Morgunblaðið - 11.01.1984, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1984 23
íslenzkt sjómanna
almanak komið út
Ungmennafélag Gnúpverja:
Lukkuriddarinn frum-
sýndur í Aratungu
ÚT ER kominn 59. árgangur ís-
lcnzks sjómannaalmanaks, 1984. Út-
gefandi er Fiskifélag íslands, tölvu-
deild Jónas Blöndal og tæknideild
Emil Ragnarsson. í almanakinu eru
flestar þær upplýsingar, sem sjófar-
endum eru nauðsynlegar. Má þar
meðal annars nefna lög og reglur
um siglingar og veiðar, öryggismál,
skipaskrár og fleira.
í formála almanaksins segir
fiskimálastjóri, Þorsteinn Gísla-
son, meðal annars, að fyrst hafi
Leiðrétting
ÞAU MISTÖK urðu í frásögn af
haftyrðlum hér á landi að rangt
var farið með nafn mannsins, sem
fann fuglinn. Hann heitir Þorvald-
ur Ólafsson. Mbl. biður velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Félagsmálaráðherra Alexander
Stefánsson hefur skipað eftirtalda
aðila í stjórnarnefnd um málefni
fatlaðra frá 1. janúar 1984 til næstu
fjögurra ára.
Sigurfinnur Sigurðsson, skrif-
stofumaður, sem jafnframt er for-
maður nefndarinnar. Varamaður:
Theódór A. Jónsson, framkvæmda-
stjóri. Ingimar Sigurðsson, deild-
arlögfræðingur. Varamaður: Jón
Sæmundur Sigurjónsson, deildar-
hagfræðingur. Magnús Magnús-
son, sérkennslufulltrúi. Varamað-
ur: Leifur Eysteinsson, fulltrúi.
Húnbogi Þorsteinsson, sveitar-
stjóri. Varamaður: Magnús E.
Stykkishólmur:
Erfið færð
StykkLshólmi, 9. janúar.
SAMGÖNGUR hafa verið mjög erfiðar
í dag. Gerir það bæði hálka á vegum,
hríðarveður og erfiðir skaflar. Ekkert
áætlunarflug var í dag.
Áætlunarbíllinn, sem fór úr
Reykjavík í morgun kl. níu, kom ekki
til Stykkishólms fyrr en um fjögur-
leytið í dag og er það um 2—3 tímum
lengur en á venjulegum degi. Ferð-
ina sem átti að fara suður í kvöld
varð að fella niður en reynt verður
að fara á morgun kl. tíu. Ánnar bfll,
sem fór héðan kl. tíu í morgun áleið-
is til Reykjavíkur, var á fimmta
tíma i Borgarnes.
almanakið komið út á vegum
Fiskifélagsins 1925, en 1914 hafi
fyrsta sjómannaalmanakið verið
gefið út á vegum stjórnarráðsins.
Samkvæmt reglum sé öllum skip-
um, 12 brúttórúmlestir og stærri,
gert skylt að hafa sjómannaalm-
anakið um borð.
Þá segir hann að almanak þaö,
sem nú komi út, marki viss tíma-
mót í útgáfunni, því nú sé mestur
hluti efnis tölvusettur í tölvu
Fiskifélagsins og sendur símleiðis
til prentsmiðju (Steindórsprents),
þar sem efnið er offsetprentað.
Stefnt er að því að allt efni alman-
aksins verði tölvusett í framtíð-
inni enda skapar það mikið hag-
ræði, því þannig er ávallt hægt að
setja inn og leiðrétta lög og reglur,
að ógleymdri skipaskrá, svo og
annað efni strax og breytingar
verða.
Guðjónsson, framkvæmdastjóri.
Ólöf Ríkarðsdóttir, fulltrúi. Baldur
Kristjánsson, þjóðfélagsfræðing-
ur. Ásgerður Ingimarsdóttir,
deildarstjóri. Varamenn fyrir
Landssamtökin Þroskahjálp og
Öryrkjabandalag íslands: Guð-
mundur Ragnarsson, viðskipta-
fræðingur, Arnþór Helgason,
deildarstjóri, Jóhann Guðmunds-
son, læknir.
UNGMENNAFÉLAG Gnúpverja
frumsýndi 28. desember sl. írska
leikritið Lukkuriddarinn eftir
J.M. Synge í þýðingu Jónasar
Arnasonar.
Leikritið gerist á írlandi um
síðustu aldamót og segir af fá-
tæku bændafólki í Mayo-héraði.
Er mikið af írskum þjóðlögum í
leikritinu svo og gráu gamni.
Leikstjóri er Edda V. Guð-
mundsdóttir, en leikendur eru
þrettán talsins. Þá eru undir-
leikarar, Loftur S. Loftsson á
harmonikku og Helga G.
Loftsdóttir á gítar.
Næsta sýning á Lukkuriddar-
anum verður á morgun,
Heracules í
Háskólabíói
í HÁSKÓLABÍÓI verður frumsýnd í
dag kvikmyndin Heracules sem
fjallar um samnefnt heljarmenni
sem Seifur, hinn forni guð Grikkja,
sendir til jarðarinnar til að berjast
við Mínos konung og hina illu dóttur
hans Aríönnu.
Feðginin hyggjast ná yfirráðum
á jörðinni og heljarmennið Herac-
ules getur einn stöðvað þau. Verða
á vegi hans prinsessur og fagrar
seiðkonur sem aðstoða hann í bar-
áttunni við illmenni og ófreskjur
sem feðginin gera út af örkinni í
þeim tilgangi að stöðva Heracules.
Heracules leikur líkamsræktar-
maðurinn Lou Fereigno.
Úr fréUatilkynninxu.
fimmtudag, í Aratungu, en
fyrirhugað er að sýna leikinn
víðar á Suðurlandi.
t r frétutilkynninfpi.
Hríðarveður
tefur fyrir
samgöngum
SÍÐDEGIS í gær skall á hríðarveður
víða um Suður- og Vesturland, sem
tafði mjög fyrir samgöngum, bæði í
lofti og á láði. Flug gekk þó sæmilega
fram eftir degi, en ekkert var flogið á
Vestfirði eða til Vestmannaeyja, auk
þess sem fresta varð flugi á milli
nokkurra staða á Norðurlandi. A.m.k.
400 manns bíða eftir flugi í dag.
Á landi var fært um Þrengslin,
austur um firði og um Suðurlands-
undirlendið víðast hvar. Það opnuð-
ust vegir um Snæfellsnes og í Reyk-
hólasveit í Austur-Barðastrandar-
sýslu. Það stóð til að opna norður-
leiðina í gær, en vegna mikillar
hríðar á Holtavörðuheiði var
mokstri frestað.
Samkvæmt veðurspánni átti veð-
ur að ganga niður í morgun og fara
í sunnanátt með snjókomu og éljum
síðdegis sunnan- og vestanlands.
Spáð er björtu veðri á Norður- og
Austurlandi. Víðast hvar á landinu
verður 6—7 stiga frost og vindhæðin
3—4 stig sunnanlands.
SKEÐ
Stefán Gunnlaugsson listmálari
heldur námskeið í almennri
myndlist dagana l9.janúarog 9.
febrúar. Námskeiðið er haldið
í rúmgóðri vinnustofu Stefáns
að Ármúla 5.
Innritun hefst 13. janúar.
Tekið verður við umsóknum í
síma 85426, milli kl. 3—4 á
virkum dögum.
Skipuð stjórnarnefnd
um málefni fatlaðra
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600
Erum að fá 2 stk. Ramcharger SE árgerð 1984,
8 cyl., 318 ci, sjálfskiptur, aflstýri, aflhemlar,
læst drif, Royal SE innrétting.
Litir: svartur og koksgrár.
Ath.: Fáum aðeins 2 bila.
Verð aðeins kr. 1.080.000,00
JÖFUR
HF.
þegar kraftur, gæði og styrkur
skiptlr máll velur þú CHRYSLER