum um lausn í Chad eða
taka að sér hlutverk Einingar-
samtaka Afríku.
Mitterrand hefur umfram allt
reynt að forðast ásakanir um
„nýlendustefnu í nýrri mynd“,
Hvað sem því líður hafa
Frakkar og Bandaríkjamenn
ólíkar skoðanir á Khadafy Líb-
ýuleiðtoga, verndara Goukounis
í Chad. Reagan telur að Khadafy
sé skjólstæðingur Rússa og
kunni að ógna hagsmunum
Bandaríkjamanna. Mitterrand
telur hann öllu fremur arabísk-
an heimsveldissinna, sem geti
ógnað yfirráðum Frakka í norð-
an- og vestanverðri Afríku.
Frakkar vilja beita eigin ráðum
til að kljást við Khadafy og
leggjast gegn öllum þrýstingi, er
leiði til meiri stigmögnunar
átakanna en þeir telja nauðsyn-
lega. Stefna Mitterrands er
þannig keimlík stefnu De Gaull-
es, þótt kommúnistar og vinstri-
sinnaðir sósíalistar takmarki
svigrúm hans. Raunar virðast
franskir kjósendur gera þá kröfu
til forseta sinna að þeir séu
gaullistar í utanríkismálum.
{hlutun Frakka í Chad er eitt
mesta hættuspil Mitterrands til
þessa, en lítið ber á henni og af
henni fara fáar sögur. Franskir
embættismenn gera lítið úr
henni, upplýsingum er haldið í
lágmarki og reynt er að hindra
ferðir blaðamanna frá höfuð-
borginni. Sagt er að Mitterrand
ætli alls ekki að láta franska
hermenn falla fyrir Abéche eða
aðra staði í Chad. En um leið
ætli hann að sýna fram á hern-
aðarmátt Frakka til að koma i
veg fyrir nýja sókn fjandmanna
Habrés og styðja hann í orði
kveðnu meðan leitað sé að lausn,
helzt fyrir tilstilli OAU. A.m.k.
einni hugmynd Frakka virðist
Habré hafa hafnað með öllu:
stofnun sambandsríkis Norður-
og Suður-Chad.
Frakkar verja suðurhluta
Chads frá neti stöðva þvert yfir
eyðimörkina frá Salal í vestri til
Arada í austri, svokölluðu „ör-
yggissvæði" eða „rauðu striki".
FayaJ.argeau
í
or
Uj
í? I
^ j
OumChalouba
' Salal ______' Araday-*
S'rtsS,yE 'Biltm*
Moussoro Abfch* ^
NDjamena. \ O
jCHADr
\ 'ÉJ
\
f
CENTRAL
AFRICAN REPUBLIC
. 0 Miles 200 .
Bangui
Stór hluti Chad er enn á valdi Lí-
býumanna
Franska herliðið hyggur ekki á
bardaga meðan herlið Líbýu-
manna og Goukounis reynir ekki
að sækja í suður frá því svæði,
sem það lagði undir sig áður en
franska herliðið kom 11. ágúst.
Straumhvörf urðu í stríðinu þeg-
ar stjórnarherinn náði aftur vin-
inni Faya Largeau 30. júlí og nú-
verandi þráskák hófst. Bardag-
arnir hófust í fyrrahaust þegar
uppreisnarmenn stækkuðu yfir-
ráðasvæði sitt á svokallaðri
Aouzou-landræmu með því að
taka Gouro og Ounianga-Kebir
lengst í norðri. Þessum aðgerð-
um var haldið áfram til vors,
þegar sóknin til Faya Largeau
hófst.
Uppreisnarmenn hafa getað
ráðizt á stöðvar stjórnarhersins
í Oum Chalouba án þess að það
hafi leitt til hefndarárása
Frakka. Habré hefur stundum
reynt að sýna að hann hafi ekki
gefizt upp og sætti sig ekki við
óbreytt ástand, þótt hann sé ekki
í stakk búinn til að flæma and-
stæðingana burtu af eigin
rammleik. Her Habrés — og
óvina hans — hafa ferðazt lang-
ar leiðir yfir eyðimörkina I létt-
vopnuðum jeppum og reynt að
koma óvininum í opna skjöldu.
Óvinurinn hefur hörfað, endur-
skipulagt lið sitt og gert gagn-
árásir. Þannig hefur vettvangur
átakanna færzt fram og aftur
um eyðimörkina. Bæir hafa fall-
ið á nokkrum klukkustundum,
oft eftir miskunnarlausa skot-
hríð. Franskar könnunarflugvél-
ar hafa nánar gætur á varð-
flokkum Líbýumanna.
Habré þykir meistari í hernaði
sem þessum og átti heiðurinn af
snilldarlegri töku Faya Largeau
í miklum eyðimerkurstormi. En
hann missti 300 menn fallna og
250 særða, af 6.000 mönnum alls,
og hann hefur misst helming
Chads. Sundurleitur her hans
minnir á borgaraher, en úrvals-
hermenn hans af Toubous-ætt-
flokknum í Tibesti-eyðimörk-
inni, eru harðskeyttir stríðs-
menn, sem sofa undir berum
himni og geta lifað á döðlum í
tvo til þrjá daga. Enginn virðist
skipa fyrir í her Habrés og
óbreyttir hermenn og ráðherrar
hafa barizt hlið við hlið.
Frakkar hafa haldið hernað-
araðstoð sinni í lágmarki og án
stuðnings flugvéla þeirra getur
Habré ekki tekið frumkvæðið í
stríðinu. Frakkar láta sér það
vel líka og hafa reynt að nota
þráteflið til að finna pólitíska
lausn. En óvíst er hvort Habré
bíður endalaust og sá möguleiki
er líka fyrir hendi að uppreisn-
armenn hefji sókn, ef þeir telja
Frakka deiga í stuðningnum við
Habré. Návist Frakka heldur
aftur af stríðsaðilum í bili og
fyrst um sinn beinist athyglin að
viðræðum þeim, sem virðast I
uppsiglingu.
í anda
Sjöwall & Wahlöö
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Poul Henrik Trampe: Tilræðið
Anders Hansen þýddi.
Útg. Almenna bókafélagið 1983.
Jörgensen leynilögreglumaður
lendir í slæmri klípu, meðan hann
er að bjarga dóttur sinni frá því
að verða barin af löggunni er
menntamálaráðherranum sýnt
banatilræði ... Og þar sem Jörg-
ensen átti að standa vörð við
áheyrendapallana — situr hann
uppi með skömmina að morðing-
inn skyldi sleppa. Að vísu slapp þó
menntamálaráðherra en þing-
vörðurinn varð fyrir skoti í stað-
inn en málið er nógu slæmt fyrir
það.
Jörgensen er með þungt og mik-
ið gips um handlegginn eftir að
löggan hefur lamið hann í mis-
gripum og síðan á hann við fleiri
vandamál að stríða, ung dóttir
hans hótar að flytja að heiman og
gefa skít í þjóðfélagið. En undir
lokin lánast Jörgensen náttúrlega
að finna morðingjann.
Ætli sé ekki óhætt að segja að
Trampe sé dálítið inni á Sjövall og
Walhö-línunni: leynilögreglumað-
urinn er engin hetja, þvert á móti,
bara venjulegur maður. Meira að
segja farinn að gildna og á við áð-
urnefnt fjölskylduvandamál að
stríða. Aftur á móti er þakkarvert
að hjónabandið skuli vera í lagi.
Þessi aðferð — að draga upp
frekar hversdagslega mynd af
verkefnum leynilögreglumannsins
og af honum sjálfum, hefur þann
kost að sagan verður mun trúverð-
ugri og lesandinn á auðvelt með að
lifa sig inn í frásögn og atburða-
rás. En auk þess að vera raunsæ
krimmasaga er hér á ferð þjóðfé-
lagsmynd, sem gefur henni aukið
gildi. Þó er sanngjarnt að taka
fram að Trampe tekur ekki ein-
dregna afstöðu, hvorki með né á
móti, löggunni, unga fólkinu, póli-
tikinni, kerfinu. Það er kostur að
lesandi fær að draga sínar álykt-
anir, án þess að vera mataður á
öllu.
Hér er sem sagt dægilegasta af-
þreyingarbók. Hún er þrátt fyrir
ákveðna ádeilu laus við allt James
Bond-yfirbragð og er það vel að
mínum dómi.
Þýðingin er liðug en þó gætir á
ýmsum stöðum fullmikils þýð-
ingarbragðs.
GRAMFATHER WAS ÞEFENCELESS..
Afí var
varnarlaus ..
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Grandfather was defenceless: Fritz
Behrendt.
Útg. Ma’ariv Book Guild 1983.
í þessari bók hins fræga hol-
lenzka teiknara Fritz Behrendt er
að finna aðskiljanlegar teikningar
hans af pólitískum toga sem sýna
samskipti fsraela og Araba.
Bandaríkjamenn koma einnig við
sögu og ekki gleymast Sovétmenn
heldur.
Fritz Behrendt hefur getið sér
mikið orð fyrir „pólitískar skop-
myndir". Hann hefur löngum ráð-
ist gegn harðstjórunum, þeim sem
troða á mannréttindum, og hann
fyrirlítur hvernig hægt er að
sveigja almenningsálitið f ýmsar
áttir með lævíslegum áróðri.
Hann mun vera fæddur í Berlín,
en fjölskylda hans flutti árið 1937
til Hollands til að sleppa undan
ofsóknum nazista. En þegar þýzki
herinn hernam Holland var Fritz
tekinn fastur og sat í fangabúðum
nazista og þoldi þar harðræði og
pyndingar. Eftir að stríðinu lauk
hefur hann víða farið og hann
snerist mjög eindregið á sveif með
ísraelum eftir stofnun ríkis þeirra
og hefur verið einbeittur áhang-
andi sionismans, enda kemur það
glögglega fram í bókinni. í for-
mála er tekið fram, að hann hafi
verið einn af fáum fjölmiðla-
mönnum sem tóku ekki þátt í alls-
herjar fordæmingu á ísrael eftir
innrásina í Líbanon 1982. Fyrir
það eru ísraelar honum þakklátir,
væntanlega ekki sízt fyrir þá
skuld sem þeir gefa út þessa bók.
Ekki þar fyrir, bókin stendur
fyrir sínu. Hún er vel úr garði
gerð og teikningar Behrendts eru
bæði vel dregnar og segja oft
langa sögu og áhrifamikla. En
kannski er farið út í að einfalda
hlutina um of. Um það má vissu-
lega deila hvort ekki séu til aðrir
fletir á málefnum Ísraela/Araba
en þeir sem hér eru sýndir.