Morgunblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1983
19
"ÞRD STENtXJR'. KOMR BÍLNUM i CrEVMSLU, GRKtóR FRfl FRRSEÐlUM,
SÆKJR FRRKKRNN i HREINSUNINR, KRUPfl GRRDÍNU5TÖN6 FYRIR
JOLLU, REDDR JÖLR6JÖF HRNDR KELLIN6UNNI,SEMJR rrrmótr-
GREININR OG 6LEYMR EKKI RÐ SE6JR ÞETTH VENJULE6H UM
NRUD5YN ÞESS RO BETR KJÖR LÍI6LflUNRFÓLKSINS>"
Rumsfeld
heimsæk-
ir Irak
Bagdad, 20. des. AP.
DONALD Rumsfeld, sérstakur sendi-
fulltrúi Bandaríkjastjórnar, ræddi í
dag við Saddam Hussein, forseta ír-
aks, og afhenti honum orösendingu
frá Reagan forseta. Jafn háttsettur
bandarískur embættismaður og Rums-
feld hefur ekki komið til írak frá ár-
inu 1967. Rumsfeld dvaldist aðeins
einn sólarhring í Bagdad, áður en
hann hélt for sinni áfram, en til
Bagdad kom hann frá Saudi-Arabíu.
Iyfirlýsingu, sem gefin var út eft-
ir fundinn, var sagt, að Tarek Aziz,
utanríkisráðherra íraks, hefði einn-
ig verið viðstaddur fundinn og hefðu
viðræður þar verið mjög „einlægar
og vinsamlegar".
Lambsdorff
áfram rádherra
Bonn, 20. des. AP.
OTTO Lambsdorff, efnahagsmála-
ráðherra Vestur-Þýzkalands, mun
áfram eiga sæti í stjórn landsins, unz
dómsúrskurður hefur verið kveðinn
upp um, hvort nægilegar sannanir séu
fyrir hendi til þess að ákæra hann fyrir
að hafa þegið mútur. Var frá þessu
skýrt af hálfu vestur-þýzku stjórnar-
innar í dag.
Á fundi þeirra Lambsdorff og
Helmut Kohl kanslara í gær, þar
sem Hans-Dietrich Genscher utan-
ríkisráðherra var einnig viðstaddur,
féllst kanslarinn á þessa ákvörðun.
Sagði Peter Boenisch, talsmaður
stjórnarinnar í dag, að lögfræðingar
hennar hefðu rannsakað þær sak-
argiftir, sem fram hefðu komið á
hendur Lambsdorff og komizt að
þeirri niðurstöðu, að þær væru mjög
„hæpnar".
Netaveiðar við árósa í Kanada höggva stór skörð.
Aflabrestur laxveiði-
báta við Grænland
20. desember. AP og fl.
Það hefur verið gengið nærri Atl-
antshafslaxinum um árabil með
netaveiðum í úthafinu, einkum við
Grænlands- og Noregsstrendur, en
hin síðari ár einnig við Færeyjar.
Grænlandsveiðarnar eru líklega
kunnastar, en minna hefur farið
fyrir þeim vegna hinnar raiklu um-
ræðu sem verið hefur um Færeyja-
veiðarnar að undanfornu. En sam-
dráttur í laxveiðunum hefur verið
gífurlegur og er það ekki vegna
minnkandi sóknar. f byrjun mánað-
arins höfðu veiðst 310 tonn af laxi
frá því að vciðar hófust 10. ágúst.
Dönsku og grænlensku laxabátarnir
mega veiða 1190 tonn.
Ekki er aflaminnkunin vegna
minnkandi sóknar, sérfræðingar
telja ástæðuna vera meðal annars
þá, að laxinn sé hreinlega að
ganga til þurrðar. Náist ekki kvót-
inn við Grænland á veiðitímabil-
Stefnir í algert
óefni í Kanada
inu, þýðir það 23 milljón króna tap
útgerðarinnar, en það er kostnað-
ur og aflaverðmæti þeirra laxa
sem ekki hafa veiðst.
Á sama tíma og þessar aflatölur
berast af Grænlandsmiðum, heyr-
ist frá Kanada, að laxveiðin þar
hafi aldrei verið minni en í ár og
kalla þeir þó ekki allt ömmu sína í
þeim efnum. Laxaaflinn í Kanada
hefur farið hríðminnkandi síðustu
árin og í nýjasta fréttabréfi frið-
unarsamtaka um Atlantshafslax-
inn kom fram, að 79.000 laxar
veiddir á stöng í Kanada árið 1980,
voru einungis 12% af heildarafl-
anum.
í fréttabréfinu var litið á mál
þetta frá nokkuð óvenjulegum
sjónarhóli. Þar kom fram, að bein-
ar og óbeinar tekjur af hverjum
stangarveiddum laxi eru 590 doll-
arar. Er þar með talið ýmislegt,
svo sem ferðakostnaður veiði-
manna, matur, bátaleiga, greiðsl-
ur til leiðsögumanna og fleira og
fleira. Samsvarandi beinar og
óbeinar tekjur af hverjum neta-
veiddum laxi, segir í fréttabréfinu,
eru einungis 28 dollarar hvern lax
í mesta lagi. Texta fréttabréfsins
um þetta mál lýkur með orðunum:
— Bindum enda á farsann um að
laxveiðar í net séu heiðarleg og
karlmannleg fyrirvinna á sama
tíma og stangarveiði sé ekkert
annað en tímasóun og leikur hinna
ríku. Það hefur verið vitað en látið
afskiptalaust í alltof langan tíma,
að fólk er tilbúið að borga miklu
meira fyrir að veiða lax á flugu
heldur en fyrir að fara út í búð og
kaupa netaveiddan fisk.
Jólafötin
kr. 1.995 til 2.975. Terelynebuxur kr. 575. Gallabux-
ur kr. 445 og 555. Canvasbuxur 6 litir kr. 445.
Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt.
Andrés herradeild,
Skólavöröustíg 22, sími 18250.
0
Dýrindis glös á jólaborðið
og í jólapakkann
Jól í
Kosta Boda
Chateaú
Bankastræti 10 — Sími 13122