Morgunblaðið - 20.01.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.01.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984 17 16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið. Nýjar leiðir — atvinnuuppbygging Okkur sýnist ljóst að , upp sé komið ástand víbvarandi atvinnuleysis," sagði Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri Verka- mannasambands íslands, í blaðaviðtali í gær. „í nóv- ember sl. gerðum við könnun sem sýndi að eitt þúsund, eða fjögur prósent af félags- mönnum VMSÍ, væru at- vinnulausir, en atvinnuleysi hefur síðan aukizt mjög.“ Meirihluti þeirra, sem misst hafa atvinnu, eru úr röðum almenns verkafólks. Fjórð- ungsminnkun þorskafla 1984, sem ráðgerð er, ýtir ekki undir bjartsýni um atvinnu- horfur. Hún styrkir heldur ekki rekstrarstöðu fyrir- tækja í sjávarútvegi, veiða og vinnslu, sem rekin hafa verið með verulegum halla og skuldasöfnun á heildina litið undanfarin ár. Svipull er sjávarafli og ís- lendingar hafa fyrr séð fram á sveiflur í sjávarútvegi, bæði í veiðum og verðþróun, sem skekið hafa undirstöður lífskjara í landinu. Þorskur- inn er hinsvegar það mikil- vægur í þjóðarbúskap og lífskjörum íslendinga að forða verður hruni hans með öllum tiltækum ráðum, þ.e. að hann sæti sömu örlögum og síld og loðna. Þvert á móti þarf að byggja stofninn upp í hámarksstærð og hámarks- nýtingu, án þess að ganga á höfuðstólinn, stofnstærðina. Þess vegna verður að sníða veiðisókn að veiðiþoli. Ná þeim afla, sem fiskifræðileg rök heimila, með sem minnstum tilkostnaði — og vinna hann í sem verðmæt- ast söluform. Það er alltof mikið í húfi og til alltof mik- ils að vinna til að láta skeika að sköpuðu, þegar undir- stöðuatvinnuvegur okkar á í hlut. Þess verður þó að gæta vel að fjötra ekki þá hvata framtaks og áræðis, sem verða hér eftir sem hingað til, hornsteinar framfara og velferðar í landinu. Kreppuástand, eins og nú ríkir, má hinsvegar ekki stinga þjóðina svefnþorni. Þegar svo árar sem nú er þarf þvert á móti að leita allra tiltækra ráða til að finna ný tækifæri á öllum sviðum atvinnulífsins og blása lífi í atvinnustarfsemi, sem fyrir er. Við höfum að vísu glatað nokkrum árum í þvergirðingshátt, hvað það varðar að breyta orku fall- vatna okkar í vinnu, verð- mæti og gjaldeyri, en betra er seint en ekki að huga að þeim málum. Stórir mögu- leikar sýnast fyrir hendi í fiskeldi en á því sviði hafa ýmsar þjóðir, svo sem Norð- menn, gefið gott eftirdæmi. Það þarf að virkja það hugvit og áræði sem með þjóðinni býr og leysa ýmsa kerfis- hnúta í atvinnu- og efnahagslífi, sem haldið hafa framtaki og lífskjörum í landinu niðri. í þeirri viðleitni vegur að sjálfsögðu þungt að skapa skilyrði til innlends sparnað- ar, en fjármunir eru vinnu- tæki sem atvinnulífið þarfn- ast. Það þarf einnig að stýra þessum sparnaði, ef til verð- ur, út í atvinnulífið, m.a. með því að þannig ráðstafaður sparnaður njóti skattalegs jafnréttis við annan sparnað, t.d. spariskírteini ríkisins. Stöðugleiki í efnahagslífi, verð-, gengis- og vaxtaþróun, skiptir og alla atvinnu- starfsemi og áætlanagerð um atvinnuuppbyggingu höfuð- máli. Það hefur verið unnið þrekvirki við að ná verðbólgu niður í svo ríkum mæli sem raun ber vitni um. Það er mjög mikilvert að glutra ekki þessum árangri niður, eins og gerðist 1977/1978 með óraunhæfum kjarasamn- ingum þá. Þess vegna verður að finna leiðir til að bæta kjör hinna lægst launuðu og verst settu án þess að vænt- anleg launaþróun næstu mis- seri setji verðbólguskriðuna af stað á ný. í því efni er aðilum vinnumarkaðarins, sem og þingi og ríkisstjórn, mikill vandi á höndum. Óábyrg stjórnmálaöfl reyna eflaust að veiða fylgi í grugg- ugu vatni, þar sem þessi við- kvæmu mál eru. Þau öfl eru jafnan þeim verst á borði sem þau „unna“ mest í orði. Þjóðin verður að halda ró sinni, þó á móti blási, enda hefur hún alla burði til að vinna sig upp úr vandanum. Til þess þarf hún að vísu að „senda út á sextugt djúp, sundurlyndisfjandann". Til þess þarf hún að leita uppi ný tækifæri á öllum sviðum at- vinnulífsins. Og til þess þarf hún að varðveita, en ekki glutra niður, þeim árangri í verðbólguhjöðnun, sem fyrir hendi er. Almavíva greifi og Bartóló keppa um hylli yngismeyjarinnar Rósínu og gengur þar á ýmsu. Jón Sigurbjörnsson, Kristinn Hallsson, Kristinn Sigmundsson og Júlíus Vífill Ingvarsson í hlutverkum sínum. Islenska óperan frumsýnir: „Rakarinn í Sevilla“ ÍSLENSKA ÓPERAN frumsýnir gamanóperu Rossinis “Rakarinn í Sev- illa“ í kvöld, 20 janúar, kl. 20.00. Frumsýning á óperunni átti aö vera 6 janúar, en var frestað vegna veikinda Kristins Sigmundssonar söngvara. Rakarinn í Sevilla er ein vin- sælasta ópera Gioacchino Ross- ini. Samdi hann hana á þrettán dögum í janúar 1816 eftir sam- nefndu leikriti frakkans Pierre- Augustin Caron de Beumarcha- is. Leikurinn snýst um yngis- meyna Rósínu sem ungur greifi, Almavíva, fellir hug til og beitir hann ýmsum brögðum til að ná hylli hennar og nýtur til þess að- stoðar rakarans og þúsundþjala- smiðsins Fígarós. En Almavíva er ekki einn um aðdáun sína á Rósínu því fjárhaldsmaður hennar Bartóló íhugar alvarlega að biðja hennar og Basílíó söngkennari hennar leggur hon- um lið. Með aðalhlutverk fara Krist- inn Sigmundsson, Fígaró, Sigríð- ur Ella Magnúsdóttir, Rósína, Júlíus Vífill Ingvarsson, Alma- víva greifi, Kristinn Hallsson, Bartóló, Jón Sigurbjörnsson, Basííó, Guðmundur Jónsson Fíorelló, þjónn greifans. Þess má til gamans geta að þeir þrír síð- astnefndu tóku allir þátt í upp- setningu Þjóðleikhússins á Rak- aranum í Sevilla fyrir tæpum þrjátíu árum, Guðmundur var þá í hlutverki Fígarós en Krist- inn og Jón í sömu hlutverkum og nú. Leikstjóri er Francesca Zam- bello, hljómsveitarstjóri er Marc Tardue, leikmynd, búninga og lýsingu gerðu Sarah G. Conly og John Michael Deegan. Bartóló fjárhaldsmaður Rósínu fyrir utan hús sitt. Kristinn Halls- son í hlutverki sínu. Samningafundur BSRB og ríkisins í gær: Fjármálaráðherra hafnar kröfum BSRB BSRB varar viö afleiðingum svo „einstrengingslegrar afstööu“ SAMNINGANEFND ríkisins hafnaði í gær kröfugerð Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem sett var fram á fyrsta umræðufundi samningsaðila fyrir rúmri viku. Var vísað til fyrri afstöðu fjármálaráðherra og ítrekað, að af hans hálfu kæmi ekki til álita að gera kjarasamninga við opinbera starfsmenn, sem hafi í för með sér hækkun launaútgjalda umfram það sem gert er ráð fyrir í forsendum fjárlaga. í svari samninganefndar ríkisins var þc tekið fram að ákveðið atriði í kröfugerð BSRB gæti orðið grundvöllur að viðræðum með þeim breytingum sem gera þyrfti til að halda honum innan fyrrgreinds ramma. Var sérstaklega nefnt í því sam- bandi að gerður yrði aðalkjara- samningur sem fæli í sér allt að 4% meðalhækkun launataxta, með þeim fyrirvara þó, að iágmarks- dagvinnutekjur félaga í BSRB verði í samræmi við það sem um hefur samist á milli ASÍ og VSÍ. Ennfremur, að samið verði um framlengingu óbreyttra sérkjara- samninga og röðun í launaflokka verði óbreytt, að öðru leyti en því, sem um semst í aðalkjarasamningi um breyttar uppfærslureglur á milli lægstu launaflokka BSRB. Samningurinn gildi í a.m.k. eitt ár frá undirritun. Jafnframt var tekið fram, að verði á gildistíma samningsins verulegar beytingar á þeim for- sendum varðandi þróun efnahags- og verðlagsmála, sem gengið er út frá við gerð hans, sé fjármálaráð- herra reiðubúinn til að taka upp viðræður á síðari hluta samnings- tímans um hugsanleg áhrif þeirra breytinga á samninginn. 1 kröfugerð BSRB var m.a. farið fram á að lágmarks dagvinnulaun yrðu 15 þúsund krónur á mánuði, að kaupmáttur launa yrði ekki minni en hann var í upphafi síð- asta ársfjórðungs 1983, sem jafn- gildir 4—5% kjarabót, og loks að tryggja skyldi þann kaupmátt með grunnkaupshækkun á þriggja mán- aða fresti. Samninganefnd BSRB svaraði um hæl gagntilboði fjármálaráð- herra þar sem segir m.a. að svar fjármálaráðherra sé algjör synjun á sanngjörnum kröfum BSRB. Var skorað á ráðherrann að taka svar sitt til endurskoðunar og varað við afleiðingum svo einstrengingslegr- ar afstöðu til kröfu BSRB. Vænst var svars ráðherra innan viku. Morgunblaðið hafði í gærkvöldi samband við Kristján Thorlacius, formann BSRB, og innti hann eftir því hver yrðu viðbrögð BSRB ef svör ráðherra yrðu neikvæð. Kristján sagði: „Um það get ég ekki sagt á þessu stigi, samninganefnd okkar mun koma saman og marka stefnu í því máli. En eitt get ég þó sagt: Kröfur okkar eru sanngjarnar og í algeru lágmarki, enda höfum við sætt mikilli gagnrýni frá félagsmönnum fyrir að ganga ekki nógu langt. Og ef ríkið breytir ekki afstöðu sinni, þá komumst við ekki hjá þvi að endurskoða kröfugerð okkar, og það liggur í hlutarins eðli, að sú endurskoðun getur aöeins verið á einn veg, því lægra getum við ekki farið." Á fundi með fréttamönnum síð- degis í gærdag sagði Haraldur Steinþórsson, varaformaður BSRB, að svar fjármálaráðherra hefði verið langtum verra en hann hefði átt von á. „Kröfur okkar hefðu þýtt útgjaldaaukningu frá fyrsta janúar á bilinu 8 til 9 prósent. En þessi 4 prósenta meðalhækkun sem ráð- herra leggur til hrekkur varla til hækkunar lágmarkslauna upp í 15 þúsund á mánuði þótt allri upp- hæðinni væri varið í það. Auk þess er verðtrygging engin." Þær upplýsingar fengust hjá Birni Arnórssyni hagfræðingi BSRB að fjöldi stöðugilda innan BSRB þar sem laun væru undir 15 þúsund kfonum á mánuði væri um 28%, en í félaginu væru alls um 17 þúsund manns. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra: Mikinn áhuga á að fá frekari upplýsingar .„ÉG KEM AF fjöllum. Ég hef ekki heyrt eitt einasta orð um þetta á ævinni fyrr, en ég hef náttúrulega mikinn áhuga á að fá frekari upplýs- ingar," sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra, er blm. Mbl. bar undir hann efni viðtals í Mbl. við dr. Einar I. Siggeirsson í gær, en þar segir Einar m.a. að rannsóknir við Bláa lónið bendi til að unnt sé að reisa þar lífræna pappírsverksmiðju, sem yrði mun ódýrari í byggingu en pappírsverksmiðja sú sem áætlað hefur verið að reisa við Húsavík. I viðtalinu við Einar kemur auk einu orði um Bláa lónið. Ég hef þess fram, að örverurannsóknir í komið þangað, en aldrei haft Bláa lóninu sýni fram á hugsan- spurnir af neinu nema þessum lega ýmsa aðra möguleika, svo heilsusamlega mætti þess. Ég vil sem framleiðslu lyfja og gjarnan frá upplýsingar frá þeim brennsluspíritus. Sverrir sagði sem vita um málið og ég mun ennfremur: „Eins og ég sagði þá spyrjast fyrir um þetta,“ sagði hef ég aldrei heyrt minnst á þetta hann að lokum. Skipt um „lykilmenn“ á Tímanum: Ritstjóri og framkvæmda- stjóri ekki endurráðnir — verulegar breytingar nauðsynlegar á blað- inu og rekstri þess, segir Magnús Ólafsson, sem verður ritstjóri 1. apríl RITSTJORA og framkvæmdastjóra Tímans, Elíasi S. Jónssyni og Gísla Sigurðssyni, var í gær tilkynnt að þeir yrðu ekki endurráðnir af stjórn Nútímans, hins nýja útgáfufélags blaðsins. Magnús Ólafsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn ritstjóri frá 1. apríl næstkomandi og Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri frá sama tíma. Þórarinn Þórarinsson, stjórnmálaritstjóri Tímans, sagði starfi sínu lausu um sl. áramót frá 1. október næstkomandi. Ekki hefur verið ákveðið hver mun taka við starfi hans, skv. upplýsingum, sem blaðamaður Mbl. aflaði sér í gærkvöldi. Starfsmenn á ritstjórn Tímans hafa harmað ákvörðun stjórnar Nútímans hf. um að ganga fram hjá Elíasi og telja þá ákvörðun með öllu óskiljanlega, að því er segir í yfirlýsingu frá þeim. Hauk- ur Ingibergsson, framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gærkvöld, að talið væri æskilegt að gera breytingar á skipan lyk- ilmanna á blaðinu þegar nýir aðil- ar tækju við rekstri þess. Elías S. Jónsson, hefur verið rit- stjóri Tímans tæp þrjú ár. Hann sagði í gærkvöldi að það væri „að sjálfsögðu stjórnar Nútímans að ráða hvern þann, sem hún vill. Hinsvegar tel ég þessa ákvörðun mjög ómaklega og öll vinnubrögð í því sambandi þeim, sem þar eiga hlut að máli, til lítillar sæmdar", Æskilegt að skipta um lykilmenn Hákon Sigurgrímsson, stjórn- arformaður Nútimans hf., sagði að stjórnin mæti það svo, að miðað við þær breytingar sem þyrfti að gera á blaðinu og rekstri þess, væri talið æskilegt að skipta væri um forystu. „Við stefnum að því að efla blaðið mjög mikið og til þess þarf að gera miklar lagfær- ingar á rekstrinum,“ sagði Hákon. Haukur Ingibergsson tók í sama streng og sagði að þar sem nýtt félag tæki við rekstri Tímans væri talið eðlilegt við „slík tímamót í sögu fyrirtækja, að allt starf og Magnús Ólafsson skipulag þeirra sé tekið til endur- skoðunar, þar á meðal val á stjórnendum til þess að fá nýja og ferska strauma. Einnig má ekki gleyma því,“ sagði Haukur Ingi- bergsson, „að í íslenskum fjöl- miðlaheimi er jafnan mikill til- flutningur á mönnum. Elías Snæ- land Jónsson hefur á undanförn- um árum unnið gott starf við Tím- ann en engu að síður var talið æskilegt að gera breytingar á skipan lykilmanna á blaðinu við þessi tímamót." Hann bætti því við, að mikils væri vænst af hinum nýja ritstjóra og framkvæmda- stjóra í störfum fyrir blaðið. Magnús Ólafsson, hinn nýi rit- stjóri, hefur verið viðloðandi Tím- ann í hartnær tiu ár, m.a. verið blaðamaður þar á sumrin, síðast fréttastjóri í afleysingum meðan Jón Sigurðsson var ritstjóri. Hann er nú að ljúka námi í hagfræði og tölfræði við háskóla í V-Þýska- landi en kemur heim um helgina til að ráða ráðum sínum við stjórn Nútímans hf. og hinn nýráðna framkvæmdastjóra. Afbragös blaðamaður Magnús sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gærkvöldi, að það legðist mjög vel í sig að taka við ritstjórn blaðsins og að gaman yrði að eiga þátt í þeim breyting- um, sem framundan væru. „Ef vel á að vera,“ sagði Magnús, „þurfa þær breytingar að verða töluverð- ar. Ég vil þó ekki ræða á þessari stundu hvers eðlis þær verða, það mun væntanlega koma fyrir augu lesenda Tímans 1. apríl næstkom- andi.“ Magnús sagði að sér hefði „ný- lega“ verið boðið ritstjórastaðan og að hann hefði ákveðið að taka boðinu. „Þetta þýðir að ég þarf eitthvað að fresta því að ljúka mínu doktorsnámi hér ytra en ég get vel farið í það síðar.“ - Vissir þú, að Elías yrði látinn víkja? „Að Elías skuli fara frá blaðinu þykir mér vera það sorglegasta við þetta allt saman,“ sagði Magnús Ólafsson. „Elías er afbragðs blaðamaður og okkur hefur alltaf komið mjög vel saman.“ Hann kvaðst reikna með að reyna að ganga frá endurráðning- um starfsmanna á ritstjórn blaðs- ins í næstu viku á meðan hann væri heima; framkvæmdastjórinn myndi væntanlega ganga frá endurráðningum annars starfs- fólks. Starfsmönnum var öllum, að Þórarni Þórarinssyni undan- skildum, sagt upp um sl. áramót, eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu. Furðuleg vinnubrögö? Ákvörðun stjórnar Nútímans hf. um að þeir Elías og Gísli færu frá blaðinu er Nútíminn tæki við rekstri þess var tekin á fundi stjórnarinnar í gærmorgun. Morg- unblaðið hefur aflað sér upplýs- inga um að sl. föstudag hafi Há- kon Sigurgrímsson, form. stjórn- arinnar, kallað Elías ritstjóra á sinn fund og þeir rætt lengi saman um blaðið og framtíð þess. Þeim fundi lyktaði með því að stjórnar- formaðurinn kvaðst ætla að koma á fundi ritstjóra og hins nýja framkvæmdastjóra á mánudegin- um (sl.) og fá Hauk Ingibergsson, framkvæmdastjóra flokksins, til að koma þeim fundi á. Á mánudag bárust Elíasi, skv. upplýsingum Mbl., skilaboð um að fundinum yrði frestað. Elías vildi ekki tjá sig um þetta atriði í gærkvöld en vís- aði aftur til þess, er hann hefði sagt um vinnubrögð stjórnarinnar Elías Snæland í þessu sambandi. í yfirlýsingu starfsmanna á rit- stjórn blaðsins er einnig lýst yfir „furðu á þeim vinnubrögðum, sem viðhöfð voru við þessa ákvörðun," þ.e. að endurráða ekki Elías. Haukur Ingibergsson vísaði því á bug að þarna hefði verið eitthvað óeðlilegt á ferðinni, sagði um hafa verið að ræða „ósköp venjuleg vinnubrögð" og sagðist ekki vita við hvað væri átt. Blaðamenn Tímans lýsa í yfir- lýsingu sinni „fyllsta trausti á störf Elíasar Snæland, þau tæpu þrjú ár sem hann hefur gegnt rit- stjórastöðu við blaðið. Er starfs- mönnum ritstjórnar með öllu óskiljanlegt hvers vegna gengið var framhjá einum reyndasta blaðamanni íslenskra fjölmiðla þegar ráðið var í stöðu þá, sem Elías hefur gegnt með slíkum ágætum undanfarin ár.“ Haraldur Steinþórsson varaformaður BSRB (t.v.) og Björn Arnórsson hag- fræðingur BSRB á fundi með fréttamönnum í gær. Sjálfstæð sameignar- félög greiða mun meiri tekjuskatt en eigend- ur Miklagarðs SAMEIGNARFÉLAG, sem er sjálfstæður skattgreiðandi, þarf að borga um þrefalt hærri tekjuskatt en eigendur Miklagarðs, sem rekinn er af sameign- arfélaginu Holtagarðar sf., en það er ekki sjálfstæður skattgreiðandi. Þessar upplýsingar koma fram í nýjasta fréttabréfi Verzlunarráðs lslands. ^ar segir ennfremur: „Tekjur af ^kstrinum, ef einhverjar eru, renna til eigendanna, KRON, SÍS og kaupfélaganna í Hafnarfirði, á Kjalarnesi og Suðurnesjum og skattleggjast þar. Skýringin á þessum mun er sú, að eigendur Miklagarðs eru samvinnufélög, sem njóta góðs af hagstæðari skattreglum en önnur rekstrar- form.“ í fréttabréfinu segir, að Verzl- unarráðinu hafi að undanförnu Hreinar tekjur Stofnsjóðsframlag, % Varasjóður 25% Tekj uskattsstof n Tekjuskattur, 65% Eftir í fyrirtæki borizt fyrirspurnir um hvernig skattlagningu Miklagarðs sé hátt- að og hvort hann sitji við sama borð og annar sambærilegur at- vinnurekstur. „Eftirfarandi dæmi var því sett upp og talan 100 valin sem hreinn hagnaður til að sýna hlutföll milli tekna og tekjuskatts. Tekið skal fram að hér er ekki um raunverulegar tölur að ræða held- ur tilbúið dæmi, sem engu að síður segir sínar sögu. Eigendur Sameignarrélag, Sjálfstædur MiklagarAs skattKreiðandi 100.00 100.00 66.67 — 33.33 100.00 8.33 25.00 25.00 75.00 16.25 48.75 83.75 51.25 Ávarp vegna sjóslyss- ins við Bjarneyjar FRÁSAGNIR af slysförum birtast jafnótt og slvsin verða. Öllum mun því kunnugt um sjóslysið við Lón í Bjarneyjum mánudaginn 31. október 1983, þar sem 3 úr áhöfn Hafarnar SH-122 fórust. Frásagn- ir af því yfirgripsmikla leitarstarfi sem hefir verið innt af höndum frá þeim degi hafa ekki verið miklar. Leitað hefir verið alltaf þegar mögulegt var. Árangur leit- arinnar er, að einn hinna látnu fannst og mikil þekking og reynsla hefir fallið þeim í skaut, sem lagt hafa fram tæki, búnað og mannafla til fjölþúsunda dags- verka við leit. Enginn hefir hreyft úrtölum og einbeittur hugur hefir fylgt áreynslufrekum athöfnum þar sem óbilandi kjarkur hefir fengið að reyna sig við misblíðar náttúrufarsástæður. Það fjármagn, sem leitin hef- ir kostað, er ótvírætt mikið og hefir sjálfsagt komið við sjóði þeirra björgunarsveita og ein- staklinga, sem lagt hafa til tæki sín og búnað, báta sína og önn- ur flutningstæki. Við undirritaðir heitum því á alla velviljaða, sem lesa þetta ávarp, að leggja nokkuð af mörkum til þess að styðja við veigamikil störf þeirra leitar- og björgunaraðila, sem hér eiga hlut að máli. Framlögum geta þeir, sem vilja styðja þá, komið á framfæri með því að leggja inn á sparisjóðsávísanareikning nr. 2214-3 við útibú Búnaðar- banka íslands í Stykkishólmi. Auðvelt er að gera það í hvaða sparisjóði eða banka sem er með C-gíróseðli. Einnig geta þeir sem vilja veita fjárstuðning þeim aðilum, sem urðu fyrir verulegri röskun á högum vegna slyssins, á sama hátt komið framlögum sínum á framfæri með því að ieggja þau á sparisjóðsávísanareikning nr. 2215-1 við sömu stofnun. Við undirritaðir viljum reyna að skipta því sem safnast á sem réttastan hátt milli þeirra sem hlut eiga að máli við vertíðarlok í vor. Við væntum að allir vel- unnarar björgunarstarfs og vinir Stykkishólms leggi góðu málefni lið og þökkum fyrir- fram sérhverjum sem leggur lóð sitt á vogarskálina til góðs. Guð blessi glaðan gjafara. Jóhannes Árnason sýslumaður, Ellert Kristinsson oddviti, Gísli H. Kolbeins sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.