Morgunblaðið - 11.01.1984, Side 2

Morgunblaðið - 11.01.1984, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1984 Á Holtavörðuheiði MorjjunblaAirtHelgi Hjarnason Frá jólum hcfur tíð verið rysjótt um allt land og sums staðar hefur verið vonskuveður allan þennan tíma. Starfsmenn Vegagerðarinnar og margra sveitarfélaga hafa vart haft við að halda samgöngulciöum opnum. Holtavörðuheiði hefur löngum verið erfið á þessum árstíma og frá áramótum hefur gengið illa að halda leiðinni opinni. Meðfylgjandi mynd er tekin á heiðinni síðastliöinn föstudag er vegagerðarmenn ruddu veginn eftir áhlaupið, sem gerði um miðja vikuna. Kröfur samninganefndar BSRB: 15 þúsund króna lágmark og kjör eins og í upphafi síðasta ársfjórðungs ’83 KRAFA um 15 þúsund króna lág- markslaun og samsvarandi leiðrétt- ing kjara ellilífeyrisþega og öryrkja, sem og að laun frá áramótum miðist við launakjör í upphafi síðasta árs- fjórðungs 1983, var megin niður- staða fundar samninganefndar Bandalags starfsmanna ríkis og hæja sem var í ga-r. I*á er gert ráð fyrir að til áfangahækkana komi á samningstímanum, verði um rýrnun á umsömdum kjörum að ræða, en ekki er ákveðið í tillögunum til hve langs tíma verður samið, heldur er það gert að samningsatriði. l>essar kröfur veröa lagðar fram á fundi með ríkissáttasemjara og fulltrúum ríkisvaldsins á morgun, fimmtudag. „Ég tel að við séum þarna með afskaplega sanngjarnar kröfur, sem við vonumst til að verði sam- þykktar. Við tökum tillit til ástandsins í þjóðarbúinu, en við- urkennum um leið að það hafi ýmsir hlutir lagast frá því sem var í vor. Hins vegar teljum við að við séum búnir að borga okkar hlut af Færeyingar og Islending- ar ræða fiskveiðisamninga FÆKFVSK samninganefnd kom í gær, þriójudag, hingað til lands til við- ræðna við íslenzku ríkisstjórnina um hugsanleg fiskveiðiréttindi Færeyinga við ísland. Fiskveiðisamningi þjóó- anna var fyrir nokkru sagt upp af ís- lendingum. Færeyska sendinefndin vonast til aó ná samkomulagi við ís- lendinga, þar sem veiðarnar við ís- land hafa haft mikla þýðingu fyrir línuveiöaflota Færeyinga. Fyrir sendinefnd Færeyinga eru Pauli Ellefsen, lögmaður, og Anfinn Kallsberg, sjávarútvegsráðherra. Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra og Halldór Ásgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra, verða fyrir ís- lenzku samninganefndinni. þessu og getum ekki greitt meira en orðið er,“ sagði Haraldur Hannesson, formaður Starfs- mannafélags Reykjavíku-rborgar, í samtali við Morgunblaðið, en hann á sæti i samninganefndinni. Það kom fram hjá Haraldi að þeir í samninganefndinni teldu að lagfæring lægstu launa þyrfti ekki að vera með krónutöluhækkun eingöngu, heldur mætti koma í gegnum skattakerfið. Að hans mati gæti slíkt ekki síður komið að notum, en bein krónutöluhækk- Haraldur sagði að hann teldi það fráleitt að þessar kröfur gætu hugsanlega valdið gengislækkun. „Við teljum að við séum að gera þarna svo sanngjarnar kröfur að gengislækkun okkar vegna komi ekki til greina. Við erum raunsæir og það er alveg ljóst að launþegar sem slíkir borga ekki meira í þeim ráðstöfunum sem búið er að gera. Það sem á kann að vanta verður að korna einhvers staðar annars staðar frá,“ sagði Haraldur Hann- esson ennfremur. Kjartan segi strax af sér — segir Helgi Már Arthursson höfundur leiðarans í Skutli „EG FAGNA þeim ummælum Kjart- ans Jóhannssonar, að hann skuli vera sammála því að flokkurinn þurfi að vera stærri. Það er hraust- lega mælt. Ég er hins vegar ósam- mála öllu öðru sem hann segir í við- tali við Morgunhlaðiö sl. laugardag. Ég nenni ekki að fara í launkofa með þá skoðun mína, að ég tel það eina forsendu fyrir endurreisn Al- þýðuflokksins að Kjartan segi af sér strax,“ sagði Helgi Már Arthursson sem ritaði leiðarann í Skutul, jóla- blað alþýðuflokksmanna í Vest- fjarðakjördæmi, sem Mbl. skýrði frá sl. laugardag, en Helgi átti sæti á framboðslista Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi fyrir síðustu al- þingiskosningar. í viðtali við Kjartan Jóhannsson í sömu frétt sl. laugardag segir hann m.a. að hann hafi ekki hugsað sér að hætta sem formaður Al- þýðuflokksins á flokksþingi í haust. I umræddum leiðara er fjallað um afhroð Alþýðuflokksins í síðustu alþingiskosningum og leitt getum að því að flokksforustunni geti ver- ið um að kenna. Varðandi innihald leiðarans sagði Helgi Már: „Leiðarinn er efn- islega það sem fólk, jafnaðarmenn í hinum dreifðu byggðum landsins, er að tala um. Ég skrifaði þetta á grundvelli nokkurrar þekkingar á innviðum flokksins. Ég veit að þeir sem þora að kalla hlutina sínum réttu nöfnum eru sammála mér. Flokkurinn er auövitað að brotna niður. Hins vegar er það kannski ekki bara Kjartan sem skiptir þarna máli, heldur verður þessi flokkur að ákveða hvort hann er með eða á móti hlutunum, til dæm- is á Alþingi. Það þarf engan Ein- stein til að komast að þessari niðurstöðu um Alþýðuflokkinn." Helgi Már sagði ennfremur að hann sæi ekki í fljótu bragði hver ætti að taka við af Kjartani, ef hann hætti sem formaður Alþýðu- flokksins. Brazilía * og Island skulda- kóngarnir BREZKA blaðið Economist birti um áramót getraun, sem það lagði fyrir lesendur sína, eins og áóur hefur komið fram í fréttum Morg- unblaðsins. Þar var spurning númer 21 þess efnis, að spurt var hvaða ríki væri skuldugast — a. í beinhörðum peningum og b. miðað við þjóðarframleiðslu. Nefnd voru nokkur ríki, sem menn gátu valið úr sem svör. í nýútkomnu hefti Economist birtast svo svörin. Skuldugasta ríkið í peningum er Brazilía, en skuldugasta landið miðað við þjóðarframleiðslu er ísland. Dr. Gunnar Þór Jónsson prófessor í slysalækningum DR. GUNNAR Þór Jónsson hefur verið skipaður prófessor í slysalækn- ingum við Háskóla íslands með aö- stöðu við slysadeild Borgarspítalans. Hann tekur við af prófessor Hauki Kristjánssyni, yfirlækni við slysa- deild Borgarspítalans, sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Dr. Gunnar er 41 árs gamall, fæddur 19. júní 1942 í Grindavík, sonur hjónanna Jóns Sigurðssonar trésmiðs og konu hans, Guðríðar Einarsdóttur ljósmóður. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1962 og útskrifaðist frá læknadeild Háskóla íslands 1969. Hann var kandidat við Landspítal- ann og sjúkrahúsið á Akranesi og var héraðslæknir í Búðardal um Umferðarslysin stærra vandamál en áður var talið? Veruleg vanskráning á umferðarslysum á íslandi ÞAD ER Ijóst að slysin í umferðinni eru mun stærra vandamál en áður var talið. í stað þess að 707 manns hafi látist eða slasast í umferðinni á íslandi árið 1975, eins og Cmferðar- ráð telur, er líklegt að fjöldi slasaðra hafi verið á þriðja þúsund, segir m.a. í grein eftir Bjarna Torfason lækni, í tímaritinu Heilbrigðismál. Þar fjallar Bjarni um rannsókn sína á þeim um- ferðarslysum, sem skráð voru á Slysadeild Borgarspítalans 1975. Skýrsla um rannsóknina kom út í lok síðasta árs sem fylgirit við Heilbrigð- isskýrslur á vegum I.andla*knisemb- ættisins. Bjarni segir að veruleg van- skráning sé á umferðarslysum hér- segir Bjarni Torfa- son læknir, sem rann- sakað hefur slysa- skráningarskýrslur lendis. „Samanburður á opinberri skráningu Umferðarráðs (sem byggir á lögregluskýrslum) við þessa rannsókn, sem byggð er á gögnum Slysadeildar Borgarspítal- ans, leiðir í Ijós verulegt misræmi. Alls létust eða slösuðust 1.682 íbú- ar höfuðborgarsvæðisins í umferð- arslysum árið 1975,“ segir hann í greininni í Heilbrigðismálum. „Þar af voru 27% á skrám beggja þess- ara aðila, 2% eingöngu á skrá Um- ferðarráðs og 71% eingöngu á skrá Slysadeildarinnar. Á sama tíma og Umferðarráð telur 490 manns hafa slasast í umferðinni á höfuðborg- arsvæðinu voru 649 fluttir með vit- und lögreglunnar i Reykjavík á Slysadeildina eftir umferðarslys." Bjarni segir að vanskráning Um- ferðarráðs sé ekki bundin við minniháttar slys, ráðið hafi t.d. ekki skráð nema rúmlega 70% þeirra, sem slösuðust svo mikið, að leggja varð þá inn á sjúkrahús. Sjö af hundraði þeirra voru ranglega skráðir með lítil meiðsli. „Svipað ósamræmi á skráningu þessara að- ilja er einnig árið 1976—1982,“ seg- ir hann í greininni. „Hinni opinberu skráningu á umferðarslysum virðist vera mjög ábótavant. Hætt er við að viðbrögð stjórnvalda við vandamálum um- ferðarinnar hafi mótast af miklu vanmati á raunverulegru ástandi þessara mála. Það er því brýnt að bæta slysaskráningu lögreglu og Umferðarráðs eða taka upp nýja skráningu á vegum heilbrigðis- stjórnarinnar, en slíkt er nú þegar í undirbúningi að því er varðar höfuðborgarsvæðið," segir Bjarni Torfason. Dr. Gunnar Þór Jónsson skeið. Hann stundaði framhalds- nám í bæklunarskurðlækningum í Jönköping í Svíþjóð 1971—74 og síðan við háskólasjúkrahúsin í Lundi og Malmö 1975 til 1980. Dr. Gunnar varði doktorsritgerð sína um gerviliðaaðgerðir í hnjám við læknadeildina í Lundi 1981. Hann hefur starfað sem sérfræð- ingur við bæklunardeild Landspít- alans frá 1. ágúst 1980. Dr. Gunnar er kvæntur Ragn- heiði Júlíusdóttur frá Akranesi og eiga þau fjögur börn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.